Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 30

Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 ■ í árásinni á brynvarða bílinn frá Brink-öryggisþjónustunni létust tveir varðanna. Buudin var gripin er hún reyndi að flýja af vettvangi. ■ Kathy var aidrei nein venjuleg stúlka. AHir gátu verið sammála um það. Hún gat gert hvað sem vera skyldi, sérlega fjölhæf og vel gefín. „Hún hefði getað orðið stórstjama í kvennaíþróttum, því hún hafði slíkan skrokk, að hann minnti á það sem sést í sovéska olympíuliðinu,“ sögðu sumir, en aðrir sögðu: „Hefði hún þrætt götu dyggðanna mundi hún hafa orðið foringi í verkalýðssamtökum eða þá í kvenréttindamálum, - kannske stjórnmáfaskörungur. Það er varla neinn á þingi nú með hennar skörpu hugsun og skipulagshæfíleika. Eg dáist að henni.“ GLÆBUR HATURSINS Þetta var sagt um Kathy Boudin, eins og þeir mundu eftir henni sem þekktu hana áður en hún fór í felur fyrir 12 árum, eftir að hafa flúið dösuð og hálfnakin eftir sprengingu sem drap þrjár manneskjur. Á síðasta ári kom hún cnn fram á sjónarsviðið, flækt í þjófnaðarbras, sem kostaði fjóra lífið. Þeir talsmenn hennar, sem minnast hennar svo hlýlega hér að framan, eru frændi hennar, sá víðkunni dálkahöf- undur I.F. Stone og vinur hennar, dr. Bcnjamin Spock. Kathy ólst upp í því besta umhverfi sem hugsast má við bandarískar aðstæð- ur og hcfði margur mátt öfunda hana af. Móðir hennar var skáld og naut mikils dálætis í hópi bókmenntamanna og lesenda skáldskapar á Manhattan og réði því glæsileiki persónu hcnnar og frábærir vitsmunir. Kathy var enn barn að aldri, þegar faðir hennar, málafærslu- maðurinn Leonard Boudin, varð hetja amerískrar frjálslyndis stefnu vegna ■ Kathy Boudin á leið til fangaklefa síns nú fyrir skömmu. baráttu hans gegn nornaveiðum Mc- Carthys á kommúnistum. Á árunum cftir 1960 varð Leonard Boudin að samnefnara fyrir frjálsa hugsun vegna frábærrar framgöngu sinnar við vörn almennra mannréttinda. Hann baröist af snilld gegn ákæruvald- inu í málum eins og „Berriganmálun- um“ (róttækir prestar sem börðust gegn stríðinu í Víetnam) og varði Daniel Ellsberg vegna Pentagon skjalanna. Þá gat hann sér mikið orð í máli dr. Benjamin Spock, en hann og kona hans urðu nánir vinir foreldra Kathy. Námshestur Kathy gat með réttu verið stolt af nafni fjölskyldu sinnar og stjórnmálaleg- um og menntunarlegum bakgrunni hennar. Þegar sem unglingur tók hún þátt í að skipuleggja herferð í þeim tilgangi að bæta kjör fátæklinga f Harlem. í skóla sínum Bryn Mawr, var hún álitin frábær nemandi (Hún hlaut ágætiseinkunn og valdi rússnesku sem aðalgrein) og persónuleiki hennar þótti mjög kröftugur og seiðmagnaður. Hún tók þátt í að skipuleggja ráðstefnur í skólanum um efni eins og mannréttindi og stríðið í Víetnam og fékk til ráðstefnanna fremstu stjórn- málarithöfunda og hugsuði þess tíma. í fyrsta bréfinu sem hún ritaði heim til foreldra sinna lét hún þcss getið að svarta vinnuliðið við skólann væri á ófyrirgefanleg lágum launum og að stúdentarnir væru illa upplýstir stjórn- málalega, - cn enginn þeirra læsi New York Times. „Þetta þarf að breytast," sagði hún og tók til við að ráða hér bót á. Þegar hún var tvítug árið 1964, hélt hún til Clevcland þar sem hún hugðist vinna að málefnum fátæklinga í stúd- entaverkefni. Þar var hún kynnt fyrir dr. Spock, og í minningu hans var hún aðdáanlcg manneskja, afar alvörugefin og full hugsjóna. Hún var alvörugefnari en ég,“ segir Spock“ og ég bar mikla virðingu fyrir þeim sem ætlaði að fara og búa meðal fátæklinganna, en það hefði mér ekki dottið í hug að gcra. Ég minnist þess ekki að hún hafi nokkru sinni brugðið á léttara hjal og hún hló sjaldan." Alvörugefnari og beinskeyttari Stúdentasamtökin sem hún starfaði með „Samtök lýðræðissinnaðra stúd- enta,“ (Students for a Democratic Society) efldust mjög að áhrifum og meðlimafjölda og urðu fyrstu skipu- lögðu æskulýðssamtökin scm einbeittu sér gegn þátttöku Bandaríkjanna í stríðinu í Víetnam. Um citt skeið, - það var árið 1968, - settu samtökin á oddinn að hefja hvorki meira né minna en byltingu frjálslyndisafla í Bandaríkjun- um. Þetta voru öflug samtök og þau höfðu atkvæði að baki sér. Þau áttu sambönd meðal svertingja. Um stund léðu áhrifamiklir stjórnmálamenn þeim eyra, svo sem Eugene McCarthy, Robert Kennedy og George McGovern. Kathy Boudin hlaut sæti rneðal sex þekktustu leiðtoga samtakanna og varð sá þeirra sem hvað mestrar virðingar naut og mest ógn stóð af. Hún var alvörugefnari og beinskeyttari en ruglu- kollar og sjálfumglaðir lausingjar á borð við Jerry Rubin og Abbie Hoffman og margsamsettari og gerð af betra efni en ræðuforkar „Black Power" félagsskap- arins, eins og Hue Newton og Eldridge Cleaver. Þá var hún betur menntuð en áðrir leiðtogar hennar eigin samtaka, eins og Bernadine Dohrn og Mark Rudd. (Bernadine mun hafa kallað sjálfa sig byltingarsinnaðan Marxista, þótt hún hefði ekki lesið einn staf í Marx, að sögn Carl Oglesby, sem var forseti „Samtaka lýðræðissinnaðra stúd- enta“ 1965-1966). Nei, Kathy var engin leið að líta fram hjá, gera brottræka né sveigja undir vilja eins né neins. Hún lagði hjarta sitt og sál í baráttu þess skara ungs fólks sem vonaðist eftir eilífri æsku og frelsi, þar sem ástin ein réði ríkjum en stríð var ekki til. Þetta skyldi verða heimur án leiðinda og vinnuþrældóms og hið vanabundna líf skrifstofuþrælsins og hið hversdagslega hjónaband skyldi vera úr sögunni. Hún vildi finna töfralyFið sem laðaði fram eilíft yndi og æsku og forðaði öllum frá því að þurfa að verða fullorðinn. Hin mikla flóðbylgja skall svo yfir 1968 þegar „Samtök lýðræðissinnaðra stúdenta“ efndu til mikillar samkomu í Chicago og Daley lögreglustjóri barðist við múginn með táragasi og kylfum kvöld eftir kvöld. En svo fjaraði fljóðbygjan út á endanum, þegar tíminn var kominn og aðrar bylgjur skullu yfir á öðrum stöðum. En Kathy Boudin og nokkrir herskáustu félagar hennar höfðu hafist svo hátt upp með bylgju- toppnum að þau urðu eftir í fjörunni, þegar aldan féll frá landinu. „Veðurspámennirnir “ verða til Eftir hamaganginn í Chicago hófu samtökin að klofna og sérstakur hópur myndaðist úr einu brotanna sem nefndi sig „Veðurspámennina". Kjörorðin sem félagarnir tóku sér voru margs konar og þar á meðal „Ameríka logi!“ og „Komið heim með stríðið!“ Nafnið á hópnum var sótt í söng Bob Dylan „Subterranean Homesick Blues“ í línu sem hljóðar svo: „Þú þarft ekki veðurspámann, til þess að sjá hvaðan vindurinn blæs.“ Nafnið glataði nokkru af upphaflegu merking- unni, þegar því var breytt i „Veðurkjall- arinn“. Ástæða breytingarinnar var sú að kenþjóðinni í félaginu líkaði ekki hljómurinn í gamla nafninu. Tilgangur- inn breyttist hins vegar ekki, en hann var sá að koma kapítalismanum í Bandaríkjunum á kaldan klaka. Samkvæmt skýrslum FBl áttu sér stað um 4000 sprengingar í skrifstofubygg- ingum stórfyrirtækja og ýmissa stofnana á árunum 1969-1972. Enginn getur sagt til um hve margar þessara sprenginga voru runnar undan rótum „Veðurkjall- aramanna". Hins vegar fækkaði spreng- ingunum mjög eftir að nokkrir félag- anna sprengdu sjálfa sig í loft upp. Þá höfðust þau við í húsi við 10. stræti í Greenwich Village. Þetta var glæsilegt hús úr múrsteini, sem foreldrar Cathlyn Wilkerson áttu. Þau hjónin voru að heiman. í kjallaranum fengust „Veður- kjallaramenn“ við sprengujsmíðar. En sprengjugeymslan sprakk í loft upp og drap þrjá félaganna. Húsið gjöreyði- lagðist. Cathlyn Wilkerson og Kathy Boudin lifðu hins vegar af og hlupu naktar og miður sín út í myrkrið. Kathy sást ekki í 11 ár eftir þetta. Heillandi athygli „Veðurkjallaramenn" líkt og gufuðu upp eftir þetta. Stríðið í Víetnam var til lykta leitt, herskyldu var aflétt og stríðsfangar komu heim. Menn fengu leið á rock and roll. Nixon var steypt af stóli og æskulýðurinn hætti að éta ofskynjunarlyf daga og nætur, fékk sér vinnu og kvæntist. í hæsta lagi kveiktu menn sér í einni og einni hasspípu eftir kvöldmatinn eða þefuðu af kokaini. Þeir hófu að stunda hlaup og heislufæðisát, eignuðust krakka og peninga og stöku unnu í kosningarbaráttunni fyrir Jimmy Carter. Færri en 40% gengu þó að kjörborðinu. Stundum kom fyrir að menn furðuðu sig á hvað orðið hefði af þessum ofstopalýð úr „Veðurkjallaran- um“ ekki síst sprengjuliðinu, - Bernad- ine Dorhn, Mark Rudd, William Ayers og Kathy Boudin. „Ég missti allt samband við þau á sjöunda áratugnum," segir Carl Ogleby, sem þekkti þau öll mjög vel. „Ég hitti þau í mýflugulíki við fáránlegustu aðstæður fáeinum sinnum og svo hurfu þau mér alveg sjónum,“ segir hann. „Þau voru í hópi nánustu vina minna og mér fannst þau mikið prýðis fólk, en ég var orðinn á öndverðum meiði við þau. Ég lít svo á að þau hafi orðið fórnardýr þessa ótta sem heltók unga Ameríkana á þessu tímaskeiði og braust fram í því að þeim fannst þeir ekki menn með mönnum nema þeir gætu egnt yfirvöldin upp gegn sér.“ Uppáhaldskvikmynd karlmannanna í „Veðurkjallaranum" var „Butch Cass- idy and the Sundance Kid“. Það atriði í myndinni sem þeir höfðu mestar mætur á var það er þau Butch og Sundance gera sér grein fyrir því að þau eru elt af snjallasta lögregluliði í landinu og þau spyrja hvort annað í sífellu hví þau teldust vera svo mikilvæg. Það var athygli þessarar tegundar sem þau í „Veðurkjallaranum" vildu vekja á sér. Komið úr felum Oglesby hefði ekki síst mætur á kvenþjóðinni í „Veðurkjallaranum“. Átti það einkum við um Bernadine Dohm og Kathy Boudin, en hann hitti hana fyrst í Cleveland árið 1964. „Kathy var sérlega slungin og tunga hennar var hvöss og eitruð, þegar henni bauð svo við að horfa. En hún var dásamleg, dásamleg kona. Nær allar konurnar í hreyfingunni vora geysilega aðlaðandi." Allan tímann á milli 1970 og 1980 taldi Oglesby og vonaði einlæglega að þessir gömlu vinir hans hefðu komist á réttan kjöl. „Ég var ósegjanlega hryggur, þegar þau voru að koma upp á yfirborðið eitt af öðru og ég sá að þau höfðu lifað öll þessi ár í sömu blekkingarhringiðunni sem upphaflega hafði gleypt þau og þau höfðu lokast inni í eftir það.“ Þetta fólk kom úr felum síðla á áttunda áratugnum, útkeyrt eftir að hafa lifað svo lengi í felum með fölsk skilríki. Þau voru orðin þreytt á fátæktarbaslinu og því að hafa ekki framfæri af öðru en ávísunum góðgerðarstofnana. Nú átti flest af þessu fólki börn, sem þau langaði að reynast vel og vildi reyna að gerast fullorðið sem fyrst, úr því þeim tókst ekki að deyja sem ungmenni á sinni tíð. Dauðinn var ekkert rómantískur lengur, þegar maður var orðinn 35 ára. Mark Rudd kom fram árið 1977. Hann hlaut 2000 dollara sekt og var

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.