Tíminn - 31.08.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 31.08.1982, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 11 jíþróttir Umsjón: Sigurður Helgason ÍSLAND - HOLLAND Landsleikur undir 21 árs í Keflavík í kvöld ■ { kvöld og annað kvöld leika {slendingar tvo landsleiki í knattspyrnu gegn Hollendingum hér á landi. f kvöld eigast við lið þjóðanna 21 árs og yngri og er það, eins og leikurinn annað kvöld liður í Evrópukeppni landsliða. fs- lendingar hafa aldrei fyrr tekið þátt í Evrópumóti landsliða í þessum aldurs- flokki. Það hefur mikinn kostnað í för með sér og tekjur af slíkum lands- leikjum eru yfirleitt takmarkaðar. En með hliðsjón af gildi slíkra leikja fyrir uppbyggingu A-landsliðsins hefur KSÍ ákveðið að taka þátt í þessari keppni. Liðshópur íslendinga er skipaður 16 leikmönnum og þar af eru tveir sem eru eldri en 21 árs og er það í samræmi við reglur um þetta landslið. Þeir eldri leikmenn sem valdir hafa verið eru i Ögmundur Kristinsson markvörður úr ■ Sigurður Grétarsson. Víking og Ólafur Björnsson úr Breiða- blik. Aðrir leikmenn í hópnum eru: Hafþór Sveinjónsson, Fram, Omar Rafnsson, Breiðabl., Þorsteinn Þorsteinsson, Fram, Erlingur Kristjánsson, KA, Jón Gunnar Bergs, Val, Sigurjón Kristjáns- son, Breiðablik, Ragnar Margeirsson, ÍBK, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Vík- ing, Trausti Ómarsson, Breiðablik, Sigurður Grétarsson Breiðablik, Óli Þór Magnússon, ÍBK, Helgr Bentsson, Breiðablik, Valur Valsson, Val og markvörður verður að öllum líkindum Friðrik Friðriksson úr Fram. Leikurinn í kvöld verður leikinn í Keflavík og hefst hann klukkan 18.30. Þess er vænst, að knattspyrnuáhuga- menn komi á völlinn og hvetji íslensku strákana til sigurs. Andstæðingarnir frá Hollandi eiga án efa á sterku Iiði að skipa. Nú er í fullum gangi undirbúning- ur liðs þeirra fyrir HM 1986 og þar ætla Hollendingar sér að gera stóra hluti og er uppbygging yngra landsliðsins snar þáttur í þeim undirbúningi. Þess vegna mun áreiðanlega ekki af veita að hvetja landann eigi þeir að ná tilætluðum árangri í þessum leik. Liðið mun svo leika gegn Spánverjum á Spáni í lok október. Jóhannes Atlason er landsliðs- þjálfari í knattspyrnu eins og flestir vita, en honum til aðstoðar í landsleiknum í kvöld verður Guðni Kjartansson fyrr- verandi landsliðsþjálfari og er líklegt að hann hafi umsjón með liðinu í leiknum á Spáni, þar sem A-landsliðið á að leika degi síðar gegn Spánverjum og talsverð- ar líkur eru á, að sá leikur verði leikinn allt annars staðar í landinu, en leikur yngra liðsins. En semsagt, klukkan 18.30 í kvöld í Keflavík leika ísland og Holland. Dómari leiksins er skoskur Syme að nafni. sh ■ Valur Valsson. Unglingamót FRI Þróttur sigrar í 2. deild 1982 ■ Á laugardaginn voru leiknir fjórir leikir í 2. deild í knattspymu. { Kaplakrika léku FH og Njarðvík og áttu FH-ingar harma að hefna gegn Njarð- víkingum frá því í fyrri leik liðanna í sumar sem þeir töpuðu illa. En á laugardaginn sigruðu þeir hins vegar með einu marki gegn engu og var það Pálmi Jónsson sem skoraði. Með sigrinum halda þeir ennþá vakandi möguleika á að ná Þór frá Akureyri að stigum, en þeir léku í gærkvöldi gegn Fylki á Laugardalsvelli,- Þróttarar tryggðu sér efsta sætið í 2. deildinni er þeir sigmðu Einherja á Yalur og Ármann í 3. deild Á Húsavík léku Völsungur og Þróttur frá Neskaupstað. Völsungur sigraði með þremur mörkum gegn engu. Mörkin skoruðu Kristján Kristjánsson (2) og Jónas Hallgrímsson. Staðan í 2. deild eftir leikina á laugardag er þessi: Þróttur R... 16 11 4 1 25:7 26 Þór Ak...... 15 6 7 2 28:15 19 FH.......... 16 6 6 4 18:20 18 ReynirS ...... 16 3 7 6 21:15 17 Völsungur .... 16 5 5 6 20:19 15 Njarðvík.... 16 5 4 6 22:25 14 Einherji.... 16 6 2 8 21:25 14 Fylkir......15 1 10 4 12:16 12 Skallagrímur... 16 4 4 8 16:26 12 Þróttur N..... 16 4 3 9 7:23 11 Óútkljáð í 2. deild kvenna ■ Nú eru línurnar orðnar hreinar um hvaða lið úr 4. deild leika í 3. deildinni á næsta keppnistímabili. Ármenningar og Valur frá Reyðarfirði áunnu sér um helgina rétt til að leika þar næsta keppnistímabil. í öðrum riðlinum léku Ármann og Stjarnan úr Garðabæ og þar komu úrslitin í leik Stjömunnar gegn Þór Þorlákshöfn sér illa, því stigin tvö sem þeir glötuðu þar kostuðu þá sæti í 3. deild á næsta ári. Leiknum lauk með jafntefli, bæði liðin skoruðu eitt mark og því hiaut Ármann 6 stig í riðlinum, en Stjaman náði ekki nema fjórum. Reynir Árskógsströnd lék gegn Val frá Reyðarfirði og þar sigruðu Valsarar með tveimur mörkum gegn engu og fengu tvö stig, sem tryggðu þeim sigur í riðlinum. Um næstu helgi leika Valur og Ármann til úrslita um íslandsmeistara- titilinn í 4. deild. sh ■ Pálmi Jónsson skoraði sigur- mark FH. Vopnafirði. Það var Sverrir Pétursson sem skoraði fyrra markið, en Júlíus Júlíusson skoraði síðara markið. Þar með eru Þróttarar komnir með 26 stig og engir geta náð þeim að stigum. { Sandgerði léku á laugardaginn heimamenn og Skallagrímur í Borgar- nesi. Heimamenn sigruðu með einu marki gegn engu og var það Hjörtur Jóhannsson sem skoraði markið. ■ Um helgina fór fram úrslitaleikur í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Lið Víðis frá Garði og KA léku til úrslita og var leikurinn háður á Akureyri. Leiknum lyktaði með jafntefli hvorugt liðið náði að skora mark og verður því að leika að nýju. Verður það að öllum líkindum um næstu helgi. Þá var fyrirhugaður úrslitaleikur í eldri flokki, en honum var frestað, vegna þess að ekki reyndist unnt að fá annan völl til að leika á, en Háskóla-' völlinn, en hann telst ekki vera boðlegur fyrir úrslitaleiki. Vonandi verður úr málum bætt fyrr en seinna, þannig að hægt sé að leika sem allra flesta leiki hér í höfuðborginni á grasi og greinilegt er, að þrátt fyrir mikla fjölgun grasvalla virðist ástand í þeim efnum ekki fara batnandi. s|, ■ Um helgina fór fram unglingamót FRÍ í frjálsum íþróttum. Ágætur árangur náðist í mörgum greinum, einkum þó í hástökki stúlkna, en þar stökk Þórdís Hrafnkelsdóttir ÚÍA 1,70 metra í flokki stúlkna og í hástökki drengja stökk Kristján Hreinsson UMSE 1,95 metra sem er frábær árangur. Stigahæstu einstaklingar í keppninni voru í flokki pilta Finnbogi Gylfason FH, en hann hlaut 20 stig. í sveinaflokki hlaut Viggó Þ. Þórisson FH íslandsmet ■ Eðvarð Eðvarðsson sundmaður úr Njarðvík náði ágætum árangri á EM- unglinga í sundi. Hann komst í úrslit í 200 metra baksundi og hafnaði þar í 13. sæti. Hann setti íslandsmet í tvígang, fyrst í undanrásum og síðan í úrslitum. íslandsmetið nú er 2:18,94 mínútur. Guðrún Fema stóð sig einnig vel í keppninni, sem fram fór í Innsbruck í Austurríki. Þau Guðrún og Eðvarð eru aðeins 15 ára gömul og eiga því framtíðina fyrir sér í sundinu, ef þau halda áfram, en svo virðist sem íslenskt sundfólk hætti keppni „fyriraldur fram“. ■ Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni 3. deildar nú um helgina. Á Sauðárkróki léku heimamenn í liði Tindastóls gegn Selfyssingum og sigruðu Norð- lendingarnir með þremur mörkum gegn tveimur. Heimamenn byrjuðu af miklum krafti og þeim tókst að skora tvö mörk áður en gestirnir komust á biað. Fyrsta markið skoraði Gústaf Björnsson og síðan bætti Eiríkur Sverrisson við öðru marki fyrir leikhlé. Tindastólsliðið átti mun fnpira í fyrri hálfleiknum og náðu að trýggja sér góða forystu. En eftir leikhléið vár eins og þeir teldu sig örugga um sigur og svo fór að Selfossliðið jafnaði. Það voru Sævar Sverrisson og Jón Birgir Krist- jánsson sem skoruðu fyrir þá. En síðan tóku Tindastólsmennsigáundir lokinog Gústaf Björnsson tryggði þeim sigur með góðu marki. Með tapi í þessum leik eiga Selfyssingar ekki lengur möguleika á sæti í 2. deild á næsta ári, en Tindastóll stendur nokkuð vel í baráttunni með 5 stig. Víðir hélt forystunni í úrslitakeppn- inni án þess þó að ná sigri gegn flest stig eða 32 og í drengjaflokki var Kristján Harðarson langstökkvarinn frækni stigahæstur, hlaut 29 stig. { telpnaflokki var Linda B. Ólafs- dóttir FH með 20 stig og í stúlknaflokki Geirlaug Geirlaugsdóttir Ármanni og Kristín Halldórsdóttir KA, en þær hlutu báðar 14 stig. Nánar verður greint frá úrslitum í keppninni síðar. sh Forsala ■ A-landslið fslands í knattspyrnu leikur annað kvöld gegn Hollendingum á Laugardalsvelli og hefst viðureign liðanna klukkan 18.30. Við munum greina nánar frá leiknum í blaðinu á morgun, en þess má geta að forsala aðgöngumiða á leikinn hefst í dag þriðjudag klukkan 12.00 í tjaldi við Útvegsbankann og hún stendur til klukkan 18.00 og á morgun verður hún á sama stað frá klukkan 12.00 og þá verður einnig forsala í Laugardal frá klukkan 12.00. Fólki er ráðlagt, að tryggja sér miða í tíma, bæði til að forðast langar biðraðir og eins til að ná örugglega í miða ætli þeir að ná sér í stúkusæti. En nánar verður greint frá leiknum á morgun í blaðinu. sh Siglfirðingum í Garðinum. Leiknum lauk með jafntcfli, bæði liðin skoruðu eitt mark. Víðismenn skoruðu strax í upphafi leiksins og var þar Björgvin Björgvins- son á ferð. f upphafi síðari hálfleiks jafnaði svo ívar Geirsson fyrir KS og varð það lokastaða leiksins. Þegar þessi úrslitakeppni er hálfnuð er staða liðanna þessi: Víðir.................. 4 3 1 0 8:1 7 Tindastóll ............ 4 2 11 5:4 5 KS..................... 4 12 1 9:3 4 Selfoss................ 4 0 0 4 2:16 0 Úrslit innbyrðis leikja liðanna í riðlunum eru tekin með og það gæti orðið Tindastóli og Víði dýrmætt þegar upp verður staðið. Þrátt fyrir góða stöðu núna, gæti svo farið að bæði liðin úr Suðurlandsriðlunum sætu eftir og kæmust ekki í 2. deild. Víðir á nefnilega eftir að leika báða útileiki sína og tapi þeir þeim báðum og sigri bæði norðan- liðin Selfoss þá fara KS og Tindastóll upp, en Víðir situr eftir með sárt ennið. sh ■ Ármenningar hafa tryggt sér saíti í 3. deild á nxsta keppnistímabili. Hér eru þeir ásamt þjálfara sínum Eggert Jóhannessyni. Hverjir kom ast upp í 2. deild?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.