Tíminn - 31.08.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.08.1982, Blaðsíða 1
Allt um íþróttir helgarinnar - bls. 10-12 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Allt fast vegna kraf na samninganef ndar ríkisins í samningaviðræðum við BSRB: NEITAR AÐ RÆÐA AÐRA HLUTI EN KAUPLIÐINN ¦ „Þetta stendur þannig, að samn- inganebd ríkisins neitar að ræða aðra hluti en kaupliðinn, og viil ekki fara út í aðra sálma fyrr en hann hefur verið afgreiddur eftir þeirra höfði", sagði einn af samnúigarnefndannönnum BSRB, í samtali við Túnann í gærkveldi, en þá stóð yfir samninga- fundur milli rikisvaldsins og BSRB um nýjun aðalkjarasamning þessara aðila. Fundnrinn hófst klukkan níu í gær- nwrgnn og stóð enn í gærkveldi þegar blaðið fór í prentnn. Samkvæmt heimildum Tímans býð- ur samninganefnd rfkisins BSRB svipaðar grunnkaupshækkanir og fel- ast f samkomulagi ASÍ og VSÍ frá því fyrr f sumar. Er það 4% grunnkaups- hækkun frá og með l.ágúst sl. og svo aftur 2.1% grunnkaupshækkun 1. janúar nk. BSRB forystan mun geta sætt sig við 4% grunnkaupshækkun strax en vill fá eins flokks launahækk- un frá áramótum eins og kveðið er á um í samningi ASÍ og VSÍ. Slík launaflokkahækkun mun metin á 3.5%, á meðan eins flokks launahækk- un ASÍ um áramót er metin á 2.1%, sem er nákvæmlega sú tala sem ríkið hefur þegar boðið BSRB í tilboði sínu. Um þessi atriði stendurstyrrinn nú. BSRB-menn vilja ræða hlutina í víðara samhengi, hin og þessi atriði sem þeir vilja fá breytt, áður en sjálfur kaupliðurinn er negldur niður. Samn- ingamenn ríkisins eru hins vegar gallharðir á þeirri afstöðu sinni að vilja ræða hann einan sér og ganga frá honum. „Mjög óvenjuleg aðferð, sem setur allt fast", sagði annar samninga- nefndarmaður BSRB. Óformlegt samkomuiag hefur nú náðst um gerð flestra sérkjarasamn- inga félaga innan BSRB, en beðið verður með undírritun þeirra þar til aðalkjarasamningurinn er að mestu frágenginn. Einnig hangir á sömu spýtu samningaviðræður við meina- tækna og röntgentækna sem sagt hafa upp störfum sínum frá og með miðnætti í kvöld, og því er lagt íillt kappáað heildarsamkomulag náist fyrir þann tíma, þótt menn væru ekki mjög bjartsýnir á að það tækist seint í gærkvöldi. „Það er hreint ómögulegt að segja fyrir um hvað gerist í nótt," sagði enn einn samningarnefndarmaður BSRB í samtali við Tímann. -Sjó/FRI. &* a ¦ ¦ Nokkrir af samninganefndarmönnum BSRB slá hér á létta strengi í hléi frá sammngsþófínusemstóðmestanhlutadagsinsígær.ogennsérekkifyrirendanná. Tímamynd: EUa. Taldi sig finna fosfórsprengju ífjörunni á Seltjarnarnesi: ÓK MEÐ HANA í GEGNUM BORGINAINN Á DAGBLAÐ „Ámælisvert að draga hluti sem menn álíta hættulega ígegnum þétta byggð" segir sprengjusérfræðingur lögreglunnar ¦ „Varúð! Skilist á næstu herstöð eða lögreglustöð". Eitthvað á þessa leið stóð skrifað utan á torkennilegt hylki, sem maður nokkur fann í fjör- unni vestur á Seltjarnarnesi og bar inn á ritstjórnarskrifstofur Þjóðviljans laust eftir hádegið í gær.Taldi maður- inn sig hafa fosfórsprengju í höndunum. „Þetta er ekki sprengja heldur hylki og á því ereðlismunur," sagði Rudolph Axelsson, sprengjusérfræð- ingur lögreglunnar í Reykjavík í samtali við blaðið. „Þáð er ekki enn ljóst hvort hylkið er hættulegt. Hins vegar tel ég það ámælisvert að draga hluti sem menn sjallir álíta hættulega langar leiðir í gegn um þétta byggð. Ef fólk finnur svonahlut áfjörumeðaannarsstaðar, á það skilyrðislaust að snúa sér til lögreglunnaT og hreyfa ekki við hlut- num." Rudolph vildi ekki tjá sig nánar um þennan torkennilega fund fyrr en rannsókn á honum væri lokið." -Sjó. Þriðjudagur 31. ágúst 1982 196. tbl. - 66. árgangur Heimilís- tíminn: Hættid ad reykja — bls. 13 Utstæð eyru — bls. 2 f9Bruin ónýt" — bls. 6 Heit mynd - bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.