Tíminn - 31.08.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.08.1982, Blaðsíða 10
MUÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 fþróttir Umsjón: Sigurður Helgason ■ Hér ganga þeir Sigurður Lárusson og Sveinbjörn Hákonarson sigurreifir með sigurlaunin í bikarkeppninni, bikarinn eftirsótta. Sveinbjörn var besti leikmaður vallarins, að mati íþróttafréttaritara Tímans. Tímamynd: ARI. Skagamerm höfdu betur Jafntefli hjá stelpunum Góður árangur kvennalandsliðsins ■ Á laugardag léku íslenska kvenna- landsliðið í knattspyrnu landsleik gegn Norðmönnum og var leikið í Tönsberg í Noregi. Þetta var annar landsleikur íslenskra kvenna, sá fyrsti var háður í Kópavogi fyrir ári síðan gegn Skotum, sem sigruðu íslensku dömurnar með þremur mörkum gegn tveimur. Leiknum á laugardag Iauk hins vegar með jafntefli, bæði Iiðin skoruðu tvö mörk. Fyrsta mark leiksins skoraði Ásta B. Gunnlaugsdóttir, en norsku stúlkurn- ar jöfnuðu. Aftur komut íslensku dömurnar yfir er víti var dæmt á norska liðið. Brotið var á Laufeyju Sigurðar- dóttur í vítateig norska liðsins og átti dómarinn ekki annarra kosta völ, en að dæma vítaspymu, sem Rósa Valdimars- dóttir skoraði úr. Síðan jöfnuðu norsku stúlkumar með hörkuskoti langt utan af velli og það urðu lokatölurnar í leiknum. Þetta er mjög góður árangur hjá íslenska liðinu, þar sem norsku stúlkurnar em mjög sterkar og hafa ekki tapað leik á þessu ári. Ætti þessi árangur að vera gott vegarnesti í landsleikinn gegn Svíum, sem taldar em hafa á einu besta liði í Næsta verkefni ■ Landsleikur íslenska og norska kvennalandsliðsins sem leikinn var á laugardag er liður í Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu. Þar em þær í riðli með Norðmönnum, Svíum og Finnum. Næsti leikur í riðlinum verður leikinn á Kópavogsvelli gegn Svíum 9. september næstkomandi. Sænsku stúlkurnar em geysisterkar og til marks um það má geta þess að þær sigruðu finnsku stúlkurnar ekki alls fyrir löngu í Finnlandi með sex mörkum gegn engu. En árangur íslenska liðsins gegn Norðmönnum gefur tilefni til bjartsýni og hver veit nema að ísland sé á góðri leið með að verða stórveldi í kvennaknattspymu. ■ Ásta B. Gunnlaugsdóttir Evrópu á að skipa, en hann verður háður í Kópavogi 9. september. sh ■ Rósa Valdimarsdóttir Það voru Skagamenn sem höfðu betur í baráttunni um sigurlaunin í bikar- keppni KSÍ. f úrslitaleiknum á sunnu- daginn sigruðu þeir Keflvíkinga með tveimur mörkum gegn einu og að leik loknum fögnuði þeir öðrum bikarsigri sínum. Átta sinnum léku þeir úrslita- leik, án þess að vinna sigur, en nú í tvö síðustu skiptin hefur gæfan verið þeirra megin. Það kom í Ijós strax í upphafi leiksins á sunnudaginn, að bæði liðin ætluðu sér ekkert annað en sigur. Mikil barátta var áberandi og menn greinilega staðráðnir í, að gera út um leikinn strax í byrjun. Þrátt fyrir alla baráttuna sköpuðust engin afgerandi marktækifæri fyrr en á 13. mínútu, er Óli Þór Magnússon gaf góðan stungubolta inn fyrir vörn Skagamanna á Ragnar Margeirsson, en Davíð bjargaði meistaralega. Rétt áður hafði Davíðreyndar átt í erfiðleikum, misst frá sér knöttinn, cn Skagavörnin bjargaði málum. Skagamenn sóttu öllu meira í fyrri hálfleiknum, enda þótt Keflvíkingar sneru oft vörn í sókn, en þeim gekk illa að skapa sér marktækifæri. Á 19. mínútu tók Árni Sveinsson hornspyrnu, sendi knöttinn á Guðbjörn Tryggvason, sem skaut fram hjá. Rétt á eftir átti Sveinbjörn Hákonarson hörkuskot að marki Keflvíkinga, en rétt yfir þver- slána. Á 32. mínútu átti síðan Árni sendingu á Guðbjöm, en Þorsteinn Bjarnason var vel á verði. Og skömmu síðar skoruðu Keflvíkingar og það kom á óvart miðað við gang leiksins. Keflvíkingar voru með knöttinn úti á hægri kanti í barningi gegn ákveðinni vörn Skagamanna. Óli Þór náði að snúa á vörnina, renndi knettinum út fyrir teiginn á Sigurð Björgvinsson, sem sendi hann inn á Ragnar Margeirson sem var vel stað- settur í vítateig Skagamanna og af- greiddi knöttinn viðstöðulaust í netið og Davíð kom engum vörnum við. Glæsi- legt mark, sem kom þó á óvart eins og fyrr er sagt. Fram að leikhlénu sóttu Skagamenn ákaft. Sigurður Lárusson átti skot yfir mark Keflvíkinga eitt hnoð í vítateig ÍBK og síðan skallaði Guðbjörn yfir á 41. mínútu. Á 44. mínútu náði Sveinbjörn Hákonarson að senda háan knött inn í vítateig Keflvíkinga og þar var Sigþór Ómarsson sem skallaði laglega yfir Þorstein sem hljóp út á móti og þar kom Júlíus Pétur Ingólfsson á fleygiferð og skallaði í netið og jafnaði metin. Staðan 1-1 í hálfleik og mikið fjör í fyrri hálfleiknum. Undir lok hans höfðu George Kirby og þeir Karl Hermannsson og Marínó Einarsson mikið að gera við að hlúa að meiddum leikmönnum úr báðum liðum, því að oft var kappið heldur meira en forsjáin. Akurnesingar byrjuðu síðari hálf- leikinn eins og þeir höfðu endað þann fyrri, á að skora mark. í fyrsta upphlaupi sínu hljóp Sveinbjörn upp hægri kantinn og sendi vel fyrir mark Keflvíkinga og þar var Guðbjörn og nokkaði knettinum út á Árna Sveinsson sem sendi hann rakleiðis í bláhornið. Þorsteinn mark- vörður var ekki í nógu góðri aðstöðu til að sjá knöttinn og náði því ekki að koma til bjargar. Þar með hafði staðan breyst betur úr 0-1 í 2-1. Þetta mark, eins og raunar öll mörkin í þessum leik, var sérlega laglegt, allur undirbúningur nánast eftir bókinni og erfitt að skella skuldinni á varnarmenn ÍBK. Skaga- menn gerðu þetta einfaldlega vel, eins og Keflvíkingarnir nánast á sama stað í fyrri hálfleiknum. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum, en sóknin var mun kröftugri af hálfu Skagamanna. Svo virtist um tíma sem drægi dáiítið af Keflvíkingum, enda engin furða, þar sem þeir léku tvo erfiða leiki í vikunni fyrir úrlitaleikinn. Bestu færin áttu þeir Árni Sveinsson og Sveinbjörn. Þorsteinn varði frá Árna, en skot Sveinbjarnar hitti ekki markið. Árni átti í síðarnefnda tilfellinu snjalla sendingu á Sveinbjörn og var það sérlega gott tækifæri. Keflvíkingarnir áttu eiginlega engin afgerandi marktækifæri, enda þótt sókn þeirra þyngdist eftir því sem leið á leikinn. Þeir færðu varnarmenn framar og lögðu alla áherslu á að jafna. Það tókst þeim ekki og þegar Magnús dómari Pétursson flautaði til leiksloka var Ijóst, að „bikarinn“ færi á Skipa- skaga og miðað við gang leiksins var það ekki ósanngjarnt. Skagamenn léku betur, voru ákveðnari og það gerði gæfumuninn. Besti maður Skagamanna og besti leikmaðurinn á vellinum var án alls vafa Sveinbjörn Hákonarson. Hann lék sem tengiliður og var jafn virkur í varnar- leiknum og sóknarleiknum og það var ósjaldan sem hætta skapaðist af hans völdum. Það var mikill munur að sjá hann í þessum leik eða gegn Víkingi í undanúrslitum. Aðrir leikmenn í jöfnu Skagaliðinu voru Guðbjörn Tryggva- son, sem er mikill baráttumaðurog lætur ekki sinn hlut fyrr en í fulla hnefana. Árni Sveinsson átti góða spretti og af varnarmönnum var Sigurður Lárusson góður og einnig sýndi augljósar fram- farir á síðustu mánuðum. En í heildina tekið er ástæða til að hrósa Skagaliðinu fyrir góðan leik, það eina sem ég tel ástæðu til að setja út á, er hversu mjög Sigþór Ómarsson bremsar hraðann í leik liðsins, en á móti hefur hann marga góða kosti, sem gera hann ómetanlegan í leik liðsins. Keflavíkurliðið varð að þola ósigur í þessum leik, enda þótt leikmenn þess hefðu barist af krafti og leikið á köflum nokkuð vel. Þorsteinn varði vel og verður ekki sakaður um mörkin. Miðverðirnir voru sterkir, þeir Gísli Eyjólfsson og Ingiber. Rúnar Georgs- son varð meira áberandi sem tengiliður en bakvörður og sú staða hentar honum að öllum líkindum betur. Sigurður Björgvinsson og Einar Ásbjörn léku vel á miðjunni og Ragnar Margeirson sýndi og sannaði að hann á mikla framtíð fyrir sér í knattspyrnunni. Þá sé ég ástæðu til að geta Óla Þórs Magnússonar. Þar er mikið efni á ferð. Hann hefur góða boltameðferð og skilar knettinum vel frá sér. En það leyndi sér ekki, að hann gat ekki beitt sér að fullu vegna meiðsla sem hann hefur átt við að stríða að undanförnu. Dómarinn Magnús V. Pétursson dæmdi á sunnudag sinn síðasta stórleik í íslenskri knattspyrnu. Leikmenn ÍBK og fleiri aðilar úr knattspyrnuhreyfing- unni færði honum blóm í tilefni þeirra tímamóta. Magnús dæmdi þennan leik allvel og það er með góðri samvisku hægt að fullyrða að af honum verði sjónarsviptir á knattspyrnuvöllunum. Línuverðir voru Sævar Sigurðsson og Þorvarður Björnsson. sh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.