Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 10
 SUNNUDAGUR U. JÚLÍ 1982. ALÞJÓÐLEGT ÞJÓBLÍF ■ Hægt og hægt breytist hið íslenska þjóðlíf og fær meir svip af því sem gerist annars staðar, - í öðrum löndum. Þarna er í rauninni ekki um neinn sérstak- an svip að ræða, nema hvað það væri kannske hægt að kalla hann alþjóðlegan. Á suman hátt er þetta alveg ágætt og á annan hátt ekki, því það setur alltaf að manni nokkurn söknuð þegar gamlir merkisteinar sem menn ,gátu reitt sig á sem öruggan' vegvísi hverfa og eitthvað kemur í staðinn er sérstaklega stílað upp á það að Ameríkani eða Frakki sem aldrei hefur áður til íslands komið geti gengið að hverjum hlut rétt eins og hann væri enn heima hjá sér. Svo er með þessa breytingu að hún gerist án þess að menn verði mikið við hana varir. En æ oftar kemur það fyrir að það sem var útland í gær mætir þér á götu og segist vera islenskt og hvaða svar skyldu menn eiga við þvi nema lofa að muna það næst. Á dögunum varð ég fyrir því á Lækjartorgi að tvær blessaðar stúlkur um fermingaraldurinn fóru upp úr þurru að fleygja poppkorni upp yfir haus á mér - svona sér og mér til gamans líklega. Gömlu reykvísku „prakkararnir“ sem svo hétu, hefðu kannske gert þetta líka. En þeir hefðu þá tekið til fótanna á eftir. En ekki þessar stúlkur, - þær horfðu á mig kringlóttum augum, sem voru eins og bláar lindir og á vörunum var fagnaðarlaust bros. Þetta hefði lika gerst i Berlin og San Fransisco, hugsaði ég. Það er við svona tækifæri sem yður verður ljóst að hinn nýi tími er að taka eitt skref enn fram á við, - og hvað dugar þá gömul islensk geðillska og fornemelsi. Hún er mát. Sviðið utan um þessa skrýtilegu „episódu" var úti- markaðurinn, sem hefur þótt markverðasti árangurinn af-til- raunum til þess að „hanna“ líf í miðborginni, - berfættir krakkar stóðu á bak við borð og seldu sikkerisnælur og skýluklúta og epli og notaðar grammófónplöt- ur voru boðnar til sölu undir tjaldhimni. - alveg eins og i Berlin og San Fransisco. Já, og hvers vegna ekki það? Eitthvað á móti því? Þannig breytist hið islenska þjóðlíf hægt og hægt og sumt er alveg ágætt, eins og áður sagði. Bjarni gamli Thorarensen hélt að hið skelfilega veðurlag á íslandi mundi varna því að nýjungar sem hann kallaði sum- ar „læpuskaps ódyggðir“ bærust inn í landið og satt að segja er tíðin hér oft svoleiðis að furðu má gegna að hann skuli ekki hafa haft hárrétt fyrir sér. En nýjung- ar, góðar og slæmar stauta sig nokkuð greiðlega áfram gegn slagveðrinu á íslandi, enda er nú búið að setja undir þær betri farkosti en „flæða eyki.“ Hver sem út fyrir landsteinana hefur komið mun kannast við hve kátlegt það er þegar á að sýna þeim eitthvað alveg ein- kennandi fyrir viðkomandi land eða þjóð. „Hér á matseðlinum er alveg sérstakur spánskur réttur.“ - „í þessari dós er dæmigerður hollenskur bjór.“ - „Þér megið til með að bragða ekta þýskt súrkál.“ „Fyrir tíu franka skoðum við nú belgiska myllu.“. Ekkert af þessu er spennandi meir, -spánski réttur- inn er löngu algengur viða um lönd, bjórinn er líkur öllum öðrum bjór, súrkálið veist þú að kaupa má inni í Glæsibæ, - ef þú getur étið það, mylluna þekkir þú út og inn fyrirfram úr myndablöðum og hún er marg- víslega útfærð á vörumerkjum. Á íslandi reynum við nú hvað af tekur að gera „the skyr“ og „the lopi“ að einhverju sem gefur langþreyttum útlendingi þá til- finningu að enn sé til eitthvað upprunalegt og ekta í öllu plastinu of tölvuhraðsuðunni og við þreytum reiptog við Dani, Svía og Norðmenn um „viking“ þetta og „viking“ hitt í hótel og ferðaiðnaði. í ráðstefnusölum á hótelum kaupa pensjónatar frá Skáni og Mílanó sér aðgang að kvöldvöku í Fljótshlíðinni á 19. öld og reyna að finna laglinu í rimnaspangóli við Grænlands- vísur Sigurðar Breiðfjörð. Hægt og hægt færist hið íslenska þjóðlif þvi úr raunveruleikanum upp á leiksvið, - það sem ekki kemst á safn. Hið alþjóðlega þjóðlíf tekur við. í línunum hér að ofan hefur einkum verið prjónað í kring um þetta orð, - þjóðlif. En partur af þjóðlifi er það sem kallað er menning, - „kúltúr“, svo áfram sé haldið að barna stilinn með slettum. Hvernig skyldi íslensk menning hafa það þegar fram í sækir í fyrráminnstu alþjóðlegu þjóðlífi? Það er ekki gott að segja. En hitt er hérumbil áreiðanlegt að iðkun hennar mun færast á hendur fámenn- ari hópa en verið hefur hér á landi hingað til. Hún mun þokast afsíðis á þeirri tíð sem í hönd fer. í stað hennar kemur alþjóðleg menning sem mun eiga sér aðeins veikar rætur í íslenskum uppruna. Menn munu verða að láta sér nægja að vita að hún mun þó lengi eiga sér hóp áhuga- manna og vina, en það verður hópur af sérviskutaginu, eins og þeir sem eru haldnir frimerkja- söfnunarástríðu eða þess háttar. Nýtt fólk er að koma fram á sjónarsviðið, alþjóðlegt fólk, sem hefur lítinn tima fyrir afmarkað athafnasvið sjálfs sín. f huga þess eru Bandaríkin Reagan forseti England nýjasta popphljómsveitin, Danmörk eitthvað sem minnir á Skandi- navíu og ísland kannske hvíta- björn. Þessar milljónir klæða sig á líkan hátt vestan hafs og austan og það er oft ekki létt að sjá að einn sé ríkari eða snauðari en hinn, - flestir virðast alltaf eiga fyrir hamborgara, eða heitri pylsu. Eigi einhver það ekki mun enginn taka eftir því. Þessi tíð er þegar inni við gafl á íslandi og færist innar, - hægt og hægt. En hver segir að þetta verði eitthvað verri tíð en sú sem hefur verið? Erfitt er að halda því fram að umhverfi eftirstriðsáranna sem við flest höfum lifað hafi verið einhver sérstök drauma- veröld. En umbyltingin eftir stríð mun þó teljast smá á borð við þessa nýju, - sem eflaust fer þó hljóðlegar fram. En enginn mun fyrr vita en öllum gildum landanna 'hefur verið hrært saman í eitt líkt og sagan um rugíing tungumálanna í Babels- turninum gerist aftur með öflugu formerki. En nú er senn nóg kveðið, - og ekki fjarri lagi að höfundur- inn hafi hætt sér út á ystu nöf i hugleiðingum sem spruttu út af tveimur fermingarstúlkum og poppkornspoka á sólskinsdegi á Lækjartorgi. Atli Magnússon, blaðamaður, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.