Tíminn - 31.08.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.08.1982, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 Lestunar- áætlun GOOLE: Arnarfell............. 6/9 Arnarfell........... 20/9 Arnarfell............. 4/10 Arnarfell............ 18/10 ROTTERDAM: Arnarfell............. 8/9 Arnarfell........... 22/9 Arnarfell............. 6/10 Arnarfell............ 20/10 ANTWERPEN: Arnarfell............. 9/9 Arnarfell........... 23/9 Arnarfell............. 7/10 Arnarfell........... 21/10 HAMBORG: Helgafell........... 10/9 Helgafell............ 1/10 Helgafell........... 22/10 HELSINKI: Dfsarfell............ 13/9 Dfsarfell............ 11/10 LARVIK: Hvassafell.......... 13/9 Hvassafell.......... 27/9 Hvassafell......... 11/10 GAUTABORG: Hvassafell.......... 14/9 Hvassafell.......... 28/9 Hvassafell......... 12/10 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell.......... 1/9 Hvassafell.......... 15/9 Hvassafell.......... 29/9 Hvassafell......... 13/10 SVENDBORG: Hvassafell..... 2/9 Helgafell................ 13/9 Helgafell................ 5/10 Helgafell............... 25/10 Árhus: Helgafell.............. 14/9 Helgafell................ 6/10 Helgafell............... 26/10 Gloucester, Mass.: Skaftafell........... 1/9 Jökulfell............ 9/9 Skaftafell............. 4/10 HALIFAX, CANADA: Skaftafell.......... 3/9 Skaftafell.......... 6/10 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 ■ Ellý söngkona Q4U vakti athygli ' fyrir sviðsframkomu. - Tímamynd: ARI ■ Q4U hefur náð góðum tökum á tölvupönkinu Timamynd: ARI ■ Rúmlega 1600 manns mættu á tónleikana auk nokkurra hundruða sem svindluðu sér inn. - Tímamynd :FR1 KOS kom skemmtilega á óvart með þéttum og góðum leik. Tímamynd: FRI. ■ „Þetta gekk vel hjá okkur, rúmlcga 1600 manns komu á svæðið auk þess sem nokkur hundruð svindluðu sér inn og mega skammast sín“ sagði Hallvarður E. Þórsson í samtali við Tímann, en hann hafði í veg og vanda af Rokk- festivalinu á Melavellinum á laugardag Aðalnúmer kvöldsins, hljómsveitin ÞEYR, lék ekki og sagði Hallvarður að þeir myndu senda frá sér yfirlýsingu vegna þess innan skamms en vildi ekki að öðru leyti tjá sig um það mál. í stað ÞEYS léku þrír meðlimir Egó, ásamt Tryggva Húbner ágætis jamm fyrir áheyrendur. „Ég vil nota tækifærið og koma á framfæri þökkum til þeirra sem fram komu og stóðu að tónleikunum og vonandi gerum við eitthvað enn betra næsta sumar“, sagði Hallvarður. Það voru fleiri en ÞEYR sem duttu út úr myndinni en alls léku 15 hljómsveitir af áformuðum 20 og því telst þessi rokkhátíð með meiriháttar viðburðum á poppsviðinu hérlendis á undanförnum árum. Það var hljómsveitin Reflex sem hóf leikinn á hátíðinni en síðan komu hljómsveitirnar hver af annarri, Tappi tíkarrass, KOS, Grýlur, Konunglega flugeldarokksveitin, Stockfield Big Nose Band, Q4U, Vonbrigði, Fræbbbl- ar, Þrumuvagninn, Pungó og Daisy LOLA, Bandóðir, Purrkur Pillnik, Baraflokkurinn og jammsveitin. Geggjaður galli Mjög fjölskrúðugt lið mætti á tón- leikana og ægði þar saman pönkurum, úlpuliði, diskóliði, sjóurum, fjölskyldu- fólki og fleirum. Hvað einstakar hljómsveitir varðar þá er þess að geta að fyrsta kvennahljóm- sveit landsins Grýlurnar hafa nú skipað sér varanlegan sess í tónlistarlífinu hérlendis og er það ánægjulegt. Raunar vil ég geta þess að framkoma Röggu yfirgrýlu og „geggjaður galli“ sem hún var í gekk vel í karlpeninginn á hátíðinni, allavega sprungu nokkur öryggi í kollinum á undirrituðum. Af öðrum hljómsveitum má nefna Rúmlega 1600 mannsá rokkhátíð á Melavellinum: — hljómsveitin Þeyr lék ekki KOS sem komu undirrituðum hvað mest á óvart með þéttum og góðum leik. Q4U ná æ betri tökum á tölvupönkinu sínu. Raunar má geta þess að söngkona þeirra Ellý lagði Andreu Jónsdóttur kynni í sviðið, raunar tvisvar sinnum og inn á milli laga öskraði hún á löggurnar að yfirgefa Melavöllinn. Virtist það ganga vel í fólkið sem stóð fyrir framan sviðið. Eftir kvöldmatinn léku svo Þrumu- vagninn, Púngó & Daisy, LOLA, Bandóðir, Purrkur Pillnik og Bara- flokkurinn en þetta eru sennilega síðustu tónleikar Purrksins og voru þeir hylltir vel að loknum leik þeirra. Þrátt fyrir minniháttar vandamál sem komu upp má segja að rokkhátíðin hafi heppnast vonum framar og „vonandi gerum við eitthvað enn betra næsta sumar“. - FRI. ■ Grýlumar hafa skipað sér varanlegan sess í tónlistarlíflnu. - Tímamynd: ARI. „NOKKUR HUNDRUÐ SVINDLUÐU SÉR INN” VIDEO SPORT s/f Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 - Sími 33460 Höfum fengið af myndefni í V.H.S. með og án íslensks texta. mikið Opið alla daga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.