Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 22
22 '&****»* • ái.TitéT.'i'-f’é- •*'*- *'*■ ~ >*«*»»■•»«* * *’*■»'* •*.T4 .'■* * -»■ **■*-*=,#■!■* SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1982. nútrminn Umsjón Friðrik Indriðason og Viðar Karlssonj Tónleikar Comsat Angels falla niður: „NEITA ALFARID AÐ LEIGJA OKKUR HÚSIД — segir Guðni Rúnar Agnarsson um Félagsstofnun stúdenta en þar áttu tónleikarnir að vera ■ Ljóst er að ekkert verður af tónleikum The Comsat Angels sem áttu að vera i Félagsstofnun Stúdenta nú um hclgina þar sem forráðamenn F.S. hafa neitað að leigja húsið undir tónleikana. „Þeir neita alfarið að leigja okkur húsið en við höfum munnlega samninga um að fá húsið, samninga sem voru margítrekaðir, auk þess sem við höfum lengi átt samskipti við þetta fólk“ sagði Guðni Rúnar Agnarsson í samtali við Nútímann en hann hefur borið hitann og þungann af undirbúningnum fyrir komu Comsat. Ástæðan fyrir þvi að forráðamenn F.S. neita að leigja húsið mun vera sú að á siðustu tónleikum sem voru haldnir þar fyrir rúmri viku urðu mikil ólæti auk þess sem eitthvað af húsbúnaði var brotið. Urðu hótelgestir á Garðinum fyrir miklu ónæði af þessum sökum. Guðni Rúnar sagði að mikið hefði verið reynt til að fá annað húsnæði, rætt hefði verið við eina 20 aðila en enginn hefði viljað taka tónleikana... „við áttum ekki 20-30 þús. kr. til að leggja á borðið" sagði Guðni... “en þá hefðu allar dyr verið opnar". Fram kom hjá Guðna að miklum tíma hefði verið eytt í undirbúning fyrir þessa tónleika og væri sú vinna öll ónýt nú. „Það er leiðinlegt að geta ekkert gert, hljómsveitarinnar vegna, en við buðum þeim í staðinn að koma hér við í bakaleiðinni frá Bandarikjunum, þar sem þeir verða á tónleikaferðalagi, þannig að hugsanlega verða tónleikar með þeim að þremur vikum liðnum en það gætu alveg eins liðið þrjú ár þar til þeir koma“ sagði Guðni. . FRI Þrumuvagninn á fullu Timamynd FRI Þrumuvagninn, Baraflokkurinn og Tappi tíkarrass á SATT-tónleikum: GOÐUR KOKTEILL ■ SATT tónlcikar voru i Klúbbnum sl miðvikudagskvöld og komu fram Þrumuvagninn, Baraflokkurinn og Tappi tíkarrass en segja verður að þessir tónleikar hafi veríð mjög góður kokteill. mikil stemmning og ágætur leikur allra hljómsveitanna. Barafiokkurinn var að byrja leik sinn er ég kom i Klúbbinn en einhverjir erfiðleikar voru með tækin i byrjun. Það bjargaðist þó, enda margir góðir mættir á staðinn til að gefa góð ráð eins og td. Bubbi Morthens. Baraflokkurinn hóf pró- grammið með þvi að taka nokkur lög af nýjustu breiðskifu sinni Li/t en síðan tilkynnti Ásgeir Jónsson söngv- arí að sveitin myndi taka „smáblúes" eins og hann orðaði það. Þetta var eitt besta atríði kvöldsins þvi maður fékk svipaða tilfinningu af að hlýða á þennan blúes eins og maður fær af þvi að sjá Humphrey Bogart leika i kvikmynd. I hléinu á milli Barafiokksins og Þrumuvagnsins skrapp maður svo upp á efri hæðina og hlýddi á Tappa tíkarrass. Sú sveit kom mér verulega á óvart, bráðhress og fjörugur leikur einkenndi spilið og skartar sveitin einni efnilcgustu söngkonu sem ég hef séð lengi, Björk Guðmundsdóttur, en hún virkaði á mig eins og miniblanda af Toyah Wilcox og Joan Jett. Þrumuvagninn lauk svo tónleikun- um, en þeir eru besta þungarokksveit sem við eigum nú. Hörkugóður blús einkcnndi leik þeirra framan af en svo var skipt yfir i þungt og hart rokk i stíl við Detroitrokkið. SATT virðist vera að hressast eftir nokkra lægð og vonandi halda þeir áfram tónleikahaldi i stíl við tónleik- ana i Klúbbnum á miðvikudagskvöld. - FRI Björk Guðmundsdóttir limamynd FRI ■ „...miniblanda af Toyah Wilcox og Joan Jett' söngkona Tappa tíkarrass. Rokkhátíð í Reykjavík ■ Rokkhátíð verður haldin hér í Reykjavik dagana 20.-23. júli, að báðum dögum meðtöldum og hefst hún á tónleikum Egó og Grýlnanna í Austurbæjarbió að kvöldi þess 20. júlí. Eru það jafnframt einu tónleikarnir þessa dagana sem ekki er aldurstakmark inn á. Næstu kvöld verða svo tónleikar á Hótel Borg og hljómsveitimar sem koma fram þessi þrjú kvöld eru ma. Egó, Bodies, Q4U, Grýlurnar, Purrkur Pillnikk og Fræbblarnir. Ekki er endanlega búið að ganga frá niðurröðun hljómsveita á þessi kvöld en nánar verður greint frá því hér á næstunni. - FRI Egó verður meðal þeirra sem taka þátt í rokkhátiðinni. EYELESS IN GAZA MEÐ TÓN- LEIKA HÉR ■ Breska hljómsveitin Eyeless in Gaza mun væntanlega halda tónleika hérlend- is í ágústmánuði og var ætlunin að þeir léku í Félagsstofnun stúdenta. Eyeless in Gaza er skipuð tveimur mönnum þeim Martin Bates og Peter Becker. Þetta eru fjölhæfir náungar t.d. spilar Becker á bassa, trommur og hljómborð, stundum á tvö síðast nefndu hljóðfærin samtimis. Bates sér um gítarleik og söng en grípur einnig i hljómborðið. Tónlist þeirra félaga erljúfarmelóndi- ur á nýbylgju/nýrómantíkur sviðinu en þeir hafa gaman af þvi að gera ýmsar tilraunir með tónlist sína. Eyeless in Gaza hafa gefið út þrjár breiðskifur og nokkrar litlar plötur á Cherry Red merkinu en þekktasta plata þeirra er Caught in Flux. Nýlega gáfu þeir út plötu í Noregi Pale Hands og annar þeirra félaga Bates vinnur nú að sólóplötu i Belgíu. - FRI nýrómantík H Hljómsveitin BOX hefur sent frá sér sína fyrstu breiðskífu, Skuggahliðin, en þeir félagar í BOX eru á nýrómantíkurbylgjunni og glettilega góðir sem slíkir. Það helsta sem skortir á hvað varðar hljóðfæra- leikinn er fjölbreytni og meiri kraftur en hinsvegar eru textar þeirra bráðskemmtilegir og sem frumraun lofar platan góðu. Ég get ekki stillt mig um að birta einn nettan texta af plötunni, en hann er i laginu „Ferming fyrir meðalaðsókn“: „Meðalaðsókn þótti dræm að undirbúning prestsins fermingarbamið sat við bæn um peningagjafir gestsins Upp, upp min aurasál í fullorðinna tölu buddan orðin þung sem stál hugsjónin til sölu. Komið er að kvöldi dags peningarflóðið dvínar drottinn h'tur til sólarlags á aurasálir sínar. Hljómsveitin BOX er skipuð þeim Baldri Þóri Guðmundssyni (hljóm- borð, gervipíanó, trommur, kór) Óskari Þór Nikulássyni (Gítar, gervigítar, kór) og Sigurði Sævars- syni (Söngur, gervibassi, trommur, saxófónn) en Sigurður er jafnframt atkvæðamestur þeirra félaga í texta- gerðinni. Platan er tekin upp í upptökuheimili Geimsteins, hljóð- blöndun annaðist Þórir Baldursson. - FRI P.S. Það má geta þess hér að ég hafi mun meiri ánægju af því að spila stóran hluta lagana á 45 snúningum. sveitaball ■ Hljómsveitin Bismark hefur sent frá sér breiðskífuna „Ef vill“. Fyrri hlið plötunnar eru „traust" sveita- ballalög en á seinni hliðinni koma greinileg blús - áhrif fram og gætu strákamir kannski eitthvað gert á því sviði. Hljómsveitina skipa þeir Magnús Axel Hansen, (gftar), Jó- hann Steindórsson (trommur) og Garðar Harðarson (gítar, bassi, hljómborð, munnharpa, söngur, raddir) en Garðar semur jafnframt öll lög og texta á plötunni fyrir utan „Anna í Hlíð“. - FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.