Tíminn - 31.08.1982, Blaðsíða 2
Ellefu ára
spastísk stúlka
í fjallgöngu
■ í áfangastað. Jesús Kristur Ijallanna hefur áreiðanlega tekið
vel á móti litlu stúlkunni og velgerðarmönnum hennar.
■ Cristina litla Rey var vön
að stara aðdáunarfull á snævi
þakta tinda Alpafjalla í fjar-
lægð. Hana dreymdi um að
kllfa þá, en áleit vonlaust, að
það ætti nokkum tíma fyrir sér
að liggja. Crístina, sem er 11
ára, er spastísk.
En þá varð það, að góður
maður, nágranni hennar í
úthverfi Crema á Norður-íta-
líu, varð til þess að láta þennan
draum hennar rætast. Sá heitir
Giancomo Marcarini, 34 ára
gamall þaulreyndur fjallagarp-
ur, sem hefur mikið unnið með
fötluðum bömum. Hann
spurði foreldra Cristinu, hvort
hann mætti taka hana með sér
upp á tind Ijallsins Monte
Rosa, í 4200 m hæð, til að sjá
styttuna Jesús Kristur fjall-
anna.
Cristina, sem vegur ekki
nema 45 kg. yrði bundin
vandlega á bak honum og 11
aðrir Ijallgöngumenn yrðu
með í förinni til að skiptast á
við hann um að bera Cristinu.
Foreldramir tóku boðinu feg-
ins hendi, og Cristina varð frá
sér numin af fögnuði.
Leiðangurinn var svo farinn
í maí í vor. Fyrsti áfangi var að
fara með togbraut upp í 2.200
m hæð. Þaðan urðu fjallgöngu-
mennimir að ganga og bera
Cristinu á bakinu. Að styttunni
var komið rétt upp úr hádegi
og þar var stansað í korter til
að gefa Cristinu tækifæri til að
taka myndir af ævintýrinu. Á
jörðu niðri var faðir hennar og
fylgdist með í gegnum kíki. -
Henni tókst það! Hún er
komin alla leið upp! hrópaði
hann og kona hans og bróðir
Cristinu, Damino, tóku þátt í
fagnaðarlátunum.
Þegar Cristina var aftur
komin niður af fjallinu, sagðist
henni svo frá: - í fyrstu var ég
hrædd. Hvað hefði gerst, ef
Giancomo hefði hrasað? En
þá fór ég að líta í kringum mig,
á skýin fyrir neðan okkur, á
ísinn og snjóinn og snarbratta
fjallstindana, hvert sem litið
var, gjámar. Þetta var stór-
kostlegra en orð fá lýst. Allir
skiptust á um að bera mig.
Þegar einn var orðinn þreytt-
ur, tók annar við. Þetta var svo
ægifagurt, að ég gat ekki stillt
mig um að æpa af hrifningu.
■ Fjallgöngumennimir skiptust á um að bera Cristinu.
■ Donna litla Cullen er 10 ára. Henni er strítt með útstandandi
eymnum hennar, og ætlar nú í skurðaðgerð.
Nú er hægt að ráða bót
á því vandamáli
■ Það má segja að þeir
séu í góðum félagsskap,
sem barma sér vegna
þess að útstæð eyru spilii
útliti þeirra. Má nefna
sem dæmi Karl Breta-
prins, sem hafði mjög
stór og útstæð eyru sem
barn, og sömuleiðis börn
Margrétar prinsessu,
Linley lávarður og Lady
Sarah Armstrong Jones,
en bæði Karl príns og
prinsessubömin fengu
bót á þessu áður en þau
vom komin á unglings-
aldurinn, en þá er þetta
mjög viðkvæmt mál. Svo
má nefna leikarann og
glæsimennið Clark Gab-
le, sem hafði mjög út-
standandi eyru og var
alla ævi afar viðkvæmur
fyrír því. Ljósmyndarar
reyndu alltaf að ná af
honum þannig myndum,
■ Warren Beatty sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af eyrunum,
hvort þau væru útstandandi eða ekki, - bara ef hann heyrði vel.
að ekki bærí mikið á
stóm eyrunum.
Nú á dögum er þetta
■ Clark Gable þótti bara karlmannlegur með sín stóru útstandandi eyru, en hann reyndi alltaf að
sitja þannig fyrir hjá Ijósmyndurum, að ekki bæri mikið á eyrunum.
■ Karl prins sem drengur með stóru eyrun og svo
aftur sem fullorðinn. - Aðgerðin á eyrunum tókst
ekki fullkomlega.
alveg sjálfsagt að láta
laga eyrun á barnsaldrí
ef þau em mjög áberandi
útstæð. Það getur kostað
stríðni skólafélaga og
mikil leiðindi hjá krökk-
um og unglingum, ef
ekkert er gert í málinu.
Útstandandi eyra em
sérstaklega áberandi hjá
bömum, því að eyran
era eiginlega alveg fuU-
vaxin þegar barnið er sex
ára og þá em stór eyrun
áberandi við bamsandlit-
ið. Sérstaklega þykir
áríðandi fyrir drengi að
láta laga á þeim eyran, ef
þau era áberandi Ijót, en
stelpur geta frekar hagað
hárgreiðslu sinni þannig,
að ekki þarf að bera á
eyrunum.
Enskur skurðlæknir
segir frá reynslu sinni af
ýmsum fegrunaraðgerð-
um í blaðaviðtaU. Þar
sagði hann um þessa
eyrna-aðgerð, að hún
tækist yfirleitt 100% vel,
en þó er eitt og eitt
tilfelli, þar sem ekki
tekst alveg að hemja
eyrun, og má sjá dæmi
um það á eyrum Karls
príns, þau era heldur
mikið útstæð enn þá, svo
aðgerðin hefur ekki al-
gjörlega heppnast á hon-
um sem bami, sagði
læknirinn.
ekki eins mikið mál að
fá eyrun löguð og var hér
áður fyrr, og nú þykir
EYRU
ÚTSTÆÐ