Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 12
SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 ■ Það var á nöpru fímmtudagskvöldi í nóvember. Ted Tolwinski sat í stofunni heima hjá sér skammt frá Chicago í Bandaríkjunum og horfði á „The Deer Hunter“ eða „Hjartarbanann“ í sjónvarpinu. Hann hallaði sér fram og fylgdist nákvæmlega með þegar tveir bandarískir hermenn Michael og Nick, (leiknir af Robert De Niro og Christopher Walken), sem handteknir höfðu verið af hermönnum andstæðinganna og hafðir í óskemmtilegum fangageymslum, voru neyddir til að hætta lífi sínu í rússneskri rúllettu. Föngunum tókst loks að sleppa úr haidi, og undir lok myndarinnar horfði Tolwinski á annað atriði, sem var jafnvel enn óhugnanlegra; þegar Michael (De Niro) kemur til Saigon og hittir þar Nick félaga sinn (Walken), sem var þá orðinn heróínsjúklingur, í búllu, þar sem hann er sjálfviljugur að leika rússneska rúllettu. Það fer hins vegar á annan veg en í fyrra skiptið; Nick fær kúlu í hausinn og er allur. Tveimur dögum síðar, á laugardagskvöldi, fór Tolwinski ásamt gömlum félaga sínum út á lífíð og þeir drukku ótæpilega. Vinurinn var með byssu meðferðis, en þeir geymdu hana í geymsluhólfi bifreiðar Tolwinski á meðan þeir þrömmuðu á milli baranna. Þegar Tolwinski, sem var kvæntur maður og tveggja barna faðir, kom heim seint um kvöldið hafði hann byssuna meðferðis. Hann vakti konu sína, fór síðan fram í eldhús, tók nokkrar byssukúlur úr byssunni og lagði þær á eldhúsborðið. Hann fullvissaði konu sína um að ekkert væri að óttast, lyfti byssunni, beindi henni að höfði sér og tók í gikkinn. Ekkert gerðist. Hann tók aftur í gikkinn. Konan hans reyndi þá að taka byssuna af honum, en Tolwinski fuilyrti áfram að hann væri í engri hættu. Hann horfði í augu konu sinnar, beindi byssunni aftur að gagnauganu og tók í gikkinn í þriðja sinn. Skotið hljóp úr byssunni... ■ Félagarnir Michacl (Robert De Niro) og Nick (Christopher Walken) í Hjartarbananum (The Deer Hunter) KVIKMYNDIR DREPIÐ? GETA Leikið við dauðann Rússnesk rúlletta er sérstæður leikur. Sagt er að hann hafi verið búinn til af hermönnum rússneska keisarans er þeir reyndu að drepa á dreif leiðindum sínum í köldum útkjálkum ríkisins. Einn ntaður lcikur í einu og rcglurnar cru einfaldar; byssa, sem tekur sex kúlur er hlaðin mcð einni kúlu, kúluhölfinu síðan snúið, hlaupinu beint að gagn- auganu og tekið í gikkinn. Sá sem tekur þátt í rússneskri rúllettu þarf að hafa óvenjulega afstöðu til lífs síns. Sá, sem fremur sjálfsmorð, gerir það vcgna þess að hann er leiður á lífinu og vill deyja - eða svo verður að ætla. En þannig er þessu ekki varið í rússneskri rúllettu, heldur er ákvörðun- in um líf eða dauða háð algjörri tilviljun. Sá, sem leikur slíkan „leik“, lætur því tilviljunina eina ráða því, hvort hann lifir lengur eða skemur. Sumir myndu kalla slíka afstöðu hugrekki, aðrir - og þeir eru fleiri - brjálsemi. „Ég er sannfærður um, að þessi alriði í „Hjartarbananum" höfðu áhrif á Ted“, segir einn þeirra, sem þekktu Ted Tolwinski best. „Kannski vildi hann sýna að hann gæti gert þetta, að þetta væri aðeins leikur. Hann var draumóra- maður - hann hefur haldið að hann yrði hetja, að hann gæti sigrað í þcssum leik - alveg eins og gerðist í kvikmyndinni". Dauðinn í kjölfarinu „Hjartarbaninn", hin fræga kvikmynd Michael Ciminos, hlaut fimm Óskars- verðlaun og frábærar viðtökur bæði meðal gagnrýnenda og bíógesta. Sér- hver sá, sem séð hefur myndina, man eftir þessum áhrifamiklu atriðum um rússnesku rúllettuna. Kannski hafa þau reynst of áhrifamikil. í það minnsta er fullyrt, að þessi atriði hafi orðið til þess, að í það minnsta þrjátíu og einn maður hafi, eftir að hafa séð myndina, farið í rússneska rúllettu. Þrír þeirra lifðu tilraunina af, en þegar Ted Tolwinski skaut sig áðurnefnt laugardagskvöld varð hann einn þeirra tuttugu og átta sem gerðu það ekki. „Það var árið 1980 sem við tókum fyrst eftir því að dauðinn sigldi í kjölfarið á Hjartarbananum," segir Linda Talbott, sem starfar hjá Handgun Control Inc., stofnun scm berst fyrir takmörkun skotvopna í Washington. Stofnun þessisafnarblaðaúrklippum um andlát af völdum skotvopna, ogTalbott fór að safna sérstaklega blaðafrásögnum af slysum af völdum rússneskrar rúll- ettu, sem hægt var að tengja við Hjartarbanann. Þessir atburðir hafa vakið umræðu um áhrif kvikmynda og sjónvarps á áhorfendur, um ofbeldi í fjölmiðlum og um það hversu auðvelt er fyrir bandaríska þegna að verða sér úti um skotvopn. í Bandaríkjunum er mikill fjöldi fólks sem eyðir öllum frístundum sínum fyrir framan sjónvarpið. Ljóst er að þetta fólk veröur fyrir miklum áhrifum, ekki síst börn og unglingar. Á venjulegu banda- rísku heimili er sjónvarpið í gangi í sex og hálfa klukkustund á dag - og á mörgum hcimilum er það í gangi jafnt að degi scm nóttu. Það scm sýnt er í sjónvarpinu og kvikmyndahúsunum verður að sameiginlegri reynslu mikils hluta þjóðarinnar; lítil börn apa atriði úr sjónvarpinu eftir í leik sínum, önnur slík atriði verða unglingum til eftir- breytni, enn önnur eru vinsælt umræðu- efni a vinnustöðum og á heimilum. Áhrif sjónvarpsins Talbott og þeir sem cru henni sammála, telja að þegar Hjartarbaninn hafi birst í áhrifamesta bandaríska fjölmiðlinum, sjónvarpinu, hafi það haft dauða margra í för með sér. Myndin var gerð á vegum Universal, en MCA-TV annaðist dreifingu til sjónvarpsins. Myndin var boðin stóru bandarísku sjónvarpsstöðvunum árið 1979, en allar stöðvarnar - NBC, CBS, ABC - höfnuðu myndinni vegna rússnesku rúllettuatriðanna, sem væru ekki við hæfi sjónvarpsins. MCA-TV seldi þá sýningarréttinn til Home Box Office, sem sýndi myndina um allt landið í maí og júní 1980. Myndin var einnig scld til héraðsstöðva svo sem í Chicago, Los Angeles, Filadelfíu, New York, Wash- ington og fleiri stöðum. Stofnunin Handgun Control lét WOR-TV sjónvarpsstöðina í New York vita af deilum þcim, sem sýning myndarinnar í sjónvarpi hafði valdið, þcgar til stóð að sýna myndina í New York. Stöðin tók þá ákvörðun að sýna myndina cngu að síður en að vara áhorfendur við áður en sýningin hófst. „Tvcir létu samt sem áður lífið með þessum þætti eftir sýningu myndarinnar hjá WOR-TV“ segir Talbott. Þrettán ára fórnarlamb Einn þeirra var Freddy Saganowski, þrcttán ára drengur í Trenton, New Jersey. Hann var ósköp venjulegur unglingur og hafði gaman af að veiða og renna sér á hjólaskautum og hjólabretti, og var mjög hrifinn af lögreglumönnum í bandarískum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hetjur hans voru Burt Reynolds og Clint Eastwood. Saganowski-fjölskyldan - Freddy, foreldrar hans og bróðir, sem heitir Johnny - bjuggu í einkennandi mið- stéttarhverfi. Og þar horfðu Freddy og Johnny á Hjartarbanann í WOR-stöð- inni 4. nóvember 1980. „Viðspjölluðum saman um hversu illa var farið með þá í fangabúðunum og um rússnesku rúllettuna," segir Johnny. Tveimur vikum síðar voru þcir bræðurnir einir hcima eftir að þeir höfðu komið heim úr skólanum. Freddy fann byssu föður síns, „Police Special", í klæðaskáp. Hún var óhlaðin. Hann tók eina byssukúlu og setti hana í byssuna. Síðan hélt hann byssuhlaupinu að gagnauganu, horfði á Johnny bróður sinn, sem lá á rúminu og horfði á, og tók í gikkinn. Skotið hljóp úr byssunni. „Ég er viss um að hann fékk hugmyndina við að horfa á myndina“, segir faðir hans, Godfried. „Stundum langaði hann til að sýnast mikill. Hann heíur vafalaust hugsað sem svo, að hann gæti gert það sem hetjunum í myndinni tókst. Vildi vera töffari, sýna bróður sínum að hann væri kaldur karl“. Eftir þetta hörmulega slys tóku vinir Freddys í skólanum sig saman ásamt einum kennaranum og efndu til mót- mæla gegn ofbeldi í sjónvarpinu. Þeir fóru jafnvel í hópferð til WFAT-TV stöðvarinnar í Fíladelfíu til þess að mótmæla sýningu á Hjartarbananum þar. „En ráðamenn þar vildu ekki tala við okkur. Þeir lokuðu að sér og ncituðu að hlusta á okkur“, sagði frú Sagan- owski. Fleiri dæmi Listinn yfir þá, sem Handgun Control og fleiri telja að hafi drepið sig vegna þess að þeir sáu Hjartarbanann í sjónvarpi, hefst í febrúar árið 1980. Fólkið á listanum er frá átta ára aldri til 31 árs. Athugun á því hvernig dauða þessa fólks bar að höndum sýnir, að í sumum tilvikum er erfitt að finna beint samband við sýningu Hjartarbanans, en í öðrum tilvikum er Ijóslega um áhrif frá myndinni að ræða. Það á til dæmis við um einn sem lifði af alvarlegt skotsár. Sá heitir Stewart Robinson, í Muncic í Indiana. Hann var tæplega 12 ára gamall þegar hann skaut sig í rússneskri rúllettu — í júní árið 1980. Hann var mikið fvrir að sýna öðrum hvað hann væri kaldur. Hann fór þennan örlagaríka dag með þremur vina sinna að skoða byssur föður sins. Hann sýndi þeim sérstaklega fullhlaðna byssu, „Police Special", sem var geymd þar uppi á hillu. Hann tók fimm kúlur úr byssunni, snéri kúluhólfinu, beindi byssunni að höfði sér og tók í gikkinn. Byssukúlan fór í gegnum höfuð Stewarts en þótt ótrúlegt sé hélt hann samt lífi. Hins vegar er hann enn að nokkru lamaður á vinstri hlið. Hann hefur lítið viljað segja um hvers vegna hann gcrði þetta, og læknar hafa sagt fjölskyldunni, að óvíst sé að hann muni nokkru sinni geta gert sér grein fyrir því sjálfur. Faðir hans er hins vegar sannfærður um, að kvikmyndin Hjartarbaninn hafi verið ástæðan. „Ég er viss um að hann fékk þar hugmyndina. Hann hafði aldrei heyrt minnst á rússneska rúllettu fyrr en hann sá myndina", segir hann. „Þetta er grín“ Þetta er að sjálfsögðu ekki í fyrsta sinn sem spurningin um áhrif ofbeldisatriða í kvikmynd vaknar. Frægasta dæmið er vafalitið áhrif myndarinnar „Leigubíl- stjóri“(Taxi Driver) á John W. Hinckley, jr., manninn sem skaut á Ronald Reagan til að ganga í augun á aðalleikkonunni í þeirri mynd. En hver er ábyrgð þeirra, sem gera og sýna kvikmyndir sem hafa slík áhrif á einstaka menn? Aðstandendur Hjartarbanans vísa allri slíkri ábyrgð á bug. „Þetta er grín“, segir Joann Carelli, einn af framleiðend- um myndarinnar. „Ég held það sé ekkert vafamál að við crum í fullum rétti að sýna myndina," segir Robert Hart- man, framkvæmdastjóri Chicago-stöðv- ar sem sýndi myndina. En öðrum finnst slík afstaða ábyrgðar- leysi. Dr. Thomas Radecki, sem er formaður samtaka sem berst gegn ofbeldi í bandarískum kvikmyndum, segir: „Þeir geta ekki þvegið hendur sínar af þeim mannslátum, sem myndin hefur valdið. Atriðin í Hjartarbananum, þar sem rússneska rúllettan er sýnd, er bcin hvatning til ofbeldis". (Byggt á American Film).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.