Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 9
■ Skyldu margir kjósendur láta snúast við lestur veggspjaiaa sxnsicu stjoramaiatloutanna? Olof Feldt f.v. viðskiptaráðherra, en honum er ætlaður sá stóll sem Gunnar Stráng var vanur að sitja á, þ.e. stóll fjármálaráðherra, og Svante Lundkvist sem væntanlega tæki á ný við land- búnaðarráðuneytinu. ■ „Okkar ráð gegn atvinnuleysinu er aukin opinber fjárfesting" segir Olof Palme. vinna en fannst einhverra hluta vegna ekki hagkvæmt að sækja um vinnu. í þessum sama mánuði voru 84.000 manns í hlutastarfi vegna þess að heilsdagsstarf fékkst ekki. Samkvæmt þessum tölum sænsku hagstofunnar voru 300.000 vinnufærir Svíar að hluta til eða alveg utan vinnumarkaðarins í júlí. Tala þeirra sem enga atvinnu hafa, þ.e. 133.000 er sú hæsta frá stríðslokum og búist er við að hún eigi enn eftir að hækka ef ekkert verður að gert. Viðbrögð stjórnmálaforingjanna við þessum slæmu tíðindum voru á einn veg. Formaður Sósíaldemókrata Olof Palme sagði það mikilvægasta verkefni sósial- demókratiskrar stjórnar að auka eftir- spurnina eftir vinnuafli. Að hans mati er læknisráðið að auka opinbera fjár- festingu t.d. á sviði samgöngumála og orkumála. Ennfremur að hækka fjár- veitingar til AMS, en til þess ráðs hefur stjórnin raunar nú þegar lofað að grípa ef ástandið versnar. Lyfseðill Hægfara- flokksins hljóðar upp á skattalækkun sem að mati flokksins leiðir til aukinna umsvifa atvinnurekenda á vinnumarkað- num. Þrælkunarbúðir í Laos Annað mál sem skaut upp kollinum í vikunni varðaði sænsku þróunaraðstoð- ina sem er ein af rósunum í hnappagati Þjóðarflokksins. Innan ríkisstjórnar- innar hefur flokkurinn barist hatramlega gegn því að aðstoð Svíþjóðar við þróunarlöndin væri skorin niður eins og svo margir aðrir liðir sænsku fjárlag- anna. Það kom því eins og köld vatnsgusa þegar formaður Hægfara- flokksins Ulf Adelsohn staðhæfði í kosningaræðu að þróunarhjálpinni væri m.a. varið til reksturs þrælkunarbúða í Laos. Eins og vænta mátti brást Ola Ullsten utanríkisráðherra og formaður Þjóðarflokksins ókvæða við og krafðist þess að Adelsohn legði spilin á borðið og rökstyddi mál sitt. Þegar þetta er skrifað hefur Adelsohn lítið látið frá sér heyra um þetta mál. Hins vegar birtist í Dagens nyheter viðtal við Börje Ljunggren framkvæmdastjóra Asíu- deildar Sænsku þróunarstofnunarinnar um þrælabúðamálið. í viðtalinu vísaði Lunggren ásökunum Adelsohns á bug. Taldi hann þær lið í tilraunum til að koma í veg fyrir aðstoð Svía við félagshyggjusinnaðar ríkisstjórnir í þriðja heiminum. Bollaleggingar um væntanlega ríkisstjórn Vangaveltur og bollaleggingar um hugsanlegt stjórnarmynstur er fastur liður í frásögnum fréttamanna af íslenskri kosningabaráttu. í Svíþjóð hefur þessu verið á nokkuð annan veg farið. Allt frá lokum samstarfs Sósial- demókrata og Miðflokksins 1957 sem mótaðist af flokksforingjunum Tage Erlander og Gunnari Hedlund hafa í rauninni einungis verið tveir valkostir. Annars vegar sósialísk stjórn og hins vegar borgaraleg. Aðrir möugleikar hafa ekki verið til umræðu. Dæmi um boilaleggingar af þessu tagi er grein í Aftonbladet í dag 20. ágúst. í henni er gengið út frá því að Sósialdemókratar (og Vpk?) vinni kosningarnar og dundar greinarhöfundur sér við að stilla upp væntanlegri ríkisstjóm Palmes. Meðal nafna sem hann nefnir auk Olof Palme eru fyrrverandi ráðherrar úr stjórn Sósialdemókrata 1973-76, t.d. Ingvar Carlsson f.v. húsnæðisráðherra, Kjell- Samstarf Sósialdemókrata og miðflokkanna í útbreiddasta morgunblaði Svíþjóðar Dagens nyheter, sænska útvarpinu og fleiri fjölmiðlum hefur síðustu dagana óvenju mikið borið á því að frétta- skýrendur velti fyrir sér öðrum mögu- leikum en þeim tveim sem áður voru nefndir. Það sem hefur gefið bolla- leggingum af þessu tagi byr undir báða vængi eru annars vegar hættan á að Vpk hljóti ekki 4% atkvæða sem er nauðsynlegt til að fá þingmenn kjöma og hins vegar ummæli Carl Lindbom sendiherra Svíþjóðar í Frakklandi og fyrrverandi ráðherra í stjóm Sósial- demókrata, um nauðsyn myndunar sterkrar stjómar sem valdi því verkefni að leysa aðsteðjandi vandamál Svía. Það stjórnarmynstur sem Lindbom stingur upp á er samsteypustjórn Sósialdemókrata og miðflokkanna, þ.e. Miðflokksins og Þjóðarflokksins. Um- mælin hafa litlar undirtektir fengið í herbúðum flokksbræðra Lindboms. Þannig hefur framkvæmdastjóri Sósial- demókrata Sten Andersson vísað hug- myndinni á bug með þeim orðum að í núverandi stöðu skorti allar politískar forsendur fyrir slíku samstarfl. í því sambandi á hann einkum við tillögur Sósialdemókrata um stofnun launþega- sjóða sem einn helsta þránd í Götu þess háttar starfsemi. Ef Sósialdemókratar og Vpk fá þingmeirihluta eins og allt bendir til er málið einfalt. En ef þessir flokkar bíða lægri hlut gæti dæmið breyst og aðrar politískar aðstæður skapast. Ekki er útilokað að Sósialdemókratar myndu túlka kosningaósigur á þann veg að kjósendur hefðu hafnað tillögunum um launþegasjóði. Ef slík túlkun yrði ofan á myndu launþegasjóðshugmyndirnar verða lagðar til hliðar a.m.k. í bili. Ef það gerðist væru fyrir hendi þær politísku forsendur sem Sten Andersson finnst nú vanta fyrir stjómarsamvinnu Sósialdemókrata og Miðflokkanna. Þess má geta að varaformaður Miðflokksins Olof Johannsson hefur viðrað svipaða uppástungu og Carl Lindbom. Uppsölum, 20. ágúst 1982. ■ Ulf Adelsohn formaður Hægfara- flokksins, staðhæfði í kosningaræðu að þróunaraðstoðinni væri m.a. varið í rekstur þrælkunarbúða í Laos. menningarmál Heimsmyndir Jóns f rá Pálmholti Bókaútgáfan Letur. Heimsmyndir Ijóð, eftir Jón frá Pálmholti. 64 síður ■ Það er nú senn liðinn aldarfjórðung- ur síðan Jón frá Pálmholti gaf út sína fyrstu bók. Ókomnir dagar hét hún. Heimsmyndir er tíunda bók höfundar. Og þótt sumar bækur hans séu skáldsögur, þá held ég, að flestir telji hann með ljóðskáldum. En það að yrkja kvæði og gefa út nú á dögum er einhver örðugasta búgrein er menn stunda innan bókmenntanna. Alveg sama hvort menn yrkja vel eða illa. Þetta tjáningarform virðist nefnilega aðeins eiga erindi við örfáa neftóbaksmenn t' hópi lesenda. Eldra fólk vill hafa kenningar og vandað rím, og að kveðið sé dýrt, en unga fólkið vill ekki hafa nein skáld að því er virðist. Ekki í bókum að minnsta kosti. Ekki veit ég hvers vegna ljóðið er á þessu stöðuga undanhaldi, eða er öllu heldur að breytast í sérgrein, sem örfáir menn leggja stund á, ýmist sem lesendur eða skáld. Því í ljóðinu er einmitt oft að finna margt það í heimsmyndinni, sem hvergi er túlkað á öðrum stöðum, nema ef vera kynni í myndlistinni. í ljóðinu rís mannleg andagift líklega hæst í svonefndum bókmenntum. Ljóð- ið hefur þá sérstöðu, þegar best lætur, að vera ekki aðeins til í hillu í skáp, heldur ganga menn með það inn á sér og gleyma því aldrei, en þar er einmitt hin rétta hilla fyrir ljóðið. Og jafnvel þótt aðeins brot úr kvæði, eða ein lína, komist í hjarta manns, þá hefur verið rétt að staðið. ■ Jón frá Pálmholti. Jón frá Pálmholti Ég hygg að Jón frá Pálmholti hafi nú ekki verið of hátt metinn sem skáld og bókmenntamaður. Hann er ef til vill kunnari um þessar mundir fyrir baráttu sína fyrir leiguliða nútímans. Fólk sem ekki býr í eigin húsnæði, og á svefnstað sinn og vistarverur undir öðrum, rétt eins og landsetar eða leiguliðar á íslandi hafa átt um aldir. Rétturinn takmarkaður, og undir högg að sækja. Forysta ljóðskáldsins í málefnum þessa fólks hefur vakið þjóðarathygli og réttur manna er nú meiri, en áður var. Það kann að vera, að svona dægur- vafstur eigi ekki heima í umfjöllun um bók. En ef betur er að gáð, skiptir það máli. Vond vinna, mikið aukastarf fyrir þá sem höllum fæti standa, hljóta að setja mark sitt á afköst og tíma til bókmenntastarfa. Og í þessu samhengi má ef til vill skoða hug skáldsins í prósaljóðinu Hugsanir mínar, en það er svona: „Þegar ég halla mér útaf og leyfi hugsunum mínum ad fara á kreik, taka þœr að fijúga án hvíldar úlfyrir þetta herbergi, útfyrir veggi þessa húss og kannski meðfram veggjum nœstu húsa og alla leið upp til skýjanna. Þaðan renna þter sér gjarnan lil jarðar aftur og þá rœður hending ein hvar þœr lenda. Hugsanir mínar eiga líka til að setjast að í ókunnu landi, ofvaxinni borg eða ræktaðri sveit. Fyrir kemur að þœr hafna í verksmiðju og nema staðar við fœriböndin eða tölvutakkana og kannski fylgja þœr verksmiðjufólkinu heim, ef til vill með viðkomu á kránni. Þœreiga líka til að heimsœkja ríka fólkið og þeim þykir fróðlegt að athuga mismuninn. En stundum koma hugsanir mínar ekki aftur, en halda þess í stað áfram í átt til stjarnanna og týnast þar á hinum fjarlægu útvegum óranna. Kannski lifa þœr sjálfstæðu lífi þarna úti? Ég veit ekki. “ Ljóðin Jón frá Pálmholti skiptir þessari bók í þrjá kafla, er bera heitið Nóttin brennir stjöraum, Slitur úr gamalli bók og Fuglamir fljúga heim. Fyrsti kaflinn er sambland af náttúru- fræði og heimspeki. Það eru nokkur kuldaköst í þessum kvæðum: „Kaldur stígurinn", „Kuldatíðin er ströng". En svona er sveitasæla líka. Besta kvæðið í þessum kafla fannst mér vera Leit: Ár éftir ár eltir þú draum þinn eins og skugga hljóðlaust reynir þú að rekja slóð hans í rökkri sem í björtu eftir veginum langa sem þú veist ekki hvert liggur. Besti hluti bókarinnar finnst mér verða miðhlutinn, sem ber nafnið Slitur úr gamalli bók, eins og fram kemur hér að framan. Myndirnar eru einfaldar og oft áhrifamiklar, en á hinn bóginn er margt að finna í síðasta kaflanum, sem ef til vill er ljóðrænastur. Þar er kvæðið Tími er hljóðar svo: „Tré sem hljótt á grundu grær gras á engi morgunblœr. Margt er það sem myrkrið á og marardjúpin sólarblá. Stjörnugeimur stóri sær stundin er komin og liðin hjá. “ Það kann að vera að endar nái ekki alvcg saman í þessari síðustu ljóðabók Jóns frá Pálmholti, því kvæðin virðast dálítið misjöfn að gæðum. En það er auðvitað einkamál, hvað menn kjósa að gefa út. En ef metið er út frá hinum besta, einvörðungu, er það ljóst að Jón frá Pálmholti á þegar öruggt sæti á skáldbekk. f Jónas Guðmundsson skrifar um bókmenntir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.