Tíminn - 31.08.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.08.1982, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 13 heimilistíminn Umsjón: B.St. og K.L. ■ Flesta reykingamenn langar til að hxtta að reykja, en margir setja það fyrir sig, að þá muni þeir fitna. Þeir gera því aldrei alvarlega tilraun til að leggja niður þennan ósið. En nú hefur verið settur saman matseðill, sem gerir hvort tveggja í senn, dregur úr nikótinþörfinni og er áreiðanlega ekki fitandi! Galdurinn felst í þvi að borða réttar matartegundir. Flestir stórreykingamenn eru háðir nikótíni. í hvert skipti, sem þeir finna hjá sér löngun til að kveikja í sígarettu, er Iíkaminn að gefa merki um, að hann krefjist nýs skammts af eitrinu. Sumar fæðutegundir halda nikótinmagninu í líkamanum betur við en aðrar. Aðrar fæðutegundir eyða því fyrr og gerir þá þörfin oftar vart við sig, ef þeirra er neytt. Það er því skynsamlegt að velja sér fæðu úr fyrri flokknum en sniðganga þær, sem tilheyra þeim síðari, þá gerir löngunin í sígarettur sjaldnar vart við sig og lengri tími líður á milli. Ef á sama tima er tuggið nikótíntyggigúmmí eða jafnvel notast við nef- eða munntóbak í stað sígaretta, ætti að takast alveg að hxtta sígarettureykingum! Og þar sem í þessum matarkúr er mikið að finna af grxnmeti og ávöxtum, ætti ekki að vera hætta á að fólk fitni. Fimm meginatriði þessa kúrs eru: • Forðist sjávarafurðir, nema þá hefst rækjur • Stillið í hóf neyslu á kjöti, fiski og eggjum • Borðið mikið af grænmeti og ávöxtum • Neytið mikillar mjólkur og mjólkur- afurða • Dragið úr neyslu á brauði og morgunkomi. Það er best að vanda undirbúninginn, til að árangurinn verði sem bestur. Best er að reyna að draga úr reykingunum síðustu eina eða tvær vikumar, áður en látið er til skarar skríða. Ef fólki finnst sjálfu, að því sé ekkert að vanbúnaði að hætta alveg fyrirvaralaust, er auðvitað alveg sjálfsagt að gera það. En ekki er ráðlegt að hafa aðlögunartímann lengri en í mesta lagi 2 vikur, annars má búast við, að áður en langt um líði séu reykingamar komnar í gamla horfið! Gagnlegar ábendingar Hér em nokkur atriði, sem gott er að hafa í huga og geta gert það auðveldara að losna úr viðjum reykingavanans: 1. Gott er að eyða frístundum á þeim stöðum, þar sem bannað er að reykja. Þar má nefna söfn, listsýningar, leik- sýningar, tónleika, bíó. 2. Haldið ykkur frá vinum, sem reykja. 3. Ef þið farið í ferðalag á meðan aðlögunartímanum stendur, skuluð þið velja ykkur sæti í almenningsfarartækj- um, þar sem bannað er að reykja. kaffi samtímis í stóran kaffibolla, svo að kaffið freyði örlítið. Hádegismatur Virka daga er á matseðlinum súpa, brauðsamloka, nýr ávöxtur og kaffi. Súpuna má taka með sér í vinnuna á hitabrúsa. Þeim, sem borða í mötuneyt- um, er bent á að velja sér grænmeti eða grænmetissúpu og ef ekki eru brauðsam- lokur á boðstólum, er ágætt að velja sér salat í staðinn. í eftirrétt má velja soðna ávexti eða ávaxtasalat, ef engir nýir ávextir eru í boði. Af súpum er ágætt að velja tómata-, sveppa-, græna baunasúpu eða ein- hverja aðra grænmetissúpu. í samlokuna hafið þið 2 brauðsneiðar, helst úr grófu komi, og eitthvert af eftirtöldu áleggi: 40 g af túnfiski, sem safanum hefur verið hellt af, eða 50 g af rækjum, eða 50 g soðinn kjúkling, sem skorinn hefur verið í smábita. Hrærið saman við 2 msk. majonaise, 1 tsk. smátt skorinn lauk, 1/2 stöngul af sellerí, niðurskomu, salt og pipar eftir smekk. Eða þunnt sneiddan sterkan mjólkurost. Eða 2 litla bita af soðnu svínafleski, 1 þunna sneið af mjólkurosti, 2 eða 3 sneiðar af tómat og 1 msk. majonaise. Á laugardag er ráðlagt að neyta súpu, ávaxta og kaffis eins og hina dagana, en eftirfarandi salats sem aðalrétt: Takið 2 hreðkur og skerið í þunnar sneiðar, nokkrar sneiðar af spönskum lauk, nokkrar sneiðar af gúrku, 1 harðsoðna eggjahvítu, skoma í þunnar ■ Hún er laus úr viðjum reykingavanans þessi stúlka, án þess að hafa samtímis þurft að berjast við aukakíló, sem oft vilja fylgja því að hætta að reykja. hrísgrjónum, sem stráð hefur verið engifer yfir. Miðvikudagur: 75 g grillaður kjúkling- ur. Kartöflumús og brokkólí. Fimmtudagur: Sukiyaki gmnnur. Hit- ið 1 lauk, skorinn í þunnar sneiðar, og 2 vorlauka, skoma að endilöngu á pönnu í 2 msk. af salatolíu. Bætið 1 sellerístöngli, skornum að endilöngu í mjóar ræmur, út í, þegar laukurinn er orðinn gullinn, og látið sjóða skamma stund í viðbót við lágan hita. Bætið út í 50 g af niðurskornum bambussprotum, 50 g af niðursneiddum sveppum, 50 g af baunum og 75 g af mörgu nautakjöti, skornu í þunnar ræmur. Hellið yfir sósu gerðri úr 1 1/2 msk. af hverju: sojasósu, vatni og þurru hvítvíni eða sjerríi. Látið sjóða í 3-4 mínútur, og hrærið í nokkrum sinnum á meðan. Setjið lok yfir og látið sjóða nokkrar mínútur í viðbót. Berið fram með 50 g (vegnar ósoðnar) af núðlum, soðnum skv. uppskrift á umbúðunum. Föstudagur: 75 g grillaður fiskur, 2-3 soðnar nýjar kartöflur, gulrætur. Laugardagur: Laugardags Shashlik. Takið beinlausan lambakjöts bita og hreinsið hann af allri fitu. Hann skal vega 75 g að þeirri hreinsun lokinni. Skerið niður í bita. Marinerið í nokkra klukkutíma í ísskápnum í blöndu úr 1 dl sítrónusafa eða vínediki, 1/2 dl salatolíu, 1 msk. þurrkuðu oregano og 1 smátt söxuðum hvítlauksgeira. Ausið öðru hverju yfir. Þræðið lambakjötsbitana á tein, ásamt bitum af grænni papriku, tómöt- um og sveppum. Penslið með marinaði- leginum og grillið í 15 mín. Snúið teininum við og penslið eftir þörfum á meðan. Berið fram með 50 g (vegið ósoðið) af brúnum hrísgrjónum, (setjið kanil út í suðuvatnið). Sunnudagur: „Kaldur kjúklingur Tonnato". Setjið 50 g af túnfiski, sem safanum hefur verið hellt af, út í saltvatn. Blandið þar saman við 1 smáttskotnum hvítlauksgeira, 2 msk. majonaise, nokkrum dropum af sítrónu- safa og 1 1/2 tsk. af ansjósukremi úr túpu. Hrærið vel saman, þar til það er orðið samfellt og mjúkt. Hættið að reykja án þess að f itna 4. Sitjið ekki áfram við borðið eftir að máltíð er lokið. Þá hafið þið haft fyrir fastan sið að fá ykkur „rettu“, en það er það, sem þið viljið umfram allt forðast núna. 5. Drekkið ekki áfenga drykki, nema í mjög litlum mæli sé. Áfengisdrykkja og reykingar hafa löngum fylgst að. Þar að auki veikir áfengisneysla viljann til að framfylgja þeim góða ásetningi að leggja tóbaksávanann niður. 6. Finnið ykkur eitthvað að gera með höndunum, þó ekki sé nema að hringla með smámynt eða snúa glasinu ykkar! 7. Drekkið í gegnum strá. Tyggið tyggigúmmí. 8. Dragið djúpt að ykkur andann. Hreyfið ykkur mikið og takið upp líkamsæfmgar. sneiðar, 1 þunna sneið af sterkum mjólkurosti, skorna í ræmur, 1 þunna sneið af skinku, skoma í ræmur, 10-12 ný spínatblöð. Hellið yfir þetta 2 msk. af salatolíu og 1 msk. sítrónusafa eða vínediki. Kryddið eftir smekk. Á sunnudag er gott að hafa súpu og kaffi og brauðbakka, þar sem eru 75 g af mjólkurosti, 2 brauðsneiðar með smjörlíki og lítill kvistur af vínberjum eða pem eða einhvem annan ávöxt. Fyrir olífuunnendur eru það góðar fréttir, að óhætt er að fá sér 4-5 olífur með hádegismatnum hverju sinni. Aðalmáltíð vikunnar Það er gott að drekka glas af hvítvíni eða sódavatni með sítrónusneið á hverju kvöldi. Hefjið kvöldmáltíðina á „köldu græn- metisborði“. Veljið 5 eða 6 af eftirfar- andi grænmetistegundum: tómatar, hreðkur, sellerí, paprikuhringir, svepp- ir, gulrætur, spínatblöð, avocadosneið- ar, grænar baunir, brokkólí, karsi, rófur, skornar í sneiðar, hvítkál niðurrif- ið, blómkál tekið í sundur og agúrkur, skornar í bita. Berið fram með sellerísalti, eða lítilli skál með jógúrt, blandaðri smátt skornum lauk og sellerísalti. Neytið þessa salats með aðalréttinum og hafið ávallt hugfast, að það er engin hætta á að grænmetisneyslan verði of mikil. Blandið 8-10 ungum spínatblöðum saman við svolítið blaðsalat, 1 litla rauðrófu, soðna og niðursneidda, saxað- an lauk, salt og pipar. Hrærið saman 2 msk. salatolíu og 1 msk. sítrónusafa eða vínediki. Hellið yfir salatið og blandið vel saman. Hér á eftir fara lýsingar á aðalréttun- um: Mánudagur: 75 g kjötbúðingur, bökuð kartafla, grænar baunir. Þriðjudagur: „Karrý í flýti“ Sjóðið saman 1 lauk, skorinn í bita og einn malaðan hvítlauksgeira í 2 tsk. salatolíu, þar til gullið. Bætið út í 1 tsk. af karrýdufti og ögn af Cayenne pipar milli fingra. Hrærið vel saman. Bætið 75 g af pilluðum rækjum út í og 1/2 dl. af vatni. Sjóðið undir loki við lágan hita, þar til rækjurnar eru gegnheitar. Berið fram með 50 g (vegin ósoðin) af soðnum Bætið 2 msk. af salatolíu út í og hrærið áfram. Smyrjið á bita af köldum kjúklingi og stráið kúfaðri skeið af kapers yfir. (má sleppa ef vill). Ábætisréttir: Þessi kúr er það strang- ur, að það hefur enga hættu í för með sér að fá sér góðan eftirrétt eftir kvöldmáltíðina. Hins vegar er ráðlagt að halda sér við stappaða ávexti (notið gervisykur, s.s. sakkarín, ef ykkur finnst þörf á að gera þá sætari), ávaxtasalat og nýja ávexti. Milli mála: í stað þess að fá sér sígarettu með kaffinu, skuluð þið halda ykkur við sneið af ristuðu brauði eða hrökkbrauð. Fyrir háttinn: Þá cr gott að fá sér mjólkurglas. Ekki er verra að mjólkin sé flóuð. Morgunmatur Byrjið daginn með því að drekka 1/4 1 af ávaxtasafa, greip-, appelsínu-, epla- eða ananassafa. Ef ykkur finnst leiði- gjarnt til lengdar að drekka eingöngu þessa ávaxtasafa, er ekkert auðveldara en að blanda þeim saman eftir smekk, en skammturinn er sá sami, einn peli. Borðið tvær ristaðar brauðsneiðar, helst úr grófu komi, með þunnu smjörlíkislagi og örlitlu marmelaði eða sultu. Með þessu drekkið þið svart kaffi, en koffín hefur svipuð áhrif og nikótín við að halda þyngdinni í skefjum. Fyrir bá, sem eiga erfitt með að drekka kaffið svart, er lagt til að þeirhiti 75 ml af undanrennu allt að suðu. Hrænö kúffullri matskeið af þurrundanrennu þar í. Þegar hún er uppleyst, er aftur hitað að suðumarki. Hellið síðan heitri mjólkinni og 150 ml af sterku svörtu ÁFENGI OG BRJÓSTAKRABBI ■ Það hefur lengi verið vitað, að áfengisneysia hefur leitt af sér ýmsa sjúkdóma og kvilla. Nú hafa vísinda- menn komið fram með tilgátu um viðbót við sakaskrá áfengisins, líkur benda til að neysla þess eigi sinn þátt í myndun brjóstakrabba! Vísindamenn við sex háskóla og Memorial-Sloan Kettering krabba- meinsvísindastöðina hafa upplýst, að konur, sem neyta áfengs bjórs, víns eða brenndja drykkja séu 40-90% líklegri til' að verða fómarlömb brjóstakrabba en konur, sem neyta einskis áfengis. Þessar niðurstöðúr komu í ljós í rannsóknum, sem gerðar vom undir stjóm eiturlyfjafaraldurs- deildar við læknaskóla háskólans í Boston. Kannaðar vom 4.373 konur, >era lágu á sjúkrahúsum í Bandaríkj- unum, Kanada og ísrael. Ríflega þriðjungur þeirra reyndist hafa brjóstakrabba, hinar, sem notaðar vom sem samanburðarhópur, vom haldnar öðmm sjúkdómum. Þó að þetta séu geigvænlcgar tölur, viija vísindamennirnir ekki fullyrða neitt ennþá um orsakir og afleiðingar. Þeir benda á, að þessar tölur geti gefið skakkar hugmyndir. Enn sem komið er, hafa þeir ekki fundið neitt líffræðilegt orsakasamhcngi milli á- fengis og brjóstakrabba. Þeir leggja áherslu á, að „ekki hafi fundist skýringar á niðurstöðunum í neinum þeirra aðalatriða, sem vitað er að hafa áhættu ( för með sér í myndun brjóstakrabba, þ.á.frí. bameignasögu og vitneskju um brjóstakrabba í ættinni.“ f Ijósi þessarar óvissu gera vísinda- mennirnir sér grein fyrir þeim mögu- leika, að ástæðunnar til veikinda þessara kvenna kunni að vera að leita annars staðar en í áfengisneyslunni, s.s. ýmsum lífsháttum, ,sem gjarna fylgja miklum drykkjuskap. Þar nefna þeir t.d. mikla kjötneyslu. Þeir benda á, að hún og fleiri þættir í mataræði hafi verið bendlaðir við illkynja sjúkdóma, en mataræði hafi ekki verið til umfjöllunar ( umræddri rannsókn. Þar að auki vcröi að hafa í huga orsaka-afleiðinga hringrásina, sem ekki hafi verið könnuð. „Við getum ekki gengið fram hjá þeim möguleika, að... vitneskjan um cða óttinn við að hafa krabbamein hafi leitt suma brjóstakrabbasjúklinga út í drykkju- skap.“ Þannig getur áfengisdrykkja verið aflciðing, fremur en orsök veikindanna. Þrátt fyrir, að læknamir hafa þessar hugmyndir bak við eyrað, hafa þeir nú gert áætlanir um að auka rannsóknir sínar í leit að tengslum milli brjósta- krabba og alkóhólneyslu. í þeim tilgangi að útiloka tilviljanir, mataræði eða önnur atriði, sem kunna að eiga hér hlut að máli, hafa þeir komist að þeirri niðurstöu, að „frekari rannsókn- ir í öðm umhverfi séu nauðsynlegar."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.