Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982
7
■ Reagan að ræða við Thomas O’Neill (lengst til hægrí) íyrir atkvæðagreiðsluna
Ábyrgir andstæðing
ar hjálpuðu Reagan
Hægrisinnaðir Republikanar brugðust honum
■ SENNILEGA hefur Reagan forseti
unnið mesta stjórnmálasigur sinn síðast-
liðinn föstudag. Flokkslega mun hann
þó ekki græða á honum, því að þetta var
einnig sigur stjómarandstöðunnar. Það
má einnig segja, að þetta hafi verið sigur
bandarísku þjóðarinnar og stjórnkerfis
hennar, því að hann sýndi, að þegar
mest við liggur, geta ábyrgir stjómmála-
menn slitið flokksviðjarnar og staðið
saman.
Hér er átt við hina sögulegu atkvæða-
greiðslu um síðasta skattafrumvarp
Reagans-stjómarinnar, sem fól í sér
meiri skattahækkanir en nokkurt skatta-
fmmvarp, sem hingað til hefur verið lagt
fyrir Bandaríkjaþing. Samanlagt hækk-
aði það ýmsar skattaálögur um 98.3
milljarða dollara.
Hægri menn í flokki republikana
töldu þessar skattahækkanir algert brot
á kosningaloforðum Reagans og snemst
því öndverðir gegn því. Við atkvæða-
greiðsluna á föstudaginn, greiddu 89
þingmenn republikana atkvæði gegn
því, en 103 með. Næstum helmingur
þingflokksins snerist gegn forsetanum. í
þeim hópi var að finna flesta þá, sem
studdu hann ákafast í forsetakosning-
unum.
Frumvarpið náði samt fram að ganga.
Hjálpin barst forsetanum frá andstæð-
ingum hans. Með fmmvarpinu greiddu
atkvæði 123 þingmenn demókrata, en
118 á móti. Frumvarpið var því
samþykkt með 226 atkvæðum gegn 207.
ÞEGAR þess er gætt, að kosningar til
fulltrúadeildarinnar fara fram eftir
rúma tvo mánuði, eða í byrjun
nóvember, mun mörgum koma þessi
afstaða demókrata meira á óvart en ella.
Hér höfðu þeir tækifæri til að láta
forsetann bíða mesta ósigur sinn á þingi,
en hann hafði síðustu vikur beitt öllum
tiltækum ráðum til að vinna frumvarpinu
fylgi og þó einkum meðal flokksbræðra
sinna.
Hinn aldni leiðtogi demókrata í
fulltrúadeildinni, Thomas O’Neill taldi
samt hyggilegast að láta málefni ráða.
Gífurlegur halli er á fjárlögunum, sem
taka gildi um næstu mánaðamót, og
kemur það til viðbótar stórkostlegum
halla á ríkisrekstrinum á þessu ári. Nær
allir fjármálamenn voru sammála um,
að þessi mikli halli myndi hafa hinar
verstu afleiðingar.
Frá sjónarmiði frjálslyndra demó-
krata þóttu þær afleiðingar einna
verstar, að miklar lántökur ríkisins
vegna hallans myndu leiða til þess, að
vaxtalækkun kæmi miklu síður til greina
en ella. Að dómi þeirra er vaxtalækkun
óhjákvæmileg til að örva atvinnulífið og
draga úr atvinnuleysinu.
Þá óttuðust þeir, að áframhaldandi
gífurlegur halli á ríkisrekstrihum, myndi
ýta undir það að dregið yrði úr ýmsum
■ Thomas O’Neill
félagslegum útgjöldum, sem bæta hlut
þeirra, sem lakast eru settir.
Það var vegna slíkra sjónarmiða, sem
O’Neill hvatti flokkbræður sína eindreg-
ið til að styðja frumvarpið.
Við Reagan erum sjaldan sammála,
sagði hann. Við fylgjum gerólíkum
stjómmálastefnum. Við getum hins
vegar átt samleið, þegar um er að ræða
heili og hag þjóðarinnar. Báðir viljum
við treysta framtíð hennar. Þess vegna
eigum við nú samleið.
Meirihluti flokksbræðra hans í full-
trúadeildinni féllst á þessi sjónarmið.
í öldungadeildinni hafa republikanir
meirihluta og þar naut forsetinn mikils
stuðnings flokksbræðra sinna.
NOKKRU kann það að hafa ráðið um
afstöðu demókrata í fulltrúadeildinni,
að þeir töldu þetta skattafrumvarp eins
konar skipbrot þeirrar stefnu, sem
Reagan boðaði í forsetakosningunum.
í samræmi við hana voru það fyrstu
verk hans sem forseta að lækka stórlega
skatta og auka útgjöld til vígbúnaðar.
Þetta jók stórlega hallann á fjárlögun-
um, þótt framlög til félagsmála væm
vemlega skorin niður.
Helztu efnahagsráðunautar forsetans
vöruðu hann við þessu, en hann lét sér
ekki segjast. Hann hélt því fram, að
fengi stefna hans að njóta sín nógu lengi,
myndi hún leiða til efnahagsbata.
Skattalækkanir myndu auka eftirspurn,
sem örvuðu framleiðsluna.
Svo fór þó að lokum að Rcagan
sannfærðist um, að óhjákvæmilegt væri
að minnka hallann. Hann féllst á, að
áðumefnt skattafrumvarp væri flutt og
beitti sér síðan eindregið fyrir samþykkt
þess.
Það er nú orðið að lögum. Samkvæmt
því leggjast skattar á ýmsar vörur og
þjónustu, eins og tóbak, símgjöld og
flugfargjöld. Þá hækka ýmsir skattar á
fyrirtækjum. Hins vegar helzt óbreytt sú
lækkun á tekjuskatti einstaklinga, sem
Reagan hafði komið fram.
Hinir afturhaldssömu þingmenn repu-
blikana, sem greiddu atkvæði gegn
fmmvarpinu, halda áfram að berja
höfðinu við steininn og deila nú á
Reagan fyrir það, að hann hafi komið í
veg fyrir, að stefna hans fengi nægan
reynslutíma.
Reagan sætir nú vaxandi gagnrýni
þeirra hægrimanna, sem mest studdu
hann í kosningabaráttunni. M.a. er
hann nú gagnrýndur fyrir að hafa
bmgðist Taiwan í nýgerðum samningum
milli Kína og Bandaríkjanna.
Ef til vill er það gert til að mæta
þessari gagnrýni, að Reagan heldur
áfram baráttunni gegn gasleiðslunni frá
Síberíu til Vestur-Evrópu.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar ill
erlendar fréttir
Danmörk:
Sjálfsmorðum
fjölgar ört
— Danmörk nú með flest
sjálfsmorð á vesturlöndunum
■ Stærsta bylgja sjálfsmorða í
Danmörku fyrr og síðar gengur nú
yfir landið, en áætlað er að um 20
þúsundir Danir muni reyna að svipta
sig lífi í ár og talið er að 1800 muni
heppnast fyrirætlun sín á móti 1614
sjálfsmorðum í fyrra.
Danmörk er nú það land á
vesturlöndunum sem hefur flest
sjálfsmorð á hverja 100 þúsund íbúa
eða 31 en þessar tölur em frá 1980
og aðeins í Ungverjalandi og
Tékkóslóvakíu er þetta hlutfall
hærra af löndum Evrópu. Þetta er
þrisvar sinnum hærra hlutfall en til
dæmis í Hollandi og Englandi en
geta má þess að í Grænlandi ero
40 sjálfsmorð á hverja 100 þúsund
íbúa.
Prófessor N. Juel-Nielsen við
sjúkrahúsið í Óðinsvéum segir í
samtali við Extra blaðið nýlega að
ekkert bendi til þess að sjálfsmorðs-
bylgjan sé að hægja á sér eða hafi
náð hámarki sínu, en Juel-Nielsen
hefur rannsakað þetta náið.
Hann segir að orsakanna til
þessara auknu sjálfsmorða sé ekki
langt að leita. Hrakandi efnahagur
landsins, hið gífurlega atvinnuleysi,
óöryggið á vinnumarkaðinum,
hræðsla við framtíðina, og tilfinning
■ „Ekkert bendir til að sjálfs-
morðsbylgjan hafi náð hámarki
sínu“ segir prófcssor Juel-Nielsen.
ráðaleysis sem fylgi í kjölfar ofan-
greinds. 11
Hvers vegna Danmörk hafi orðið
verst úti á þessu sviði af vesturlönd-
unum, sem mörg hver búa við svipuð
vandamál, hefur hann ekki öruggar
skýringar á.
„Sjálfsmorðin hér hafa stigið í
réttu hlutfalli við þá þróun sem orðið
hefur í þjóðfélaginu hér,“ segir
Juel-Nielsen.
Sýrland að-
varar Gemayel
— vid ad gera friðarsamn-
inga við ísraelsmenn
■ Talsmaður stjórnarinnar í Sýr-
landi aðvaraði Bashir Gemayel
nýkjörinn forseta Líbanon við að
gera friðarsamninga við ísraels-
menn. f yfirlýsingu sinni sagði hann
að Sýrlendingar væm reiðubúnir að
kalla allt hcrlið sitt í Líbanon heim
með sólarhings fyrirvara svo framar-
lega sem ísraelsmenn gerðu slíkt hið
sama.
Eins og fram kom í fréttum í gær
urðu átök við þjóðveginn til Damask-
us í fyrradag og af þeim sökum var
hætt við að flytja 600 PLO menn þá
leið til Sýrlands og verða þeir í
staðinn fluttir sjóleiðina.' Áætlað er
að brottflutningi PLO-manna frá
Beimt verði lokið á næstu 10 dögum.
Fidel Castro lciðtogi Kúbu hefur
gefið út yfirlýsingu þar sem segir að
land hans sé reiðubúið að taka á móti
500 munaðarlausum börnum frá
Beimt.
Loftárásir
á Kharkeyju
■ írakar gerðu harða loftárás á
Khark eyju í Persaflóa í gærdag, en
þar er aðalolíuhöfn írana, og sagði
talsmaður stjómarinnar í Bagdad að
árásin væri svar við árásum lrana á
borgina Bashra og aðrar borgir innan
Iraks.
Talsmaðurinn sagði ennfremur að
þau olíuskip sem sigldu til Khark
eyjar gætu átt von á því að verða fyrir
loftárásum af hendi íraka hverrar
þjóðar sem þau væm.
■ Pólland: Þúsundir manna streyma nú til borgarinnar Czestochowa í
suðurhluta landsins en í klaustrinu þar verður þess minnst að 600 ár em liðin
frá því að þjóðin eignaðist mestu helgimynd sína af guðsmóður.
Áætlað er að við messu sem haldin verður þar í dag og Josep Glemp
yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Póllandi flytur verði nær 200 þúsund manns.
Yfirvöld í Póllandi hafa tekið upp harðari stefnu í samskiptum stnum við
meðlimi óháðu verkalýðsfélaganna um mótmæli þann 31. þessa mánaðar,
þar sem á að lýsa stuðningi við félögin og andúð á stjórninni.
■ PERÚ: Stjómmálamenn hafa lagt fram kröfu um að dauðadómsrefsingu
verði beitt í málum þeirra sem hafa gerst sekir um pólitísk morð og er þetta
nú til umræðu á þinginu í Perú.