Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Ðrynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæiand Jónsson. Ritstjórnarfulltrúí: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar- Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannes- son (iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristfn Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefónsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjónsson, Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð ( lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Afstaða Sjálf- stæðisflokks- manna ■ Þótt leiðtogar Geirsarmsins og Alþýðuflokksins hamist gegn bráðabirgðalögunum um efnahagsaðgerðirn- ar, kemur það stöðugt betur og betur í ljós, að þau njóta skilnings og viðurkenningar langt út fyrir raðir stjórnarsinna. Þótt menn fagni þessum aðgerðum ekki, viðurkenna fleiri og fleiri, að þær séu óhjákvæmilegar. Vafalítið túlka forustugreinar Dagblaðsins & Vísis miklu betur hug óbreyttra fylgismanna Sjálfstæðisflokks- ins en forustugreinar Morgunblaðsins, sem er undir harðri stjórn kjarnans í Geirsklíkunni. Hjá Morgunblaðinu ræður hið blinda ofstæki - að fella verði Gunnar Thoroddsen hvað sem það kostar. Fyrsta forustugrein DV eftir að bráðabirgðalögin voru sett, birtist síðastliðinn mánudag (23. þ.m.) og var eftir Ellert B. Schram, einn af varaþingmönnum Sjálfstæðis- flokksins. Ellert segir í upphafi greinarinnar, að menn varpi öndinni léttar eftir setningu bráðabirgðalaganna. Það er nokkur léttir, segir hann, að ekki fór allt upp í loft. Síðan rökstyður Ellert þetta álit sitt með þremur röksemdum. í fyrsta lagi hefði hér ríkt algert öngþveiti, ef stjórnarliðar hefðu ekki komið sér saman. í öðru lagi hefði það verið í hæsta máta óeðlilegt, ef ríkisstjórnin hefði skotið sér undan að takast á við erfiðleikana. í þriðja lagi sé það pólitískt mikilvægt, að ríkisstjórn með Alþýðubandalagið innanborðs skulu grípa til slíkra aðgerða. I næsta blaði DV (24. þ.m.) er svo forustugrein eftir hinn ritstjórann, Jónas Kristjánsson. í upphafi greinar hans segir á þessa leið: „Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru til bóta, þótt þær gangi ekki eins langt og æskilegt hefði verið.“ Jónas rekur það síðan í greininni að hvaða leyti hann telur bráðabirgðalögin vera til bóta. Greininni lýkur hann svo með þessum orðum: „í stórum dráttum eru aðgerðirnar til mikilla bóta. Eftir að hafa sigið í fenið í rúmt ár finnum við nú fast land undir fótum. Aðgerðirnar koma einu ári of seint og verða því mun óþægilegri en þurft hefði að vera. En betra er seint en aldrei.“ Hér skal fyllilega tekið undir það með Jónasi Kristjánssyni, að betra hefði verið fyrir alla, að svipaðar ráðstafanir hefðu verið gerðar fyrir ári og raunar hefði þá verið hægt að komast af með mun minni aðgerðir. Fetta var þá afstaða Framsóknarflokksins, eins og glöggt kom fram í viðtali, sem Tíminn átti við Tómas Árnason viðskiptaráðherra. Það er ljóst af forustugreinum þeirra Ellert B. Schram og Jónasar Kristjánssonar að viðhorf þeirra til bráðabirgðalaganna er allt annað en hinna, sem stjórna Morgunblaðinu. Svo langt gengur ofstæki þeirra, sem ráða ferðinni hjá Morgunblaðinu og meirihluta þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, að þeir hóta að gera allt sem þeir geta til að fella bráðabirgðalögin á Alþingi, þótt af því hlytist 90-100% verðbólga á síðari hluta næsta árs. Skyldu þeir trúa því, að þetta yrði betra kosningamál fyrir þá en leiftursóknin? Þ.Þ. Kosningar í Svlþjóð Frá fréttaritara Tímans í Svíþjóð Gylfa Kristinssyni. ■ í dag 20. ágúst klæðist Svíþjóð kosningaskrúða. Lögum samkvæmt er stjórnmálaflokkunum heimilt að setja upp vegg- spjöld með slagorðum og áróðri fyrir málstaðnum mánuði fyrir kosningar. Þótt flestir sérfræðingar á sviði áróðurs og auglýs- inga telji veggspjöldin létt- væg tæki við atkvæðaveið- þróunaraðstoð notuð til reksturs þrælkunarbúða? — harka færist í kosninga baráttuna í Svíþjóð kosningabaráttunar í Sví- þjóð er hafinn. arnar leggja flokkarnir mikla áherslu á þau. Til dæmis áætla Sosialdemó- kratar að verja 13 milljón- um sænskra króna í sína veggspjaldaherferð. Þrátt fyrir að menn séu ekki á eitt sáttir um áhrif vegg- spjalda á kosningaúrslit, þá er eitt öruggt. Þau eru tákn þess að lokasprettur 300.000 utan vinnu- markaðarins Síðan fyrsta grein mín um kosninga- baráttuna í Svíþjóð birtist hér í Tímanum 12. ágúst s.l. hafa fleiri mál en launþegasjóðirnir fengið aukið rými í ræðum stjórnmálamanna. Eitt þessara mála er ástand og horfur á vinnu- markaðnum og fjöldi atvinnuleysingja. Tala þeirra hefur verið nokkuð á reiki. Nú í vikunni sendi sænska hagstotan (Statiska centralbyrán) frá sér tölur sem ætla má að séu áreiðanlegar. Samkvæmt þessum nýju tölum höfðu 133.000 Svíar enga atvinnu í júlí, en það jafngildir 3% atvinnuleysi. Af þessum 133.000 voru 57.000 ungt fólk, þ.e. 20 ára og yngri. Níutíuþúsund voru í starfsþjálfun og endurmenntun hjá AMS (Arbetsmark- nads styrelsen). AMS er opinber stofnun sem starfrækir miðstöðvar fyrir starfsþjálfun og endurmenntun atvinnu- leysinga í flestum lénum Svíþjóðar. Alls voru 62.000 sem gátu og vildu ■ Ola UUsten formaður Þjóðarflokksins er óhress þessa dagana út í Ulf Adelsohn formann Hægfaraflokksins þótt myndin sýni hann glaðan og reifan í hringekju í Eskilstuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.