Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 15
14 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1982. ■ „Við vissum að við myndum mæta erfiðleikum, en að þeir yrðu svona alvarlegir...það gátum við ekki ímyndað okkur. Við reyndum að gera ráð fyrir því ótrúlegasta, en ímyndunarafl okkar var ekki nógu frjótt. Við höfum gengið hér á mjórri sillu milli tveggja hyldýpa. Við höfum ekki enn fallið niður, en nú munar það mjög litlu. Fólk hefur týnt lífinu. Ef ég tryði á djöfulinn þá myndi ég segja, að djöfullinn væri einmitt héma. En ég á ekkert val, ég verð að vinna þetta verk. Ég verð að lifa lífinu, eða ljúka lifinu, við framkvæmd þessa verkefnis". Sá sem talar er hinn óvenjulegi þýski kvikmyndagerðarmaður Werner Herz- og, i viðtali, sem tekið var á síðasta ári í frumskógarbúðum hans þar sem fljótin tvö Rio Urubamba og Rio Camisea i Ucayali i suðurhluta Perú falla saman. Þá var ekki enn útséð, eftir fjögurra ára þrotlaust starf og að þvi er virtist endalaus vandamál, hvort honum tækist að ljúka því verkefni sem hann talar hér um - kvikmyndinni Fitzcarraldo. En það tókst, og kvikmyndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes i maímán- uði. Jafnframt var sýnd þar stórmerk heimildarkvikmynd, sem Les Bland hefur gert um töku þessarar kvikmynd- ar. Sumir, sem skrifað hafa um hátíðina i Cannes, segja að heimildarmyndin sé jafnvel enn betri en Fitzcarraldo, sem dugði þó til að afla leikstjóranum, Herzog, viðurkenningu Cannes-hátíðar- innar sem besti leikstjóri ársins. Saga þessarar kvikmyndagerðar er svo óvenjuleg, að ástæða er til að rekja hana nánar. I þessari frásögn er einkum byggt á upplýsingum úr erlendum timaritum, svo sem American Film, Film Comment, Sight and Sound og fleirum. Vanur erfídleikum Það má auðvitað segja að Werner Herzog, sem sumir hafa kallað Nietzs- che þýskrar kvikmyndagerðar, sé vanur Kinski kvaðst þá myndi hætta leik i myndinni. Herzog svaraði með því að draga upp byssu. „Áður en þú kemst að bugðunni þarna á fljótinu", sagði hann við Kinski, „verða átta byssukúlur komnar i ha'usinn á þér, en sú síðasta er fyrir mig“. Kinski lét af mótmælum sinum við svo búið. En til eru vandræði og vandræði, og öllu má ofgera. Byggt á raunverulegri persónu Fitzcarraldo er lauslega byggð á sannri sögu. Brian Sweeny Fitzgerald hét , maðurinn, en var kallaður Fitzcarraldo, irskur að uppruna, ævin- týramaður, sem enn lifir í þjóðsögum meðal indiána í Perú fyrir mannvonsku og skepnuskap gagnvart indiánum. Herzog kveðst hafa heyrt fyrst um þennan mann árið 1972 þegar hann var að ljúka Aguirre. „Joe Koechlin, sem var einn þeirra sem hjálpaði mér fjárhagslega við gerð Aguirre, kom i heimsókn til mín i Munchen og lagði til að ég færi aftir til Perú til að gera aðra kvikmynd. Sagan um Fitzcarraldo sem slik vakti engan áhuga hjá mér, en það var þó eitt atriði sem hreif mig; þessi maður flutti skip frá Ucayli fljótinu yfir á Madre-de-Dios fljótið. Hann lét búta skipið í sundur i þrjá hluta og fékk indiánana til að koma því þannig yfir fjallið, sem var á milli fljótanna. Það tók sjö eða átta mánuði. Frá þessum útgangspunkti bjó ég til söguna um mann, sem vill færa óperúlistina inn i frumskóginn; hann vill gera hvað sem er til þess að fá Caruso til að syngja í Iquitos..." Farið af stað árið 1977 Það var þó ekki fyrr en árið 1977 sem Herzog hélt til Perú til þess að leita að heppilegum stað til þess að gera þessa kvikmynd. Honum hafði þá tekist að ganga frá fjárhagslegum stuðningi og fá ■ Claudia Cardinaie var eini aðal- leikarinn sem hélt hlutverki sinu í Fltzcarraldo frá upphafi til enda. Hún leikur pútnahúsmaddömu, sem jafn- framt er ástmey Fitzcarraldos og lánar honum peninga í óperuævintýrið. Oates verið ráðinn i staðinn. Mick Jagger var reiðubúinn og sömuleiðis italska leikkonan Claudia Cardinale. En nokkrum mánuðum áður en upptökur áttu að hefjast byrjaði ballið fyrir alvöru. Deilur við indíánana Meðferð hvítra manna á indíánum í Suður-Ameríku er einn af mörgum slæmum blettum á samvisku mannkyns- ins. Ein afleiðing þess er andúð indíána á hvitum mönnum og mikið vantraust í þeirra garð. ■ Klaus Kinski i hlutverki hins brjálæðislega Fitzcarraldos. framt myndu indíánar ekki taka að sér statistahlutverk, sem auðvitað var gert ráð fyrir. Það bætti ekki úr skák, að myndin fjallaði um mann, sem indíán- arnir töldu sig hafa ríka ástæðu til að hata. Þótt Herzog legði mikla áherslu á að hann yrði aðeins um stuttan tima í þorpinu, svo þeir þyrftu ekki að óttast að hann ætlaði að leggja undir sig land þeirra, þá var tortryggnin í hans garð engu minni. Margar ósamhljóða lýs- ingar hafa borist af þvi, hvað gerist svo í raun og veru; i sumum frásögnunum er Herzog og flestir starfsmenn hans voru utan bækistöðva sinna, voru þær við að leika aðalhlutverkið í myndinni. Herzog var i öngum sínum: „Ef ég verð ekki kominn með aðalleikara í janúar (1981)“, sagði hann. „þá frem ég sjálfsmorð“. Flestir sem til heyrðu, voru reiðubúnir að trúa honum. í janúar 1981, tveimur mánuðum síðar en áætlað var, hófst myndatakan svo loksins. Þá hafði Jason Robards tekið við af Oates og var þannig þriðji leikarinn, sem vahnn var i þetta hlutverk. Mick Jagger var i aukahlut- verki sínu og Claudia Cardinale enn í helsta kvenhlutverki myndarinnar. Sex vikum síðar, þegar lokið var við töku um fjörtíu hundraðshluta myndar- innar, veiktist Robards og varð að flytja hann til Connecticut, þar sem hann á heima, til lækninga. Þaðan sendi hann svo skilaboð um, að læknar hans bönnuðu honum gjörsamlega að hverfa aftur inn i frumskóginn í Perú. Herzog var því enn á ný án aðalleikara, og allt það, sem tekið hafði verið með Robards, var ónothæft i myndina. Og strax á eftir kom nýtt áfall. Mick Jagger varð að hætta þátttöku í myndinni. Vegna þess hversu mjög myndatakan hafði dregist frá því sem upphaflega var áætlað átti hann engra annarra kosta völ. Hann var nefninlega skuldbundinn til þess að standa að nýrri hljómplötu og hljómleikaferðalagi Roll- ing Stones i Bandaríkjunum, og varð að hverfa til undirbúnings þeirra verkefna. „Þetta var það versta, sem fyrir okkur gat komið“, segir Herzog. „Mick var mjög góður, ótrúlega góður“. Hann var líka gott sölunafn. Fyrst Mick Jagger var ekki lengur í myndinni þótti ljóst, að hún myndi höfða til mun færri áhorf- enda. Efyrjað á ný En Herzog var ekki á því að hætta. Það var engan hægt að fá í staðinn fyrir Mick Jagger - það er bara einn Jagger! - og þess vegna var hlutverk hans fellt vandræðum og hafi kannski engan áhuga á að takast á við verkefni, sem eru fyrirhafnarlítil. Hann hafði úr litlu að spila þegar hann hóf kvikmyndagerð. Hann vann þannig sem járnsmiður i tvö ár, alltaf á næturvakt, til þess að afla sér peninga til að gera fyrstu kvikmyndir sínar; þrjár stuttar myndir. Og hann stal myndavélinni frá sjónvarpsmönnum! Við gerð ýmissa mynda sinna hefur hann viljandi tekið mikla áhættu. Heimildarkvikmyndin La Soufriere (1976) var tekin í hlíðum gjósandi eldfjalls, sem sumir visindamenn töldu að kynni þá og þegar að springa i loft upp. Þegar einn leikaranna meiddi sig við töku kvikmyndarinnar Jafnvel dverg ar byijuðu smáir (1969) lofaði Herzog að faðma að sér kaktus þegar tækist að ljúka myndinni; hann er enn með kaktusnálar { likamanum eftir það ævintýri. Herzog hafði líka áður lent í margvislegum erfiðleikum einmitt í Perú, þar sem hann gerði kvikmyndina Aguirre, reiði guðs (1972). í þeirri kvikmynd fór Klaus Kinski með aðal- hlutverkið; spænskan sextándualdar stríðsmann með mikilmennskubrjálæði sem varð að lúta i lægra haldi i frum- skógi Perú. Dæmi um þau vandamál var sá atburður, þegar fleki, sem Herzog var á, lenti í hringiðu á fljótinu og var þar i fimm daga! Þar lenti þeim Kinski og Herzog reyndar illilega saman þegar Kinski heimtaði að hljóðupptökumaður nokkur yrði rekinn en Herzog neitaði. þekkta leikara í aðalhlutverkin, en þetta tvennt fór að miklu leyti saman. Jack Nicholson hafði látið í ljósi áhuga á að leika aðalhlutverkið, Fitzcarraldo, og Mick Jagger, sá þekkti poppari í Rolling Stones, var reiðubúinn að leika veiga- mikið aukahlutverk. Með þessi tvö nöfn var fjármagnsútvegunin ekkert vanda- mál. Herzog skellti þvi sparifé sinu öllu i frumbúning; hann keypti hús í Iquitos, sem er hafnarbær skammt frá vatna- svæði Amasonfljótsins, og setti þar upp miðstöð fyrirtækisins, sem gera átti myndina: Wildlife Films Peru. Hann skoðaði vandlega kort og gervihnattamyndir og fann brátt æski- legasta staðinn fyrir myndatökuna: þorpið Waiwam, sem er á milli tveggja fljóta, Alto Maranon og Cenepa. Þar búa Aguaruna indiánamir og hafa gert um aldir. Meðal þeirra lifir sagan um Fitzcarraldo, sem er hataður fyrir að hafa slátrað mörgum forfeðra þeirra um aldamótin siðustu. Herzog lét reisa bækistöðvar fyrir leikara og kvikmynda- gerðarfólk sitt á þessum stað í fnims- kóginum. Hann keypti jafnframt og lét gera upp tvö gufuskip, sem skipta miklu máli i myndinni. Hann bauð jafnframt Les Bland að gera heimildarmynd um gerð Fitzcarr- aldo. Sú ákvörðun leiddi til einnar sérstæðustu heimildarmyndar, sem tek- in hefur verið um kvikmyndagerð. Öllum undirbúningi var lokið um mitt ár 1979. Nicholson hafði að vísu hætt við að leika aðalhlutverkið, og Wanen ■ Mick Jagger í hlutverki sinu, sem síðan varð að fella niður. En hann sést í heimildarmyndinni. Þetta á ekki siður við Aguaruna indíánana en aðra þjóðflokka, og Herzog fékk nú að kenna á þessu. Þegar kvikmyndafyrirtækið kom með allt sitt hafurtask til Waiwam, með leyfi frá stjómvöldum í höfuðborg Perú, mót- mæltu indiánar harðlega. Þeir kváðu kvikmyndagerðarmennina vera á sínu landi i algjöm leyfisleysi, og neituðu að eiga nokkra aðild að myndinni. Jafn- umkringdar af vopnuðum indiánum, sem skipuðu öllum þar að hverfa á braut. Þegar bækistöðvamar vom mann- lausar brenndu Aguamnaindíánarnir þær til gmnna. Herzog og félagar flúðu niðureftir fljótinu með hvitan fána á lofti. Átök þessi komust í fjölmiðla á vesturlöndum og af varð hatrömm deila, þar sem Herzog fékk oft illa útreið. Hann var sakaður um að hafa ætlað að níðast á indiánunum og annað i þeim dúr, og er enn mjög sár yfir þessum blaðaskrifum, einkum þó i þýskum blöðum. Önnur tilraun veturinn 1980/1981 Herzog hélt aftur heim til Vestur- Þýskalands. En hann var jafnákveðinn og áður í því að gera kvikmyndina. Nýr staður fyrir myndatökuna var ákveðinn á mótum Rio Camisea og Rio Umb- amba um fimm hundrað kílómetrum sunnar, þar sem Machiguenga indíán- amir búa. Til þess að koma í veg fyrir árekstra samdi Herzog fyrirfram við indiánana um kvikmyndatökuna, og síðan vom gufuskipin tvö send upp fljótið. En fjómm vikum áður en mynda- takan átti að hefjast öðm sinni ákvað Warren Oates að hann hefði engan áhuga á að dvelja við myndatöku í fmmskóginum i nokkra mánuði og hætti niður úr handritinu. Herzog lét Les Blank fá þá filmu, sem þegar hafði verið tekið á með Robards og Jagger, og em kaflar úr þeim upptökum i heimildar- kvikmyndinni. Siðan fór hann að leita að nýjum leikara í aðalhlutverkið, þeim fjórða í' röðinni. Hann leitaði til fjandvinar síns Klaus Kinski. Og í apríl 1981 hófst kvikmyndatakan í Fitzc- arraldo enn einu sinni. Henni lauk, eftir margvíslega erfiðleika, í nóvember 19811 - fjóram ámm eftir að Herzog kom til Perú til þess að undirbúa töku myndar- innar. Gufuskip dregið yfir fjallið Fitzcarraldo snýst öðm fremur um það atriði, sem strax í upphafi vakti mikla athygli Herzogs - flutning skips yfir fjallið, sem liggur á milli tveggja fljóta. Hinn eiginlegi Fitzcarraldo lét búta skip sitt í sundur og flytja það þannig, en i kvikmyndinni er skipið dregið i heilu lagi. í sjálfu sér hefði verið mjög auðvelt að setja það atriði myndarinnar á svið í upptökusal, en Heizog mátti ekki heyra á slikt minnst. Skipið hans skyldi dregið upp hlíðina hvað sem tautaði og raulaði. Blaðamaður, sem aðstoðaði Les Bland við gerð heimildarkvikmyndar- innar á meðan á siðustu myndatökunum stóð i fyrra, hefur lýst nokkuð aðstæðum sem þar ríktu. Gefum honum orðið: „Úrhelhsrigningar, þær mestu í tutt- SUNNUDAGUR 11. JULI 1982. ' - Diegues, sem leikstýrði „Bye, Bye Brasir, þekktri kvikmynd, varð svo mikið um að sjá það sem hann taldi óskammfeilni, stolt og hirðuleysi um mannlegar þjáningar i yfirlýsingum Heizog, að hann varð veikur og þurfti að yfirgefa sýningarsalinn! Kcvin Thomas, gagnrýnandi við Los Angeles Times, vitnaði i samanburð, sem einn áhorfendanna hafði gert á Herzog og Hitler og Göbbels og sagði: „Kvikmynd Blanks sýnir okkur mann, sem er gjörsamlega laus við kímnigáfu og hellir út úr sér yfirborðskenndri, brjálæðis- legri rómantík“. Þegar Herzog frétti af þessum látum óskaði hann eindregið eftir þvi að ekkert yrði sýnt frekar fyrr en hann hefði séð myndina. Og þegar hann sá viðtölin vom þar einstaka atriði, sem hann var ekki alveg sáttur við - en Blank fékk samt sem áður að taka endanlega ákvörðun um hvað yrði notað. Þegar myndin var svo sýnd fullgerð þá vom viðtökur nokkuð á aðra leið. Alhr vom mjög hrifnir af myndinni og Herzog fékk ekki eins slæma dóma. „Það er vegna þess, að i stað þess að sjá bara Herzog verða brjálaðan, þá sjá menn nú hvað það er, sem gerði hann brjálaðan, lika“, sagði Bland. Jafnvel Kevin Thomas, sem áður er nefndur, skrifaði: „Herzog virðist ekki hér vera alveg sami brjálæðingurinn og í fyrri útgáfunni. Það er erfitt að benda á opinskáari svipmynd af kvikmyndagerðarmanni og kvik- myndagerð en þessa mynd“. Herzog var einnig mjög ánægður með endanlegu útgáfu heimildarmyndar- innar. Þegar hann hafði séð hana faðmaði hann Blank að sér og kyssti hann á báðar kinnar: „Þú ættir ekki að hreyfa meira við þessari mynd“, sagði hann. „Hún er hreinlega einstök. Hún er ekki einu sinni vandræðaleg, sem er stórmerkilegt þar sem kvikmyndagerð- armenn virðast yfirleitt alltaf heimskir þegar þú sérð myndir um þá. Það er vegna þess að kvikmyndagerð er sjónhverfing. Kokkur er aldrei heimsku- legur í kvikmynd, aðeins kvikmynda- gerðarmenn.“ Brjálæðis- legur draumur verður að veruleika Brian Sweeney Fitzgerald, öðru nafni Fitzcarraldo, (Klaus Kinski), virðir fyrir sér hvemig sldpið er dregið haegt og bítandi npp fjallshhðina. ugu og fimm ár, hafa tafið mjög fyrir myndatökunni. Tvær litlar flugvélar, þéttsetnar indíánum, hröpuðu i flugtaki á flugbraut i fmmskóginum. Margir meiddust alvarlega. í bækistöð handan fljótsins létust fimm indiánar ýmist úr sjúkdómum eða drukknuðu, og rúm- lega þrjú hundmð innfæddir biða þar óþolinmóðir eftir að komast heim til sin; flestir þeirra höfðu aðeins ráðið sig i þrjá mánuði, en endalausar tafir hafa haldið þeim hér i sömu martröðinni og ásótt hefur Herzog. Sumir hafa verið hér i sex mánuði. Annað gufuskipið varð stjómlaust á flúðunum, og hefur nú strandað á sandrifi og verður ónothæft þar til regntíminn gengur i garð á næsta ári. Óvinveittir indiánar sátu fyrir indiánapari af Machiguenga ættbálkn- um á einskismannslandi ofan við fljótið og skutu þau með örvum. Og nú, þegar Herzog og samstarfs- menn hans verða eftir aðeins fáeina daga að fara til Iquitos til þess að mynda atriði með Claudiu Cardinale, neitar skipið, kjaminn i dæmisögu Herzog, að hreyfast upp hlíðina. D-8 Caterpillar jarðýtunni hefur aðeins tekist að draga skipið, sem er 320 tonn, hálfvegis upp úr vatninu. Þegar skipið hóf ferðina upp bratta hliðina komst það aðeins þrjú fet áður en jámtengingamar slitnuðu. Laplace Martins, brasiliski verkfræð- ingurinn sem stjómar flutningi skipsins, hefur aUan tímann fullyrt að ekki sé hægt að koma skipinu upp brattari hlíð en 20 gráður. En Herzog, sem hefur aðeins hugann við hvemig þetta lítur út á mynd, er á öðm máli: „Ef okkur tekst ekki að hafa það 40 gráður þá ættum við ekki að vera að þessu, heldur grafa Panamaskurðinn." Daginn áður en ég kom á staðinn hætti Martin, þar sem hann óttaðist að fólk kynni að láta lífið við frekari tilraunir. Fraqikvæmdastjórinn, Walter Saxer, ákveðinn, skynsamur maður, en án tæknilegrar reynslu, hefur tekið verkið að sér. Skurðurinn sem skipið á að fara eftir upp hlíðina er i miðjum fmmskógi, og ef eitthvað brestur þá er hvergi hægt að forða sér. Við slíkt óhapp mætti því búast við dauðaslysi. „Ef jámvírinn slitnar", sagði Blank, „þá er öllu lokið. Hlauptu þá i skjól og biddu þess að indíánamir drepi þig ekki“. Það eina, sem gengur vel, er heimUdarkvikmyndin. Blank og Gosling (myndatökumaður) hafa fengið frábær- ar hörmungamyndir; dráttarvélar að sökkva aflvana í risastóram dmllu- pollum, indiánar að grípa örvar á lofti, eitursnákar drepnir, Kinski að öskra á Saxer, gufuskip sem hrekst upp i kletta á flúðunum og festist síðan á sandrifi. Og klukkustund á klukkustund ofan af Herzog, þar sem hann lýsir vonum sínum og ótta með orðum, sem em jafn undarleg og skrítin og myndir hans. „Ég held að hann sé hræddur um að heimildarmyndin verði það eina, sem komi út úr þessu öllu“, segir Blank.“ Þetta er aðeins lítið sýnishom, sem gefur vel til kynna þær sérkennilegu ■ Wemer Herzog fyrir framan gufu- skipið, sem hér reynir að sigla upp Qöllshb'ðina. aðstæður, sem ríktu á staðnum þar sem myndin var einkum tekin. Svo fór að lokum, mörgum mánuðum seinna, að liði sem hafði með sér mun sterkari vinnuvélar tókst að draga skipið upp á hæðina. Herzog fékk þvi þá mynd sem hann vildi og þá vantaði hann aðeins eitt: vemlega rigningu svo hitt skipið losnaði af rifinu og hann gæti tekið mynd af þvi í Iquitos. En náttúmöflin vom enn ósamvinnuþýð. Mánuð eftir mánuð neitaði himinninn Herzog um regn. Á þessu svæði i Perú varð sem sagt lengsti þurrkakafli, sem skráður hefur verið! En að lokum gáfu máttarvöldin sig, rigningin kom, og Herzog gat tekið siðustu atriði kvikmyndar sinnar. Deilur um heimildar- kvikmyndina Heimildarkvikmynd Blanks er 90 minútna löng og nefnist „The Burden of Dreams“, eða „Ok draumanna". Gagn- rýnandi Sunday Times sagði að hún væri dramatiskari og meira spennandi en kvikmyndin sjálf. Heimildarmyndin hafði reyndar vakið miklar deilur áður en hún var fullgerð. Les Blank skellti nefninlega saman um fjömtíu minútum af myndinni, einkum viðtölum við Herzog í Perú, og sýndi þennan hluta myndarinnar sem „kvik- mynd í vinnslu“ á kvikmyndahátíðinni i Telluride. Allir vom sammála um að myndin væri besta verk Blanks til þessa, en þar sem einræður Herzogs vom ekki sýndar i þvi samhengi, sem er i endanlegu myndinni, og lítt ritskoð- aðar, þá gekk hann alveg fram af áhorfendum fyrir mikilmennskubrjál- æði og sjálfselsku, sem menn töldu skina út úr öllum ummælum hans. Carios Viljinn flytur fjöll í kvikmynd Herzogs er Fitscarraldo maður, sem er knúinn áfram af brjálæðislegri löngun til þess að láta indiána í Ámazon-fmmskóginum njóta ítalskrar óperulistar. Hann vill fá Caruso til að syngja fyrir indiánana. Og ópemhúsið hans er gufuskipið Molly Aida, sem þarf að draga upp fjaUshlið til þess að komast á áfangastað. Hugsjón þessi er brjálæðisleg, en Fitscarraldo er svo heltekinn henni að ekkert annað kemst að. Og vilji hans er ósveigjanlegur; draumsýn hans skal verða að vemleika hvað sem það kostar. Og honum tekst ætlunarverk sitt að lokum. En Fitzcarraldo er einnig kvikmynd um tengsl á milli gjörólíkra þjóða, manna sem búa við mjög frábmgðna menningu. Og myndin sýnir, svo vitnað sé í einn gagnrýnandann, að viljinn getur Ðutt fjöll og gert kraftaverk. Það virðist vilji Wemer Herzogs nú einnig hafa gert. Elias Snæland Jónsson, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.