Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 4
4 áUNkúDÁGtJR 19. SEPTEMBER 1982 ■ Ætli mönnum þætti það ekki góðar fréttir ef þeim væri skýrt frá því að til væri tækni, byggð á einfaldri reiknings- aðferð, sem upplýst gæti um líðan þeirra, andlega sem líkamlega, um alla framtíð? Er ekki sennilegt að menn yrðu uppveðraðir ef þeir vissu að hægt væri að segja fyrir um með nákvæmri vissu hvaða dagar í framtíðinni væru ákjósan- legastir fyrir til að mynda íþróttakeppni, leikhúsferðir, áhættusamar fjárfesting- ar, próf, - nú eða tilhugalíf? Sannarlcga hljóta menn að svara játandi. En er slík tækni til? Hefur vísindum farið svo skjótt fram? Þessum spurning- um verður að svara neitandi. Vísindi nútímans vita hreint ekkert af slíkri tækni. Á hinn bóginn er þess að geta að til eru þeir menn, oft mjög hávaðasamir, sem kjósa að svara þessum spurningum játandi. Þeir segjast hafa uppgötvað slíka tækni og beitt henni með góðum árangri um áratuga skeið. Og þeir hafa ,■ ' ■ Vinna íþróttamenn fremur afrek á „virkum dögum“ lífsferlakorts sins? Athuganir sýna að svo er ekki. Vísindi eða vitleysa? ekki verulegar áhyggjur af því að nútíma vísindi viðurkenna ekki kenningar þeirra. Mættu ekki Galíleó og Darwin fordómum á sinni tíð og hlutu þó á endanum uppreisn? Sagan mun endur- taka sig, segja þessir menn. Og þótt vísindin dæmi þá í útlegð gengur þeim þokkalega að selja vörur sínar: bækur, kort, reiknivélar og ráðgjöf. Þeir eru meira að segja komnir tl íslands. „Biorhythm“ Sú kenning sent hér er til umræðu heitir á erlendum málum „biorhythm", stundum ’.iefnd „bióryþmi" á íslensku, en við munum nefna lífsferlakenningu. Hugmyndin er sú að æviskeið sérhvers einstaklings einkennist af þremur óbreytilegum hringrásum eða ferlum sem byrja við fæðingu og lýkur við dauða. Einn nefnist líkamsferill og stendur yfir í 23 daga. Annar nefnist tilfinningaferill og varir í 28 daga. Þriðji er nefndur vitsmunaferill og stendur í 33 daga. Fyrri hluti hvers tímabils er virkir dagar ferlanna, seinni hluti óvirkir dagar. Líkamsferill ræður líkamsþrótt og heilsu. Fyrri hluti hans er heppilegur fyrir áreynslu og íþróttir, en seinni hluti að sama skapi óheppilegur til slíkrar iðju. Tilfinningaferill ræður tilfinninga- lífi, sköpunargáfu og umhyggjusemi. Fyrri hluti hans er heppilegur til ásta og vinafunda eða tii að sækja leikhús og listasöfn, en seinni hluti óheppilegur til slíks. Vitsmunaferill ræður eftirtekt, minni, frumleik og skilning. Þegar virkir dagar hans standa yfir er t.d. við hæfi að þreyta hvers konar próf og reyna við erfið úrlausnarefni. Það skyldu menn aftur á móti forðast þegar óvirka daga þessa ferils ber upp því árangur verður lítill eða enginn. Kenningin segir ennfremur að það tímabil þegar virkir dagar taka við af óvirkum - og öfugt - séu sérstaklega varasamir og kallar þá varúðardaga eða hættudaga. Þá verða flest óhöpp í mannfélaginu og því eins gott áð vita fyrir fram hvenær þá ber upp á æviskeiði einstaklinga. Sérstaklega varasamir þykja þeir dagar þegar tveir lífsferlar eða allir þrír eru að breytast samtímis, þ.e. skipti að verða á virkum dögum og óvirkum. í því skyni að átta sig á varúðardögum og vita hvenær upp ber virka eða óvirka daga líkama, tilfinninga og vitsmuna, er gert línurit eða kort af lífsferlum viðkomandi einstaklings. Til grund- vallar er lagður fæðingardagur hans ásamt dagafjölda líkamsferlanna: 23, 28 og 33. Upphaf kenningarinnar Kenningin um lífsferlana á rætur sínar að rekja til þýskrar talnadulspeki (numerológíu) nítjándu aldar. Talnadul- speki hefur löngum verið mönnum hugðarefni og mörg glæsileg og hugvit- samleg kennikerfi á henni reist. Eitt dæmið er sagnfræði Einars Pálssonar. Gallinn er bara sá að allar byggingar talnadulspekinga-þ.á.m. kenningin um lífsferlana - eru reistar á sandi - og- væntanlega eru lesendur sammála um að það sé ekki traustvekjandi. Höfundur lífsferlakenningarinnar var þýskur læknir, Wilhelm Fliess að nafni. Fliess þessi varð af einhverjum ástæðum heillaður af tölunum 23 og 28 og taldi að öll fyrirbæri lifandi náttúru væru bundin tveimur ferlum eða hringrásum: 23 daga karlhring og 28 daga kvenhring. Hann dundaði við að finna út margs- konar talnamynstur þar sem tölurnar 23 og 28 voru lagðar til grundvallar. Um þessa útreikninga sína og ályktanir sem hann taldi sig geta dregið af þeim samdi hann mikla doðranta. Höfuðrit hans Der Ablauf des Lebens: Grundlegung zur Exaktcn Biologie kom út í Leipzig árið 1906. Þar reyndi hann að styðja lífsferlakenningu sína rökum sem hann sótti í einkennileg talnasambönd lifandi náttúru. Freud slæst í hópinn Fliess var ekki einn um að vera sleginn blindu af talnamynstrum sínum. Náinn vinur hans, sálfræðingurinn Sigmund Freud, var um skeið sannfærður um að kenning Fliess boðaði þáttaskil í líffræði. Hann trúði því t.d. um hríð að hann mundi látast 51 árs að aldri með því 23 + 28 = 51. Fliess hafði sagt honum að þctta væri hættulegasta ár hans og sjálfur segir Freud í bók sinni um draumaráðningar að 51. aldursárið sé sérstaklega hættulegt karlmönnum (raunar lést Freud ekki fyrr en á 83. aldursári). Fleiri mönnum en Freud þótti mikið til talnadulspcki Fliess koma. í þeim hóp voru t.d. sálfræðingurinn Hermann Swoboda og Alfred nokkur Teltscher, sem lögðu sitt af mörkum til kenningar- innar. Swoboda fann upp hagkvæma reikningsaðferð til að staðsctja varúðar- daga og Teltscher bætti við 33 daga vitsmunaferlinum eftir langvinnar rannsóknir. Kenning Fliess mætti líka andstöðu í Þýskalandi. Kunnur læknir, J. Aelby, skrifaði bók þar sem hann reyndi að hrekja hana með fræðilegum rökum. Flestir vísindamenn, þ.á.m. samstarfs- menn Fliess, létu sér aftur á móti fátt um finnast og töldu slíka talnaspeki ekki umræðuverða. En kenningin hefur lifað af andmæli og þagnir. Nýtt blóntaskeið hennar, sem enn stendur, hófst í Bandaríkjunum upp úr 1961 þegar út kom bók Hans J. Wernli Biorhythm, og síðan bók George Thommen Is This Your Day?, sem varð metsölurit. Hvað réð dagafjöldanum? Ekki er Ijóst hvers vegna tölurnar 23 og 28 og síðar 33 voru upphaflega lagðar lífsferlunum til grundvaliar. Gögn Swo- boda og Teltscher um það efni, hafi þau verið til, eru glötuð og ekki verður það ráðið nákvæmlega af verkum Fliess. 28 daga kvenhringurinn sem Fliess bjó til gæti bent til þess að hann hafi tekið mið af tíðahring kvenna. En í því viðfangi er ástæða til að benda á að ekki má rugla saman þeim óbreytilegu lífsferlum sem hér eru til umræðu og margs konar raunverulegum ferlum í líkama manna, s.s. tíðahring kvenna og því um líku, enda eru þeir af öðru tagi og breytilegir eftir einstaklingum. Þegar formælendur lífsferlakenningarinnar segja að þeirra lífsferlar séu af sama tagi og ýmsar hringrásir í líkama manna, fara þeir með staðlausa stafi. Engin líffræðileg rök styðja lífsferlakenninguna. Hún er tóm talnaspeki. Kosturinn við „biorhythma“ sem kenningu Kenningin um lífsferlana hefur einn kost umfram aðra talnadulspeki og hindurvitni af ýmsu tagi: hana má prófa með athugun. Það má t.d. kanna hvort íþróttamenn vinni afrek sín á virkum dögum líkamsferils, hvort menn lendi í slysum á varúðardögum sínum, standi sig betur að leysa verkefni á virkum dögum vitsmunaferils o.s.frv. Og slíkar athuganir hafa verið gerðar. Helgar- Tímanum er kunnugt um a.m.k. 30 slíkar rannsóknir. Enginn þeirra hefur getað staðfest kenninguna. Þá má spyrja: Á hverju byggja formælendur kenningarinnar staðhæf- ingar sínar? Það er einkum tvennt sem þeir færa fram: í fyrsta lagi segja þeir að komið hafi í ljós að slys og dauðsföll nafngreindra manna hafi orðið á varúðardögum þeirra, og megi sanna það með því að athuga lífsferlakort þeirra. Þessi röksemd er auðvitað ótæk. Valin dæmi sanna aldrei neitt. Hvað um öll hin tilvikin þegar menn dóu t.d. á virkurn dögum líkamsferils? Hitt atriðið sem formælendur lífsferla- kenningarinnar benda oft á, er að rannsóknir sýni að marktækur fjöldi slysa verði á varúðardögum einstaklinga í samanburði við slys á öðrum dögum. Staðhæfingar athugaðar Terence M. Hines, tilraunasálfræð- ingur við Cornellháskóla, sem gert hefur vandaðar athuganir á fullyrðingum um lífsferlana segir að þær rannsóknir sem átt sé við og nefndar eru í auglýsingum og bókum formælenda kenningarinnar séu af þrennu tagi. í fyrsta lagi rannsóknir sem ógerlegt cr að hafa upp á með því að ckki er vísað til heimilda en staðhæfingar einar látnar duga. Til dæmis má nefna þá algengu fullyrðingu að rannsóknir í Japan hafi sýnt að 60% slysa verði á varúðardögum. Hér er um uppspuna að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.