Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 6
Nýir bílar — Notaðir bílar
fréttir
T ‘
Leitiö
upplýsinga
ÞÚ KEMUR -
OG SEMUR
BÍLASALAN BUK s/f
SlÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK
S(MI: 86477
0,K: Rafsuðukaplar
úr áli og kopar.
Rafsuðuvír
Rafsuðufylgihlutir.
Fyrirliggjandi á gömlu verði FJALAR H.F. Ægisgötu 7
Sími1797576
Litlar líkur á ad rfkisstjórnin stöðvi
Seðlabankabygginguna:
„YROI K» GREHM
HJÍAR SKADABÆTUR”
— segir Ragnar Arnalds, fjármálarádherra
■ „Mörgum finnst ekki eðlilegt að
haldið sé áfram af krafti að eyða miklum
fjárhæðum í byggingu Seðlabankahúss.
Þar er nú hins vegar verið að vinna að
ákveðnum áfanga sem búið er að bjóða
út og sjálfsagt ekki hægt að hætta við
nema að greiddar yrðu háar skaðabætur.
Það mál þarf því að ákveða nánar,“
svaraði Ragnar Arnalds, fjármálaráð-
herra m.a. spurningu um hvort teknar
hafi verið ákvarðanir um frestun
einhverra ákveðinna opinberra bygg-
inga, vegna ákvæðis þar um í sambandi
við nýgerðar efnahagsaðgerðir.
Ragnar sagði enn ekki hafa verið
fjallað um þetta í einstökum atriðum.
„En það er alveg Ijóst að við munum
reyna að draga úr fjárfestingaráformum
og fjárfestingarútgjöldum ríkisins á
komandi ári, enda er það eitt af öðru
sem gert er til að laga efnahagslífið að
breyttum aðstæðum."
- HEI
Atvinna
Hitaveita Suðurnesja vill ráða til starfa
1. Laghentan mann, vanan pípulögnum.
2. Vélvirkja.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf,
sendist til Hitaveitu Suöurnesja, Brekkustíg 36,
230 Njarðvík fyrir 10. september 1982.
Hitaveita
Suóurnesja
*****
*AUPfBLaG „ " " ' °t
Át°)íuar. "***•
'"'"n !,,,
Q —uo oc ^
AfsJáttarkort 70%
Ges" Þessa „orts fáið þér
Aðeins so/ . .. °°MUS’ U^avegi 9, ° *' e'nní
e,ns S/o afslattur er af stærri i, ,
K°rti5 9i,dir 1 og september
AFSLÁTTAR
KORT
hafa veriö send út til félagsmanna
KRON.
. Kortin eru 7 talsins og gilda frá
25. ágúst til 16. desember.
Hægt er að ganga i félagið i öllum
verslunum KRON og á skrifstofu
félagsins, Laugavegi 91, þar sem
kortin eru afhent.
Nýir félagsmenn fá afsláttarkort.
KAUPFELAG REYKJAVÍKUR OG NAGRENNIS
íeiKinynuagcroariuauur:
Nemendaleikhúsid
vantar blúndur
■ Ný verslun, Vela, hefur opnað að
Týsgötu 8, og verður hún með á
boðstólum stóla og ýmis hjálpartæki
fyrir fatlaða auk ýmissa skrifstofustóla
frá Vermund Larsen og Sibast í
Danmörku.
Einnig er verslunin með borð, sem
má hækka og lækka, og henta því vel
fyrir börn á skólaaldri, en hjálpartækin
og borðin eru frá fyrirtækinu Ropox í
Danmörku.
Bæði er hægt að smíða hjálpartæki
eftir þörfum hvers og eins, eða sérpanta.
Eigandi verslunarinnar er Guðríður
Einarsdóttir.
Að Týsgötu 8 hefur einnig opnað
verslunin Stálstoð, sem hefur á boðstól-
um öll skrifstofuhúsgögn, svo sem
skrifborð, hillur, skápa , veggskilrúm,
vélritunar- og tölvuborð og biðstofu-
stóla.
Skilveggirnir eru hannaðir af Sigurði
Einarssyni eiganda Stálstoðar, og fram-
leiddir hjá fyrirtækinu, en skrifborðin og
biðstofuhúsgögnin eru framleidd hjá
húsgagnaverksmiðjunni Á. Guðmunds-
son.
-SVJ
■ Nemendaleikhús Leiklistarskóla
íslands er nú að hefja sitt sjötta leikár
og til að vinna' fyrsta verkefni
vetrarins hefur skólinn fengið gesti
frá Finnlandi. Eru það leikstjórinn
RITVA SIIKALA og leikmyndagerð-
armaðurinn PEKKA OJAMAA, sem
bæði hafa getið sér einstaklega gott
orð sem listamenn í heimalandi sínu.
Leikritið, sem þau setja á svið fyrir
Nemendaleikhúsið, heitir PRESTS-
FÓLKIÐ og er eftir finnsku skáldkon-
una MINNU CANTH, en við
uppsetninguna er notuð leikgerð
leikstjórans RITVU SIIKALA.
Fjallar leikritið um ungt fólk, sem
er í þann mund að rjúfa tengslin við
foreldrahúsin og gamla tímann og
móta sér eigin framtíð.
Innan um gamlar blúndur og
lasburða stóla eiga átökin í verkinu
sér stað. Sú er ástæðan fyrir því að
skólinn er nú á höttunum eftir öllum
þeim gardínum og blúndudúkum,
sem enginn hefur not fyrir lengur og
einnig gömlum stólum eða sófum,
sem mega muna sinn fífil fegri.
Þeim, sem gætu lagt skólanum til
lasna stóla og stórisa eða blúndudúka
einhvers konar, er bent á að hafa
samband við skrifstofuna í síma
25020.
■ Úr versluninni Velu, en hún hefur á boðstólum stóla og hjálpargögn fyrir fatlaða.
Tímamynd: GE
Tvær nýjar
verslanir hafa
á bodstólum
skrifstofuhús
gögn og
hjálpartæki
fyrir fatlaða
Verd á tækjabúnaði fyr
ir stálver óvenju lágt
■ „Vegna tímabundinna markaðsskil-
yrða er verð á tækjabúnaði (í stálverið)
óvenju lágt og greiðslukjör hagstæð. Því
er rétt að ráðast í framkvæmdir án tafar.
En til þess að svo megi verða þarf
Stálfélagið nú að safna rúmlega 20
millj.kr. í hlutafé“, segir m.a. í opnu
bréfi til áhugamanna frá stjórn Stál-
félagsins h.f.
Benda stjómarmenn á að slík upphæð
fengist t.d. með því að tíundi hver
einstaklingur legði fram 1.000 kr. sem
fjárfestingu í skynsamlegu þjóðþrifafyr-
irtæki. Stálverið segja stjómarmenn nú
kosta 140-150 miUj. króna.
Þá segir að félagið hafi nú ákveðið að
auka hlutafé sitt í 40 millj. króna og
bendir jafnframt á að samkvæmt lögum
um stálbræðslu geti ríkið gerst þátttak-
andi með allt að 40% hlutafjár.
Sem rök fyrir því að ráðist verði í
byggingu stálversins nú vitnar stjórnin
m.a. í nýja skýrslu Iðntæknistofnunar
þar sem fram komi að fyrirtækið ætti að
geta skilað 10.4-11,4% afkastavöxtum
við núverandi aðstæður. Er þá miðað við
13.000 tonna ársframleiðslu, meðalverð
bendistáls s.l. 4 ár og 15 ára afskrifta-
tíma verksmiðjunnar.
Félagið hefur sótt um heimild til að
taka skip á land til niðurrifs í
Straumsvíkurhöfn. En gert er ráð fyrir
að 10-20% þess brotajárns sem til fellur
næstu árin komi frá fiskiskipaflotanum.
Sjö skip eru nú þegar sögð til athugunar
hjá félaginu, en beðið sé eftir afstöðu
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar til málsins.
Stjórnarmenn Stálfélagsins minna á
að fyrir útflutt brotajárn fáist aðeins
10% af verði bendistáls, en heimaunnið
sé verðmætasköpunin 90-100% í formi
vinnulauna, skatta og hagnaðar auk
orkukaupa. Þá veiti Stálverið 70 manns
fasta vinnu, auk þess sem það spari um
60 millj. kr. í erlendum gjaldeyri.- HEI