Tíminn - 31.08.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.08.1982, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 Gonzales þykir sigur vænlegastur á Spáni Suarez hefur myndad nýjan flokk ■ ÞVÍ hefur verið spáð um nokkurt skeið, að brátt yrði efnt til þingkosninga á Spáni, þótt kjörtímabili þingsins ljúki ekki fyrr en næsta vor. Orðrómur hermir, að nýlega hafi tveir Spánverjar rætt um þetta og annar þeirra sagt, að það kæmi honum ekki á óvart, að bráðlega yrði gengið til kosninga. Hinn svaraði, að honum kæmi meira á óvart ef kosið yrði aftur á Spáni. Fréttaskýrendur hafa vitnað í síðara svarið sem dæmi um það, að margir Spánverjar óttist, að lýðræðið standi þar veikum fótum og nýr Franco geti komið til sögu hvenær sem er, enda munaði þetta minnstu í febrúar 1981, þegar þingmönnum var haldið sem gíslum í þinghúsinu í sólarhring. Nú virðast samt góðar horfur á, að kosið verið á Spáni, því að Leopoldo Calvo Sotelo forsætisráðherra rauf þingið í vikunni sem leið og ákvað að kosið yrði til þingsins 28. október næstkomandi. Yfirleitt hafði verið giskað á, að ekki yrði kosið fyrr en í nóvember, ef til þingrofs kæmi. Talið er, að Sotelo hafi flýtt kosningunum til að gera Adolfo Suarez, fyrrv. forsætisráðherra, erfiðara fyrir að koma nýjum flokki á laggirnar fyrir kosningarnar. ÞINGROFIÐ rekur fyrst og fremst rætur til þess, að Miðflokkabandalagið, sem hefur farið með stjórnina síðan í þingkosningunum 1979, er að leysast upp. Núverandi stjórnendur þess álíta það helzt geta haldið leifum þess saman, að þegar verði gengið til kosninga. Miðflokkabandalagið var stofnað 1975 af Adolfo Suarez. Ári síðar fól Karl Jóhann konungur honum að mynda stjórn, sem hefði forustu um að koma á lýðræðislegum stjórnarháttum. Fyrir stjórnlagaþingskosningar, sem fóru fram 1977, breikkaði Suarez mjög grundvöll Miðflokkabandalagsins og stóðu einir tólf flokkar að því fyrir kosningarnar þá. Miðflokkabandalagið vann þá góðan sigur og aftur 1979, þegar kosið var til þings í fyrsta sinn samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá. Þó vantaði það nokkur þingsæti til þess að ná hreinum meirihluta og varð stjórn Suarez því að styðjast við smáflokka. Fljótlega eftir kosningamar 1979 fór að bera á því, að Miðflokkabandalagið var mjög blandaður hópur og ósamstæð- ur. Þetta kom enn betur í ljós, þegar efnahagserfiðleikar jukust. Suarez sætti vaxandi gagnrýni og sagði því af sér sem forsætisráðhera og formaður bandalagsins veturinn 1978. Einkum hafði hann orðið fyrir gagnrýni af hálfu hægri manna. Hægri menn vildu þá kjósa Landelino Lavilla, forseta þingsins, sem eftirmann hans, en sakir andstöðu Suarez, féllu þeir frá því. Málamiðlun náðist um, að Leopoldo Calvo Sotelo tæki við forust- unni. ■ Felipe Gonzales Klofningurinn í flokknum hefur hald- ið áfram síðan Sotelo varð forsætisráð- herra. Síðastliðið haust fór dómsmála- ráðherrann, Femando Ordones, úr stjóminni og stofnaði nýjan sósíaldemó- kratiskan flokk. Til þess að stöðva flóttann til hægri, sagði Sotelo af sér formennsku banda- lagsins í sumar og tók Lavilla þá við henni. Suarez svaraði þessu með því að ganga úr bandalaginu og stofna nýjan sósíaldemókratiskan miðflokk, sem hyggst styðja sósíalista til valda, þótt hann taki ekki þátt í stjóm þeirra. FLESTAR spár og skoðanakannanir benda til þess,að flokkur sósíalista undir forustu Felipe Gonzales muni vinna mikinn sigur í kosningunum í október, en óvíst þykir þó, að hann fái hreinan meirihluta. Sennilega mun hann geta myndað stjórn með stuðningi ýmissa smáflokka. Gonzales er sagður vinsælasti stjórn- málamaður Spánar um þessar mundir. Flokkur hans er hvergi nærri eins róttækur og hliðstæðir flokkar í Frakk- landi og á Ítalíu. T.d. mun hann ekki beita sér fyrir teljandi þjóðnýtingu, ef hann nær völdum. Skoðanakannanir benda til þess, að næst sósíalistum að fylgi komi kosninga- bandalag íhaldsmanna undi.r fomstu Fraga Iribarne, sem eitt sinn var ráðherra hjá Franco, en þótti þá frekar frjálslyndur. Bandalagið, sem hann hefur stjórnað, hefur að undanförnu safnað íhaldssömum kjósendum undir merki sitt, en áður vom þeir margklofn- ir. Sennilega veltur framtíð lýðræðis- stjómar á Spáni nú mest á því, að sósíalistar fái stjórnartaumana og reyni að koma á hægfara umbótum og lagfæringum á embættismannakerfinu. Starfsmannafjöldinn hjá ríkinu er sagð- ur óeðlilega mikill. Embættismenn frá tíð Francos eru flestir enn í störfum, en nýjum hefur verið bætt við til að draga úr áhrifum þeirra. Fari þingkosningarnar í október á þann veg, að ekki verði hægt að mynda sæmilega starfhæfa stjórn eftir þær, getur lýðræði og þingræðið orðið skammvinnt á Spáni. Það yrði vatn á myllu hægri aflanna og þá ekki sízt hægrisinnaðra hershöfðingja, sem bíða eftir því að þeim heppnist næsta tilraun betur en sú, sem þeir reyndu í febrúar 1981. Kommúnistar hafa boðið sósíalistum að styðja stjórn þeirra, ef til kæmi, en það boð hefur verið afþakkað. Það hefur engu breytt í þessum efnum, þótt svokallaðir Evrópu-kommúnistar, sem eru í andstöðu við Sovétríkin, ráði ferðinni hjá kommúnistum. Hins vegar þykir líklegt, að Gonzales leiti stuðnings þjóðernissinna í Katalón- íu og Baskahéruðunum og muni senni- lega fá hann. Að sjálfsögðu eru undanskilin samtök öfgamanna í Baska- héruðunum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar f réttir I Pólland: Brynvagnar á götum úti — búist við óeirðum á tveggja ára afmæli Einingar ■ Fjölmennt lið lögreglumanna er nú á götum Varsjár, viðbúið mót- mælagöngum þar í dag vegna afmælis Einingar hinna óháðu verka- lýðssamtaka en í dag verður hreyf- ingin tveggja ára. í liði lögreglunnar í Varsjá eru sérþjálfaðar sveitir óeirðalögreglu og er hún búin bílum með sterkar vatnsslöngur auk brynvagna sem sjá má víða um borgina, einkum á þeim stöðum þar sem mótmælendur eiga að safnast saman. í flestum borgum Póllands mun vera rólegt en fregnir frá Gdansk herma að þar liggi spenna í loftinu og að ástandið þar sé ótryggt. Sala á áfengi hefur verið tak- mörkuð ennfremur næstu þrjá daga um allt landið, og dagblöð hafa á ný beðið fólk um að taka ekki þátt í mótmælunum. Jaruzelski leiðtogi Póllands sagði í yfirlýsingu í fyrradag að ekki yrði þolað að brotið yrði gegn herlög- unum sem ríktu í landinu og tók hann undir aðvaranir til almennings um að taka ekki þátt í mótmælunum. ■ Yassir Arfat leiðtogi PLO- manna hefur yfirgefið Beirut og er á leið til Aþenu í Grikklandi.en í Beirut hafa verið aðalbækistöðvar hans undanfarin 12 ár. Þess er vænst ARAFAT FER FRÁ BEIRÚT — um 8000 PLO-merm hafa verið fluttir á brott að hann haldi frá Aþenu til Túnis þar sem komið verður á fót öðrum aðalbækistöðvum PLO. Fyrr um daginn í gær voru 150 sárir PLO-menn fluttir frá Beirut og hafa nú alls um 8000 PLO-menn horfið á braut frá Beirut en reiknað er með að brottflutningi þeirra ljúki í dag eða á morgun. Sýrlendingar eru einnig byrjaðir að flytja hermenn sína frá Beirut og í gær fóru fjórar bílalestir þeirra, um 1500 manns og búnaður þeirra, áleiðis til Bekaa dalsins þar sem þeir verða staðsettir fyrst um sinn. Eftir því sem fækkar í liði PLO og Sýrlendinga hefur líbanski herinn flutt sig inn í vesturhluta Beirut og komið sér upp stöðvum þar. Leiðtogar arabaríkjanna munu koma til fundar næsta mánudag þar sem rædd verða langtíma áhrif innrásar ísraels inn í Líbanon, og hugsanlegan frið fyrir botni Mið- jarðarhafsins. I Yassir Arafat leiðtogi PLO er farinn frá Beinit. Ingrid er látin ■ Sænska leikkonan Ingrid Berg- man er látin. Hún lést í gær að heimili sínu í London, 67 ára að aldri aðeins einum degi eftir afmæli sitt Lát hennar fyigdi í kjölfar langvar- andi baráttu við krabbamein. Bergman hafði þegar getið sér gott orð í heimalandi sínu áður en hún flutti til Hollywood snemma á fimmta áratugnum en þar varð hún fljótt heimskunn leikkona fyrir leik í myndum eins og Casablanca og For Whom The Bells Toll. Bergman hlaut alls þrenn Óskars- verðlaun á ferli sínum þ.a.m. fyrir leik sinn í myndinni Murder On The Orient Express en sú mynd var sýnd hérlendis fyrir ekkí all löngu síðan. Hryðjuverkamenn koma fyrir rétt ■ Þeir þrír hryðjuverkamenn sem lögreglan í París handtók á laugar- dag komu fyrir rétt í gærkvöldi. Fólkið, tveir karlmenn og ein kona, hafa öll írsk vegabréf og talið er að þau tilheyri IRA. Ekki var vitað í smáatriðum í gærkvöldi hverjar kærumar voru á hendur þessa fólks en athygli vakti • að tilkynningin um handtöku þeirra á laugardag kom frá forsetahöllinni og þykir það benda til að hér séu á ferðinni stórkarlar á þessu sviði. Franska lögreglan hefur einnig handtekið ítalskan mann og er talið að hann sé einn af frammámönnum í Rauðu herdeildunum svokölluðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.