Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982 li'JÍJ'íí Hlutlaus aðili skoðar Ikarus - „Vafasamt aðþettaflokkist und- ir starfssvið Bifreiðaeftirlitsins” ■ „Stjórn SVR samþykkti á fundi sínum 13. ágúst að fela hlutlausum aðila að rannsaka sannleiksgildi þeirra ásak- ana, sem fram koma í viðtali við stjómarformann SVK í Þjóðviljanum þann sama dag,“ sagði Eiríkur Ásgeirs- son forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur í viðtali við Tímann. Ásakanir þær sem um er rætt eru á þá leið að hinir þrír margumtöluðu Ikarus- vagnar SVR séu í vanhirðu og ekki gangfærir. Eiríkur upplýsti að það hefði orðið að munnlegu samkomulagi í stjórninni að fá tvo menn frá Bifreiða- eftirliti ríkisins til að gera þessa skoðun. Hann sagði einnig að hann hefði skrifað Guðna Karlssyni forstjóra Bifreiðaeftir- litsins bréf, þar sem hann óskaði eftir að hann skipaði tvo starfsmenn sína til verksins. Guðni Karlsson forstjóri er í sumarfríi um þessar mundir, en staðgengill hans, Ragnar Jónsson sagðist ekki yita til að menn hefðu verið settir í þetta verk, en Guðni mundi annast þetta mál sjálfur, þegar hann kæmi úr fríinu. Ragnar taldi vafasamt að Guðni liti svo á að þetta tiltekna verk flokkaðist undir starfssvið Bifreiðaeftirlitsins, og því væri vafasamt að beiðni SVR verði sinnt, og sér í lagi nú, meðan sumarleyfi standa yfir og yfrið nóg að gera í stofnuninni. Þannig virðast raunir SVR af Ikarusi alls ekki á enda. SV VAKA Á VEGI Á NÓTTU SEM DEGI Oerlikon svetsning Komiö og sjáið það nýjasta: Nýju Oerlikon rafsuðu-byssur eru með innbyggðum reyksugum sem samanstendur af RA100 ryksugu með síu, sem hreinsar •'reykinn algjörlega. Ekkert hitatap út af vinnustað. Rafsuðu-transarar Co-2 rafs. vélar. Vélar sem þola mjög mikið vinnu- álag. Oerlikon kynntir á íslandi Skips- og svejeingeenör Flemming Viskum Svejsemester Svend Due, kynna. Framleiðslu og kynning verður hjá J. Hinrikss'on, Súðavogi 4, laugardaginn 28. n.k. kl. 9.00 til 16.00. Germp tilboft i aft sækja bila hvert á land sem er. Simi 33700, Reykjavik. IKARUSVAGNAR SVR ERU I MEGNUSTU VANHIRDU — segir Sveinn Aðalsteinsson hjáSamaflsf. ■ „Bæði Samafl og hinn eriendi fulltrúi seljenda hafa haft miklar og vaxandi áhyggjur af meðferð og um- gengni um Ikarusvagna SVR,“ sagði Sveinn Aðalsteinsson hjá Samafl, um- boðinu fyrir Ikarus, þegar Tíminn leitaði umsagnar hans á ummælum borgar- stjóra í blaðinu í gær, þar sem hann fullyrðir að vel hafi verið farið með Ikarus hjá SVR. Sveinn sagði að svo langt hefði gengið að SVR hefði verið tilkynnt bréflega að ef ekki yrði ráðin bót á meðferðinni, félli ábyrgðin á vögnunum niður. „Davíð Oddsson, borgarstjóri lætur hafa eftir sér stórar yfirlýsingar um Ikarus vagna SVR“, sagði Sveinn. „Um miðjan júlí sl., er eftir honum haft að vagnamir hafi reynst illa og það yrði ákaflega merkilegur dómur yfir þessum vagnakaupum, ef enginn kaupandi fyndist á frjálsum markaði. Borgarstjóri fullyrðir m.ö.o. að í landi þar sem 3 strætisvagnafyrirtæki em og þar af eitt þeirra, þ.e.a.s. SVR með yfir 90% vagnakostsins, sé til frjáls markaður fyrir lítt notaða strætisvagna, að ekki sé talað um hvemig að söluundirbúningn- um hefur verið staðið, en eins og aílir sem fylgst hafa með þessu máli vita, hafa þessir vagnar miskunnarlaust verið bomir út af ákveðnum aðilum. í gær er síðan haft eftir Davíð Oddssyni í Tímanum, vegna yfirlýsingar fulltrúa SVK um vanhirðu vagnanna, að ekki væri rétt að illa hefði verið farið með Ikarusvagna SVR og þar ber Davíð fyrir sig að hinn erlendi fulltrúi seljanda, sem hér er staðsettur hafi ekkert haft við viðhald og meðferð vagnanna að athuga. Upplýsingar sem þessar hlýtur Davíð að hafa frá forsvarsmönnum SVR, þar eð ekki hefur verið leitað eftir þeim frá umboðinu eða hinum erlenda fulltrúa. Það er með þessar upplýsingar eins og flest allt annað, sem frá SVR um Ikarus vagnana hefur komið, þ.e. þær eru einfaldlega rangar. Bæði umboðsaðili Ikarus á íslandi, Samafl, svo og hinn erlendi fulltrúi hafa haft miklar og vaxandi áhyggjur af meðferð og um- gengni um Ikarus vagna SVR. Það gekk svo langt að nú í vor var SVR skrifað bréf, þar sem lýst var yfir, að ef ekki yrði ráðin bót á, félli ábyrgðin á vögnunum niður. í stað þess að því er virðist hlakka yfir umsögn fulltrúa SVK, skyldi maður ætla að stæði borgarstjór- anum í Reykjavík nær að láta óhlut- dræga tæknimenn kanna hvernig á því standi að vagnamir séu í því ástandi, sem þeim er lýst, þ.e. nánast ógangfærir og hvort einhver tengsl geti verið milli þess og margyfirlýsts markmiðs ein- stakra starfsmanna SVR að eyðileggja Ikarus vagnana á mettíma. Ýmsir hafa orðið til að spyrja, hvers vegna Ikarus umboðið hafi ekki gert athugasemdir við fullyrðingar og róg- burð, gegn Ikarus vögnum sem haldið hefur verið nær stanslaust uppi allt frá því þessi vagnakaup voru ákveðin. Því er til að svara, að ávallt er matsatriði hvenær svara ber blaðagreinum, sem margar hverjar eru nafnlausar, eða skrifaðar af óábyrgum aðilum. En þegar nýkjörinn borgarstjóri lætur ítrekað hafa eftir sér strákslegar fullyrðingar, algerlega á skjön við raunveruleikann, verður ekki undan því vikist. Til þess að upplýsa lesendur um í hvemig stöðu umboðsaðilinn og hinir erlendu aðilar (framleiðandi/ seljandi) hafa verið, má geta þess að hingað til lands komu í maí sl. fulltrúar hinna erlendu aðila, til þess að fá upplýst, hvað ylli öllu þessu fjaðrafoki um Ikarus vagnana. Svör fulltrúa SVR vom þau að ekkert væri finnanlegt að Ikams vögnunum og blaðaskrif þau sem fram hefðu farið væm óviðkomandi SVR. Þegar gengið var á hann varðandi einstök atriði, sem fundið hefði verið að, vom svör hans þau, að lítt væri að marka yfirlýsingar bílstjóra SVR, þar eð þeir hefðu yfirleitt lítið vit á tæknihlið mála og afstaða þeirra því oft mjög lítt gmnduð. Á þessum sameiginlega fundi varð að samkomulagi að láta seljanda fá skriflegar upplýsingar, ef einhver vanda- mál kæmu upp sem leysa þyrfti og sem hinn erlendi tæknifulltrúi fyrirtækisins réði ekki við að lagfæra. Umboðinu er ekki kunnugt um að ein einasta skrifleg athugasemd hafi til þessa verið gerð. Að því er lýtur að þeirri fullyrðingu Davíðs Oddssonar, að með því að upplýsa um vanhirðu SVR Ikams vagnanna, sé verið að vega að verkstæð- ismönnum SVR, gerir hann sér greini- lega ekki ljóst, hverjir ráða hjá SVR. Starfsmenn verkstæðisins vinna sam- kvæmt boðum frá æðstu stjórnendum fyrirtækisins og það var alveg Ijóst frá upphafi, að fara átti öðmvísi að gagnvart Ikamsvögnunum en öðram SVR-vögnum. Ikamsvagnarnir voru keyptir gegn ráðum stjómendanna og þar með varð það metnaðarmál þeirra að sanna að ekkert fengi staðist í vali vagna, sem þeir hefðu ekki lagt blessun sína yfir fyrirfram. Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri SVR lýsti því yfir í blaði nú fyrir skömmu, að Ikaras vagnamir hafi verið keyptir gegn vilja stjómenda SVR, en verið hjá þeim til reynslu og vagnstjórarnir þegar kveðið upp sinn dóm. Að sjálfsögðu er ekki minnst á rekstrarhlið mála, enda virðist hún koma stjómendum SVR harla lítið við, nema að því er lýtur að því að, herja á um hærri fargjöld. Kostnaðarhliðin virðist aukaatriði á þeim bæ, enda er Borgarsjóður eða m.ö.o. skattborgarar Reykjavíkur ein- faldlega látnir greiða hallann hversu hár sem hann verður,“ sagði Sveinn Aðal- steinsson. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.