Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982 13 iþróttir Umsjón: Sigurður Helgason Þróttur f 1. deild Sigruðu Reyni 1—0 í Laugardal í gærkvöldi ■ Asgeir Elíasson þjálfari Þróttara hafði ástæðu til að fagna í gærkvöldi er hann leiddi lið sitt upp í 1. deildina, þó hann virðist ekki ánægður með gula spjaldið hjá dómaranum á myndinni. „Ég er mjög ánægður, þetta er það sem við stefndum að,“ sagði Ásgeir Elíasson þjálfari Þróttara að loknum leik þeirra gegn Reyni í gærkvöldi, sem þeir sigruðu með einu marki gegn engu. „Þetta gefur okkur tækifæri til að reyna fleiri menn í þremur leikjum og veita þeim reynslu." Aðspurður um hvort hann myndi þjálfa Þróttarliðið áfram sagði Ásgeir að það hefði ekki komið til tals ennþá og yrði það til umræðu yrði að skoða málið mjög vel. „Það er erfitt að þjálfa sama liðið þriðja árið í röð og ef til kæmi, yrði að vera algjör einhugur um það.“ Staðan í hálfleik var 0-0, ekkert mark hafði verið skorað. En Sverrir Pétursson skoraði fyrir Þrótt í síðari hálfleik og tryggði þar með sæti þeirra í 1. deild á næsta keppnistímabili. Þróttarar urðu að láta sér nægja að leika 10 mest allan síðari hálfleikinn. Ágúst Hauksson fékk að sjá rauða spjaldið hjá dómara, eftir að hann hafði lent í sennu við einn Reynismann. Árangur Þróttar í 2. deildinni í sumar er mjög góður og athyglisvert er, hve margir nýir leikmenn hafi leikið með þeim og það lið sem nú leikur fyrir Þrótt er skipað að mestu leyti öðrum leikmönnum en léku með þeim í 1. deild sumarið 1980. Það er álit margra að Þróttarliðið komi til með að spjara sig vel í 1. deildinni, það leiki skemmtilega knatt- spymu sem hefur skilað góður árangri. Eftir leikinn í gærkvöldi hafa Þrótt- arar hlotið 24 stig í 2. deildinni og næsta lið kemur 5 stigum á eftir þeim, en það er Þór Akureyri sem hefur 19 stig. Það er mjög líklegt að þeir fylgi Þrótti upp í 1. deild, enda þótt það sé kannski full snemmt að spá nokkru um það að svo stöddu. Að lokum. Til hamingju Þróttarar.l sh Bikarkeppni 2. deild Austfirðingar og Eyfirðingar sigursælir á Akureyri ■ Eins og fram kom hér í blaðinu á þriðjudag var bikarkeppni 2. deildar haldin á Akureyri um helgina. Við birtum þá markverðustu tíðindi úr keppninni, en hér á eftir látum við fylgja sigurvegara í öllum greinum í keppninni á Akureyri. 200 metra hlaup karla: Egill Eiðsson UÍA 22,7 sek. 100 metra hlaup kvenna: Kristín Halldórsdóttir KA 12,0 sek. kúluvarp karla: Pétur Pétursson UÍA 14,43 m. spjótkast kvenna: María Guðnadóttir HSH 36,82 m. 800 metra hlaup karla: GuðmundurSkúlasonUÍA 2:08,9mín. kúluvarp kvenna: Helga Unnarsdóttir UÍA 11,41 m. langstökk karla: Eiga dómar- arnir sökina? ■ Menn hafa á síðum blaðanna nú í sumar reynt að leita skýringar á minnkandi gengi knattspymunnar hér á landi, sem kemur fram í minnkandi áhorfendafjölda og minni áhuga á knattspyrnunni. Sumir segja að félögin leiki leiðinlega knattspymu og þess vegna komi fólk ekki á völlinn. Aðrir halda því fram að hún sé alls ekki eins slæm eins og hún virðist, eigi eitthvað mark að vera takandi á dagblöðunum. En ein skýring hefur komið fram, sem telst vera mjög athyglisverð og verð skoðnar, að minnsta kosti miðað við reynslu undirritaðs. Leikmenn ónefnds félags hér á landi halda því fram að dómgæslan eigi verulega sök á litlu gengi knattspyrnunn- ar. Þeir álíta að varnarmenn komist upp með óþarflega fastan og grófan leik, án þess að við það séu gerðar athugasemdir sem mark sé tekið á. Gult spjald sé reyndar sýnt, en svo ekki söguna meir. Þeir taka dæmi af einun) leik sem leikinn var ekki alls fyrir löngu. í fyrri hálfleik þessa leiks voru tveir af sóknarmönnum þeirra tæklaðir gróflega 16 sinnum í fyrri hálfleiknum einum, en í seinni hálfleik náti leikurinn haldið áfram. Varnarmennirnir, sem voru yfirleitt hinir sömu fengu gult spjald í fyrri hálfleiknum, en svo ekki söguna meir. Getur verið að þetta sé marktæk skýring á fækkun áhorfenda. Góðir sóknarleikmenn fái ekki ráðrúm til að sýna sínar bestu hliðar fyrir hörðum vamarleikmönnum? Það kann að vera og það er a.m.k. ástæða fyrir dómara að hugsa sinn gang. Spjöldin eiga ekki að notast eingöngu fyrir kjaftbrúk, heldur fyrst og fremst á gróf brot. Svo kann að fara, að nauðsynlegt reynist að nota þau í þeim tilfellum að menn séu ítrekað að rífa kjaft, en það skaðar engan verulega. Hitt getur skaðað menn ef þeir eru mikinn hluta sumars úr leik vegna meiðsla sem eiga sér stað í hörðum leikjum sem dómararnir hafa ekki nógu gott vald á. En í framhaldi af þessari umræðu má geta þess, að það er víðar en á íslandi sem áhorfendum fækkar á knattspyrnu völlum. í Englandi varð á síðasta ári 8% fækkun áhorfenda og mikil fækkun hefur einnig orðið í Þýskalandi, en þar telja margir að sé leikin besta knattspyma í Evrópu í dag. Það er því víðar við vanda að glíma, en það er staðreynd, að eigi íþróttir að geta þrifist hér á landi verða að vera áhorfendur. sh Guðmundur Sigurðsson UMSE 6,74 m. 400 metra hlaup kvenna: Valdís Hallgrínisdóttir UMSE 59,7 sek. hástökk kvenna: María Guðnadóttir HSH 1,68 m. spjótkast karla: Sigurður Matthíasson UMSE 59,24 m. 3000 metra hlaup karla: Einar Sigurðsson UMSK 9:25,5 mín. 1500 metra hlaup kvenna: Hrönn Guðmundsdóttir UMSK 4:55,3 mín. hástökk karla: Stefán Friðleifsson UÍA 1,98 m 4 x 100 metra hlaup kvenna: SveitUMSE 51,0 sek. 4 x 100 metra hlaup karla: Sveit UÍA 46,0 sek. 100 metra grindahlaup kvenna: Valdís HallgrímsdóttirUMSE 15,5 sek. 110 metra grindahlaup karla: Gísli Sigurðsson UMSS 16,0 sek. kringlukast karla: Sigurður Matthíasson UMSE 39,24 m. 1500 metra hlaup karla: GuðmundurSkúlasonUÍA 4:12,Omín. Stangarstökk: Gísli Sigurðsson UMSS 3,90 m. þrístökk: GuðmundurSigurðssonUMSE 13,97 m 100 metra hlaup karla: Egill Eiðsson UÍA 11,2 sek. 800 metra hlaup kvenna: Hrönn Guðmundsdóttir UMSK 2:21,8 mín. kringlukast kvenna: Helga Unnarsdóttir UÍA 37,14 m. 400 metra hlaup karla: Egill Eiðsson UÍA 49,7 sek. langstökk kvenna: Kristín Halldórsdóttir KA 5,39 m. 5000 metra hlaup karla: GunnarSnorrasonUMSK 16:37,0 mín. 200 metra hlaup kvenna: Kristín Halldórsdóttir KA 25,7 sek. 1000 metra boðhlaup karla: Sveit UÍA 2:01,0 mín. 1000 metra boðhlaup kvenna: Sveit UMSE 2:20,8 mín. Úrslit mótsins í stigum talið urðu: 1. UÍA 137,5 stig 2. UMSE 135 stig 3. UMSK 118,5 stig 4. HSH 93,5 stig 5. UMSS 78,5 stig 6. KA 42 stig. Mjög mikil keppni var á milli tveggja efstu liða um 1. sætið í keppninni en þau munu bæði keppa í 1. deild í næstu bikarkeppni og koma þar í stað Ármanns og Borgfirðinga. 1. deild íkvöld ■ í kvöld verða háðir tveir mjög mikilvægir leikir í 1. deildinni í knattspyrnu. Annars vegar mætast Kefivíkingar og Vestmannaeyingar í Keflavík. Þar mætast tvö lið, sem oft hafa háð harða hildi og úrslit leikja þeirra hafa verið á ýmsa vegu. Vest- mannaeyingar sigla um miðja deild. Þeir eiga mjög takmarkaða möguieika á meistaratitli, en gætu komið til með að setja strik í reikninginn í baráttunni um 2. sætið. ■ Lið ÍBK hugsar nú fyrst og fremst um að tryggja sæti sitt í deildinni og gæti sigur gegn Eyjamönn- um í kvöld haft mikil áhrif í þá átt. En því má ekki gleyma, að Keflvíkingar eiga fyrir höndum bíkarúrslitaleik á sunnudaginn og því má segja, að óvenju mikið sé um að vera hjá þeim þessa dagana. Hinn leikurinn fer fram á Laugar- dalsvelli og þar leika Víkingur og Fram. Sigri Víkingur má segja að með því nánast tryggi þeir sér íslands- meistaratitilinn, nema eitthvað sérstakt og alveg óvænt fari að gerast. Framliðið cr í mjög harðri fallbaráttu og sigur í kvöld gæti orðið þeim mjög mikilvægur áfangi, en tapi þeir er staða þeir vægast sagt döpur. Báðir þessir leikir í kvöld hefjast klukkan 19.00. sh Kidda Björns vegnar vel f Noregi ■ Þ*r fréttir berast frá Noregi að Kristinn Björnsson sem lék hér á landi með Val og ÍA um nokkurra ára bil geri það gott þar í landi. Hann leikur með 2. deildarliði þar í landi og skorar grimmt og er að margra mati einn besti leikmaðurinn í 2. deildinni norsku. Engir grasvellir til ■ Mótanefnd KSÍ hefur að undan- förnu verið að leíta að velli, þar sem fram getur farið úrslitaleikur í íslandsmóti eldri flokks, sem fyrir- bugaður er á laugardaginn. En þar stendur hnífurinn í kúnni að ekki er mögulegt að fá inni á Laugardalsvöll- unum þremur, Melavöllurinn er upptekinn vegna mikillar rokkhátíð- ar og hefur athygli manna því beinst að Háskólavellinum. Þykir það ekki glæstur kostur og skammarlegt að ekki skuli vera hægt að leika örfáa úrshtaleiki á grasi hér í Reykjavík. Nýr grasvöllur í Keflavík ■ í Keflavík hefur verið gerður nýr grasknattspyrnuvöUur, sem fyrst og fremst er hugsaður sem æfmgavöllur tU að minnka álagið af aðalveUinum i bænum. Þar hefur 1. deUdarlið ÍBK æft í sumar og þar var einnig leikið í úrslitakeppni 5. flokks sem Keflvík- ingar stóðu fyrir af miklum myndar- skap á dögunum. Tenniskappinn var kærdur ■ Fyrir skömmu var hér í „molun- um“ sagt frá danska tennismeistaran- um Lars Elvström og árangri hans í keppni. Einnig greindum við frá' framkomu kappans gagnvart yfir- völdum mótsins og virðist hún nú vera að draga dilk á eftir sér. Kappinn hefur sem sé verið kærður fyrir danska tennissambandinu og álíta menn ástæðu til að honum verði refsað af fullri hörku, því það sé ekki til fyrirmyndar að menn geti komist upp með framkomu eins og hann viðhefur. Fannst hann ekki vera nógu gódur ■ Hér á landi hafa menn oft keppt að þátttöku i stórmótum erlendis og hafi þeir náð lágmarksárangri, hafa þeir ofl á tiðum farið, en hafa sjálflr og raunar allir sem málið snertir vitað að þó þeir hafi náð slíkum árangri einu sinni þá væru þeir alls ekki tUbúnir tU að ná tilskUdum árangri í viðkomandi keppni. Ungur danskur spjótkastari náði lágmarki sem sett var til þátttöku í keppni á Evrópumeistaramótinu og töldu menn líklegast að bann væri tilbúinn til að fara i slíka ferð. En íþróttamaðurinn álcit, að þó hann hafl einu sinni getað kastað umbeðna vegalengd, þá vissi hann, að það væri ails ekki víst að hann gæti endurtekið þann árangur sinn á Evrópumeistara- mótinu og vUdi ekki fara. Slæm byrjun með nýja félaginu ■ Belgiski landsliðsmarkvörðurinn sem nú leikur með Bayern Munchen og heitir Pfaff byrjaði ferU sinn með nýja félaginu hreint ekki glæsUega. Þannig var að í fyrsta leiknum í - Bundesligunni fengu andstæðingam- ir frá Bremen innkast, það var kastað langt inn og alla leið inn að marki og þar rak markvörðurinn frægi fing- uma í knöttinn og síðan fór -knötturinn beina leið t netið. Og fyrir bragðið missti Bayern dýrmætt stig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.