Tíminn - 31.08.1982, Blaðsíða 12
12______
Tþróttir
ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982
Enska knattspyrnan:
MflHfli' mmm
i:
Liverpool hóf titil-
vöm sfna med sign
Það er alltaf mikið um dýrðir í
Englandi þegar deildakeppnin í knatt-
spymu hefst þar í landi. A laugardaginn
byrjaði boltinn að rúlla þar fyrir alvöru
og fram fóru 44 leikir í öllum deildunum
fjórum. Að vanda beindist athygli
manna einna helst að 1. deildinni, en þó
stal leikur Newcastle United og QPR
senunni, en hann var háður í 2.
deildarkeppninni. Þar mætti lið New-
castle með fyrirliða enska landsliðsins í
broddi fylkingar og Kevin Keegan tókst
að tryggja þessu nýja félagi sínu sigur
með marki fimmtán mínútum fyrir
leikslok.
Á Anfield í Liverpool hófu leikmenn
Liverpool titilvörn sína og andstæðingar
þeirra á laugardaginn voru lið West
Bromwich Albion. Ekki þóttu leikmenn
Liverpool sýna neinn stórleik, en þeim
tókst samt að sigra með tveimur
mörkum gegn engu. Fyrra markið
skoraði Sammy Lee beint úr aukaspyrnu
og síðan bætti Phil Neal öðru marki við
úr vítaspyrnu. Bæði mörkin voru skoruð
í síðari hálflcik.
Lið Manchester United er það lið í
Englandi sem flestir hafa trú á að spjari
sig í vetur. Ekki var neitt sem benti til
annars á laugardaginn er þeir fengu
Birmingham í heimsókn. Manchester
United sigraði með þremur mörkum
gegn engu.
Það var Kevin Moran sem opnaði
markareikning Mancesterliðsins og
Frank Stapelton, besti leikmaður Unit-
ed sem átti heiðurinn af fyrirgjöfinni.
Á haustin vekja þau lið sem koma upp
úr 2. deild yfirleitt athygli. Þau lið sem
upp komu núna voru lið Watford, Luton
TownogNorwich. Þaraf leikurWatford
í fyrsta sinn í sögu félagsins í 1. deild.
Fyrir utan að leika góða knattspymu er
félagið þekkt fyrir tengsl söngvarans
góðkunna Elton John við það. Elton
hefur án efa verið ánægður á laugardag-
•m urmmm
s mfmmsi
'S
■
mwmmm
■ A þessarí
við fjörugum
mynd eru leikmenn Manchester United í leik gegn Valsmönnum á Laugardalsvelli. En nú þegar deildakeppnin í Englandi er hafin má búast
og góðum leikjum hjá Mancesterliðinu.
inn, því að lið Watford sigraði Everton
örugglega með tveimur mörkum gegn
engu. Fyrra markið skoraði Gerry
Armstrong í fyrri hálfleik. í þeim síðari
skoraði Pat Rice, fyrrverandi Arsenal-
leikmaður beint úr aukaspyrnu. Og það
var dálítið sérkennilegt, því markvörður
Everton varði, en stóð því miður með
Ánægja med
Keegan
■ Það var gífuríeg stemmning á
áhorfendapöllunum á St. James
Park í Newcastle á laugardaginn
þegar Kevin Keegan lék sinn fyrsta
leik með liði Newcastle. 40 inínútum
áður en leikurinn hófst byrjaði fólk
að kalla á Keegan og segja má, að
kaup félagsins á honum séu þægileg
tilbreyting fyrir almenning í borg-
inni, þar sem þar ríkir landlægt
atvinnuleysi og því geta margir gefið
sér góðan tíma til að fylgjast með
knattspymu og það kunna þeir vel
að meta, enda þótt atvinnuleysið sé
þeim hvimleitt, eðlilega.
irri
áhorfendur
■ Töluverð fækkun áhorfenda
varð á 1. umferð deildarkeppninnar
í Englandi á laugardag, sé miðað við
fyrstu umferðina í fyrra. Samtals sáu
260.081 maður leikina í 1. deild, sem
er nær 40.000 færra en á sömu
umferð síðastliðið haust.
Flcstir sáu leik Manchester United
og Birmingham á Old Trafford,
rúmlega 48,000 en aðeins rúmlega
8000 manns sáu viðureign Notts
County og Swansea.
Skotland
■ I Skotlandi var um helgina leikið
í deildarbikarkeppninni. Helstu úr-
slit urðu þau að St. Mirren tapaði
fyrir Ayr, Celtic sigraði Dunfermline
7-1, Rangers og Hibemian gerðu
markalaust jafntefii og Dundee
United sigraði St. Johnstone 3-1.
Aberdeen sigraði Dundec með 5
mörkum gegn cngu. í þeirri keppni
er liðunum skipt í níu riðla og era
það stærstu liðin sem hafa forystu í
riðlunum, eins og Celtic, Aberdeen,
Rangers og St. Mirren.
Robson ræður
aðstoðarmann
■ Talið er líklegt að þegar Bobby
Robson nýi landsliðsframkvæmda-
stjóri þeirra Englendinga tekur
formlega við starfi sínu muni hann
segja upp tveimur aðal aðstoðar-
mönnum sínum þeim Dave Sexton
og Terry Venables, þar sem hann
telur að störf þau sem þeir hafa sinnt
þarfnist eins manns, sem ekki hafi
annað á sinni könnu. Er talið að
hann hyggist freista þess að fá Don
Howe sem starfandi er á Highbury
hjá Arsenal til að taka þessi störf að
sér. En það er ekki víst að honum
takist að freista Howe nógu sterklega
til að hann láti freistast.
Tveir reknir útaf
■ Ekki blés byrlega fyrir liði
Peterboragh sem leikur í 4. deildinni
ensku á laugardaginn. Um miðjan
síðari' hálfleik var staðan 1-0 fyrir
andstæðingum þeirra Stockport á
heimavelli þeirra síðaraefndu er
tveir af vamarmönnum Peterbor-
ough fengu að líta rauða spjaldið hjá
dómara leiksins. Þetta vora þeir Neil
Firm og Trevor Slack, en það nægði
andstæðingum þeirra ekki, því þeim
tókst að jafna með marki Benjamin
fyrir leikslok.
knöttinn fyrir innan marklínuna. Þar
með var sigur Watford í öruggri höfn og
byrjun þeirra í 1. deild lofar nokkuð
góðu.
Norwich gekk ekki jafn vel á móti
Manchester City, enda þótt þeir léku á
heimavelli. Þó léku þeir á köflum ágæta
knattspymu, en það er ekki spurt um
það, heldur hversu mörg mörk liðin
skora. Fyrsta mark leiksins skoraði
David Cross og Paul Power bætti við
öðru marki og staðan þá 2-0. Fyrir
Norwich skoraði John Deehan. Liðið
sótti töluvert, en það nægði þeim ekki
til að jafna metin og Manchesterliðið
snéri heim með bæði stigin í farangri
sínum. Ekki virðist Joe Corrigan
markvörður Manchester City vera á
niðurleið, þar sem hann sýndi mjög
góðan leik í markinu á laugardaginn og
átti sinn þátt í að tryggja félagi sínu bæði
stigin.
Luton sem sigraði í 2. deild í vor lék
gegn liði Tottenham og var leikið í
London á White Hart Lane. Leiknum
lauk með jafntefli bæði liðin skoruðu tvö
mörk.
Tottenhamliðið fékk óskabyrjun, er
Gary Mabbutt skoraði í byrjun leiksins
og Mike Hazzard bætti við öðru marki
og staðan 2-0. En nýliðarnir bættu við
tveimur mörkum þeirra Ricky Hill og
Brian Stein.
■ Alan Sunderiand, Arsenal.
Jafntefli varð hjá Brighton og Ipswich
og voru bæði mörkin skoruð í fyrri
hálfleik. Fyrst skoraði Eric Gates fyrir
Ipswich. En Andy Ritchie jafnaði fýrir
Brighton.
Margir höfðu álitið fyrir þetta
keppnistímabil að lið Arsenal kæmi til
með að verða sterkt, en ekki benti neitt
til þess á laugardaginn, er liðið tapaði
fyrir Stoke. Það var Alan Sunderland
sem skoraði fyrir Arsenal, en George
Berry og Brendan O’Callaghan skoruðu
fyrir Stoke.
Sunderland kom á óvart með því að
sigra Aston Villa í Birmingham. Mörk
Sunderland urðu þrjú og sáu um að
skora Colin West, McCoist og Picker-
ing. Fyrir Aston Villa skoraði Grodon
Cowans og var það fyrsta mark leiksins,
en dugði skammt.
Southampton tapaði fyrir Coventry,
sem saknar nú Kevin Keegan sárt, en
hafa þó fengið góða leikmenn í hans stað
og má þar fyrst nefoa Peter Shilton
markvörð, en hann réð ekki við skot
Steve Whitton.
Notthingham Forest sótti West Ham
heim í London og tók með sér bæði
stigin til baka. Colin Walsh skoraði
fyrsta markið fyrir Nottinghamliðið, en
West Ham jafnaði úr vítaspymu Ray
Stewart. Sigurmarkið skoraði svo John
Robertsson fyrir Nottingham Forest úr
vftaspymu. Loks má geta marklauss
jafnteflis Notts County og Swansea.
í 2. deildinni gerðu lið Grimsby og
Leeds jafntefli. Bæði Iiðin skomðu eitt
mark. Ólæti á knattspymuvöllum hafa
verið landlægt vandamál meðal enskra
og fengu vallargestir í Grimsby að finna
fyrir æstum áhangendum Leeds. Er hætt
við að það geti bitnað hart á gestaliðinu.
Wolves sigraði í sínum fyrsta leik í 2.
deildinni og það var lið Blackbum
Rovers sem varð að þola að tapa fyrir
þeim. Eins og fram hefur komið
bjargaði Derek Dougan félaginu frá
gjaldþroti á dögunum og það er hreint
ekki slæmt fyrir liðið að byrja deilda-
keppnina á sigri. Það er gott vegnesti.
Fyrr hefur verið greint frá leik New-
castle og QPR, en stórt tap Derby gegn
Charlton vekur athygli.
■ Úrslit leikja í ensku knattspymunni
á laugardag urðu sem hér segir:
1. deild
Aston Villa-Sunderland ........1:3
Brighton - Ipswich.............1:1
Coventry-Southampton...........1:0
Liverpool-WBA .................2:0
Man.Utd.-Birmingham............3:0
Norwich-Man.City...............1-2
Notts County-Swansea...........0:0
Stoke-Arsenal..................2:1
Tottenham-Luton ...............2:2
Watford-Everton................2:0
West Ham-Notthingham F.........1-2
Burnley-Bolton.................0:0
Cambridge-Chelsea..............0-1
C.Palace-Barnsley..............1:1
Derby-Carlisle ................0-3
Fulham-Rotherham...............1-1
Grimsby-Leeds..................1-1
Leicester-Charlton.............1-2
Newcastle-QPR..................1-0
Oldham-Shrewsbury..............1-0
Sheff.Wed.-Middl.bro...........3-1
Wolves-Blackburn R.............2-1