Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982 4 'Aæthm Akraborgar tvö skip í ferðum Gi/dirfrá 22 júlí 1982 MÁNUDAGUR ÞRIÐJUDAGUR OG Frá Ak. -Frá Rvík MIÐVIKUDAGUR 08.30 ' 08.30 Frá Ak. Frá Rvík 10.00 10.00 08.30 10.00 11.30 11.30 11.30 13.00 13.00 13.00 14.30 16.00 14.30 14.30 17.30 19.00 16.00 16.00 20.30 22.00 17.30 17.30 20.30 19.00 FOSTUDAGUR 22.00 Fra Ak. Frá Rvík FIMMTUDAGUR FraAk FráRvik 08.30 10.00 10.00 11.30 11.30 13.00 13.00 14.30 14.30 16.00 16.00 17.30 17.30 19.00 08.30 10.00 11.30 13.00 14.30 16.00 17.30 19.00 20.30 22.00 10.00 11.30 13.00 14.30 16.00 17.30 19.00 20.30 22,00 20.30 22.00 SUNNUDAGUR LAUGARDAGUR Frá Ak. Frá Rvík Frá Ak. Frá Rvik 08,30 10.00 08.30 08.30 11.30 13,00 10.00 10.00 16.00 16.00 11.30 11.30 17.30 17.30 13.00 13,00 19.00 19.00 14.30 14.30 20.30 20.30 17.30 16,00 19.00 22.00 22.00 Simar: Reykjavik91■ 16050 - Simsvari9l■ 16420 Akranes: 93-2275 ■ Skrilslola: 93-1095 'KAUAGRIMUR. AkraborK þjónusta milli hafnu GOTT BIL MILLI BÍLA — ^ fréttir AKVEÐH) AÐ RAÐA11U FLUGUMFERÐARSTJÓRA ■ „Við höfum ráðið fjóra flugumferð- arstjóra og ég veit ekki betur en að þeir hafl tekið tii starfa“ sagði Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra í viðtali við Tímann. Óiafur sagði einnig að beðið væri eftir umsögn Flugráðs um ráðningu tveggja flugumfcrðarstjóra í viðbót til að starfa í flugtuminum á Keflavíkurflugvelli. Þegar ráðherrann var spurður hvort fleiri en sex yrðu ráðnir svaraði hann að ekkert liggi fyrír um að fjölga stöðum flugumferðarstjóra í Keflavík. Töluverðar umræður hafa verið und- anfarnar vikur um stöður nýrra flugum- ferðarstjóra og urðu þær meðal annars til þess að Albert Guðmundsson sagði sig úr Flugráði með fyrirvara. Málsatvik eru þau að ráða þurfti í tíu stöður flugumferðarstjóra, sex í Kefla- vík og fjórar hjá flugmálastjórn. Tólf nemar voru sendir til náms í flugum- ferðarstjórn í útlöndum, og var það gert, að því er sagt er, vegna þess, að algengt mun vera að menn falli á prófum í flugumferðarstjóm og var þetta varúðar- regla til þess að auka líkurnar á að tíu næðu prófi. Hins vegar brá svo við að allir stóðust prófið í þetta sinn og því em nú tólf menn um þær tíu stöður, sem ráða átti í. Þrír hafa verið ráðnir hjá flugumferð- arstjórn og em þeir komnir í framhalds- þjálfun, en enn er óráðið í eina. Ekki em heldur nein merki á lofti um að fleiri en fjórir verði ráðnir þar, eins og upphaflega var áformað. SV Landssöfnun til styrktar björgunarstarfi í landinu ■ Dagana 2. til 5. september mun Hjálparstofnun kirkjunnar í samvinnu við Slysavarnarfélag íslands, Landsamband hjálparsveita skáta og Landsamband flug- björgunarsveita gangast fyrir landssöfnun til stuðnings og til styrktar slysavarnar- og björgunarstarfi í landinu. - Nýlega gengu í gildi nýjar reglur um fjarskipti. Þessar reglur krefjast þess að björgunarsveitimar endurnýi nær allan sinn fjarskiptabúnað. Hér er um mjög fjárfrekt átak að ræða og er björgunarsveitunum óframkvæmanlegt án þess að til komi sameiginlegur stuðningur landsmanna, segir í frétt frá Hjálparstofnun kirkjunnar. Ennfremur segir í fréttinni: „Öllum er kunnugt hið mikilvæga starf sem björgunar- sveitirnar vinna, og hversu nauðsynlegt er að þær séu sem best búnar tækjum og öðmm búnaði. Félagar björgunarsveitanna leggja af mörkum óeigingjarnt og fómfúst starf í þágu öryggis landsmanna en starfsemi slysavarna- og björgunarsveita byggjst á sjálfboðaliða- • starfi og frjálsum framlögum. Söfnunardagana munu félagar slysavatna og björgunarsveita verða á vegi landsmanna og taka við framlögum í söfnunina. Einnig er hægt að koma framlögum til skila á gíróreikning nr. 20005-0, til Hjálparstofn- unar kirkjunnar Klapparstíg 27 Reykjavík og til sóknarpresta um land allt. - Sjó. IKÁU Húsgagn sem er sýnt að SKEMMUVEG 4 Kópavogi . Skála-skilveggurinn gefur ótrúlega möguleika. Skála-skilveggurinn er auðveldur í uppsetningu. Skála-skilveggurinn er sendur um allt land. Skála-skilvegginn er hægt að fá með mjög góðum greiðslukjörum. HUSGOGN Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími73100 ■ Tveir Gaukanna, sem munu troða upp í Óðali í kvöld. Tíntamynd: G.E. Gaukarnir leika skögultanna- rokk í Óðali ■ Gaukarnir (áður Hinir einmana Gaukar) hafa nú loks afráðið að svipta af sér hulunni og opinbera alþjóð allt sem þeir hafa dundað sér við síðastliðið ár. Þessi undur og stórmerki munu gerast á veitingahúsinu Óðali í kvöld, fimmtudaginn 26ta ágúst, en þar hafa Gaukar tónleik sem upphefst milli ellefu og hálf-tólf. Tónleikana halda Gaukar undir einkunnarorðunum Straumur og skjálfti, en sjálfir skilgreina þeir tónlist sína sem „gamalt en hresst skögultanna- rokk“. Eftir mikla erfiðleika, mannabreyting- ar og kvenmannsleysi eru Gaukar nú sterkari og þéttari en nokkru sinni fyrr, fimm talsins: Ásgeir Sverrisson (Hinn hógværi gammur) sem leikur á rafgítar, Jón Magnús Einarsson tækjavörður og bifvélavirki flokksins sem aukin heldur leikur á bassa, Haraldur Hrafnsson (dr. Harrý) sem þeytir húðirnar, Einar Hrafnsson (dr. Strangelove, bróðir dr. Harrýs) sem tekur frækileg „slæd-sóló“ á rafknúna lútu og Egill Storð Helgason (bryti hljómsveitarinnar) sem syngur. Gaukarnir vilja nota tækifærið og koma á framfæri kveðjum til vina og velunnara víðsvegar um Austfirði. Skipulagstil- lögur bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar gefnar út ■ Skipulagstillögur þær, sem sam- þykktar voru í bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar í maí sl. hafa nú verið gefnar út á bók, og fæst hún í bókaverslunum í Hafnarfirði og á bæjarskrifstofunum, en um er að ræða nýtt aðalskipulag til ársins 2000 og nýtt skipulag miðbæjar. Þá hefur bæjarstjóm látið gefa út kynningarbækling í máli og myndum um Hafnarfjörð, og ber hann nafnið „Hafnarfjörður, bærinn í hrauninu." Bæklingurinn er gefinn út á fjórum tungumálum, íslensku, dönsku, ensku og þýsku. Honum hefur verið dreift til ferða- skrifstofa og hótela, en einnig liggur hann frammi á bæjarskrifstofum Hafnar- fjarðar og í bóka- og ritfangaverslunum bæjarins. -SVJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.