Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 5
5 ast að vera þrældómur” fyrirstöðu að Stuttgart yrði í toppbar- áttunni á komandi keppnistímabili." - Er mikill munur á þvi að leika knattspyrnu i Belgiu og Þýskalandi? „Já, þýski boltinn er allt öðru visi. Mikið betra. Að mínum dómi eru aðeins tvö til þrjú lið í Belgíu sem væru fær um að gcra góða hluti i evrópskri knatt- spymu. Önnur lið eru meðallið, sem t.d. kæmust ekki langt i Bundesligunni." - Hefurðu fýlgst náið með heims- meistarakeppninni? Maradonna hálfgerð goðsögn „Ég hef nú verið að reyna að hvíla mig frá fótboltanum. En þó hef ég séð nokkra leiki i sjónvarpi. Að mínum dómi leikur enginn vafi á því að Brasilíumennirnir voru með besta liðið og það var leitt að þeir skyldu detta út. Nú virðist mér að ítalir séu að springa út og þeir verða ekki stöðvaðir nema með miklum erfiðismunum. Ég spái þvi að (viðtalið fór fram á fimmtudegi) úrslitaleikurinn verði á milli þeirra og Þjóðverja og sá leikur verður tvisýnn, þvi Þjóðverjamir munu ekkert gefa eftir.“ - Hafa Þjóðverjar ekki valdið von- brigðum í keppninni? „Það má kannski segja það. Þeir hafa ekki sýnt neitt sérstakt. En það stafar af því að flest liðin sem í keppninni em hafa undirbúið sig mikið betur en þeir. Síðasti leikurinn í Bundesligunni var29. mai og aðeins hálfum mánuði seinna hófst keppnin. Menn voru ennþá meiddir og þreyttir eftir veturinn. Suður-amerísku liðin vom sum búin að vera nokkra mánuði í æfingabúðum og þeirra leiktimabili var fyrir löngu lokið. En nú virðist mér þetta vera að ganga upp hjá Þjóðverjunum og ég er alveg viss um það að þeir eiga eftir að standa sig vei, bæði i undanúrslitunum og úrslitaleiknum. En hvort þeir verða heimsmeistarar, um það þori ég ekki að segja.“ - Hverjir hafa verið bestu mennimir í heimsmeistarakeppninni? „Ég hef kannski ekki séð nógu marga leiki til að segja til um það. En þó vom Brasilíumennirnir Zico, Sokrates og Eder skemmtilegir og að minum dómi miklu betri en Maradonna, sem fyrir keppnina var orðinn hálfgerð goðsögn." - Var hann ekki bara tekinn úr umferð? „Það má kannski segja það. Enda er alltaf við þvi að búast að menn sem búið er að auglýsa svona upp verði tekn- ir i gegn.“ - Heldurðu að leikmenn hafi fengið fyrirmæli um að sparka hann niður? „Nei. Það kemur ekki til. En leikmennimir sjálfir em það miklir atvinnumenn i sér að þeir sjá um að stöðva svona menn með öllum tiltækum ráðum." - Öllum tiltækum ráðum? „Menn verða náttúmlega að varna þvi að hann sleppi fram hjá og til þess þarf að gera ýmislegt. Þótt menn græði aldrei á þvi að vera of grófir. Það kostar spjöld og jafnvel útafrekstur." Islensku knattspyrnunni hrakar - Hefurðu fýlgst eitthvað með is- lensku knattspymunni? „Ekki er það nú mikið. En ég hef þó séð nokkra leiki og ég get ekki sagt að þeir lofi góðu. Ef ég segi eins og er þá finnst mér knattspymunni hér á landi hafa farið mjög mikið aftur á undan- fömum ámm. Maður sér ekki eins marga góða einstaklinga og áður vom. Eins heyrir það til undantekninga að sjá skemmtilegt spil og leikfléttur. Þetta em mikið kýlingar og barningur." - Hvað veldur? „Það hlýtur náttúmlega að koma niður á gæðum knattspymunnar hérna heima, að ef einhver hefur skapað sér nafn er hann strax keyptur í atvinnu- mennsku. Mér skilst að það séu einir tuttugu íslendingar sem leika erlendis núna, og sá hópur með fáum undantekn- ingum, er rjóminn af íslenskum knatt- spymumönnum. Það gefur auga leið að blóðtakan er rosaleg." - Landsliðið? „íslenskt landslið með öllum sínum bestu mönnum getur ógnað hvaða liði sem er á góðum degi. En þrátt fyrir það, er alveg ljóst, að meðan mennirnir eru úti um alla Evrópu, náum við ekki þeim stöðugleika sem nauðsynlegur er til að gera virkilega sterkt lið. Lið sem ekki dettur niður úr öllu valdi á köflum." Atvmnumennskan enginn dans á rósum - Nú hefur þú verið atvinnuknatt- spyraumaður í 9 ár. Ertu ekkert orðinn leiður? „Það er nú kannski fullmikið sagt að ég sé orðinn leiður. En óneitanlega er mestur ævintýraljóminn farinn af þessu. Þetta er fyrst og fremst vinna, erfið vinna og bindandi. Maður fær sjaldan frí. Ég fæ t.d. eina tuttugu og fjóra daga á ári, samkvæmt samningnum við Stuttgart. Nú dags daglega verða menn svo að fara eftir ströngum reglum sem þeim eru settar af félögunum." - Þetta er kannski þrældómur? „Það nálgast það, já. En á móti kemur að maður hefur góðar tekjur og þarf ekki að vera i þessu mjög lengi. Það verður enginn atvinnuknattspymu- maður alla sina ævi. - Er fylgst með leikmönnum í fri- stundum þeirra? ■ „Nei, það er nú frekar sjaldgæft. Flestir gera sér grein fyrir að hverju þeir ganga og vita það að það þýðir ekkert að lifa neinu biliti með þessu.“ Það er svo margt sem fólk segir - Þú ert umtalaður maður á íslandi og m.a. hefúr heyrst að þú sért einn aðaleigandinn að Broadway, veitinga- húsinu í Breiðholtinu? Er eitthvað til í þvi? „Það er svo margt sem fólk segir. Ég hef líka heyrt þetta með Broadway. En það get ég sagt þér að fyrir þessu er enginn fótur. Ég þekki ekki einu sinni Óla Laufdal. Ég held að við höfum einu sinni sést og þá minntist hann ekki á byggingu skemmtistaðar við mig.“ - Hvað um framtiðina Ásgeir? „Það er nú erfitt að spá í hana. Maður veit aldrei hversu lengi maður getur verið í þessu. Ég gæti hætt eftir næsta keppnistímabil og það gæti líka farið svo að ég yrði tíu ár í viðbót.“ - Hvað ætlarðu að taka þér fýrir hendur að ferlinum loluium: „Það er nú ekkert ákveðið i þeim efnum. En það er alveg öruggt að ég mun koma hingað heim. Kannski gerist ég knattspymuþjálfari,“ sagði Ásgeir. - Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.