Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 17
■ Engunt erfiðleikum er bundið að finna krántar, eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
Myndir: Sigurborg Ragnarsdóttir.
málið er þægilegt að hafa á milli
handanna nýútkomna bók sem gefin er
út í samvinnu við London Transport „A
guide to London s best pubs“.
„Olde Cheshire Cheese" kráin i Fleet
Street er talin sú frægasta í London ef
ekki um viða veröld. Þessi sögulegi
„pub“ er staðsettur eigi langt frá Daily
Express og Daily Telegraph dagblöðun-
um og verður þ.a.l. varla þverfótað fyrir
blaðamönnum og skrifstofublókum i
stifpressuðum brókum. Vegna sögunnar
er „pubbinn" fjölsóttur af ferðafólki og
ráðlegast að skoða hann utan annatíma.
Þá er bæði hægt að kynna sér sögu
pubbsins frá bæklingi sem fáanlegur er
á bamum eða með heimsókn í
kjallarann og kynna sér sögu kráarinnar
allt frá árinu 1538-1982.
Einhver óvissa ríkir um uppruna
nafnsins Ye olde Cheshire Cheese. Það
er ekki ljóst hvort nafnið er dregið af
samnefndri ostategund eða Thomas
Cheshire sem sögur herma að hafi verið
kráareigandi í Fleet Street 1543.
í annálum má finna að rekstur kráar
hafi verið hér allt frá 13. öld.
Núverandi bygging var reist 1667,
eftir eldsumbrotin miklu i London ári
áður, og hefur haldist svo að segja
óbreytt frá ríkisárum Charles II 1660 til
daga núverandi þjóðhöfðingja Elisabet-
ar II. Ýmsir sögunnar menn hafa komið
hér við á leið sinni um Fleet Street s.s.
Samuel Johnson, Charles Dickens,
Oscar Wilde og Paul Verlaine. Haft er
eftir hinum merka manni dr. Samuel
Johnson að þegar fólk verður leitt á
London er það orðið leitt á lífinu. Þess
ber að geta að krárnar voru það sem
Johnson var hrifnastur af i höfuðborg-
inni.
Merki um heimsókn Johnson á Ye
Olde Cheshire Cheese sjást víða. í
matsal trónir málverk af kappanum yfir
löngu eikarborði þar sem hann og fleiri
andans menn s.s. Oliver Goldsmith,
Charles Dickens hafa setið að snæðingi.
í kjallara er eintak af sjöundu útgáfu
orðabókar Johnson.
Páfagaukurínn Polly
Á einum stað trónir uppstoppaður
páfagaukur sem skemmti prinsum og
öðru hefðarfólki þau 40 ár sem hann
lifði. Páfagaukurinn Polly dó skyndilega
úr heilablæðingu þegar konur fengu
fyrst inngöngu i Old Cheshire Cheese
svo mjög varð henni um breytinguna.
Slík var frægð fuglsins að við andlát hans
árið 1926 var rofin dagskrá BBC til að
tilkynna hinar dapurlegu fréttir og
minningargreinar birtust í meira en 200
dagblöðum um heim allan.
Frjálsræði „pubbsins" hefur breyst til
batnaðar því í nýlegri heimsókn var mér
hleypt með börn inn í matsal þar sem
við snæddum mjög gómsæta enska paj
.undir málverki af Dr. Johnson. Þeir
fullorðnu fengu hið eina sanna til að
svala þorstanum en börnin eitthvað af
léttara taginu. Þó að reikningur væri
töluvert hærri en gengur og gerist á
öðrum „pubburn", var ándrúmsloftið,
þjónusta og veitingar með því besta sem
ég hef enn fengið hér í landi.
Það eru fleiri sögulegir „pubbar“ á
þessum slóðum s.s. „George" i Strand-
götu og „Dickens Inn“ við The Tower
kastalann. Sá síðamefndi er skemmti-
lega staðsettur við gömlu skipakviamar
inn af Thames. Þar er sag á gólfum eins
og í Old Cheshire Cheese til að leggja
enn frekar áherslu á aldur pubbsins.
Auk þess em þama gömul skip sem
skoða má i leiðinni.
Fjöldi ferðafólks eyðileggur auðvitað
stemninguna um hásumartimann. Við
Thames eru staðsettir fleiri skemmtileg-
ir pubbar einkar vinsælir af fjölskyldu-
fólki. „The Old Ship“ i Hammersmith
er ekki bara fallegur pub heldur em allar
aðstæður utandyra hagstæðar. Foreldrar
geta setið innan um gamlar mllur og
fallegan gróður og virt fyrir sér
skokkara, hjólreiðamenn eða seglskútur
er liða á góðviðrisdögum eftir ánni. Á
meðan skreppa yngstu meðlimirnir á
nærliggjandi leikvöll. Það er ekki af
ástæðulausu að „The Old Ship“ fékk
árlega viðurkenningu „Evening Stand-
ard“ síðdegisblaðsins (nú „The Stand-
ard) sem besti pub ársins 1978.
Bjórinn eykur frjósemi!!
En það er úr fleiru að velja en 7000
pubbum höfuðborgarinnar. Ef ekið er
um sveitir landsins er töluvert meiri
hætta á þvi að verða bensínlaus en deyja
úr þorsta. Sveitakrár eru svo að segja á
hverju horni og í smáþorpum standa
iðulega nokkrar hlið við hlið. Af mörgu
er að taka en minnistæð er lítil sveitakrá
við A 10 leiðina frá London til
Cambridge. Þama var snæddur léttur
hádegisverður bæði að sumarlagi og um
miðjan vetur. ( desemberbyrjun var
okkur visað í litið hliðarherbergi með
börnin þar sem snæddir voru léttir og
ódýrir salatréttir við opinn arineld. í
júlímánuði hálfu ári síðar gátum við
setið utandyra og borðað smurt nesti en
fljótandi veigar vom keyptar innandyra.
Andrúmsloftið var heimilislegt hvort
heldur var undir þaki eða bemm himni.
Húsdýrin, asni, hænsni, gæsir og hundar
juku á litskrúðugt umhverfið.
Húsdýrin, asni, hænsni, gæsir og hundar
juku á litskrúðugt umhverfið. Vanafesta
ræður oft ferðinni um hvaða krá fólk
heimsækir. Þegar „landlord" skiptir um
aðsetur og flytur sig um setá nýja krá
hætta fastagestirnir að sækja sína gömlu
krá og fylgja foringja sinum eftir.
Fastagestir „Jolly Miller“ pubbsins i
N-Wamborough Hants mæla með bjór
staðarins. Allt frá því að skotskifu-
keppnislið pubbsins byrjaði að drekka
Huntsman bjórtegundina hefur komið í
ljós að 5 af eiginkonum liðsmanna eiga
von á barni. Umsjónarmaður pubbsins
gerði sér lítið fyrir og byrjaði að drekka
sömu tegund. Fréttir herma að eigin-
kona hans sé farin að þykkna undir belti.
Eton-piltum
bönnuð kráarseta
En vinsældir kránna eru ekki alls
staðar jafn miklar. Þannig hafa yfirvöld
hins virta Eton skóla (public school)
bannað drykkju skólapilta á nærliggj-
andi krá (public house) á milli kennslu-
stunda. Drengimir allir 16 ára og eldri
höfðu leyfi til að skreppa i 25 min.
frimínútum að morgni á nærliggjandi
pub. En það sem piltar em síður ánægðir
með er takmarkaður opnunartimi „The
Tap“ (Kraninn) pubbsins úr 18 klst. á
viku i 13 klst. Það var skoðun
skólayfirvalda að of langur opnunartimi
hvetti skólanema til of mikillar bjór-
drykkju.
Hvað sem sagt verður um jákvæðar
og neikvæðar hliðar kráarlífs er ljóst að
ferðafólk sem á leið um Bretland og vill
kynna sér einhver af sérkennum lándsins
má ekki láta hjá líða að heimsækja
nokkrar krár, skoða húsakynni þeirra
smakka ölið og siðast en ekki sist spjalla
við Bretann, en á kránum er oft
þægilegast að nálgast innfædda til að
kynnast lífsviðhorfum þeirra og hugs-
unarhætti.
i London 21. júni 1982.
Sigurborg Ragnarsdóttir.
Heimildir m.a.:
Grundy, B.
„Grundy's London," Quartet Books, 1979.
„Pubs & Pub Signs“ Colourmaster, 1973.
„London’s Besl Pubs 1982", Green, 1982
„Good Beer Guide," CAMRA, 1980.
■ „The Old Ship“ lætur ekki á sjá þó kráin sé komin til ára sinna. Eins og
skjöldurinn á veggnum sýnir var kráin kosin „Krá ársins“ árið 1978 af blaðinu
Evening Standard.
17
Ljósprentun - Bókbandsefni
Á húsateikningum og allskonar skjölum meðan beðið er. ^ffúnír Austurst Spjaldapappír, saurbiaðapappír, sirtingur rexine, spjaldapappi, j grisja o.s.frv. Einnig áhöld: stólar, pressur, hamrar, falsbein og fl. •æti 8, simi 25120.
© Kaupfélag Árnesinga
Kaupfelagsstjori
Starf kaupfélagsstjóra viö Kaupfélag Árnesinga
er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 31.
þessa mánaðar.
Starfiö veitist frá hausti íkomanda eða síöar eftir
nánara samkomulagi við stjórn félagsins.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um
menntun og fyrri störf, sendist formanni
félagsins Þórarni Sigurjónssyni, Laugardæl-
um eða Baldvini Einarssyni, starfsmanna-
stjóra Sambandsins, erveitanánari upplýsing-
ar.
Kaupfélag Árnesinga
Selfossi.
Notaðar heybindivélar
Höfum til sölu mikið úrval af notuðum heybindi-
vélum. Upplýsingar í Véladeild Sambandsins.
Land-Rover eigendur
Nýkomið á mjög hagstæðu verði:
spindlasett
kúplingspressur
kúplingsdiskar
og margt fleira
Öxlar íraman og aftan
Öxulflansar
Hjöruliðskrossar
Girkassaöxlar
Girkassahjól
Fjaörafóðringar
Hraðamælisbarkar
Hurðarskrár
stýrisendar
Póstsendum.
Bílhlutir h/f
Suðurlandsbraut 24 — Reykjavik
S.38365.