Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 23
■ Jón Ottar Ragnarsson er kunnugur heimi vísindamanna og þangað sækir hann efnið í skáldsögu sína „Strengjabrúður.“ Listaverkabók Þórarins B. Þorlákssonar kemur nú út hjá Helgafelli ■ Frá Helgafelli er vert að geta sérstaklega um þrjár bækur á bókamark- aði haustsins, sem forvitni munu vekja. Eru þær þessar: Listaverkabók Þórarinn B. Þorláksson Bókin verður með sama sniði og fyrri listaverkabækur Helgafells. Guðrún Þórarinsdóttir ritar grein um föður sinn og Valtýr Pétursson listmálari og gagnrýnandi skrifar um listamanninn Þórarin og verk hans. í bókinni verður fjöldi heilsíðu litmynda af verkum Þórarins sem Valtýr Pétursson hefur valið. Þórarinn B. Þorláksson var fæddur 1867. Á árunum 1895-1902 stundaði Þórarinn málaranánt við Lista- háskólann í Kaupmannahöfn. Hann lést 1924. Þórarinn var því einn af aldamóta- málurunum og verða verk hans á sýningunni Scandinavia Today, sem haldin verður í Bandaríkjunum nú í september. Ferðin til sólar Fyrsta Ijóðabók Hjördísar Einars- dóttur, sem er húsfreyja vestur í Dölum. Hefur Hjördís búið þar um nokkurra ára skeið og fjalla ljóðin um viðbrögð hennar við að flytjast úr borginni í sveit. Strengjabrúður Fyrsta skáldsaga Jóns Óttars Ragnars- sonar. Á yfirborðinu er þetta spcnnandi saga um ameríska óperusöngkonu og hverju hún fórnar fyrir frama sinn og frægð. í reynd er þetta ekki síður saga um umhverfið og hvernig það mótar okkur. Þetta er saga um metnað og samkeppni vísindamanna um Nóbels- verðlaun, framhjáhald og skilnað og þá félagslegu upplausn sem einkennir okkar tíma. 100 ljóð um Lækjartorg ■ Víkurútgáfan hefur sent frá sér „100 ljóð um Lækjartorg" eftir Gunnar Dal, sem óþarfi er að kynna nánar, en hann er löngu kunnur fyrir heimspekirit sín og skáldskap. Þá kemur nú út að nýju hjá útgáfunni „Spámaðurinn" eftir Kahlil Gibran og birtum við umsagnir nokkurra þekktra íslendinga um þá bók hér: Ævar R. Kvaran „Ef til er sá maður eða kona, sem í hjarta sínu viðurkennir ekki, að hér er á ferð lífspeki mikils manns eða söngur sem fæðist í djúpum sálarinnar, hlýtur sá maður eða sú kona að vera andlega dauð.“ Þetta var sagt í ritdómi í Chicago Post þegar þetta mikla ljóð kom þar fyrst út. Hér er til þess vitnað sökum þess, að þar var mikið sagt í fáum orðum um þetta verk og stendur það í fullu gildi. Það er um Spámanninn eins og allt það sem vel er skrifað og djúpt hugsað að gildi þess eykst með aldri, þvert á móti því sem gildir um grunnt hugsuð ritverk og yfirborðsleg... Sigurður A. Magnússon „Hahlil Gibran dvaldist í Bandaríkj- unum um tuttugu ára skeið og skrifaði margar bækur á ensku meðal þcirra „Spámanninn“ sem er frægasta verk hans og einhver mest lesna bók sem gefin hefur verið út.“ Sigvaldi Hjálmarsson „Kahlil Gibran var kristinn Líbani, reit á enska tungu ekki síður en á móðurmál sitt, arabísku og dvaldist lengi í Bandaríkjunum, allt í senn: skáld, heimspekingur og listmálari. Spámaðurinn er ein besta bók aldarinnar. Hún er slíkur úrvals skáld- skapur að frömuðir hinna og þessara ritskóla lofa hana einum munni.“ ... The Mismeasiiie ofMan Stephen JayGould .Kithot ol B .nr Smce Oarwtf* aiwi n» Ptuutfs Thuwb ■ Nýjasta bók Gould The Mismeasure of Man hefur vakið feikna athygli. ■ Stephen Jay Gould. hans fyrir þróunarsjónarmið þótti ein- kennast af einurð og yfirvegun. Stephen Jay Gould er þeirrar skoð- unar að vísindi verði sumpart að skilja félagslegum skilningi. Vísindamenn eru mannlegir eins og aðrir; fræðileg viðhorf þeirra, stjórnmálaskoðanir og umhverfi geta mótað kenningar þeirra meira en hlutlæg, rökleg yfirvegun staðreynda. Á ritgerðum sínum og í nýju bókinni The Mismeasure of Man sýnir Gould með hvaða hætti slíkur samsláttur getur orðið, hvernig fordómar vísindamanna skekkja jafnvel óafvitandi niðurstöður þeirra og trú þeirra á eigin kenningar sviptir þá gagnrýnni sýn á andstæð sjónarmið. The Mismeasure of Man fjallar um tilraunir vísindamanna á 19. og 20. öld til að mæla andlega hæfileika manna ýmist á grundvelli lamenns útlits, höfðalags, lyndiseinkenna, heilastærð- ar eða árangurs á svokölluðum greindar- prófum. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna telur Gould þessa mælingar- hyggju ranga raunar marklausa frá sjón- armiði yfivegaðra vísinda. Sá kafli bókarinnar sem fjallar um greind og greindarpróf þykir sumum vera síðasta orðið um greindarsálarfræði. Þar standi ekki lendur steinn yfir steini. - GM The Eagle’s Gift. Höfundur: Carlos Castaneda. Útgefandi: Penguin Books. ■ Carlos Castaneda stærir sig af doktorsprófi í mannfræði frá Kalifor- níuháskóla í Los Angeles. Sú doktorsnafnbót er einhver mesti skandallinn í samfelldri sögu mann- fræði sem háskólagreinar með því doktorsverkefni hans um galdrakall- inn don Juan reyndist vera skáldsaga en ekki fræðileg ritgerð. Sumir gengu svo langt, þegar Castaneda hafði verið afhjúpaður sm loddari, að kveða upp dauðadóm yfir mann- fræðinni sem slfkri, og eru enn í gangi ritdeilur um það efni. Eins og aðrar bækur Castaneda er þessi ekki gefin út sem skáldsaga heldur kennd við heimspeki og sálarfræði. En skáldsaga er hún, og það nokkuð góð. Castaneda getur verið snjall og hugmyndaríkur, og á köflum eru bækur hans mjög spennandi lesefni. Þessi bók fjallar enn um ferð Castaneda á vit indjánabyggða í Mexíkó. Þegar hér er komið við sögu fellur það í hans hlutskipti að gerast staðgengill galdrakallsins og indjána- foringjans don Juan, og til að valda þeim starfa leitar hann í forna heima galdra og dulspeki. i 1982-83 EDITI0N æ BfimoN-coPY BESTSELLER N0WUPDATEÐ KORE ENTRIES HMBVERBEF0RE Movies on TV. Ritstjóri: Seven H. Scheuer. Útgefandi: Bantam Books. ■ Hér er komin níunda útgáfan af þessari víðkunnu handbók um kvik- myndir í sjónvarpi. í henni er að finna um það bil þrjú þúsund umsagnir; tveir þriðju hlutar dóm- anna eru birtir í fyrsta sinn og afgangurinn er eldri umsagnir endur- skoðaðar. Þetta er bók sem allir áhugamcnn um kvikmyndir þurfa að hafa nálægt sér, ekki síst myndbandaeigendur. Kvikmyndunum er raðað í stafrófs- röð eftir titlum, helstu leikarar nefndir, leikstjórar, framleiðsluár o.þ.h. Þráður hverrar myndar er stuttlega rakinn og einkunn gefin með stjörnumerkjum. Semsé: hið nýjasta ritverk er hér á ferð. En varla þarf að taka það fram að þessi bók er enginn hæstiréttur um kvikmyndir. Um- sagnirnar gefa vísbendingu, en geta ekki verið endanlegur dómur. Á endanum dæmir hver og einn fyrir sjálfan sig eftir smekk og áhuga. The Fate of the Earth. Höfundur: Jonathan Schell. Útgefandi: Avon. ■ Um þessar mundir líður varla svo vika að bókaforlög í Evrópu og Bandaríkjunum sendi ekki frá sér bók um kjarnorkumálin. Þær eru af misjöfnu tagi; sumar styðja ríkjandi viðhorf stjómvalda um nauðsyn ógnarjafnvægis risaveldanna, fleiri draga það sjónarmið í efa, og enn eru svo bækur sem eru bara glóru- laust kjaftæði og fanatík. Bók Jonathan Schell er öðruvísi og ýkjulaust sagt: hún er besta bókin sem rituð hefur verið um þessi efni. Sumir ritdómarar hafa kveðið svo fast að orði að hér sé komin einhver merkilegasta bók aldarinnar. í sam- ræmi við þetta álit hafa stórblöð Vesturlanda birt kafla úr bókinni s.l. sumar. Örlög jarðar er hugleiðing um mannfólkið á jörðinni andspænis helsprengjunni. Bókin er í senn hcimspekirit, sagnfræði og samtíma- staðreyndir. Schell fer orðum um mátt kjarnorkusprengjunnar og hvernig hún varð til, hvaða afleiðing- ar það hafi ef mannkynið deyr út, um siðferðislega ábyrgð okkar nútíma- manna og hvaða valkosti við höfum. Þetta er bók sem selst hefur í milljónaupplagi. Hún á erindi við alla. Hvenær verður hún þýdd á íslensku? Gore Vklal 'AMBIT lOUS. IMPRKSSIVK, I ?RB.\\|... A NOVEL Í ÍIA7 CHAU.F.NQESTJtL ROÓÍ S ANt) RKASON OF AOCFmnillSTORV /OH.N<»Sfl()h\K VEW STvVfMAf) creaflon Creation. Höfundur: Gore Vidal. Útgefandi: Granada. ■ Loks er þetta meistarastykki komið í pappírskilju. Efnalitlir bókmenntaunnendur hafa þá ekki lengur afsökun ef bókin er ekki komin í hillur eða á lesborð þeirra. Sögusviðið er Miðjarðarhafs - og Austurlönd á hádögum heimsveldis Persa á fimmtu öld fyrir tímatal okkar. Efniviður sem hentar Vidal vel: hann er einhver fremsti skáld- sagnahöfundur nútímans um söguleg efni. En Gore Vidal er ekki aðeins skáld. Hann er ritgerðarhöfundur og stjórnmálamaður. Sem frjálslyndur vinstri maður er hann ötull gagnrýn- andi ríkjandi stjórnarstefnu í Banda- ríkjunum, og enn fremur einn skarpasti athugandi um bandarísk menningarmál. Ritgerðir eftir hann birtast einatt í tímaritinu New York Review of Books, sem er hinn helsti vettvangur upplýstra viðhorfa þar vestra. ■ Ofannefndar bækur fást í bókaverslun Máls og menningar. Tekið skal fram að hér er aðeins um kynningu að ræða, en enga ritdóma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.