Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 21

Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 21
Háværar mótmælaraddir ýmissa blaða og samtaka ■ „Allt er í heiminum hverfult," segir þar og það á við í Bretlandi þessa dagana, eftir að hljóðbært varð að biskupinn af Chester, Michael Baughen, og sálmabókarnefnd hans hefur borið upp fáheyrða tillögu: Þeir vilja breyta textanum við sjálfan þjóð- söng Breta „God save our gracious Queen“ og færa hann til nútímalegra horfs. Sem ekki er að undra hcfur tillagan mælst misjafnlega fyrir! Menn þykjast sjá í þessu árás á konungdóm- inn og ættjörðina. Sálmabókarnefndin vill strika út úr þjóðsöngnum gunnreifustu og þjóð- emissinnuðustu línurnar og setja inn í staðinn frómar óskir um að Bretar verði sanndyggðugir, ósjálfselskir og guðræknir. Hæstu mótmælaraddirnar koma úr röðum ýmissa íhaldssamra félaga og hópa, en ná þó inn í raðir miklu fleiri. Andmælabréfin dansa á síðum lesendadálkanna í breskum blöðum. Áhrifamiklir hópar í bresku biskupakirkjunni hafa lengi verið þeirrar skoðunar að rétt væri að snúa málinu á sálmum sálmabókarinnar til nútímalegra horfs og í því skyni hefur nefndin gert miklar og margar tillögur um breytingar sem útiloka gegna og góða sálma, sem til þessa hafa verið sungnir. Þar sem þjóðsöngurinn er einnig í sálmabókinni hefur hann líka verið tekinn til skoðunar. Nefndin hefur setið á rökstólum í tíu ár, en er nú að Ijúka störfum. Þarf engan að undra þótt Baughen biskup hafi tekið rösklega til hendinni, þar sem hann efndi á sínum tíma til messu halds með poppsöngvurum og gítar- spili, eins og dæmi hafa gerst víða um lönd á síðari árum, þar á meðal á íslandi. Andstæðingar þessarar hugmyndar hafa bent á að varla lyftist brúnin á Frökkum, ef einhverjir vildu fara að yrkja upp franska þjóðsönginn, „Marsilíubraginn“, eins og íslendingar hafa kallað hann stundum. Er þó texti franska þjóðsöngsins miklu herskárri og blóðlyktin af honum stækari en af þeim breska. En hvernig mundi svo þjóðsöngur Breta hljóma ef af breytingunni verður. Hér er dæmi til samanburðar: „Send her victorious Happy and glorious Long to reign over us God save the Queen“ Sálmabókarnefndin telur þetta nett- ast sungið svona: „Guard us in liberty ■ Hxtta Bretar að biðja Guð að senda drottningu sinni sigurinn? Bless us with unity, Save us from tyranny, God save the Queen;“ Úr næsta erindi vill nefndin fella burt línumar um féndur þjóðarinnar: „Frustrate their knavish tricks" (Bregð fæti fyrir vélráð þeirra) og í staðinn komi lína sem mætti útleggjast „Forða oss frá eigingiminni." Margir hafa hent gaman að þessum hugmyndum kirkjunnar manna og leiðari í Daily Telegraph á dögunum bar einrriitt yfirskriftina: „Knavish tricks" og einn lesenda sagði í bréfa- dálknum: „Herra ritstjóri! Bregðum fæti fyrir vélráð prestastéttarinnar! Guð blessi drottninguna! Megi hún verða sigursæl um aldur og ævi.“ (Bresk lesendabréf hafa þann kost að þau eru oft fyndin - og stutt.) Til þess að gera illt verra stóðu deil- umar um þetta atriði meðan Falklandseyjadeilan stóð hvað hæst og sem nærri má geta mæltist það ekki of vel fyrir þá dagana að draga vígtenn- urnar úr hinum „gamla og góða“ þjóð- söng Breta. ■ Mörgum þykir sem tönginni sé stefnt að enn einni af fáum tönnum Ijónsins breska með því að þynna út þjóðsönginn með friðarbænum. Nú vilja þeir yrkja upp breska þjódsönginn SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 erlend hringsjá ■ Þcgar lögreglumenn grófu upp 25 lík á bakka Feather-fljótsins í Sutter héraði í norður Kaliforníu árið 1971, leið ekki á löngu þar til Juan Corona nokkur, sem var verkstjóri á búgarði í grendinni var ákærðurfyrirglæpina, en þarna var um að ræða eitt yfirgrips- mesta fjöldamorðmál í sögu Bandaríkjánna. Þeir myrtu, sem flestir voru flækingar og fylliraftar, höfðu verið drepnir með öxi og sumir sundursaxaðir. Á eftir höfðu þcir verið grafnir í grunnum gröfum í plómu og ferskjubeðum nautgripabús John L. Súllivan. Nú, ellefu árum síðar, á Kaliforníuríki í mestu vandræðum með að byggja sakfellinguna á hendur Corona upp, vegna ruglingslegs vitnisburðar. Réttarhöldin hafa kostað 5 milljónir dollara og málið hefur verið tekið upp tvívegis. Fyrir níu árum ákvað kviðdómur eftir miklar vangaveltur að sýkna Corona með sjö atkvæðum gegn fimm. Er svo að sjá sem það hafi ráðið úrslitum að vörnin kallaði ekki til nein vitni, heldur treysti á það að sækjandinn gat ekki byggt á neinu nema mjög handahófskenndum sönnunargögnum: ekki tókst að leiða neinn fram sem kvaðst hafa séð Corona drepa einn né neinn eða grafa. Nafn Corona fannst þó á kvittunum vegna kjötkaupa sem fundust í gröfum tveggja hinna myrtu. Slátrarahnífar og öxi, auk gallabuxna og nærbuxna, sem ataðár voru í blóði fundust líka á MORBMALIB SEMVARÐAÐ ÆVISTARFI heimili hans, ásamt lista þar sem á voru rituð nöfn sjö fórnarlambanna. Ekki komu bófaflokkarnir á þessum tólum þó heim við blóðflokka fórnarlambanna og ekki gat sækjandinn bent á neitt þaðsem hefði getað leitt Corona til slíkra verka. Þá er að geta um öll þau mistök sem áttu sér stað við tilbúning málsins: Menn rugluðust í því úr hvaða gröf hvert líkanna kom og enn láðist mönnum að taka fingraför af líkunum, svo dómarinn ræddu um vanhæfni við undirbúninginn og ófullnægjandi vinnubrögð. Einn lögfræðingur úr hópi sækjenda ræddu um „vafa“ á sekt Corona. Málinu var áfrýjað og 1978 þótti réttinum mikill vafi leika á sckt Corona. Þegarþarvarkomiðviðsögu höfðu ýmis sönnunargögn horfið út í veður og vind, - rottur höfðu komist í fingurgóma af sumum líkanna sem voru varðveittir, blóðsýni voru orðin ónýt og fjögur mikilvæg vitni voru dauð. Eitt var horfið og fannst ekki. Þetta hefur þó ekki komið í veg fyrir að rannsókn málsins hefur orðið að nokkurs konar atvinnugrein. Lögmenn þeir sem unnið hafa að nýjustu réttarhöldunum, sem hófust í mars síðastliðnum, voru enn í skóla, þegar Corona var fyrst handtekinn Enn eru til reiðu 1300 hlutir sem sönnunargögn og 175 vitni og til þess að lesa úr öllu saman er skari lögfræðinga á þönum fyrir báða málsparta. Hefur allt gramsið verið flutt borg úr borg í norður Kaliforníu, þar sem sú athygli sem málið hefur vakið hefur orðið til þess að ekki er frítt fyrir blaðamönnum og öðrum áhugamönnum um framgang þess. Kaliforníuríki hefur þurft að bera mikinn kostnað vegna þessa, en ríkið greiðir hótelreikningana fyrir lögmenn sóknar og varnar og hefur auk þess kostað margar ferðir lögmannanna til London, þar sem þeir hafa sótt góð ráð til sérfræðinga Scotland Yard. Vitni eru flutt vikulega frá Sutterhéraði til réttarhaldanna með tveimur litlum flugvélum í eigu lögreglunnar, sem nú ganga undir nafninu „Corona Airlines". Sumir lögfræðinarnir hafa unnið í málinu í allt að 11 ár, líkt og Judge Patton, sem segir: „Þetta eru ekki málaferli, þetta er ævistarf." Vörnin þykist nú eygja von framundan í því að það hafi ekki verið Corona sem ódæðin framdi, heldur bróðir hans, Navidad. Navidad var eigandi kynvillingaklúbbsins í hérðinu sem bar nafnið „Guadaljara Café“. Hann flýði til Mexico árið 1970, eftir að rétturinn hafði skipað honum að greiða einum viðskiptavina sinna 250 þúsund dala sekt, en Navidad hafði sært manninn með hnífi fyrir að hafa færst undan ástleitni hans. Einn lögfræðinganna í vörninni heldur því fram að Navidad hafi verið geðbilaður af völdum sárasóttar og að hann hafi sótt heim til Sutter héraðs í þeim tilgangi að fá þar hefnt fyrir þá niðurlægingu sem hann varð fyrir, en hann lék minnimáttar aðilann í mökum við aðra öfugugga. Margir hinna myrtu voru með buxurnar á hælunum í gröfum sínum. Navidad hefur þverneitað að hafa verið neitt við málið riðinn, þótt ekki hafi hann komið heim til þess að bera vitni við réttarhöldin. Nafn hans hafði verið höggvið á grafstein fjölskyldu hans í Guadaljara og mun hann hafa hugsað sér að láta líta svo út sem hann SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 erlend hringsjá væri dauður, en læknirinn sem gaf út dánarvottorð mun aldrei hafa óskað eftir að sjá líkið. Lögfræðingarnir sem frá því í mars sl. hafa orðið að þreyja í heitum og gluggalausum réttarsölunum eru nú að reyna að gera sér mynd úr þeim gögnum sem safnast hafa þennan tíma. Margir geta sér þess til að ekki muni hafast annað upp úr krafsinu en kviðdómur sem ekki veit sitt rjúkandi ráð. Vandi er að spá um hvaða afleiðingar það hefur fyrir Juan Corona. Annað hvort verður hann dreginn fyrir réttinn enn að nýju eða þá að hann verður látinn laus. En hvor leiðin sem verður valin, þá er víst að hann er bugaður maður. Eitt sinni var hann frísklegur og sólbrunninn, en nú er litarháttur hans öskugrár. Þótt hann sé aðeins 49 ára, þá hefur hann þrívegis fengið hjartaáfall og hefur misst sjónina á öðru auganu eftir að á hann var ráðist með hnífi. Brot úr rakblaði er fast undir hornhimnu hins augans. Fjögur fórnalambanna þekktust aldrei og tíu þeirra hefur enginn vitjað um. Líkin eru grafin í kirkjugarði nærri Feather-fljóti og á grafsteininum stendur: „Hér liggja fjórtán j arðarbörn, - fjögur þeirra þekkir Guð einn.“ ■ Corona er bugaður maður á sál og líkama. ■ Eftir allar þær hrellingar sem uppþot, fæðuskortur, lítil iðnaðar- framleiðsla og fleira hefur valdið honum, virðist Jaruselski hershöfð- ingi finna frið og sátt hjá þessum gæflynda hesti í Siedlce, sem er hérað um 150 km. austan Varsjár. Hreint og ferskt sveitaloftið finnst höfðingja herlaganna að vonum þægilegra en táragaseimurinn í höf- uðborginni. Hann er þama á ferð til þess að kynna sér ástandið í landbúnaðinum, en uppskera sumarins mun nú komin undir þak í Póllandi, þótt vafi leiki á að hún muni hrökkva til að seðja þá mörgu svöngu munna sem í land- inu eru. En þrátt fyrir sveitakyrrðina mun Jaruselski ekki ganga að því gruflandi að á gullnum kornökrum, í heyhlöðum og við stalla nautgrip- anna á þúsundum bændabýla kraum- ar óánægjan. Sveitaarmur „Samstöðu" sem varð til nokkru eftir að áhrif þjóðvakning- arinnar höfðu farið um borgir og bæi iðnaðarhéraða Póllands fyrir tveimur árum, lætur ekki mikið á sér kræla þessa dagana. Þegar leið- toginn Jan Kulaj lýsti því yfir að hann væri tilbúinn að starfa sam- kvæmt þeirri línu sem Jaruselski lagði fyrir, yfirgáfu gamlir fylgismenn hans hann þegar. Flokkar vélfræðinga frá hernum hafa að undanförnu verið á ferð um sveitirnar til þess að gera við ýmiss konar landbúnaðartæki. Ekki er þó sennilegt að þeim heppnist að gera einnig við þær rifur sem dottnar eru á bjartsýni almúgans sem reis svo hátt á uppskerutíma tveggja fyrri ára, þótt ekki safnaðist þá í hlöður það magn sem menn vonuðust eftir. Jarnselski leitar______ huggunar hjá Blesa gamla 21 ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN (^clclc Ct HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 Hríseyingar, Hríseyingar Hríseyingamót verður haldið í átthagasal Hótel Sögu, laugardaginn 2. október 1982. Þeir sem hafa hugsað sér að ná í miða verða að hafa gert það í síðasta lagi fyrir 25. sept. n.k. Hafið samband sem fyrst við: Þorstein Þorvaldsson, Laugavegi 80, í síma 10259 Sigurð Brynjólfsson, í síma 86481 Valgerði Magnúsdóttur í síma 66610 Önnu Fjalarsdóttur í sma 85370. Skrifstofustörf Skattstjórinn í Reykjavík óskar að ráða starfs- menn í eftirtalin störf: Bókhaldseftirlit og skattrannsóknir. Skattendurskoðun atvinnurekstrarframtala. Skattendurskoðun almenningsframtala. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, þurfa að hafa borist Skattstofunni í Reykjavík fyrir 25. september n.k.. AUKIN LANAKJOR A ■ " ' ■ :■ • 4 - 1» » Nú geta allir eignast WARTBURG - Stóra bílinn á lága verðinu, með sérstökum lánakjörum. STÓR - HÁR - STERKUR Þeir sem kaupa einu sinni íruJrij kaupa hann aftur og aftur. TRABAIMT/WARTBURG UMBOÐIÐ Ingvar Helgason Sýningarsalurinn v/Rauðagerði, sími 33560 í 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.