Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 11
■ ■ i * ■ Renée var hamingjusöm þegar tilkynnt var að hún hefði unnið í keppninni. Þútttakandinn frá íslandi í „Face Of The Eighties“ - keppninni var Inga Bryndís Jónsdóttir frá Akureyri. Sigurvegarinn f Ford-fyrirsætukeppninni: STÚLKAN MEÐ „MILLIÓNA-ANDUTIÐ Her brosir Renée breitt og ekki að ástæðulausu ■ Tvær fagrar frá Árósum, Vibeke Knudsen, 28 ára, sem er orðin margmilljónari af fyrirsxtustörfum, og svo Renée, sem er aðeins 17 ára og er að byija í „bransanum“. Það varð fallega stúlkan frá Árósum Danmörku sem sigraði í keppninni |,Face Of The Eighties" („Andlit 9. atugsins") í New York laugardaginn j4. ág. Sigurvegarinn heitir Renée Toft Simonsen og er 17 ára menntaskóla- stúlka. Hún komst í keppnina þegar hún gaf sig fram sem ljósmyndafyrirsæta við ikstra bladet í Kaupmannahöfn, en það Jiafði í vor fyrisætukeppni, og þar hlaut hún fyrsta sætið. >kólabækurnar á hilluna - íew York kallar! Nú lætur Renée skólabækumar á hilluna og skrifar undir samning, sem pbyrgist henni 100.000 dollara sem ninnstu árstekjur á tveimur ámm. Þar yrir utan bjóðast henni ýmis tilboð, svo jið þeir sem eru þessum málum kunnugir jlegja að hún ætti að geta með hægu móti jinnið sér inn annað eins með auglýsing- |im og fyrirsætustörfum fyrir utan þetta íasta starf. - Annars veit ég lítið um þetta enn, sagði hinn glaði sigurvegari f símtali við blaðamann Ekstra-blaðsins, eftir að keppninni lauk. - Ég er að minnsta kosti alveg í sjöunda himni yfir úrslitunum! Renée sagði að þetta hefði verið heilmikið púl, og hún hefði ekki enn komist til að sjá neitt af heimsborginni New York. - Ég hafði eiginlega ímyndað mér, sagði hún, að sjá Mc Cloud lögreglumann úr sjónvarpinu koma ríðandi eftir götunum, en gulu leigubílarnir og háhýsin er það eina sem ég hef séð þessa viku.AUa vikuna voru æfingar fyrir hina stóru stund á laugardaginn, og svo voru ljósmyndarar að taka myndir og blaðamenn að tala við okkur sýningarstúlkumar. Langur laugardagur Á laugardaginn var byrjað klukkan sex um morguninn og það var verið að ákveða hárgreiðslur og prófa föt mestallan daginn til kl. átta um kvöldið, en þá byrjaði aðalsýningin og sjónvarps- upptökur. Renée sagðist hafa verið svöng, þreytt og kvfðafull þegar kom að sýningunni. Háhæluðu skórnir vom þreytandi fyrir þá sem em þeim óvanir, og hún hafði mesta löngun til að sparka þeim af sér. - Ég hresstist heldur, segir hún, þegar við vorum 7 stúlkur teknar út í úrslitakeppni, og endurheimti þá mitt góða skap og sjálfstraust, sem var farið út í veður og vind. Þegar tilkynnt var að ég væri sigurvegarinn, þá gat ég varla gert mér grein fyrir, að átt væri við mig. Eina sem komst að í huga mér var að nú fengi ég að borða og gæti farið úr háhæluðu skónum! Og hún Renée var ekki lengi að smeygja sér úr hinum dýra módel-kjól sem hún var í og fínu skónum og fara í strigaskó og íþróttaföt, og í þeim búningi fór hún í næturveislu, sem haldin var eftir sýninguna, og samlokan og kókið sem hún fékk sér þegar hún hafði fataskipti, smakkaðist vfst prýði- lega. 3000 dollara kaup fyrír dagsvinnu Fyrir utan aðalverðlaunin og samn- inginn við Ford-fyritækið vann Renée sér inn eins dags auglýsingavinnu hjá sjampóframleiðanda og á hún að fá 3000 dollara fyrir þá vinnu. Það er meira en hún hefur unnið sér inn á þremur mánuðum áður. Þar að auki hafa ljósmyndarar tekið andlitsmyndir af henni, sem eiga að prýða forsíður tveggja bandarískra kvennablaða nú næstu daga, og að síðustu varð hún að fara strax daginn eftir keppnina í beina útsendingu í sjónvarpi og þar var smáviðtal við Renée. ■ Hópur af stúlkunum í keppninni hjá hinum frægu Ijósmyndurum „Bræðrun- um Silberstein“, en þeir vinna með sérfræðingum frá snyrtivörufyrirtækjum og módel-umboðsmönnum. Síðustu dagana í ágúst ætlar Renée að vera heima hjá sér í Árósum til að jafna sig svolítið áður en hún snýr aftur til starfa í New York. Fallegar stúlkur í Árósum Það er mikið talað um það, að fallegu stúlkumar komi frá Árósum. Það sannaðist þama í New York, því að sú sem tók á móti René og var henni til halds og trausts í heimsborginni, var líka frá Árósum og hefur unnið sér inn milljónir sem ljósmyndafyrirsæta og sýningardama, bæði í París og New York. Hún heitir Vibeke Knudsen og er orðin 28 ára. Hún hefur nú í rúman áratug verið í þessum störfum og er flestum hnútum kunnug. Vibeke segir: „New York er borgin, þar sem best er að vinna sem fyrirsæta. Þar er best borgað, og ég er eingöngu f þessu fyrir peningana," segir hún ákveðin. Hún er nú í hópi úrvalsfyrirsæta Fords. Vibeka var í 9 ár í París, en segist á þeim 2 árum, sem hún hefur starfað f New York hafa unnið sér meira inn en á níu ámnum þar. Vibeka ætlar að hætta þrítug sem fyrírsæta - en fara í læknanám í New York segir Vibeke að hún fái minnst 6000 dollara fyrir þann dag sem hún vinnur, og nýlega gerði demanta- fyrirtæki henni tilboð um að vinna að myndatöku í Sviss í einn dag og flugferðir fram og til baka og kaupið sem hún átti að fá fyrir þetta vom 16.000 dollarar! Vibeke Knudsen hefur fjárfest í olíuhlutabréfum og gulli, og einnig hefur hún stutt mann sinn, sem hefur umboðsfyrirtæki fyrir ljósmyndara. Hún hefur ekki gleymt fólkinu sínu heima í Danmörku, því hún hefur keypt búgarð og flugvél fyrir foreldra sína. Reyndar bauð hún þeim að koma til sfn í Amerfku og búa þar, en þau vildu heldur vera í sínu heimalandi. Ein frá íslandi í keppninni í keppninni um „Andlit 9. áratugsins" var einn þátttakandi frá íslandi, Inga Bryndís Jónsdóttir, en hún var hlut- skörpust í samkeppni, sem tímaritið LÍF stóð fyrir á vegum Ford-fyritækisins. Að sögn Helgu Möller, sem fór með Ingu Bryndísi fyrir hönd tímaritsins, þá gekk íslenska þátttakandanum ágætlega vel í keppninni og á standandi tilboð. um vinnu hjá Eileen Ford ef hún vill taka því. - Inga Bryndís er komin heim til íslands aftur og er svona að athuga sinn gang, sagði Helga Möller. Inga Bryndís er 18 ára Akureyrar- stúlka, sem þær María Guðmundsdóttir og Lacey Ford frá Ford Models völdu úr hópi fallegra stúlkna hér á landi í byrjun ágústmánaðar. (Bst)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.