Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982 SJÁ OG HEYRA NICOLE I— en hún getur ekki verið á tveim stöðum í einu I Það var uppi fótur ug fit í I Danmörku nýverið, þegar von var þangað á Nicole, söngkon- unni ungu og frxgu úr sjón- Kirsten Norholt kemur fram í Tívoli-revíunni og hermir eftir Nicole. varpskeppninni. Það var aug- lýst að hún ætti að koma fram í Tívolí á ókeypis tónleikum fyrir almenning, en síðan fréttist að hún ætti á sama tíma að koma fram í Falkoner leikhúsinu ásamt sjö manna hljómsveit, og danski þátttak- inn í Grand Prix - keppninni, Tommy Seebach, kæmi þar líka fram með hljómsveit sinni. Þegar farið var að athuga málið hafði Telefunken-fyrir- tækið, sem gefur út plötur Nicole og kynnir hana, samið við Tivoli, en umboðsmaður hennar samið við Falkoner leikhúsið. Ralph Siegel, höfundur sig- urlagsins „Ein Bisschen Fried- en“, hefur ferðast mikið með Nicole og komið fram ásamt henni. Sigrinum í Evrópu- keppninni fylgdi mikið annriki og álag, og veiktist Ralph nýlega. Hann fékk slæmt hjartatilfelli, en hefur nú náð sér að mestu, en er fyrirskipað af læknum að hafa hægt um sig á næstunni, og því sleppir hann öllum ferðalögum í bili. Þó að Nicole komi aðeins fram í Falkoner ieikhúsinu - en ekki í Tívóli - þá missa Tívoli-gestir ekki alveg af henni, því að í Tívoli-revíunni kemur fram eftirlíking af Nicole. Kirsten Norholt heitir ung stúlka, sem syngur og leikur á gítar, og hermir eftir þessari söngstjörnu. jDrottningin og tjódbúningurínn Oft höfum við að undan- Iförnu dáðst að Margréti Dana- drottningu í grxnlenskum þjóðbúningi sínum, þegar hún Ikom fram við hin ýmsu Itækifæri í sambandi við hátíða- Ihöld Grxnlendinga í tilefni af 11000 ára afmælinu. Lítið grun- 1aði okkur þá, að það gekk hrcint ekki þrautalaust fyrir IMargréti að máta búninginn, I þegar hún hóf undirbúning I ferðarinnar. Duglegur bréfritari Friðrik Danaprins átti 14 lara afmxli í maí. I tilefni afmælisins bárust honum fjöl- jmargar gjafir og hamingjuósk- ir. Sumarfríið hans fór því að j mestu leyti í að skrifa þakkar- Ibréf til allra sendendanna, því jcngum mátti valda vonbrigð- Jum. 500 urðu bréfin í allt, Jskrifuð eigin hendi! Það kom nefnilega í Ijós, þegar Margrét dró búninginn fram úr klxðaskáp, þar sem hann hafði verið óhreyfður árum saman, að hann passaði henni engan veginn lengur. Drottningin, sem er með hærri konum, 1,82 cm á hæð, varð alveg undrandi, þar sem hún hefur gætt þess mjög vel að þyngjast ekki, eins og svo mörgum konum hxttir til við barneignir og með aldrinum. Komst hún helst að þeirri niðurstöðu, að kílóin hefðu nú tekið sér bólfestu annars stað- ar en fyrr. Eina ráðið til að geta notað búninginn, en Danadrottning er eini útlend- ingurinn, sem rétt hefur til að bera grænlenskan þjóðbúning, var að fá konunglcgan skradd- ara til að bjarga málinu. Honum tókst það með sóma, eins og myndirnar, sem við höfum séð að undanförnu, bera mcð sér. Pancho ber sig eins og góðhes t u r - og þá er knapinn ekki síðri. Kafloðinn reiðskjóti Margrét Danadrottning bar grænlenska þjóðbúninginn með j reisn og glæsibrag. ■ Lamadýrið Pancho hefur ekkert á móti því, að vera reiðskjóti fyrir vinkonu sína Charlotte Hampt- on, en venjuleg lamadýr eru þó alin vegna hinnar sérkennilegu ullar dýranna, sem notuð er í mjög dýrar og fínar ullarflíkur. Charlotte og Pancho hafa gaman af hestaleiknum, en þau mega rása frjálst um þjóðgarðinn á eyjunni Mön, Lough Ned Country Park, sem er heimkynni þeirra leikfélaganna. Misheppnuð veisla ■ Heinrich prins heitir 32 ára erfingi þekkts bjórfyrirtækis í Þýskalandi. Hann tókst það hlutverk á hendur að auglýsa afurðir fyrirtækisins á Maj- orka og fékk þá snjöllu hugmynd að halda þar stór- veislu, sem allir skyldu boðnir til, sem eitthvað eiga undir sér. Sér til fulltingis fékk Heinr- ich hertogaynjuna af Sevilla og meðal gesta voru stórmenni eins og Gunter Sachs og bróðir Belgíudrottningar, glaumgos- inn Don Jaime De Mora y Aragon. Kvöldið mikla rann upp og aUur undirbúningur var glxsi- lega af hendi leystur, en enginn birtist gesturinn og voru engar skýringar gefnar á fjarveru þeirra. Prinsinum varð þungt í skapi og datt helst í hug, að verið væri að sýna sér og fyrirtækinu lítilsvirðingu. En áður en kvöldið var á enda runnið upplýstist málið. Prinsinn stakk hendinni af tilviljun í vasann á sparijakkan- um sínum og þar lágu þá allir boðsmiðarnir! Hann hafði þá óvart sett þá í vasann á jakkanum, sem síðan var sendur í hreinsun. Það, sem eftir var kvöldsins, sat prinsinn og drekkti sorgum sínum í eigin bjór. ■ Nicole og Ralph Siegel - Söngkonan og höfundur sigurlagsins fagna sigri. ■ - Æ, ég vildi, að ég fengi einhvern tima að vera í friði, gæti Stefanía Mónakóprinsessa verið að hugsa. ■ Það er ekki alltaf tekið út með sitjandi sældinni að vera furstadóttir og eiga aö gegna þeim skyldum, sem því eru samfara. Nú nýlega var Stefan- ía, yngri dóttir furstahjónanna í Monakó, viðstödd opnum íþróttasýningar í Monte Carlo, og þar gleymdi hún stöðu sinni eitt andartak, sem viðstaddur Ijósmyndari auðvitað gerði eilíft! Ekki vitum við, hvort Stef- anía var svona eftir sig eftir ævintýri næturinnar, eða hvort henni bara hreinlega leiddist, en a.m.k. fór hvorki betur né verr en svo, að Stefanía fann allt í einu hjá sér ómótstæði- lega þörf fyrir að geispa alveg ógurlega! Þessi ósköp fóru ekki fram- hjá föður hennar frekar en öðrum, og sá hann sig tilneydd- an að gefa dóttur sinni tiltal. - Æðsta skylda fólks í okkar stöðu er að hafa stjórn á sér, sagði hann strangur við Stcfan- íu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.