Tíminn - 13.08.1982, Page 8

Tíminn - 13.08.1982, Page 8
8 FðSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gisiason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Eiias Snœland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fróttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar- Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttirjngólfur Hannes- son (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristín Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tœknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Lengsta forustugrein Morgunbladsins ■ Forystugreinin, sem birtist í Mbl. síðastl. þriðjudag, var athyglisverð að því leyti, að hún mun vera lengsta forustugrein, sem blaðið hefur birt frá upphafi. Greinin var þétt sett smáu letri og rúmáðist þó naumlega í því rúmi, sem forustugreinum blaðsins er venjulega ætlað. Lengd þessarar sérstæðu forustugreinar ber þess ótvíræð merki hvað það er, sem liggur aðstandendum Mbl. þyngst á hjarta um þessar mundir. Fað er að koma höggi á Gunnar Thoroddsen og gera hlut hans sem allra verstan. Efni greinarinnar var frá upphafi til enda tilraun til að færa rök að því, að Gunnar Thoroddsen hefði orðið uppvís að ósannindum. Greininni lýkur með þessum orðum: „Tilhneyging sumra stjórnmálamanna til þess að ljúga hikstalaust opinberlega er áhyggjuefni.“ Þannig andar nú til forsætisráðherrans í aðalmál- gagni Sjálfstæðisflokksins. Framlag þess til lausnar þeim mikla vanda, sem nú steðjar að þjóðinni er að reyna að telja henni trú um, að forsætisráðherrann „ljúgi hikstalaust“. Hver getur dregið þá ályktun af þessari löngu forustugrein að forustumenn Geirsarmsins hafi áhuga á að ríkisstjórnin geti leyst hinn mikla vanda farsællega? Myndu þeir þá láta það verða helzta framlag sitt að birta í aðalmálgagni sínu lengstu forustugrein þess í þeim tilgangi að reyna að sanna, að forsætisráðherrann „Ijúgi hikstalaust“ og honum sé því ekki að treysta? En jafnframt er eðlilegt að spurt sé: Er þeim forustumönnum treystandi, sem reyna þannig að sá eitri tortryggni og blekkinga til að veikja tiltrú til þess manns, sem þarf að hafa forustu um að finna lausn á einhverjum mesta vanda, sem þjóðinni hefur borið að höndum? Og hvað segir forustugreinin langa um sambúðina innan Sjálfstæðisflokksins og sáttahug Geirsarmsins? Halldór og Lárus Geirsarmurinn teflir tveim þingmönnum sínum, Halldóri Blöndal og Lárusi Jónssyni, fram á ritvöll Morgunblaðsins. Greinar beggja fjalla um efnahags- mál og er niðurstaða þeirra hin sama, eða sú að höfuðorsök erfiðleikanna sé röng efnahagsstefna. Feir Lárus og Halldór eiga þannig auðvelt með að skýra það hvers vegna loðnuveiðarnar hafa stöðvast og þorskafli brugðizt. Það er efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar að kenna. Feir eiga jafn auðvelt með að skýra það, hvers vegna Nígeríumenn hafa frestað skreiðarkaupum, dregið hefur úr fisksölu til Bandaríkjanna og verðfall orðið á mjöli, lýsi og ýmsum útflutningsvörum iðnaðarins. Fetta er allt saman ríkisstjórninni að kenna. Vitanlega má eftir á benda á ýmislegt, sem miður hefur farið í stjórn efnahagsmála síðustu árin eins og endranær. En sízt af öllu hefði farið betur, ef hreinn glundroði hefði skapazt á Alþingi, eins og orðið hefði, ef myndun núv. stjórnar hefði ekki tekizt. Og ekki hafa Geirsmenn bent á þau úrræði, sem bætt hefðu ástandið. Aðalorsök vandans nú eru samt óviðráðanleg áföll. Það eru hreinar öfgar að ætla að neita því. -P.P. á vettvangi dagsins 5 Nýjar leidir7 nýr árangur eftir Jónas Guðmundsson Breski hagfræðingurinn John Stuart Mill kvaðst um miðja síðustu öld vera sannfærður um að samvinnu biði „glæsileg framtíð" í atvinnulífi á Vesturlöndum. Hann gekk svo langt að spá því - í höfuðriti sínu og biblíu hagfræðinga á síðari hluta nítjándu aldar - að samvinnufélögum myndi smátt og smátt fjölga, þar til „aðeins minnst verða verkafólkið" tæki lengur í mál að vinna „eingöngu fyrir launum." („f fyllingu tímans,“ skrifaði hann, gætu „grundvallarreglur samvinnunnar" vís- að veginn til „breytinga í þjóðfélaginu, sem fléttuðu saman frelsi og sjálfstæði einstaklingsins, og siðferðis-, skyn- semis- og hagkvæmniskosti mikillar framleiðslu“; breytingar sem „gerðu að veruleika.. í það minnsta í iðnaði, bestu markmið lýðræðisandans.“) Með öðrum orðum, samvinnuformið myndi hægt og sígandi ýta fjármagnsforminu til hliðar. Samvinnuforspá Mills kom mönnum nokkuð í opna skjöldu á sínum tíma. En hver hefur reynslan orðið? Hefur hún afsannað þessa forspá? Hafa grundvall- arreglur samvinnunnar, í samkeppni milli rekstrarforma, verið dæmdar lakari öðrum reglum í atvinnurekstri? Hefur komið í Ijós að möguleikar samvinnunn- ar séu í raun takmarkaðir, eða hefur gengi hennar frekar borið merki mistaka við útfærslu grundvallarreglnanna, og mistaka við aðra stefnumótun samvinnu- hreyfinga? Mætti gera betur? Hvers konar útbreiðslu, þegar á allt er litið, er að vænta í framtíðinni? Við skulum skoða nokkrar vísbendingar að svörum af innlendum vettvangi. Á áratugnum 1970-80 voru stofnuð samtals fimmtíu ný samvinnufélög í landinu, samkvæmt skráningu sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum. Lang- flest þessara félaga voru pöntunarfélög, svo sem pöntunarfélög starfsfólks ein- stakra fýrirtækja. Næstflest voru byggingasamvinnufélög, nokkur voru deildir í kaupfélögum, tvö voru sam- vinnufélög rafvirkja (öðru var breytt í hlutafélag fyrir tveimur árum), sem síðan stofnuðu eigin deildir, og eitt var félag bifreiðastjóra. Enda þótt mörgum þessara félaga gegni mikilsverðum hlutverkum, til að mynda bygginga- samvinnufélögin, vekur athygli hversu fá þeirra stunda venjubundinn atvinnu- rekstur,af einhverju tagi. Aðallega eru það rafvirkjafélögin og bílstjórafélagið. Þegar þess er gætt að á áratugnum voru árlega stofnuð um tvö hundruð ný hlutafélög, verður ekki séð að ný sam- vinnufélög hafi leikið lykilhlutverk í atvinnu - og verðmætasköpun þjóðar- innar á þessu tímabili. Hvað gerðist á meðan innan hinnar opinberu samvinnuhreyfingar? Sam- kvæmt ársskýrslum SÍS jókst velta Sambandsins sjálfs um 80% að raungildi frá 1970 til 80. (Tölur eru ekki handbærar um veltuaukningu kaupfé- laganna). Til samanburðar má geta þess að á sama tíma jukust þjóðartekjur {slendinga um rúmlega 85%. Samvinnu- félögum innan Sambandsins fækkaði um sex á áratugnum. Félagsmönnum þess- ara félaga fjölgaði úr 31 þúsund í tæplega 42 þúsund, en sem hlutfall af heildarmannfjölda í landinu náði félaga- talan hámarki árið 1977,19%. í þessum efnum voru þó engin ný lönd numin því þetta hlutfall komst í 21% árið 1950. Enn er ógetið eins þáttar er telst til íslenskrar samvinnustarfsemi. Það eru hin svonefndu sameignar- samstarfs- og eignarhlutafyrirtæki Sambandsins og stærri kaupfélaga. Þessum félögum hefur farið fjölgandi, en í síðustu ársskýrslu SÍS er getið um þrjú sameignarfyrirtæki, þrettán samstarfs- félög, og tuttugu og níu eignarhlutafyrir- tæki. Þessi fyrirtæki eiga það sameigin- legt að vera byggð á hlutafélaga en ekki samvinnugrunni. Þessum aukaþætti Samvinnuhreyfing- arinnar hefur verið veitt töluverð athygli, bæði innan og utan hreyfingar- innar, og er það að vonum. Spurt hefur verið hvað valdi því að forustumenn samvinnumála velji hlutafélagareglur í stað samvinnureglna til að byggja fyrirtæki sín á? Hvort það merki að þeir hafi misst trú á öll samvinnuform? Ennfremur má velta fyrir sér hvort þessi stefna hafi haft neikvæð áhrif á almenna útbreiðslu samvinnuaðferðanna í land- inu? En það er rökstuðningur forustu- manna hreyfingarinnar fyrir þeirri stefnu sem í þessum fyrirtækjastofnun- um felst, sem vert er að gefa sérstakan gaum. Þeir hafa sagt að í sumum tilfellum sé nauðsynlegt að nota hluta- félagaformið vegna þess að fleiri. aðilar, fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar, deili eigninni með samvinnusamtökun- um. Athyglisverðari er þó sú röksemd að hlutafélagaformið sé valið af illri nauðsyn vegna umhyggju fyrir efnahags- legri velgengni þessara fyrirtækja. Hér sé aðeins viðurkennd sú gjá sem skilji að sumar hugsjónir samvinnumanna og hinn efnahagslega veruleika. Til viðbót- ar við litla útbreiðslu grundvallarreglna samvinnunnar í landinu á síðustu árum gefur slíkt viðhorf ekki fyrirheit um rífandi útbreiðslu samvinnunnar í næstu framtíð. En er þessi nefnda gjá þá til? Ekki með réttu, segir Jaroslav Vanek, menningarmál Staðir Kiarvals KJARVALSSTAÐIR: AF TRÖNUM KJARVALS Myndlistarsýning og kynning. Myndir í eigu Reykjavíkurborgar. 1982 > Opið á venjulegum tímum, alla daga frá kl. 14.00-22.00 Að hemja Kjarval ■ Að Kjarvalsstöðum hefur verið margt um manninn í sumar og margar skemmtilegar sýningar. Til að mynda sýning á verkum naivista, en svo nefna fræðimenn myndgerð fullvaxinna, eða fullorðinna manna, sem mála eins og börn. Og svo er sýning á kjörgripum eftir menn úr ýmsum landshlutum, og vakti hún einnig athygli. Þriðja sýningin er svo Kjarvalssýning í Austursal hússins, en satt að segja voru þeir sem skrifa um myndir í blöðin orðnir í dálitlum vandræðum með þann sal. Sömu Kjarvalsmyndirnar virtust hanga þama ár eftir ár, og ef til vill lá beinast við að gagnrýnendur skrifuðu sömu greinina upp aftur, ár eftir ár - og sumir gjörðu það víst. Fátt nýtt kom fram á síðum blaðanna, eða í Austur- salnum, þar til nú, að brugðið er út af venjunni. Það var eins og áður væri verið að hemja þennan listamann, sérstaklega. Það sem einkum skorti, var að Kjarval var annað og meira en málari af guðsnáð. Hann var líka svo margt annað. Vinur Óla Maggadon og Ólafs Thors. Stóð þannig í persónulegum tengslum við menn af öllum gerðum og stéttum, og var nánast orðinn að þjóðsögu, eða stofnun er hann lést árið 1972, á áttugasta og sjöunda aldursári. Hann var eins við flesta menn. Það gengu miklar sögur um þennan skútumann úr Meðallandinu og Borgar- firði eystra og ganga enn. Hann var málari allra sannra íslendinga og gat ómögulega málað vonda mynd. Það var þó harla auðvelt að kynnast þessum manni og enn auðveldara að elska myndirnar sem hann málaði og teiknaði. En að útskýra Kjarval, hefur þó vafist fyrir mönnum; sumsé að skila honum óbrotnum til komandi kynslóða, þrátt fyrir marga viðleitni. Yfirleitt lifa myndlistarmenn í verk- um sínum, rithöfundar og skáld í bókum sínum og stjórnmálamenn í athöfnum sínum. En svo einfalt er það nú ekki þegar meistari Kjarval rær á hitt borðið. Myndir hans segja aðeins fátt um AF TRONUM KJARVALS LISTAHÁTfO i REYKJAVlK 1982 KJARVALSSTAÐIR þennan dularfulla listamann. Hann var skáld, spekingur og rithöfundur, og þegar hann kvaddi þennan heim, var dálítið tómlegt í borginni, því þrátt fyrir allt örlætið, tók hann svo mikið með sér. Kjarval og Reykjavíkurborg Það hafði staðið til nokkuð lengi, meðan Kjarval lifði, að ríkið reisti honum hús, eða samastað, honum til heiðurs og þæginda, en af því varð þó ekki í tíma. En á hinn bóginn hefur Reykjavíkurborg tekið að sér að halda nafni hans á lofti, enda þótt hann væri úr Meðallandinu. Reykjavík var auðvit- að hans borg líka, því hún er höfuðborg allra fslendinga, þannig séð, og nú- lifandi heiðursborgarar hennar nú eru úr Grafningnum og norðan úr Skagafirði. Þetta er skyldustarf, eða höfuðborgar- skylda, að annast um minningu Kjar-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.