Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 26. ÁGUST 1982 fréttir BSRB hefur ekki enn fengid tilboð frá rfkinu: ■ Töframaðurínn Arutún Akopian sýnir blaðamönnum listir sínar, en þær voru hreint ótrúiegar. Tímamynd: ARI. Ótrúleg töfrabrögð Arutún Akopian töframanns frá Sovétríkjunum: MNota adeins hendurnar, eng- in hjálpartæki” — segir kappinn en hann sýnir á Heimilið '82 ,|RUM SARIR OGFOR- DÆMUMSEIIU- GANGINN” ■ Ríkisvaldið hefur ekki enn lagt fram tilboð í samningaviðræðum þess við BSRB en nú er liðinn mánuður frá því að samningaviðræður hófust og tveir mánuðir frá því BSRB lagði fram kröfugerð sína. „Við erum sárir og við fordæmum þennan seinagang" sagði Kristján Thor- lacius formaður BSRB í samtali við Tímann en fundur var hjá sáttasemjara í gærmorgun með áttamanna samninga- nefnd BSRB og þar sem ekkert tilboð kom fram hjá ríkinu var fundi stóru samninganefndarinnar sem átti að halda á eftir frestað. „Samningafundur hefur verið boðaður aftur á föstudag og við fengum fyrirheit um að fá þá tilboð frá ríkinu og þá ættum við að hafa eitthvað til að skoða frá þeim“, sagði Kristján. - FRI. ■ Einhver mesti töframaður sem uppi er, Sovétmaðurinn Arutún Akopian er nú staddur hérlendis og mun koma fram á sýningunni Heimilið ’82. Hann hefur verið útnefndur listamaður Sovétríkjanna númer 1 í sinni grein, en það er mesta viðurkenning sem nokkur listamaður getur náð þariendis. Sambærilegur Ustamaður er Maja Plitskaja ballerína. „Ég nota aðeins hendumar og hef engin hjálpartæki", sagði Arutún á fundi með bíaðamönnum og Iét á sér skiljast að hann hefði heldur lítið álit á þeim sem notuðu viðamikil hjálpartæki á þessu sviði. Hann sýndi nokkrar af listum sínum fyrir blaðamenn á fundinum og voru flest atriðin hreint ótrúleg, en hann er þekktur fyrir að sýna listir sínar við nefið á áhorfendum. Arutún, sem er byggingarverkfræðingur að mennt, hefur sigrað oftar í alþjóðlegri keppni töframanna en nokkur annar. Sem dæmi um sigra hans má nefna, París 1959, þrenn aðalverðlaun en þar kepptu 400 töframenn frá 28 löndum. Prag 1977, fyrstu verðlaun, en þar kepptu 600 töframenn frá 30 löndum. Sonur hans þykir einnig mjög liðtækur í faginu og í Sofíu í Búlgaríu 1980 fengu þeir feðgar hvor sín verðlaun í keppni 500 töframanna, hann fyrir sígild töfrabrögð, en sonurinn fyrir gríntöfrabrögð. Vökull ákveður að hætta rekstri ■ „Á undanfömum ámm hefur markaðsi- hlutdeild bandarískra bíla faliið úr 30% niður í 2% og við höfum byggt okkar fyrirtæki mikið í kringum innflutning bandarískra bíla. Vegna þessarar þróunar, sáum við okkar sæng útbreidda og ákváðum að hætta rekstrinum,” sagði Jón Hákon Magnússon, forstjóri Vökuls h/f í samtali við Tímann í gær. Vökull hefur um árabil annast innflutning á bifreiðum frá Bandaríkjunum og Frakk- landi, varahlutasölu og viðgerðir. Samningar standa nú yfir um að nýir aðilar taki við bifreiðaumboðum félagsins og fara þeir fram í samvinnu við hina bandarísku og frönsku umboðsaðila. Meðal annars hafa farið fram viðræður við Jöfur h/f. Vökulsmenn segja, að megin ástæðan fyrir þessari þróun í sölumálum bandarískra bíla, sé hin gífurlega hækkun Bandaríkjadalsins s.l. 3 ár. í frétt frá Vökli segir, að stjórn félagsins vænti þess, að þau óþægindi, sem viðskipta- vinir fyrirtækisins kunna að verða fyrir af’ þessum völdum, verði svo skammvinn, sem framast er kostur og mun stjómin leggja áherslu á að svo verði. - Sjó. íslendingum gefst nú tækifæri á að berja kappann augum í Laugardalshöllinni, en ísland er 81. landið sem hann heimsækir. FRl. Stuömanna- tónleikar f Austurbæjar- skólaportinu: Hluti Stuömanna á samæfíngu í gær. Tímamynd: G.E. „Ætlum nú að sameina gömlu íslensku stórf jölskylduna” ■ „Ef veðrið verður eins gott og það hefur verið í dag þá ætti þetta að verða hinn skemmtiiegasti konsert. Við verðum með efni sem er Reykvðringum nýtt, lög úr kvikmyndinni sem við höfum verið að basla í í sumar,“ sögðu Stuðmenn þegar Tíminn ræddi við þá í gær í tilefni hljómleikanna sem þeir halda í samráði við Æskulýðsráð Reykjavíkur í porti Austurbæjarskólans í kvöld Iri. 20. „Landsbyggðarferðin, sem við erum ný- komnir úr, var okkur hinn mesti innblástur. Það var skemmtilegt að finna hversu vel fólk tók okkur. Fólk á öllum aldri,“ sagði Jakob. „Já, þar var óvenju breiður aldurshópur sem sótti skemmtanimar hjá okkur,“ bætti Egill við. „Allt frá hvítvoðungum til harðfullorð- „Með það í huga höfum við ákveðið, að vistmenn Droplaugarstaða, nýja elliheimilis- ins við Snorrabrautina, fái ókeypis aðgang í portið. Eins fá þeir sem ekki hafa náð sjö ára aldri og allir þeir sem em yfir sjötugt ókeypis," sögðu Stuðmenn. „Petta verður liður í viðleitni Æskulýðs- ráðs, til að bjóða upp á viðburði, sniðna að þörfum allra aldurshópa. Það á að sameina gömlu stórfjölskylduna á hljómleikum með Stuðmönnum, og með því leysa foreldra- vandamálið, sem að okkar mati byggist á misskilningi. Hvorki foreldravandamáli eða unglingavandamáli hefur skotið upp í návist Stuðmanna," sögðu Stuðmenn, grafalvarleg- ir. - Hvað með karamelludreifingu? „Þegar við síðast héldum útihljómleika fyrir einum sex árum, flaug Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson, söngvari yfir og dreifði karamellum. Það gafst ekki nógu vel. Margar þeirra lentu í þakrennum opinberra stofn- ana, þar tútnuðu þær út, urðu feitar og sællegar, og stífluðu rennurnar. Olli það talsverðum vandræðum og varð til að auka enn á skattabyrði landsmanna, vegna viðhaldskostnaðar á opinberum byggingum. Með hliðsjón af þessu var ákveðið að selja karamellur úr tjöldum Æskulýðsráðs og nota síðan ágóða til að brúa kynslóðabilið." Sem fyrr segir hefjast hljómleikarnir klukkan 20. Aðgangseyrir fyrir börn 7-16 ára er 30 krónur, fyrir fullorðna, 16-70 ára, 50 kr. fyrir aðra ókeypis. - Sjó. Afengi og tóbak hækkar um 12% ■ Áfengisútsölur um allt land voru lokaðar í gær vegna verðhækkunar á áfengi og tóbaki. Hækkunin nemur 12% og kemur hún f kjölfar gengisfell-' ingarinnar á dögunum. Einnig hefur vísitöluhækkun launa um næstu mán- aðamót áhrif á áfengisverð. Raska af íslensku brennivfni kostar nú 261 krónu. Raska af Whisky eða Vodka kostar 364 krónur. Algengt rauðvín kostar92 krónur. Rínarvfn 91 krónu flaskan og algengt Sherry 124 krónur. Vindlingapakki kostar nú 26 krónur og 70 aura. - Sjó. 24 árekstrar f gær ■ Margir árekstrar urðu í Reykjavík- urumferðinni í gær, eða 24 frá klukkan 06.00 til klukkan 18. Enginn árekstr- anna var sérstaklega harður, en þó var eignatjón talsvert í nokkrum. Tvennt slasaðist í umferðinni. Bam var flutt á slysadeild eftir að það varð fyrir bíl við Austurbrún á 15. tímanum. Ekki cr vitaö hversu alvarlega barnið slasaðist. Unglingspiltur var fluttur á slysa- dcild eftir að hann ienti í árekstri á bifhjóli sínu á gatnamótum Suður- landsbrautar og Skeiðarvogs um klukkan 17. Mciðsl hans voru ekki talin alvarleg. - Sjó. Stúlkunni sleppt úr varðhaldi ■ Gæsluvarðhaldsúrskurður stúlk- unnar, sem setið hefur í gæsluvarð- haldi í viku vegna grunsemda um fíkniefnamisferli rann út í gær. Þótti ekki ástæða til að fara fram á framlengingu og var stúlkunni sieppt. Að sögn Gísla Björnssonar, lög- reglufulltrúa, snerist mál stúlkunnar um innflutning og sölu á um einu kflói af kannabisefnum. Mál hennar er nú komið til sakadóms í ávana og fíkniefnamálum. _ gj() Einn á sjúkra- hús þegar bifreið valt ■ Mazda bifreið skemmdist talsvert þegar hún valt út af ólafsfjarðarvegi, skamrnt frá Hvammi í Amarnes- hreppi, á fjórtánda tímanum í gær. Tveir mcnn voru í bílnum. Annar þeirra, farþeginn, slasaðist talsvert og var hann fluttur á sjúkrahús. - Sjó. MAN vörubfll eyðilagðist ■ MAN vörubíll nánast eyðilagðist þcgar honum var ekið út af þjóðvegin- um nálægt Litlufells Öxl í Borgarfirði á sautjánda tfmanum í gær. Tveir menn voru í bílnunt og voru þeir báðir fluttir á sjúkrahús. Meiðsli þeirra em ekki talin veruleg. Sjó. “Sýning í söludeild okkar að Seljavegi 2 er góð aðstaöa til að skoða og kynnast kostum Danfoss ofnhitastill- anna, blöndunartækjanna og annari Danfoss fram- leiðslu, sem stuólar að beinum orkusparnaði. Tæknimenn Danfoss deildarinnar leiða þig í allan sannleika, ar Höganás FYRIRMYND ANNARRA FLÍSA Höganás fllsarnar eru þekktar fyrir gæði. Nú er gott úrval af flísum. Einnig flisaefni og verkfæri. í sýningarkassanum sjáið þiö ótal hugmyndir — festar á litskyggnur, sem auðvelda ykkur valið á Höganás fllsum. HEÐINN SELJAVEGI 2, REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.