Tíminn - 31.08.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.08.1982, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 3 fréttir Vöruflutningasamningur Flying Tiger og Air India framlengdur um þrjá mánuði: „FRAMLENGINGIN KOM OKKUR MJÖG A ÓVARF — segir Einar Ólafsson, hjá Cargolux ■ Vöruflutningasamningurinn, milli bandarískra flugvélagsins Flying Tiger og indverska flugfélagsins Air India, hefur verið framlengdur um þrjá mánuði, frá 1. september til 1. desember. í þessum samningi eru Flugleiðir h/f nokkurs konar undirverktaki Flying ■ í Eyjafirði eru um 1.000 hektarar af jörðum bænda fáanlegir til skógræktar og bændur þar hafa áhuga á að leggja út í stórfellda skógrækt á svæðinu, og þá fyrst og fremst ræktun nytjaskóga, að því er fram kom á aðalfundi Skógræktar- félags íslands sem haldinn var á Akureyri um helgina. „Það hefur verið unnin hér í sumar merk áætlun um þessi mál. Forsendur fyrir héraðsskógrækt í Eyjafirði voru kynntar á fundinum, og um hana urðu miklar umræður. Við Eyfirðingar leggj- um mikla áherslu á að okkur verði gert kleift að ganga til samstarfs við bændasamtökin hér, sem sýnt hafa þessu máli mikinn áhuga“, sagði Hallgrímur Tiger. Félagið útvegar Flying Tiger flugmenn og flugvélstjóra á tvær DC 8 þotur, sem Air India leigir til vöru- flutninga, aðallega að og frá Indlandi. Um tuttugu Flugleiðamenn höfðu af þessum flutningum atvinnu s.l. vetur. Sem kunnugt er gerði Cargolux Air India tilboð um að taka að sér þessa Indriðason, framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga í samtali við blaðið. Hann beriti á að bændum sé nú uppálagt að draga saman bústofninn. Við það skapist töluverð landssvæði sem ekki verði nýtt á skynsamlegri hátt. Jafnframt myndi hugsanlega skapast með þessu ný atvinnutækifæri fyrir sveitafólk, sem við blasir að komi til með að vanta atvinnutækifæri í framtíðinni. „Já, auðvitað kostar nokkurt fé að koma þessu af stað, en ef við miðum t.d. við útflutningsbætur, þá væri það ekki nema brot af þeim kostnaði. Þetta fer því eftir við hvað við miðurn", sagði Hallgrímur. Hann kvað ekki neitt fastmótað ennþá hvaða kostnaðar- flutninga. Ef Air India tekur tilboði Cargolux, missa Flugleiðir h/f verkefni fyrir flugliðana tuttugu. „Framlenging samningsins kom okk- ur mjög á óvart,“ sagði Einar Ólafsson, forstjóri Cargolux í samtali við Tímann. „Við töldum okkur hafa öll tromp á hendi. Við gerðum mjög svipað tilboð skipting yrði lögð til grundvallar. En þetta yrði líklega á þann hátt að bændur legðu til landið auk þess að fá jafnframt einhvern styrk. Um 200 hektara land girt og tilbúið til og Flying Tiger, en okkar vélar eru mikið hagstæðari. Þær bera um tíu prósent meira en vélar Flying Tiger, þótt þær séu af sömu gerð.“ -Eruð þið þá alveg úr sögunni hvað þennan samning varðar? „Framlengingin rennur út 1. desem- ber og þá mun okkar tilboð standa. Við sjáum bara hvað setur," sagði Einar. Sjó. plöntunar sagði Hallgrímur þegar fyrir hendi. „Já, það er okkar draumur að hægt verði að hrinda þessu í framkvæmd sem allra fyrst“ HEI Meint ólögleg símaskrá sjálf- stæðismanna á Akureyri: MKrefjumst aðritid verdi gert upptækt” ■ „Póstur og sími hefur einkarétt á útgáfu nafnalista yfir handhafa fjarskiptatækja, sam- kvæmt fjarskiptalögunum,“ sagði Ársæll Magnússon umdæmisstjóri Pósts og síma á Norðurlandi, þegar Tíminn spurði hann um ástæður þess að Jón G. Sólnes þarf nú að svara til saka fyrir útgáfu meintrar ólöglegrar símaskrár. Hann bætti því við að símaskráin væri að öllu kostuð meo sölu auglýsinga, sem auk stæðu undir skrásetningu fyrir upplýsinga- símann 03. Pennan möguleika vill Póstur og sími ekki skerða, þar sem símnotendur þurfa ekki að greiða eina krónu fyrir símaskrána. -Hverju viljið þið ná með kærunni? „Við krefjumst þess að þetta rit, sem er símaskrá fyrir Akureyri og auglýsingar, ásamt einhverjum leiðbeiningum um hjálp í viðlögum, verði stöðvað og gert upptækt.“ -Er ekki búið að dreifa því, og þess vegna orðið of seint að stöðva það? „Jú, það held ég." -Er þá krafist refsingar yfir ábyrgðarmanni? „Málið er ekki komið á það stig ennþá," svaraði umdæmisstjórinn, en bætti síðan við að Jón G. Sólncs blandaðist ekki inn í þetta mál, nema sem skráður ábyrgðarmaður á ritinu. Bændur í Eyjafirði hafa áhuga á stórfelldri skógrækt: BJÓÐA FRAM EITT ÞÚSUND HEKTARA TIL SKÓGRÆKTAR (M) MOTOROLA Höfum nú til afgreiðslu strax hina viðurkenndu 100 watta Motorola SSB bílatalstöð fyrir tíðnisviðið 2 til 13,2 MHz. ■ Slökkviliðið í Rcykjavík var kvatt að Ijölbýlishúsi við írabakka 16 á ellefta tímanum á sunnudag. Þegar komið var á vettvang stóð eldur út um glugga á íbúð á þriðju hæð hússins. Talsverður eldur var í stofu íbúðarinnar, en slökkviliðinu gekk vel að ráða niðurlögum hans. íbúðin skemmdist mikið af eldi og reyk. Talið er að eldurinn hafi kviknað þegar böm vora að leika sér með eldfæri. Seldi 46 bfla nú um helgina ■ „Það gekk framúrskarandi vel hjá okkur um helgina, við seldum á laugardegi og sunnudegi 46 bíla,“ sagði Ingvar Helgason forstjóri í viðtali við Tímann. Fyrirtæki Ingvars hefur umboð fyrir Subaru, Datsun, Wartburg og Trabant. „Mér þykir þetta merkileg sala þrátt fyrir allt þetta hörmungatal um kreppu. Það voru margir, sem tóku ákvörðun þarna á stundinni og borguðu inn á strax. Mér þykir þetta ekki merki um að allt sé að fara í voðadá og aumingjaskap. Við erum nú með afbragðs verð á bílunum. Annað er það að þegar einhverjar ráðstafanir liggja í loftinu, draga menn oft við sig að gera kaup. En strax og það er yfirstaðið, finnur maður að það kemur kippur og menn kaupa.“ Þetta sérstaka verð, sem Ingvar nefndi er m.a. kynningarverð á nýrri gerð af Datsun og þeir bílar seldust upp. En eitthvað var selt af öllum gerðunum, sem Ingvar hefur umboð fyrir.“ -SV. Einnig getum við nú boðið nýja Motorola MCX100 25 watta V.H.F. talstöð sem hægt er að aðlaga þörfum hvers notanda. Kristinn Gunnarsson & co Grandagarði 7 Símar: 21811,26677

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.