Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 18
SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1982. Mesti skák snillingur allra tíma? Fyrri hluti U Fischer. Þjóðsaga í lifanda lifi. Bestur skákmaður i veröldinni þegar hann dró sig í hlé og hefur nú ekki teflt opinberlega i tiu ár. Að margra áliti sterkasti skákmeistari allra tima, þó þar sé við þá Lasker, Capablanca, Alekhine og Morphy að eiga. Vanstilltur og talinn lítt greindur, ef skákgáfan er undanskil- in. Varð stórmeistarí fimmtán ára og siðustu fimm ár ferils síns tefldi hann 201 skák, tapaði aðeins átta, gerði 59 jafntefli en vann 134! - sem gerir rúmlega 81% vinningshlutfali, takk fyrir! Það þótt hann tefldi eingöngu á sterkum skákmótum og einvígi við karla eins og Petrósjan, Larsen og Spasskíj. Er sagður hafa teflt leynileg æfmgaein- vigi við menn eins og Hubner og Sosonko - alltaf unnið svona átta núll. Vafasamt þó hvort þessi einvigi hafi farið fram. Varla liklegur til að tefla opinberlega framar. Það er ekkert mjög margt um æsku hans eða uppvöxt að segja. Hann fæddist í Chicago 9. mars árið 1943 og er því fiskur! Faðir hans var læknir frá Þýskalandi, móðirin Regina kom frá Sviss. Þau skildu tveimur árum eftir fæðingu sonarins og Bobby ólst upp hjá móður sinni, hafði litil sem engin tengsl við Fischer eldri. Regina var kerling í krapinu og sumum þótti hún soldið skrýtin. 1949 fluttist hún með börn sín - því Bobby á systur, Joan, sem er fimm árum eldri - til Brooklyn og þar lærði Bobby að tefla. Þau systkinin fengu skáktafl að gjöf og lærðu mannganginn af leiðbeiningum á pakningunni, hann var sex ára. Þegar Reshevsky var sex ára ferðaðist hann um Evrópu og sigraði sterka og þrautreynda meistara eins og að drekka vatn. Bobby Fisher var ekki slíkt undrabarn en heillaðist svo af skákinni að innan skamms komst ekkert annað að í kollinum á honum. Hann þótti efnilegur, var tekinn í skákklúbb Brooklyn og menn á borð við John Collins og Hermann Helms aðstoðuðu hann eftir bestu getu. Sem hann nálgaðist táningsaldurinn fór þráseta stráksa við skákborðið að skila árangri. Árið 1955 byrjaði hann að tefla geysimikið á alls konar mótum í Bandaríkjunum og náði misjöfnum árangri, stundum gekk honum vel en stundum illa. Honum féll mjög illa að tapa en sótti þá í sig veðrið, lærði meira,þjálfaði hugann betur, einbeitti sér af enn meiri krafti. 1956 varð hann unglingameistari Bandarikjanna og fór um sama leyti að finna ýmis opin mót reglulega. Hann ferðaðist hvert á land sem var til að tefla, gleypti i sig allar skákbækur sem hann komst yfir og þótti tilgangslaust að sækja skóla. Undir lok ársins 1956 tók hann þátt í svokölluðu Rosenwald skákmóti þar sem kepptu margir af sterkustu skákmönnum Bandaríkjanna. Fischer stóð sig ekkert sérstaklega vel, vann tvær skákir en tapaði fjórum - önnur sigurskákin vakti þó athygli heimsins á honum. Það þótti furðu gegna að þrettán ára patti skyldi geta teflt svo vel, sýnt svo mikið innsæi, þvílíkan skilning og svo framvegis. Þessi skák er birt undir lok greinarinnar. 1957 var árangur hans upp og ofan. Hann varði titil sinn sem unglingameist- ari Bandaríkjanna og malaði unglinga- meistara Filipseyja, Cardoso, í einvígi en tapaði öðru einvigi gegn MaxEuwe, einvígi sem að vísu var aðeins tvær skákir. Honum var boðið á jólaskákmót- ið i Hastings en varð að hafna boðinu þar sem um sama leyti var teflt meistaramót Bandarikjanna og Bobby hafði unnið sér rétt til þátttöku. Honum þótti sérlega mikilvægt að mótið var um leið svæðamót og nú ætlaði hann sér i heimsmeistarakeppnina, fjórtán ára! Einmitt. Fjórtán ára var Fischer kominn til þroska sem skákmaður og fyrir bí hinir slæmu dagar. Á meistara- móti Bandaríkjanna voru samankomnir margir helstu skákmeistarar þessa stóra lands en stráksi gaf þeim öllum langt nef, fékk 10.5 vinninga af 13 mögulegum og varð heilum vinningi fyrir ofan næsta mann, sem var enginn annar en gamli refurinn Reshevsky. Fischer öðlaðist rétt til að tefla á millisvæðamótinu í Portoroz 1958. Þarna kepptu sterkustu stórmeistarar heims um sex sæti i áskorendamótinu að ári. Fischer fór á staðinn og sagði blaðamönnum að hann byggist við að komast áfram. Hjálpi mér! Þú að komast áfram? Veistu ekki að gegn svona andstæðing- um væri frábært hjá þér að ná 50% vinningshlutfalli? Iss, sagði Bobby. Ég get gert jafntefli við stórmeistarana og svo eru nokkrir aumingjar sem ég fer létt með að vinna. Og það fór eitthvað á þá leið. Þó munaði aðeins hársbreidd og Fischer mátti undir lokin kallast heppinn, Tal sigraði með 13.5 vinning, Gligoric varð annar með 13 vinninga, síðan komu Benkö og Petrósjan með 12.5 og Fischer og Friðrik Ólafsson saman í 5.-6. sæti með 12 vinninga. Aðeins hálfum vinningi neðar kom fríður hópur: Bronstein, Averbakh, Pachman, Szabó og Matanovié. Áður en Fischer fór á áskorendamótið tefldi hann allmikið. Hann varði titil sinn sem meistari Bandarikjanna um áramótin 1958/59-aftur varð Reshevsky í öðru sæti - en síðan tefldi hann á tveimur fremur veikum mótum í Suður-Ameriku, í Mar del Plata varð hann í 3.-4. sætinu með Paul Kéres. Neðar komu m.a. Larsen, Unzicker, Barcza, Friðrik Ólafsson, Donner o.fl. Þama hefndi Fischer ósigursins gegn Friðriki frá Portoroz og vann snaggara- legan sigur í skák þeirra. Svo tók við áskorendamótið sem haldið var í þremur borgum Júgóslaviu, Bled, Zagreb og Belgrad. Keppendur voru átta og meðai þeirra fjórir af risum Sovétmanna: Tal, Smyslov, Kéres og Petrósjan, auk þess Gligoric, Benkö og Friðrik. Fischer hafði ekkert i Sovét- mennina að gera, deildi að lokum 5.-6. sætinu með Gligoric og tapaði fjórum sinnum fyrir Tal. En þótt frammistaðan væri verri en taumlaus metnaður hans sjálfs ætlaðist til vom margar skáka hans mjög vel tefldar, sýndu að þar sem hann fór var fullþroska stórmeistari en þeim titli hafði hann verið sæmdur eftir árangurinn í Portoroz. Fischer varð meistari Bandaríkjanna i þriðja sinn í röð 1959/60 og siðan deildi hann efsta sætinu á sterku móti í Mar del Plata 1960 með Boris Spasskíj. Fyrsti sigur Fischers á alþjóðlegu skákmóti en þessi árin tefldi hann einnig mikið á ýmsum mótum í Bandarikjunum og vann alltaf sigur. Fischer tapaði fyrir Spasskij, gerði jafntefli við Bronstein en vann alla hina! Næst kom um það bil eina skákmótið þar sem Fischer stóð sig illa, Buenos Aires þetta sama ár en þar varð Fischer í 13.-16. sæti af 20 keppendum, vann aðeins þrisvar en tapaði fimm sinnum. Fischer tók þessu illa eins og endranær þegar honum gekk ekki allt í haginn, kenndi ljósabúnaðin- um um. Ljósin skinu á annan veg á Korchnoi og Reshevsky sem unnu sigur eftir æskilegt kapphlaup þeirra í milli. Eftir þetta ætlaði Fischer að taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu en varð of seinn, i staðinn var skipulagt lítið fimm manna mót sem Fischer vann léttilega með 3.5 vinninga af fjórum, síðan kom Ingi R. með 2.5, Friðrik með 2, og Arinbjörn Guðmundsson og Freysteinn Þorbergsson með 1 hvor. Freysteinn var sá eini sem hélt jafntefli gegn undrinu frá Brooklyn. Eins og venjulega varð Fischer skákmeistari USA um næstu áramót, 1960/61 en síðan tefldi hann á geysi- sterku móti í Bled i Júgóslaviu. Þarna voru mættir flestir sterkustu skákmenn heims og Fischer náði öðru sætinu á eftirTal, siðan komu Petrósjan, Kéres, Gligoric, Géller, Trifunovic, Parma, Bisguier, Matanovic, Darga, Donner, Najdorf, Friðrik, Portisch, Ivkov, Pachman... Fischer sýndi oft á tiðum snilldartaflmennsku á þessu móti, tapaði ekki skák og varð þeirrar ánægju aðnjótandi að sigra þrjá af fjórum keppendum frá Sovétríkjunum, Tal, Petrósjan og Géller en Kéres gerði jafntefli við hann. Fischer var þá þegar farinn að elda grátt silfur við sovésku stórmeistarablokkina sem hann leit á sem hindrun við sinn eigin frama. Stokkhólmur 1962. Millisvæðamót,' keppendur 23, þar á meðal Robert James Fischer. Hann vann öruggan sigur og tapaði ekki skák, endaði 2.5 vinningi á undan Géller og Petrósjan sem deildu 2.-3. sæti. Þessi úrslit fylltu Fischer gífurlegu sjálfstrausti, og var þó ekki lítið fyrir, og hann leit næstum á það sem formsatriði að vinna áskorendamótið sem haldið var í Curacao sama ár. En því miður, bévaðir Rússamir reyndust honum sterkari! Petrósjan vann með 17 vinningum, Géller og Kéres urðu í 2.-3. sæti með 17 en Fischer mátti láta sér lynda fjórða sætið og 15 vinninga. Hann varð vitiaus! Helvítis kommamir hafa fixað úrslit- in! þmmaði vonsvikinn og ofsareiður Fischer við hvem sem heyra vildi, og benti á að þrír efstu menn hefðu gert stutt jafntefli sin í milli í öllum umferðunum fjómm. Þeir gerðu það viljandi til að spara kraftana gegn mér! Kannski. En samt var það ekkert skrýtið, benti Kéres á, að 19 ára strákur skyldi ekki vinna svona sterkt og erfitt mót. Hann var bara ekki orðinn nógu góður og þýddi ekki að miða Stokk- hólmsmótið þar sem fyrir öllum nema Fischer vakti það eitt að ná í eitt af sex efstu sætunum. Fyrir Fischer vakti alltaf að vinna, vinna og vinna! - sigurviljinn, sigurþráin, var alla tíð helsta einkenni hans. Kéres og fleiri gátu lika bent á ýmsar veilur í skákfræðum Fischers sem sýndu að hann var ennþá langt frá því að vera sterkasti skákmaður heims. Fischer var á annarri skoðun og varð svo móðgaður að hann ætlaði sér ekki að tefla framar um þennan lásí heimsmeist- aratitil sem Sovétmenn höfðu gert samsæri um. Næstu þrjú árin tefldi hann ekkert nema í Bandarikjunum, varð bandarískur meistari 1962/63 og 1963/64 án mikilla vandræða en svo var honum boðið á Capablanca-minningarmótið á Kúbu árið 1965. Hann stóðst ekki mátið og vildi taka þátt en bandariska utanrikisráðuneytið setti strik i reikning- inn. Á Kúbu búa kommar og til Kúbu fara Amerikanar ekki. Ekkert vísum. Fischer taldi það nú ekki höfuðatriði að Kúbanir væru kommar og ákvað að tefla hvað sem það kostaði. Það kostaði að lyktum að hann tefldi gegnum telex og José Raúl Capablanca yngri sá um að koma leikjum hans á framfæri við keppenduma á Kúbu. Sjálfur sat Fischer einn í skákklúbb Brooklyn. Áður hafði hann þó sent Fidel Castro stranga viðvömn þess efnis að ef reynt yrði að nota þátttöku hans í áróðursskyni, þá væri hann hættur með það sama. Fidel sat á strák sinum og þetta gekk allt svona sæmilega upp, Fischer endaði í 2.-4. sæti ásamt Géller og Ivkov, en Smyslov sigraði naumlega. Fischer tapaði þremur skákum, þar á meðal gegn Géller sem fór nú að reynast honum þungur í skauti. Um næstu áramótin vom það fastir liðir eins og venjulega, sigur á meistara- móti Bandarikjanna 1965/66 en eina skákmót Fischers 1966 var hið ægisterka Piatigorsky-mót í Santa Monica. Kepp- endur vom tíu og tefldu tvöfalda umferð, svo vildi til að Fischer stóð sig illa i fyrri umferðinni. Hann tapaði fýrir Spasskíj, Larsen og Najdorf en tókst aðeins að vinna Ivkov. Spasskij hafði meðan á þessu stóð náð góðri forystu en þá tók Fischer sprett. í seinni umferðinni vann Fischer sex skákir, gegn Donner, Ivkov, Najdorf? Res- hevsky, Larsen og Portisch, og gerði þrjú jafntefli, fyrst gegn þeim Unzicker og Spasskij og i síðustu umferðinni gegn Petrósjan en fyrir þá umferð hafði hann náð Spasskíj að vinningum. Spasskíj vann hins vegar sigur í lokaumferðinni og tryggði sér efsta sætið á mótinu. En nú var áhugi Fischers á heims- meistarakeppninni vakinn á nýjan leik og hann ákvað að snúa aftur úr sinni sjálfskipuðu „útlegð" frá skákmótum. Hann byrjaði nýjan feril með þvi að vinna auðveldan sigur á bandariska meistaramótinu 1966/67 og þar með var hafin sú sigurganga sem nefnd var í upphafi, rúmlega 81% vinningshlutfall, sigur á hverju einasta skákmóti og í öllum einvígjum. En skoðum tvær skákir sem snögg- vast. Sú fyrri er skákin sem vakti heimsathygli á Fischer, tefld i áttundu umferð Rosenwald-skákmótsins. Þessi skák er víðfræg en leyfum okkur samt þann munað að renna yfir hana. Hans Kmoch, sem þó hafði mrgt séð á lífsleiðinni, kallaði þessa skák „ódauð- Iega“. Donald Byrne, alþjóðlegur meist- ari og bróðir Roberts Byrne, hefur hvítt og Grúnfeld-vörn verður uppi á teningn- um. 1. Rf3 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. d4 - 0-0 5. Bf4 - d5 6. Db3 - dxc4 (Eða 6. - c5 7. dxc5 - Re4!) 7. Dxc4 - c6 8. e4 - Rbd7 9. Hdl - Rb6 10. Dc5 - Bg4 (Hótar Rfd7, og síðan f5, Bxf3 og ef með þarf De8) 11. Bg5? (11. Be2 og síðan 12. 0-0 hefði verið öruggara. Þessi biskupsleikur opnar Fischer leið til að leggja aragrúa af taktiskum gildrum. Málið er að ef hvítur riddari væri ekki á c3, gæti svartur leikið Rxe4 og ræðst bæði gegn biskupnum og drottningunni. Hvítur á að vísu prýðisvörn, bæði i Da5 og Dcl, en stoðunum væri kippt undan þeim ef riddari svarts stæði ekki á b6 þvi þá ætti svartur völ á Da5+, og hvítur má því ekki leika Da5. Fléttur þær sem Fischer hristir nú fram úr erminni spretta af þessum hugleiðingum. Mark- mið hans eru i stórum dráttum að opna miðborðið áður en hvitur fær ráðrúm til að hrókera og að brjóta miðborðspeð hvíts á bak aftur.) 11. - Ra4!112. Da3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.