Tíminn - 31.08.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.08.1982, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 lliiffim Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisll Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgreiðslustjóri: Siguröur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Kristlnn Hallgrimsson. Umsjónarmaöur Helgar- Timans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atll Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friörik Indrlöason, Helöur Helgadóttlr.lngólfur Hannes- - son (íþróttlr), Jónas Guðmundsson, Krlstin Lelfsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skaftl Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosi Krlstjánsson, Krlstln Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Slðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingaslmi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verö i lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknldelld Timans. Prentun: Blaöaprent hf. Alþingi hefur umboð kjósenda ■ Mjög hefur verið hamrað á því undanfarnar vikur að ríkisstjórnin hafi ekki lengur bolmagn til að stjórna þar sem bóndinn á Bergþórshvoli er hlaupinn undan merkjum og hefur endanlega gengið í lið með stjórnarandstöðunni. Málgögn stjórnarandstöðunnar hafa hamrað á því að stjórnarflokkarnir komi málum ekki í gegnum neðri deild Alþingis og formenn þingflokka stjórnarandstöðunnar hafa tekið sér umboð fyrir samvisku og sannfæringu allra þingmanna flokka sinna og verið ósparir á yfirlýsingar um hvernig þingmenn muni greiða atkvæði þegar þar að kemur. Lýðræði og þingræði hefur mjög blandast inn í þessa umræðu alla og mörg spekin komið þar fram. Til að mynda halda sumir stjórnarandstæðingar því fram í fúlustu alvöru að stjórninni beri að segja af sér þar sem þingmeirihlutinn sé brostinn. En svo vill til að 31 er meira en helmingur af 60 og því sýnilegt að ríkisstj órnin styðst við þingmeirihluta, þótt naumur sé. Svo langt er seilst til að sýna að stjórnin hafi ekki meirihluta, að leiðarahöfundur Morgunblaðsins s.l. sunnudag telur að það sé aðför að þingræðinu að ætla sér að stjórna með 31 þingmanni á móti samvisku og sannfæringu hinna 29. Pá minnir höfundur á að meirihluti sjálfstæðismanna hafi á landsfundi flokksins lýst yfir andstöðu við ríkisstjórnina og klykkir út með því að reikna út atkvæðatap stjórnarflokkanna í síðustu sveitarstjórnarkosningum og telur að sam- kvæmt þeim hafi þeir misst meirihlutann á Alþingi. Það má segja að bollaleggingar ábyrgs aðila af þessu tagi séu aðför að þingræðinu. Þjóðin kaus til Alþingis í desember 1979. Það eru þær kosningar sem gilda á Alþingi. Handauppréttingar á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins breyta þar engu um, fremur en hvernig atkvæði féllu í sveitarstjórnarkosningunum. Þeir þingmenn sem nú sitja á Alþingi eru löglega kosnir og rennur kjörtímabil þeirra ekki út fyrr en á næsta ári. Að halda því fram að einhverjar aðrar kosningar eigi að hafa þau áhrif að þing verði rofið er fásinna, og síst ættu þeir sem þykjast bera lýðræði og þingræði fyrir brjósti að láta svona rök frá sér fara. í sama leiðara eru talin upp nokkur atriði sem eiga að sýna að meginforsendur fyrir setu núverandi ríkisstjórnar séu brostnar. Þar eru einkum talin atriði sem lúta að stjórn efnahagsmála. Rétt er það að efnahagshorfur eru fremur daprar, en ríkisstjórnir um allan heim standa frammi fyrir svipuðum vanda. Hagvöxtur minnkar og verðbólga eykst. Tæpast hefur nokkur stjórn sest að völdum með þá stefnuskrá að reyna að taka mannalega á móti og spyrna við fótum. Það er enginn bættari þótt ríkisstjórnin gefist upp, enda eru þær efnahagsráðstafanir sem nú er verið að gera, aðgerð til að hafa hemil á verðbólgu og efnahagslegri óáran sem fyrirsjáanleg er á næsta leiti, hefði ekki verið að gert. En stjórnarandstæðingar nota aðgerðirnar til að ráðast á ríkisstjórnina fyrir þær og hótað er að neyta allra bragða til að koma í veg fyrir að þær takist. Að hinu leytinu eru stjórnarandstæðing- ar háværir um að aðgerða sé þörf. En hverjar þær eiga að vera eru þeir þögulir um. Morgunblaðið segir að lýðræðislegum stjórnarhátt- um sé stefnt í voða ekki síður en efnahag þjóðarinnar, ef þessi ríkisstjórn situr áfram. En spyrja má hvort hvoru tveggja sé ekki stefnt í enn meiri voða ef minnihluti þingmanna yfirbugar meirihlutann og nauðsynlegar efnahagsráðstafanir verða stöðvaðar. siglingar Er hægt að smíða átta togara á mánuði í skipasmíðastöð? ■ Menn leita stöðugt nýrra úrræða til þess að auka hagkvæmni fiskiskipa og farskipa, og nú um stundir beinist athygli manna hvað mest að olíueyð- slunni. Við höfum skipt yfir á svartoiíu, eða þyngri olíur, sem hefur gefið góða raun í flestum tilfellum og settir hafa verið eyðslumælar í skip, þannig að olían, eða orkan nýtist sem best til framdrifs. Allt sparar þetta fé, ef rétt og samviskusamlega er að staðið. Og enn koma fram nýjungar. Það nýjasta er að búa fiskiskip með mörgum hraðgengum diesilvélum í stað þess að hafa eina þungbyggða vél til að knýja skipið áfram. Margar vélar á einum öxli Sænsku vélarframleiðendumir Sa ab Scania hafa undanfarin ár unnið að því að þróa vélasamstæður, sem em áhugaverðar, þótt ekki séu þær nýjung að öllu leyti, en það er að láta fleiri en eina vél knýja eina og sömu skrúfuna. Þetta er talið henta alls konar skipum. Hafnsögu- og dráttarbátum, fiskibátum, ferjuskipum og varðskipum, eða öllum þeim skipagerðum, sem þurfa misjafna vélarorku við margbreytilegar aðstæður. 90 tonna togari, þarf til dæmis um 300 hestöfl, þegar hann veiðir á grunnslóð, en með síldarvörpu eða flotvörpu þarf hann 600 til 700 hestöfl til að ná árangri. Loðnubátur þarf fullt vélarafl að og frá loðnumiðunum (ef loðna verður þá veidd áfram), en þegar skipið er komið áveiðisvæðið þarf það ekki á fullri orku að halda. Þetta hraðasvið er óhentugt fyrir nýtingu á þungbyggðri vél. Sama má segja um varðskip. Það siglir hægt á venjulegri eftirlitsferð, en ef vart verður skipa við ólöglegar veiðar, verður það að geta náð miklum hraða, að ekki sé nú talað um, ef skipið þarf að sinna björgunarstörfum. Þungbyggðar vélar eru yfirleitt aðeins hagkvæmar, þegar þær eru keyrðar á réttum hraða, eða afgashita. Skip, sem er með tvær vélar á öxli, getur svarað aukinni, eða minnkandi aflþörf, með því að gangsetja aðra vél, eða stöðva vél. Það sama á við netabáta og línubáta, sem þurfa minni orku við veiðarnar, en á stímum. Reimtenging véia Hraðgengar diesilvélar (turbo- charged) eru ekki nýmæli, og hafa verið notaðar í stærri báta hérlendis, m.a. Caterpillar, sem eru hraðgengar og léttbyggðar. Venjulegar, þungbyggðar diesilvélar, eins og notaðar eru í skipum, vega 10-15 lestir ef miðað er við 300 hestöfl. Hraðgengar diesilvélar, sem skila 550 hestöflum vega hins vegar aðeins um 4 tonn og þær þurfa minna pláss í vélarrúmi. Djúpristan minnkar því og lestarrými er unnt að auka. Að vísu er þungbyggð vél talin öruggari, en ■ Ein af „drottningum úthafanna“ eins og þær líta nú út. Ekki verður nú sagt að fegurðinni sé fyrir að fara, þótt án efa sé skipið hagkvæmt í rekstri. það er ótvírætt öryggi líka í að hafa tvær vélar á sama öxli, þannig að skipið getur athafnað sig, þótt önnur vélin stöðvist. Fjármagnskostnaður er einnig minni. Til dæmis er talið að 1000 hestöfl með samvirkum, hraðgengum vélum, kosti um 30% minna, en þungbyggð vél með sama krafti. Tenging milli vélar og öxuls er í hinni sænsku aðferð sú, að notuð er svokölluð Vee-belt reim, sem endist a.m.k. í 30.000 klukkustunda keyrslu. Beltið niðurgírar snúningshraðann um 3:1, með því að stærra reimarhjól er á öxlinum, en á vélinni og unnt er að kúpla vélunum frá, þegar þær eru ekki notaðar. Framdrifi er síðan stýrt með skiptiskrúfu og skipið bakkar með því að breyta skurði. Vélbúnaði er stjómað úr brúnni. Um þessar mundir er verið að setja slíka samstæðu um borð í nýjan togara, sem smíðaður er í Portugal og verður hann með tvær 375 hestafla vélar, sem stýra sér sjálfar eftir afgashita og vinna þær sjálfvirkt saman eftir álagi (báðar vélar snúast eðlilega og með sama hraða) Áhugaverður vélbúnaður Það er enginn vafi á því að þetta er áhugaverður vélbúnaður. Það er ekkert nýtt hins vegar, að notaðar séu fleiri en ein vél á sama öxul, en þá hefur yfirleitt verið um svonefnda diesel-electric aðferð að ræða. Vélarnar framleiða rafmagn, sem síðan knýja rafal, sem knýr skrúfuöxulinn. Talsvert, eða umtalsvert orkutap, verður með þeim hætti (ca 15%), þannig að sú aðferð leiðir ekki til sparnaðar og stofnkost- naður er mun meiri. Það er einn kostur við þessa aðferð, að í nýjum skipum er unnt að gera ráð fyrir vélarskiptum. Að unnt sé að hafa vélaskipti á mjög skömmum tíma og eru þá vélar teknar upp í landi, en ekki um menningarmál Breskt samfélag á 18. og 20. öld The Pelican Social History of Britain. Roy Porter: English Society in the Eighteenth Century. Penguin Books 1982. 424 bls. ■ Á síðustu árum hefur áhugi á félagssögu hverskonar aukist til mikilla muna og sagnfræðingar tekið að leita inn á svið, sem þeir sinntu lítt sem ekki áður. Má þar nefna, að á síðatliðnum áratug eða svo hefur mikið verið ritað um kjör einstakra stétta á fyrri öldum, um vinnumarkað og starfskilyrði, jafnvel allt aftur til daga Rómaveldis, um húsnæðismál og þannig mætti lengi telja. Rík þörf var á að sagnfræðingar tækju þessum fræðum tak, þeir höfðu helst til lengi verið bundnir við rannsóknir og ritun hernaðar og stjórnarsögu. en engu að st'ður læðist sá grunur að manni, að þessi skyndilegi áhugi á félagslegri sögu sé ekki síst til kominn fyrir áhrif eða þrýsting frá ýmiskonar hjáfræðum, sem á síðustu árum hafa mjög rutt sér til rúms, ekki sfst félagsfræði. Bækurnar tvær, sem hér eru til umfjöllunar, eru tvö bindi af sex í nýrri ritröð um enska samfélagssögu sem nær frá siðaskiptum og fram til vorra daga. Roy Porter, höfundur þess rits, sem hér er fyrr um fjallað er lektor við stofnun í sögu læknisfræðinnar í Lundúnum. Hann hefur einkum fjallað um sögu vísinda í ritum sínum fram til þessa en leggur hér inn á nýjar brautir og semur rit um breskt samfélag á 18. öld. t bókinni tekur hann ákveðna þætti samfélagsins til athugunar. Hann byrjar á því að lýsa bresku samfélagi á 18. öld. almennt, þeim hópum, eða stéttum, sem bá voru helstar og hinum miklu andstæðum, er ríktu á Bretlandseyjum á þessum tíma. Síðan lýsir hann valdahlutföllum samfélagsins, afstöðu fólks til iaga og réttar og því hve misjafn- lega jafnir menn voru fyrir lögunum. Uppistaðan í bókinni er þó umfjöllun höfundar um daglegt líf hinna ýmsu þjóðfélagshópa, tekjur fólks og neyslu skemmtanir og fleira í þeim dúr. Þá er greinargóður kafli um tilraunir, sem gerðar voru til að breyta samfélaginu og loks er lýst fyrstu áhrifum iðnbyltingar- innar á samfélagið. Arthur Marwick: British Society Since 1945. Penguin Books 1982. 303 bls. ■ Aldrei hafa breytingar á samfélag- inu orðið jafnmiklar og örar sem á tímabilinu frá lokum síðari heims- styrjaldar og fram á okkar daga. Bretar hafa ekki síst fundið fyrir þessum breytingum. Árið 1945 voru þeir enn taldir stórveldi og stóðu þá uppi sem sigurvegarar. Síðan hefur jafnt og þétt dregið af veldi þeirra og nú munu margir þeirrar skoðunar, að samfélag þeirra sé eitt hið lakasta skipulagða og fátækasta í norðanverðri Evrópu. Höfundur þessarar bókar, A. Mar- wick er prófessor í sagnfræði við hinn umdeilda opna háskóla og hefur samið allmörg rit um félagssögu þessarar aldar. { þessari bók rekur hann þróun bresks samfélags frá 1945 og fram á okkar daga og leggur höfuðáherslu á að svara þeirri spuraingu, hvað hafi farið úrskeiðis. Báðar þessar bækur eru fróðlegar aflestrar og skemmtilega skrifaðar. Hin fyrri byggir, sem vænta má, á traustari sögulegum rannsóknum, en í hinni síðari setur höfundur fram ótal skemmti- legar tilgátur og hugleiðingar um vandamál þess samfélags, sem hann þekkir af eigin raun. Jón Þ. Þór. SQUAI. HISTORYQF BRITAIN BRITISHSÖaETY SINCE1945

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.