Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1982. 9 SiiilU.il. menn og málefni Meginmalið nu er að tryggja atvinnuöryggi Vinnumálasambandið tryggði vinnufrið Pvi var fagnað, þegar samkomulag náðist milli Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna og Vinnuveitendasam- bands íslands annars vegar og Alþýðu- •sambands íslands hins vegar um nýja kjarasamninga, sem munu gilda í rúmlega ár. Petta samkomulag ætti að tryggja vinnufrið i landinu, því að vænta má þess, að önnur launþegafélög, sem eiga ósamið, taki mið af þvi og fari ekki að efna til verkfalla til að knýja fram meiri kröfur. Pað þarf ekki að lýsa þvi, hversu vinufriðurinn er mikilsverður fyrir allt atvinnulif í landinu. Pess vegna fylltust menn óhug, þegar samningar virtust ætla að stranda á þeirri kröfu Vinnuveitendasambands íslands, að áhrif aflabrests yrðu tekin inn i kaupgreiðsluvísitöluna. Pessi krafa var ekki eðlileg og hefði verið hörmulegt, ef hún hefði leitt til stórverkfalla. Vinnumálasamband samvinnufélag- staðar i heiminum. íslendingar hafa því verið lausir við það margvislega böl, sem atvinnuleysi fylgir. Reynsla annarra sýnir að frá þessu markmiði má ekki hopa. Menn mega ekki leyna sig því, að það verður vandasamara að tryggja næga atvinnu í náinni framtið en að undanfömu, sökum stórrýrnandi þjóð- artekna. Petta er einnig enn erfiðara en ella sökum hinnar miklu verðbólgu. Efnahagsaðgerðimar, sem nú þarf að ráðast í, verður að miða við það, að atvinnuöryggið sé tryggt, verðbólg- unni sé haldið i skefjum og að varinn verði eftir megni kaupmáttur þeirra, sem verst em settir. Verði þessi sjónarmið öll höfð i huga, ætti þjóðinni að reynast auðvelt að sigrast á þeim erfiðleikum, sem nú er fengizt við og sumir verða vonandi ekki nema til bráðabirgða. Ráðstafanir vegna aflabrests Pað er skiljanleg afstaða vinnuveit- enda, að þeir vilja ekki taka einir á sig gæta verður þess, að þær auki ekki verðbólguna, eins og gert var í sambandi við Vestmannaeyjagosið. Stærð fískiskipaflotans Síðan loðnuveiðamar bmgðust og þorskveiðamar til viðbótar, hafa risið upp ýmsir þeir, sem telja sig mikla spekinga, barið sér á brjóst og sagt: Er það ekki rétt, sem við sögðum? Er ekki búið að stækka fiskiflotann alltof mikið? Atti ekki að fara að okkar ráðum og stöðva alla stækkun fiskiflot- ans i ársbyrjun 1979, þegar Steingrim- ur Hermannsson varð sjávarútvegsráð- herra? Raunar spáðu umræddir spekingar því ekki þá, að loðnuveiðarnar myndu alveg bregðast og þorskveiðamar að vemlegu leyti, þótt þeir þykist nú hafa séð það fyrir. Pað er ekki óalgengt, að menn hæli sér á slíkan hátt, en stórmannlegt er það ekki. Hið refta er, að þótt fiskiflotinn hafi nokkuð stækkað i tið Steingrims Hermannssonar, hefur verið reynt að Áhrífín af hruni loðnuveiðanna Þeir, sem tala um nauðsyn þess að minnka fiskiskipastólinn stórlega, gera sér yfirleitt ekki grein fýrir því, að það er ekki nóg að ákveða hámarksstærð hans. Pað verður jafn- framt að skipta honum réttilega milli útgerðarstaða og landshluta og tryggja þannig sem eðlilegust atvinnuskilyrði í landinu öllu. Hér þurfa að koma til víðtækari höft, ef þetta á að gerast réttlátlega, en menn gera sér yfirleitt grein fyrir. Þrátt fyrir nokkra aukningu flotans siðustu árin, var að komast á nokkurn veginn eðlilegt ástand, þegar loðnu- veiðamar bmgðust. Lýsing Árna Benediktssonar á forsiðu Dagblaðsins & Vísis 23. f.m. er hárrétt. „Fiskveiðiflotinn er of stór, þó ekki muni það mjög miklu. Hann var að komast í jafnvægi, þegar loðnan brást og loðnuveiðiskipunum var breytt i þorskveiðar. Þorskveiðiflotinn stækk- aði á einu bretti um 25%.“ Hrun loðnuveiðanna hefur þannig Vegna þessarar reynslu er það næsta erfitt að ákveða hver stærð fiskiflotans á að vera. Sé miðað við gott aflaár, getur verið hægt að komast af með tiltöiulega lítinn flota. Þegar aflabrest- ur verður, þarf fiotinn að vera verulega stærri, ef æskilegur heildar- afli á að nást. Með þessu er ekki verið að halda því fram, að ekki eigi að halda fiskiflotanum í hóflegri stærð. Sjálf- sagt er að setja eitthvert hámark, en það má ekki miðast við jafnan afla yfir allt árið eins og sumir telja að hægt sé að gera, heldur verði að taka tillit til að aflagöngur haga sér misjafnlega og að ekki er hægt að gripa gæsina, nema þegar hún gefst. Samningurinn við Sovétríkin Morgunblaðið hefur haldið uppi taumlausum áróðri gegn hinum nýja viðskiptasamningi við Sovétrikin, enda þótt ekki felist i honum neinar nýjar skuldbindingar. Hér er á ferðum alvarleg stefnubreyting, eins og kom ■ Vinnumálasamband samvinnufélaganna átti góðan þátt i þvi að samkomulag náðist og verkföllum var aflýst. Hér má sjá forsvarsmenn þess t.f.v. Júlíus Valdimarsson, framkvxmdastjóra og Hallgrim Sigurðsson, formann, ræða við Bjöm , Þórhallsson, varaforseta ASÍ og Asmund Stefánsson, forseta ASI. anna taldi, að þessi krafa ætti ekki að standa í vegi samkomulags og hélt því viðræðum áfram við Alþýðusamband- ið. Samkomulag náðist í höfuðdrátt- um milli þesara aðila og góðu heilli féllst Vinnuveitendasambandið á það og lagði sérkröfu sína um aflabrestinn til hliðar. Þannig átti Vinnumálasam- band samvinnufélaganna góðan þátt í þvi, að samkomulag náðist og verkföll- um var afstýrt. Atvinnuöryggið í hættu Sá skuggi hvílir yfir þessu samkomu- lagi, að minnkandi þjóðartekjur gera það ekki raunhæft, þótt samið sé um mjög hóflega kauphækkun. Þetta er óbeint viðurkennt af fulltrúum laun- þega, eins og sést á þvi, að samkomulagið felur í sér eftirgjöf á kaupbótum 1. sept. næstkomandi. Slik viðurkenning hefur ekki fengizt áður. Það mun skapa stjómarvöldum nokkru betri stöðu til undirbúnings efnahagsaðgerðum, að hægt er að miða við fastan grundvöll kjarasamn- inga, en meðan þeir voru ógerðir, var allt i óvissu. Ljóst er af nýju samningunum og annarri vitneskju, sem áður var fyrir hendi, að atvinnu- vegirnir þola ekki þær byrðar, sem nú hvíla á þeim, og því verður að gera allviðtækar efnahagsráðstafanir til að tryggja atvinnuöryggið. Það er ekki síður hagsmunamál launafólks en atvinnurekenda. Það hefur verið markmið íslenzkra stjórnvalda að tryggja næga atvinnu meðan atvinnuleysi ríkti viðast annars það tjón, sem hljótast kann af aflabresti. Hitt er heldur ekki eðlilegt, að þeirri tekjurýmun þjóðarbúsins, sem hlýzt af aflabrestinum, verði aðallega velt yfir á launþega. Þegar slíka erfiðleika af náttúm- völdum ber að höndum, verður þjóðin öll að axla byrðamar og skipting þeirra á einstaklingana að fara eftir efnum og ástæðum að svo miklu leyti sem hægt er. Það er því meira verkefni þings og ríkisstjómar að fást við slik vandamál en aðila vinnumarkaðarins, þótt sjálf- sagt sé, að þeir séu hafðir með i ráðum og hjálpi til að greiða fyrir, að óvænt áföll af náttúruvöldum, eins og aflabrestur, verði ekki til þess að stöðva atvinnureksturinn. í þessu sambandi er ekki fjarri lagi að hafa i huga hvemig vinstri stjórn aflaði fjár vegna mikils áfalls af náttúmvöldum. Hér er átt við Vest- mannaeyjagosið. í fullu samráði við stjómarandstöðuna var þá lagður sérstakur skattur á eyðsluna og borguðu þannig mest þeir sem mest eyddu. Með þessum hætti tókst að mestu leyti að bæta tjón þeirra, sem fyrir áfallinu höfðu orðið og reisa Vest- mannaeyjar við að nýju. Þess var gætt, að þetta yrði ekki til að hleypa auknu fjöri i verðbólguna. Álögur þær, sem vom lagðar á vegna Vestmannaeyjagossins, komu ekki inn í kaupbótavisitöluna. Aðrar leiðir en sérstök tekjuöflun geta komið til greina i sambandi við ráðstafanir vegna aflabrestsins, en halda vexti hans innan hóflegra marka. Þær beiðnir um fiskiskip, sem hefur verið hafnað, skipta orðið mörgum tugum. Af ýmsum ástæðum var ekki hægt að standa gegn þeim öllum, m.a. vegna þess að fyrir lágu fýrirheit frá fyrirrennumm Steingríms. Veigamesta ástæðan hefur þó verið sú, að þess hafði ekki verið gætt nægilega við uppbyggingu flotans, að hún skiptist með eðlilegum hætti miili útgerðarstaða og landshluta. Sumir útgerðarstaðir og landshlutar höfðu orðið fyrri til en aðrir. Meðal útgerðarstaða, sem höfðu dregizt vemlega aftur úr, má nefna útgerðar- staðina á Suðumesjum og Vestmanna- eyjar. Sama gilti um nokkra útgerðar- staði annars staðar. Undir slíkum kringumstæðum var um það að ræða að láta -koma til samdráttar og atvinnuleysis á þessum stöðum, láta fólkið flytjast þaðan og reyna að skapa því atvinnuskilyrði og húsnæði á öðmm stöðum. Slíkir tilflutningar hefðu vissulega orðið dýrir og dýrari i reynd en að skapa eðlilegri útgerð framtíð í viðkomandi byggðalögum. haft þær afleiðingar, að flotinn er of stór miðað við það ástand, sem nú er. Því verður að treysta, að ekki frekar nú en fyrr verði aflabresturinn varan- legur. Það gæti átt eftir að hefna sín illa, ef farið væri að ráðum þeirra, sem vilja miða stærð fiskiskipaflotans við það óvenjulega ástand, sem nú er á fiskimiðunum. Afli á skip í umræðum um afkomu togaranna hefur nokkuð borið á þeirri kenningu, að hún kynni að vera eitthvað skárri, ef þeir væm færri. Þá hefði meira átt að aflast á hvern togara. Sumir þeirra, sem vitrastir þykjast, meta þetta á 10-15 af hundraði. Að sjálfsögðu em allir slikir útreikn- ingar meira eða minna útí bláinn. Margra alda reynsla sýnir, að þegar aflabrest ber að höndum, eykst aflinn ekki að ráði á skip, þótt eitthvað dragi úr sókninni. Grásleppuveiðamar nú em lítið dæmi um þetta. Bátum, sem stunda veiðamar, hefur fækkað en samt er aflinn nú mun minni á bát en í fyrra. fram i viðtali við Halldór Ásgrimsson hér i blaðinu. Halldór Ásgrimsson sagði: „Ég held, að allir islendingar geti verið sammála um það, að við eigum að skapa okkar atvinnufyrirtækjum og framleiðslu eins góð skilyrði gagnvart erlendum þjóðum og frekast er unnt. Það er okkur mikilvægt að selja okkar fisk, ull og aðrar útflutningsvörur og að við búum við sem hagstæðust skilyrði á crlendum mörkuðum. í sambandi við svona samning verða menn að varast að dæma um það, hvort þeim líkar betur eða verr við það stjómarfyrirkomulag, sem rikir hjá viðskiptaþjóðum okkar. Við samn- ingsgerð verðum við að treysta þeim, sem bezt þekkja til mála, og fara að þeirra ráðum. Ég tel, að það hafi verið fullt samkomulag um það meðal íslenzkra stjómmálamanna að viðhalda þessum viðskiptum og því sambandi, sem við höfum átt við Sovétrikin undangengna áratugi. Það voru menn eins og Bjami Benediktsson og fleiri af forystumönn- um Sjálfstæðisflokksins, sem stuðluðu að þessum viðskiptum og skildu þessa hluti. Ég fæ ekki betur séð en að núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins sé á vissan hátt að breyta um stefnu og vilji gera áratuga samskipti okkar við Sovétrikin tortryggileg og blanda þeim saman við stjómmálaágreining, sem hlýtur að vera á milli lýðræðisríkis eins og íslands og kommúnistaríkis eins og Rússlands. Menn hafa verið sammála um að gera það ekki og halda í horfinu i sambandi við viðskiptamál.“ Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.