Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.08.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 Skemmuvegi 20 • Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um allt land Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armiila 24 Sími 36510 Unglingaathvarfið við Tryggvagötu: mmm FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982 xB-rííSS’ fréttir Pósturinn hækkar ■ Ný gjaldskrá fyrir póst- þjónustu tekur gildi 1. september næstkomandi. Samkvæmt henni verður burðargjald bréfa af fyrsta þyngdarflokki (20 g) inn- anlands og til Norðurlanda 3.50 kr., til annarrra landa 4,00 kr. og flugburðargjald til landa utan Evrópu 7,00 kr. Burðargjald fyrir póst- kort og prent af fyrsta þyngdarflokki (20 g) verð- ur 3,00 kr. nema flugburð- argjald til landa utan Evr- ópu, sem verður 3,50 kr. Gjald fyrir gíróþjónustu verður 4,50 kr., fýrir al- mennar póstávísanir 8,00 kr., símapóstávísanir 36,50 kr. og póstkröfur 15,00 kr. (10,50 kr. ef um innborgun á póstgíróreikning er að ræða). Burðargjald böggla inn- anlands verður sem hér segir: 1 kg 17,00 kr., 3 kg 20,00 kr., 5 kg 31,00 kr., 10 kg 48,00 kr., 15 kg 70,00 kr., 20 kg 78,00 kr. Ábyrgðargjald verður 7.50 kr. og hraðboðagjald 16.50 kr. Blaöburöarbörn óskast Tímann vantar fólk til blaðburðar í eftirtalln hverfi: Reykjavík: Tunguvegur Selvogsgrunn Hofteigur Hraunteigur Wmmm Sfmi: 86300 „HEUHINGUR KRAKKANNA VERID IÍR BREIÐHOLTI” — „síöast liðin tvö ár”, segir Snjólaug Stefánsdóttir ■ „Athvarfíð er ætlað fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára sem eiga í erfíðleikum í skóla eða heimafyrir, eða í félaga- hópnum, en ekki svo alvarlegum að það þurfí að senda þá á einhverja sólar- hringsstofnun, eins og Unglingaheimili ríkisins“ sagði Snjólaug Stefáns- dóttir forstöðumaður Ung- lingaathvarfsins, sem stað- sett er að Tryggvagötu 4, í samtali við Tímann. Unglingaathvarfið var stofnað fyrir réttum fimm árum af samstarfsnefnd á vegum Æskulýðsráðs, Félagsmálaráðs og Fræðsluráðs, og rekið á þeirra vegum í þrjú ár, en þá tók Félagsmálaráð alfarið við rekstrinum. Á þessum fimm árum hafa á milli 40 og 50 krakkar notið aðstoðar athvarfsins. „Krökkunum er vísað hingað af sálfræðideild skóla, Félagsmálastofnun, Unglingaráðgjöfinni eða Útideild, og einnig leita margir krakkar til okkar sem hafa heyrt af staðnum, eða koma með kunningjum sínum. Við reynum að hafa sem mest samráð við heimili, skóla og tilvísunaraðila, og það má segja að það hafi yfirleitt gengið mjög vel. Unglingur- inn verður að samþykkja það sjálfur að koma hingað, og hann getur hætt þegar hann vill, en flestir eru hér eins lengi og þörf er talin á. Pað er líka mikið um það að við fáum krakka sem hafa verið á einhverjum sólarhringsstofnunum, og aðstoðum þá við að komast aftur út í lífið. -Hvaða starfsemi fer fram í at- hvarfinu? „Athvarfið er aðeins opið á kvöldin, þrjú kvöld í viku, og yfirleitt koma krakkarnir hingað uppúr fimm, þegar skólamir eru búnir, og eru hér til tíu eða ellefu. Við höldum fund einu sinni í viku, þar sem við komum saman og ræðum málin, og síðan vinnum við að ýmsum sameiginlegum verkefnum. Við aðstoðum krakkana við heimavinnuna, og við borðum saman öll kvöldin. Síðan förum við eitthvað út af staðnum í hverri viku, á bíó, í gönguferð, út að borða eða í leikhús, og síðan reynum við að sinna áhugamálum og gera sitthvað til skemmtunar." -Hvað eru unglingarnir að meðaltali lengi í athvarfinu? ■ Snjólaug Stefánsdóttir, forstöðumaður Unglingaathvarfsins að Tryggva- götu 4. Tímamynd G.E. „Að meðaltali sækja krakkarnir hing- að í sex mánuði, en það getur verið mun lengur eða skemur. Oft eru krakkarnir sem koma hingað í verulegum vandræð- um, eru að leiðast út í einhverja vitleysu, og við reynum að fylgjast vel með okkar krökkum eftir að þau eru farin héðan. Þau koma líka í heimsókn af og til, og margir fara á svokallaðan lausan samning í nokkra mánuði, þ.e. koma einu sinni í viku eða á hálfum mánuði eftir að hafa verið hér í einhvem tíma“ -Telur þú að unglingarnir hafi almennt gagn af dvölinni í athvarfinu? „Já ég tel það tvímælalaust. Eins og ég sagði, þá höfum við samband við krakkana sem hafa verið hérna og yfirleitt hefur þeim gengið vel að aðlagast þjóðfélaginu, og geta bjargað sér án utanaðkomandi hjálpar. Þetta athvarf annar að mestu leyti þörfinni í Reykjavík, en ég tel að það ætti að koma upp svona litlum athvörfum úti um bæinn, til dæmis er þörf á unglinga- athvarfi í Breiðholtinu, því síðustu tvö árin hefur um helmingur krakkanna hér verið úr Breiðholti, og það er langt fyrir þau að fara hingað niður í bæ. Stefnan ætti að vera að hafa meira af þessari aðstöðu, og þá í því formi sem hún er hér, en ekki í stórum stofnunum. Ég held að athvarf á stærð við þetta, þar sem við emm fjögur á kvöldin, og sálfræðingur í hlutastarfi, og á milli 6-8 krakkar eru á kvöldi, sé heppileg stærð.“ -Er nóg gert fyrir unglinga á höfuðborgarsvæðinu? „Nei, það vantar til dæmis tilfinnan- lega einhverja aðstöðu niður í miðbæ þar sem þeir geta komið saman og verið • á kvöldin og um helgar. Það er reyndar komið þetta diskótek, en það vantar aðstöðu þar sem yngri krakkarnir geta komið saman, og líka hreinlega til þess að leita skjóls í og koma saman. Það er löngu Ijóst að þau vilja hittast í miðbænum, og ég tel það eðlilegt og alls ekkert vandamál. Félagsmið- stöðvarnar gegna vel sínu hlutverki, en. þær loka, til þess að gera, frekar snemma, og þá fara krakkarnir niður á Hallærisplan, sérstaklega um helgar. Unglingar hafa rétt á fjölbreytilegri aðstöðu og skemmtistöðum við sitt hæfi, rétt eins og þeir sem eldri eru“. SVJ dropar „Frelsi að leiðarljósi” ■ Nú eru óðum að skýrast línur fyrir bókaflóðið sem skellur á með haustinu og stendur fram að jólum. Stjórn- málamenn af ýmsu tagi láta til sín taka á ritvellinum, og þegar hefur verið sagt frá ævisögu Alberts Guðmunds- sonar og skáldsögu Jóns Orms Halldórssonar. Dr. Gunnar Thoroddsen, forsxtisráðherra, Ixtur ekki sitt eftir liggja í þessum efnum, en cins og kunnugt er varð samtalsbók hans og Ólafs Ragnarssonar metsölubók fyr- ir síðustu jól. Nú undirbýr Bókaútgáfan Vaka nýja bók eftir dr. Gunnar sem hlotið hefur vinnuheitið „Frelsi að leiðarljósi“ að því er heimildir Dropa herraa. Hefur hún að geyma skoðanir hans á hinum ólfldegustu málum, auk sér- stakra hugðarefna, að viðbætt- um lýsingum á ýmsum sam- ferðamönnum, í gegnum hálfr- ar aldar tímabil. Er bókin tekin saman upp úr greinum, ræðu og ritgerðum, eftir dr. Gunnar, sem Ólafur Ragnars- son, útgefandi, hefur valið. Ráðherrann og dauðinn ■ Bókaútgáfan Vaka gefur einnig út þýdda erlenda skáld- sögu úr sænsku sem ber heitið „Ráðherrann og dauðinn“. Er hún eftir Bo nokkura Balder- son, sem gefið hefur út sex sakamálasögur í léttum dúr í Svíþjóð. Persónan Bo Balder- son á sér ekki stoð í raunveru- leikanum og er aðeins dulnefni hins eiginlega höfundar, sem ekki kýs að láta nafns síns getið Hafa getur verið leiddar að því hver hinn raunverulegi höf- undur bókanna er, og böndin þá ávallt borist að Olav Palme fyrrverandi forsætisráðherra Svía, sem líklegasta synda- sel , enda þykir höfundur- inn búa yfir ótrúlega mikilli vitneskju um myrkustu skúma- skot sænskra stjórasýslu. Það er Guðni Kolbeinsson sem snarað hefur bókinni yfir á íslensku, og þykir hann ná vel þeim húmor sem í henni er. En sem sagt Vaka hefur gefið út tvær bækur eftir forsætis- ráðherra í haust. Krummi ... sér að brennivínið er orðið svo dýrt eftir hækkunina í gær að menn hafa ekki lengur efhi á því að kaupa sér í soðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.