Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 20
SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1982. á bókamarkaði The w m Obstade Racc p Germaine Greer I I k( litv IkxA iiiKFLMAÍ Lothar-Gunther Buchheim: The Boat Bantam 1982 ■ Seinni heimsstyrjöldin hefur orð- ið reyfarahöfundum, kvikmynda- gerðarmönnum og æsisagnaskrif- finnum óþrjótandi efni sem aliir vita. Vanalega er það svo að i þessum verkum eru bévaðir Þýskararnir vondu mennirnir, næstum villimenn og sadistar, sem heyja stríðið þyrstir í líf andstæðinga sinna, göfugra. Svo var þessu auðvitað ekki farið. Þjóð- verjarnir menn eins og við hin, ha? Þessi saga þýska rithöfundarins Buchheim vakti mikla athygli í Þýskalandi er hún kom út fyrst 1973 og hefur síðan farið sigurför um Vesturlönd, nú fylgir þýsk kvikmynd í kjölfarið og fær metaðsókn i Ameríku þar sem útlendar myndir hafa löngum átt erfitt uppdráttar. En hér segir á magnaðan og skelfilegan hátt frá kafbátamönnum Þjóðverja í seinna stríði, mönnunum sem skipa- deildir bandamanna óttuðust meira en nokkuð annað. En sjálfir áttu þeir hræðilegt líf. Lokaðir ofan i pjáturs- dósunum sinum máttu þeir bíða i hryllilegri spennu meðan tundurspill- ar bandamanna dreifðu bráðdrep- andi djúpsprengjum allt um kring; aðeins lítill hluti þeirra komst lifs af. Lothar-Gúnter Buchheim hefur reist þeim veglegan minnisvarða með þessari bók - hann lýsir ógnarlegri spennunni um borð, sífelldri hætt- unni og hinum snögga dauða. m Germaine Greer: The Obstacle Race Picador 1981 ■ Hvað eiga Rembrandt, Vermeer, Leonardo, Bellini, Bosch, Turne., Titian, Rubens, Van Gogh, Matisse, Picasso og allir hinir strákarnir sameiginlegt - fyrir utan að þykja afburðamyndlistarmenn? Einmitt. Þeir voru allir strákar. Hvernig er það: hafa konur ekki málað myndir, fyrr en i mesta lagi á þessari öld? Þessi spurning vaknaði hjá Ger- maine Greer, einni kunnustu kven- réttindakonu vestur í Bandarikjun- um, og svarið er að finna i þessari bók um myndlistarkonur fyrr á öldum og sumpart fram á þennan dag. Hvernig stendur á því að konur, sem flestallir vita nú að standa körlum að öllu leyti jafnfætis, hafa ekki náð að skara fram úr i myndlist? „Ástæðan er einfaldlega sú,“ segir Greer, „að enginn verður listamður i fremstu röð með skaddaða sjálfsvit- und, haminn viijastyrk, bælda kyn- hvöt og orku sem beint hefur verið i einn og ákveðinn farveg." Bókin er að mörgu leyti mjög skemmtileg, svoleiðis, og auðvitað upplýsandi. Greer hefur kannað málið mjög nákvæmlega, rannsakað feril þeirra kvenna sem lögðu myndlist fyrir sig, athugað skrif þeirra jafnt sem málverk, og frá þessu segir á fjörlegan hátt - enda þótt engum dyljist að henni er mikið niðri fyrir. Mikið af málverkum eru i bókinni. JONATHAN SCHELL John Cheever: The Stories of John Cheever Ballantine 1980 ■ John Cheever lést fyrir örfáum vikum, en hann hafði á undanförnum áratug eða svo skapað sér nafn sem einn fremsti rithöfundur Bandaríkj- anna - hvort sem það var vegna eigin verðleika, eða vegna skorts á öðrum betri höfundum. Frægasta skáldsaga Cheevers var Falconer, en hann var einnig afkastamikili smásagnahöf- undur og þetta smásagnasafn hans kom fyrst út árið 1980 og mun það hafa hlotið hin eftirsóttu Pulitzer- verðlaun vestur þar. Bókin er mjög þykk, rúmar 800 síður, og sögurnar liðlega 60 talsins, flestar fremur stuttar. Þær elstu eru frá því skömmu eftir seinna stríð og sýna strax að athygli Cheevers beinist fyrst og fremst að manninum sjálfum, Cheever þykir hafa dregið upp betur en flestir aðrir nákvæmar, kraftmiklar og raunsannar myndir af því fjölbreytilega fólki sem byggir Bandariki Norður-Ameriku. Þetta er fólkið sem við þekkjum úr kvikmyndum og sjónvarpi, en mun betur og trúverðuglegar lýst. Banda- riskir gagnrýnendur sögðu jafnan að Cheever væri meistari með pennann, sameinaði kraft og fegurð og aukin- heldur hógværð og virðingu fyrir viðfangsefni sínu. Svo athuga menn bara hvort þeir eru sammála. Jonathan Schell: The Fate of the Eartli Avon 1982 ■ Fáarbækurhafavakiðjafnmikið umtal á þessu ári og Örlög jarðar eftir Jonathan Schell, Bandaríkja- mann sem lengi hefur látið afvopnun- ar- og vistfræðimál sig varða. Lesendur Helgar-Timans fengu smjörþefinn af þessari bók hans fyrir fáeinum vikum, þegar við birtum brot úr einum kafla hans: það er ekki glæsileg framtiðarsýn þar! Fyrir Schell vakir að vekja mann- kynið til umhugsunar um þá gífur- legu hættu sem að því steðjar og ekkert nema gott um það að segja. Á hinn bóginn hefur bók hans verið gagnrýnd harkalega og úr ólíkleg- ustu áttum. Ein alvarlegasta ásökun- in gegn Schell er fyrir hroka. Hann þykir sem sé næsta hrokafullur í málflutningi sínum og þá einkum i garð allra þeirra sem ekki eru honum í smáatriðum sammála um vandamál nútimans og/eða það sem gera þarf til úrbóta. Á bókarkápu er sagt að ef til vill marki þessi bók tímamót i sögu hugsunar mannsins. Djöfuls grobb! En hitt er annað mál að þetta er eftirtektarverð bók að ýmsu leyti og Schell er vissulega lagið að skilgreina ástand mála þannig að taka verður ýmis hefðbundin gildi til endurskoðunar. ■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Tekið skal fram að hér er um kynningar að ræða en öngva ritdóma. Glóðvolgir reyfarar! ■ Við erum ansi duglegir, hér á Helgar-Timanum, að segja frá reyfur- um, vinsælum, sem koma hingað í búðir. En nú skulum við taka forskot á „sæluna“ og segja frá nokkrum svo glóðvolgum að þeir eru ekki einu sinni komnir hingað í pappir.. Stúlkan við Cortez-haf Fyrstan skal frægan telja Peter Benchley, þann er samdi hið ódauðlega meistaraverk „Eyjuna“, auk þess nokkr- ar minni háttar bækur eins og „Ókind- ina“ og „Djúpið". Og nú er maðurinn enn á ferðinni við sjóinn. Svona byrjar sagan: „Stúlkan lá á yfirborði sjávarins, leit niður á botn og gegnum grimu sína, og var hrædd.“ Býsna óhuggulegt, finnst ykkur það ekki? En örvæntið ekki. Sagan mun nefnilega vera hin hugguleg- asta! Annars er stúlkan sem prýðir titil bókarinnar 16 ára og heitir Paloma, hún syrgir föður sinn. Hann drukknaði. Sér til huggunar stundar hún kafsund og hefur meðal annars fundið gamlan gig á hafsbotni þar sem þrífst alveg ótrúlegur fjöldi af fiskum og öðrum lífverum sem vanalega halda sig neðansjávar. Stúlkan er sæl með sitt en þá kemur í ljós að aðrir hafa líka áhuga, nefnilega bróðir hennar og aðrir ákafir veiðimenn. Þeir vilja fara að fiska á staðnum og hún aumingja Paloma stendur ráðþrota. En þá kemur soldið skrýtið upp úr dúrnum og hún fær óvæntan bandamann. Það er sérstaklega talið til tíðinda að bókin endar vel. En er nú öll spennan eyðilögð? Sú magnaða spenna? Sérstök þjónusta En það er nafn á bók eftir John þann Gardner sem líklega af hugmyndafátækt hefur einkum fengist við að skrifa reyfara um persónur sem aðrir höfundar eru búnir að finna upp. Hann hefur meðal annars skrifað um Sherlock Holmes og hans erkifjanda Moriarty en vakti athygli á síðasta ári (eða var það i hitteðfyrra?) fyrir að gefa út bók um James Bond, 007 svokallaðan. Sú bók hét Licence Renewed og nú heggur Gardner í sama knérunn, hefur gefið út aðra bók sína um James þennan Bond. Hann eldist sifellt en kvenhyllin - nei, hún bregst ó num ekki! Og i nýju bókinni hefur Gardner vakið þau óttalegu samtök SPECTRE til lifsins að nýju en það er stytting á Special Executive for Counter-Intellegence, Terrorism, Revenge and Extortion (!!). Talið var að Mr. Bond hefði brotið þessi samtök á bak aftur fyrir löngu, og þá einnig leiðtoga þeirra, Ernst Stavro Blofeld, en það er nú eitthvað annað. Og eins og sæmir á þessum upplýstu tímum er það nú markmið SPECTRE að ná yfirráðum úti i geimnum. Til þess að svo megi verða hafa samtökin hrint af stað flugvélaránaherferð og hafa auk þess á prjónunum að blanda hættulegur eiturlyfi í rjómaís sem seldur er almenningi. Bond kemst að þvi hvar höfuðstöðv- amar eru - á risastórum búgarði í Texas (liklega til að ná til amerískra lesenda) - og fer á staðinn í fylgd getnaðarlegrar píu. Þar lenda hjúin í hverri lífshættunni eftir annarri, fyrst ætla eitraðir maurar að drepa þau, síðan mannætuvillidýr og loks útsendarar SPECTRE, ögn mann- legri en ekki meir en svo. Blofeld sjálfur lætur til skarar skriða í lokin. Sagt er að traustur og litlaus stíll Gardners jafnist engan veginn á við æsilegan stíl Jón Flemings. Bláeygur Shan Þessi bók þykir góð, segja heimildir. Hún byrjar á því að amerískur mannfræðingur, Greenwood að nafni, eyðir nokkram árum í grænum skógum á landamærum Kína og Búrma, þar sem býr Shan-fólkið í Pawly-þorpi. Hann frnnur sér þar konu, giftir sig og eignast dóttur en fréttir þá að út hafi brotist síðari heimsstyrjöldin. Karl viíl auðvitað í ameríska herinn og kemst heim eftir miklar þrengingar. 1949 fær hann svo bréf frá gömlum kammerat úr striðinu, Jang Júlín, sem þá er orðinn hershöfð- ingi í her þjóðernissinna sem berjast gegn kommúnistum. Jang er með dálítið merkilegan varning undir höndum, bein Peking- mannsins. Hann er á flótta undan sókn kommúnista og vill afhenda Greenwood beinin. Þeir verða að hittast i Pawlu. Og ævintýrin sem fylgja á eftir eru sögð glæsilega ofin, ef svo má yfirleitt segja. Höfundurinn heitir Stephen Becker og er, hafi einhver áhuga 55 ára, hann lætur söguna gerast hratt og örugglega og ku þekkja sögusviðið afar vel. Þorpinu fyrrnefnda lýsir hann víst af stakri prýði en koma þeirra Jangs og Greenwoods þangað er náttúrlega mikið hættuspil fyrir þorpsbúa. Að lyktum eru það ekki aðeins herir uppreisnargjamra Kinverja og kommúnista sem sækja að þorpinu, heldur hausaveiðarar nokkrir. Green- wood þarf að kjósa milli þess að verja þorpið eða verða frægur sem björguður Peking-mannsins. Becker hefur áður skrifað tvær bækur um svipaðar slóðir, The Chinese Bandit og The Last Mandarin, og fékk lof fyrir þær en þessi þykir ekki síðri, hvað sem það þýðir.. í sumarhitanum Bækur um blaðamenn eru nú vinsælar i Ameríku, nefnum Absence of Malice sem raunar var upphaflega kvikmynd. Þessi er einmitt um blaðamenn. Þvi er blákalt haldið fram að blaðamönnum þyki fátt meira spennandi en „safarikt" morð. Kannski helst mörg safarík morð. Og það verður uppi á teningnum i þessari bók. Blaðamaðurinn Malcolm Anderson fær það verkefni að skrifa safarikar fréttir um safaríkt morð - táningur nokkur hefur verið skotinn til bana. Svo vel tekst Anderson upp að morðinginn hefur samband við hann og kveðst ætla að halda áfram á sömu braut, og stendur náttúrlega við orð sín (morð sín?!). Alls fremur hann fjögur morð og er hvert þeirra sýnu safarikara en hið næsta á undan. Að sjálfsögðu verður M. Anderson hetja í sinni stétt en fær morð þessi svo á heilann að hann verður í raun þátttakandi fremur en áhorfandi að morðunum og atburðarás- inni. Höfundur þessarar bókar er sjálfur blaðamaður, John heitir hann Katzen- bach og skrifar fyrir Miami Herald, og þykir koma blaðamennskumóral vel til skila og á ekta blaðamannahátt. Þetta er fyrsta skáldsaga hans og er sögð lofa góðu; einkum hafi John K. næmt auga fyrir persónusköpun (!!!) og hinni lögfræðilegu hlið málsins, sem kemur vist ekki á óvart þar sem faðir hans var eitt sinn dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, Nicholas deB. Katzenbach.. - endursagt. „Að vita það sem Evrópubúinn VeÍt ekkí...” — Af sögn eftir Fuentes ■ Eins og við höfum raunar töluvert fjallað um hér á siðunni, þá njóta bókmenntir frá latnesku Ameriku nú sívaxandi hylli í Evrópu og Bandaríkjun- um, satt að segja hvarvetna í veröldinni. Fremstir fara i flokki höfunda gamal- grónir höfundar eins og Borges frá Argentinu og Asturias frá Guatemala, aðrir nokkru yngri eins og Gabriel Garcia Márquez frá Kólombíu og Mario Vargas Llosa frá Perú, og svo Carlos Fuentes frá Mexico. Hann hefur fyrir ekki löngu sent frá sér nýja bók, sem á íslensku myndi líklega heita „Fjarskyld- ir ættingjar" (hún heitir alla vega „Distant Relations“ i þeim ensku blöðum sem við höfum ein til umráða), og er ekki að sökum að spyrja, hún hefur fengið snaggaralegt hrós sérhvers gagn- rýnanda sem um hana hefur fjallað. 1 bókinni segir meðal annars að hinn kúltiveraði Latin - Ameríkani - ,,-sé haldinn þeirri ástriðu að vita allt, að lesa allt, að gefa Evrópubúanum ekkert færi á sér, enga tylliástæðu, en einnig að vita það sem Evrópubúinn veit ekki.“ Og þetta munu vera orð að sönnu. Að minnsta kosti segir einn enskur gagnrýn- andi að enginn Evrópubúi, „og svo sannarlega enginn Englendingur“, hefði getað skrifað þessa bók. Og þó gerist hún i Frakklandi. París hefur lengi verið nokkurs konar annað heimili rithöfunda frá latnesku Ameriku - nefna má að Gabriel Garcia Márquez hélt lengi til i borginni - og hin sterku tengsl milli hins jarðbundna Frakklands og goðsagnaveraldar Nýja heimsins mynda þungamiðju hinnar nýju bókar Carlos Fuentes. Ekki er þó allt sem sýnist. Bókin ku vera „drauga- saga“ sem reynir bæði á ímyndaraflið og vitsmunina. Sjálft formið er vísvitandi gamaldags: saga sem höfundinum er sögð yfir löngum hádegisverði i Auto- mobile klúbbnum í París. Sá sem segir frá er Comte de Branly, tilfmningarikur Frakki sem mun minna einna mest á Marcel Proust. * í leit að nafna sínum í upphafi sögu sinnar rekur Branly vináttu sína og Mexíkanans Hugo Heredia og kemur ungur sonur Mexí- kanans, Victor, mjög við sögu. Það er gegnum soninn sem Branly reynir að enduriifa æsku sina og manndóm. Þeir feðgar, Hugo og Viktor Heredia, léku Iöngum dálítið skrýtinn leik sér til skemmtunar. Hvar sem þeir fóru leituðu þeir uppi simaskrár staðarins og aðgættu hvort einhver væri þar skráður sem héti sama nafni og annar hvor þeirra. Ef þeir rákust á nafna sína hringdu þeir og spjölluðu við þá. Einhverju sinni voru þeir á ferð i Enghien, norður af París, og þar fann Viktor Heredia „Viktor Heredia" í símaskránni. Hann ákvað að fara á fund og Branly gamli slóst í förina. Þeir komu að dularfullu húsi umluktu miklum og stórum garði og þar hefst hin furðulega saga fyrir alvöru. Staðurinn, timinn og kringumstæður allar gera mögulegar snöggar skiptingar milli fortíðar og nútíðar, milli sjálfsins og „hins“. Að sögn. Súrrealískar myndir í rauninni, segja þeir gagnrýnendur sem við höfum fest hendur á, er það ekki sagan sjálf, heldur hugmyndin að sögunni sem veldur því að bókin „þenst út“ sem raun mun bera vitni. Óttalegir hlutir, segir Fuentes, blunda þar til við hugsum um þá og þeir vakna úr „draumi algers skeytingarleysis okkar“. Mörg lög af raunveruleikanum flettast af og sogast ofan í „Óendanlegt rými draumsins", en þó ekki með öllu óafturkallanlega. Það er enginn endir á neinni frásögn þar eð sérhver saga er með einum eða öðrum hætti framhald af annarri, óslitanleg keðja úr ráðgátum. Hm. Bókin er sögð full af súrrealiskum myndum, þrátt fyrir einfeldni á yfirborð- inu, likt og þegar Branly horfir á piltinn Viktor og annað bam i rökkvuðum garðinum - „Gegnum hálfopnar frönsku dymar horfði hreyfingarlaus vinur minn á hreyfingarlausan drenginn horfa á hreyf- ingarlausar útlinur hreyfingarlausrar veru.“ Við þetta er þvi að bæta, segir enskur gagnrýnandi, að fylgst er með hinum „hreyfingarlausa vini“ í myndum sögu- mannsins, en með honum fylgist aftur á móti lesandinn og má raunar bæta við enn einum millilið úr þvi bókin er þýdd. Bók Carlos Fuentes þykir fjarska mögnuð og áhrifarík á sinn hátt. („Það eru nú „hálfopnaðar franskar dyr“ i vitund minni,“ sagði gagnrýnandi ensks sunnudagsblaðs.). - endursagt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.