Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 16
SUNNUÐAGUR 11. JÚLÍ 1982. 16___________________ leígupennar 1 útlöndum ■ Þeir sem leggja leið sina um Bretlandseyjar geta varla látið hjá liða að heimsækja nokkrar af fjölmörgum krám landsins. Breska kráin eða „pubbinn“ skipar álíka þýðingarmikinn sess i bresku þjóðlifi og kaffihúsin hjá Frökkum eða bjórkjallarinn í Þýska- landi. Hvað er „pub“? Enska orðið „pub“ er stytting úr „public house“ og er oftast notað sem sameiginlegt heiti yfir staði þá er kallast öðru nafni „inn“ eða „tavern" og á islensku krá. í beinni þýðingu gæti ýmsum dottið í hug að hér væri um að ræða stað er öllum stæði opinn, en krár standa ekki öllum opnar því umsjónarmanni hverrar kráar er i sjálfsvald sett hverjum hann hleypir inn. Til inngöngu þurfa menn að hafa náð lögskyldum aldri en þó eru til frávik frá því eins og sérstakar fjölskyldukrár sem nú eiga auknum vinsældum að fagna. Það þykir ekki lengur við hæfi að karlinn hangi á „pubbnum" daginn út og inn á meðan konan gætir bús og barna. Nú skal það vera sameiginleg skemmtan og tilbreyting beggja kynja og stundum allrar fjölskyldunnar að heimsækja krána. Árið 1854 öðlast nafnið „public house“ í fyrsta sinn viðurkenningu þegar bresk þingnefnd hóf notkun orðsins. Saga kránna: Margar krár rekja söguna allt aftur til miðalda. Ferðalög voru þá meiriháttar fyrirtæki. Lítið var um góða vegi og fá farartæki í eigu fólks. Ríkisbubbar ferðuðust á hestbaki, vörur voru fluttar á hestum og fátækir ef þeir leyfðu sér þann munað að ferðast notuðu tvo jafnfljóta. Ferðafólk voru aðallega hermenn, kaupmenn og pilagrimar. Þeir síðastnefndu lögðu oft á sig löng ferðalög til að snerta dýrling sinn í von um lækningu meina sinna. Krár eins og tíðkast i dag voru ekki til á þessum tíma. En eftir sigur Normanna 1066 stofnuðu klaustrin gistihús þangað sem vegfarendur gátu komið og fengið gistingu og mat. Kantaraborg var einn af vinsælli stöðum þessa tima. Pílagrímar hópuðust þangað eftir dauða Beckets árið 1170. En betur efnaðir pílagrímar lögðu land undir fót og fóru til Rómaborgar eða jafnvel Jerúsalem. Iðulega var lagt upp í þessi ferðalög frá Dover eða Southampton en þau gátu tekið marga mánuði. Sérstök gistihús risu þvi á þessum stöðum. Útrýming klaustranna árið 1536 hafði miklar breytingar í för með sér. Gistihúsum tók að fækka og við starfsemi þeirra tók fyrrverandi húsráð- andi eða „landlord". Umsjónarmaður bjórkránna i dag er oft nefndur húsráðandi þótt hann búi í leiguhúsnæði. Leifar gömlu gistihúsanna sjást viða enn þann dag í dag s.s. „George & Pilgrims" í Glastonbury i Somerset og „Angel & Royal“ i Grantham Lincoln- shire. Árið 1590 voru gistihúsin fornu að mestu horfin og rekstur kráa varð einkafyrirtæki. Á dögum Elísabetar 1. urðu ferðalög einkar vinsæl og átti þjóðhöfðinginn drjúgan þátt í því vegna eigin ferðalaga. í lok 16. aldar voru margar nýjar krár byggðar og í lok þeirrar 17. má segja að kráin skipi fastan sess í bresku þjóðlífi. 18. öld var blómatimi kránna. Um 1770 tók gatnagerð miklum framförum og götur troðfylltust af póstvögnum, reiðfólki o.fl. vegfarendum. Sömu hestana var ekki hægt að nota nema ákveðna vegalengd og þvi risu hesthús við krárnar. Á þessum árum breyttu ýmsar Tudor krár um svip og fengu nýtt georgiskt andlit, auk þess sem bætt var við húsnæðið nýjum fundarsal. Krár þessar urðu mikilvægar félagsmiðstöðvar þang- að sem yfirstéttin flykktist. Kráareig- endur urðu mikilvægir þegnar þjóðlífs- ins s.s. meðlimir viðkomandi bæjar- stjórna m.fl. Nú voru haldnir bæjarstjórnarfundir, réttarhöld, dansleikir, hljómleikar og almennir fundir í kránum. „The Ship“ kráin í Brighton og „The Dolphin" i Southampton eru dæmi um krár er áttu drjúgan þátt í félagslífi þess tíma. í byrjun 19. aldar var gatnakerfið endurbætt enn frekar Og hófst nú gullöld kráareigenda. En sú dýrð stóð ekki lengi. Innreið járnbráutanna 1830 hafði alvarlegar afleiðingar i för með sér fyrir kráareigendur. Á þessum árum ferðuð- ust flestir með lestum sem þurftu að fara í meiriháttar ferðalög. Flestar krár voru seldar og urðu ýmist að þorpskrám eða einkaheimilum. Kránum hnignaði mjög og árið 1869 fengu bæjardómstólar yfirráð yfir vinveitingastöðum sem þeir hafa enn þann dag í dag. Sveitakrár hurfu aldrei með öllu þrátt fyrir byltingu Sigurborg Ragnarsdóttir skrifar frá London í samgöngutækni. Árið 1886 hófu hjólreiðasamtök herferð fyrir bættu vegakerfi og vegur sveitakránna jókst. Að lokinni fyrri heimstyrjöld þegar bifreiðar urðu vinsæl farartæki fékk sveitakráin fastan sess í bresku þjóðlífi. Á árunum 1900-1970 sótti fleira fólk krár en áður hafði tíðkast og auðveldaði það hótelkeðjum og bruggfyrirtækjum sem eiga flestar gömlu kránna að hefja meiriháttar uppbyggingu og endurbæt- ur. Þeim heppnari tókst að halda ótrúlega í horfinu upprunalegum bygg- ingastíl. Gömlu stéttskiptu barirnir frá Viktoríutimanum voru rifnir og stórir salir risu í staðinn. Konur voru hér iðulega að verki en þær fóru í auknum mæli að láta að sér kveða varðandi kráarlifið. Sérbreskt fyrirbæri! Eitt af þvi fyrsta sem flest ferðafólk vill skoða í heimsókn til Bretlands eru krárnar. Þótt krár finnist í mörgum löndum þá minnist ég ekki að hafa komið í land þar sem krár skipa eins þýðingarmikinn sess í þjóðlífinu. Kráin er staður þar sem fólk kemur saman, skiptist á skoðunum, rekur erindi sín og nýtur samvista vina og vandamanna. Á „pub“ er alltaf hægt að svala þorsta sínum en æ fleiri veita ýmsa aðra þjónustu s.s. ódýran mat og gistingu. Ýmsir „pubbar“ hafa aðstöðu fyrir fundi, íþróttir, tónlist og aðra skemmt- an. Óhætt er að fullyrða að krár hafi verið upphaf leikhúsanna. Shakespeare hefur mjög trúlega séð ýmis af verkum sínum klæðast leikbúningi innan kráar- veggja. Enn þann dag í dag eru mörg leikverk sett á svið í svokölluðum kráarieikhúsum. Híð eína sanna (Real Ale) Flestir kannast við lagertækni bjór- borganna frægu Múnchen, Pilsen og Vín er breiddist um meginland Evrópu um miðja 18. öld. En það er einungis í Bretlandi sem hin foma hefð hefur haldist að framleiða bjór í tunnum sem síðan eru fluttar til endanlegrar gerjunar í sjálfum bjórkrán- um. Bjómum er síðan dælt upp úr kjallara kránna með handdælu (draught) Árið 1971 voru stofnuð samtökin CAMRA eða „Campaign For Real Ale“ en þau hafa manna mest barist fyrir tilvist „gamla" bjórsins. Um svipað leyti og samtökin vom stofnuð var erfiðleik- um bundið að fá gamaldags breskan bjór. Bmgghúsin reyndu að færa ölgerðina í nútímalegra form en bjórinn reyndist miklu lakari eða svo sýndist þeim a.m.k. sem voru vanir gamaldags öli (real ale). Aðalmarkmið CAMRA samtakanna er að reka krár sem selja „hið eina sanna“ og árið 1980 voru sjö slikar i eigu samtakanna. Það er athyglisvert að fyrr á árum var bjór einkum talinn við hæfi erfiðisvinnu- fólks, einkum karlmanna i verkalýðs- stétt. Yfirstéttin lét búa til vísur og kviðlinga um hollustu bjórs og jafnframt var þess getið hvílíkur óþverri te væri. Tedrykkjan hæfði betur fína fólkinu. Alla vega hefur lengi verið mikil trú á gamaldags bjórnum og hollustu hans og enn þann dag í dag fara Bretar á krá i hádeginu og fá sér „fljótandi hádegis- mat“ sem kallað er og borða þá oft ekkert en drekka 1 litra af öli þess i stað. „Pubbar“ fyrr og nú Á Viktoríutímabilinu var mikið lagt í byggingu og skreytingu kránna. Breski verkfræðingurinn Bronel hann- aði til að mynda sérstakt barborð um þetta leyti eins og eyju í lögun staðsett á miðju gólfi. Átti það að auðvelda afgreiðslu á annasömum krám stórborg- anna. Fagurlega mynstraðar rúður og speglar einkenndu þetta tímabil. Enn má sjá leifar frá þessum tima í nokkmm krám höfuðborgarinnar s.s. í Oxford- stræti. Einhvers staðar stendur að um 7000 krár fyrirfinnist í höfuðborginni og er því varla á færi eins manns að heimsækja þær allar. En til að einfalda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.