Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 6
6
SUNNUDAGUR 19. SEPTEMB^R 1982
■ Þegar Jón forseti Sigurðsson
endurskrifaði elsta varðveitta
handrit Þjóstólfs sögu ham-
ramma í Kaupmannahöfn um
miðja síðustu öld hvarflaði það
líklega ekki að honum að hann
væri fórnarlamb hrekks íslensks
stúdents sem þá var löngu látinn.
Þjóstólfs saga er ekki ein
íslendingasagna miðalda eins og
Jón forseti hélt og menn hafa
haldið fram á allra síðustu ár.
Hún er tilbúningur Þorleifs
nokkurs Arasonar Adeldahl,
stúdents sem á áttunda áratug
átjándu aldar hafði það að
hjáverki með námi sínu við
Kaupmannahafnarháskóla að
skrifa upp gömul íslensk hand-
rit. Að líkindum samdi Þorleifur
söguna í því skyni að verða sér
út um drykkjupeninga, en hann
átti við drykkjuvandamál að
stríða, eins og margir íslenskir
stúdentar erlendis fyrr og síðar.
Fölsun uppgötvast
Þjóstólfs saga gerist á síðari
hluta 10. aldar og segir frá
■ Háskólinn
í Kaupmannahöfn. Þar stunduðu falsararnir Þorleifur Arason og Þorlákur
Magnússon nám seint á átjándu öld.
efri árum sínum var Möllmann
hálfblindur, og var auk þess
þekktur fyrir einstakan góðvilja
í garð efnalítilla stúdenta. Af
þessum sökum var hann heppi-
legt fórnarlamb hrekkjarlóma.
Önnur fölsun
Þorleifur Arason var ekki einn
Hafnarstúdenta sem lagði stund
á þá iðju að falsa íslendinga-
sögur. Félagi hans í Hafnarhá-
skóla og samstarfsmaður við
uppskriftir Þorlákur Magnússon
Isfiord falsaði á svipaðan hátt
Hafgeirs sögu Fiateyings.
Þorlákur þessi mun hafa verið
fæddur í Meiri-Hlíð í Bolungar-
vík 1748. Foreldrar hans voru
Magnús Sigmundsson bóndi þar,
kallaður hinn auðgi, og kona
hans Elín Jónsdóttir. Hann lauk
lagaprófi við Hafnarháskóla
1776, gerðist lögsagnari í Snæ-
fellssýslu og settist að á Ingjalds-
hóli þar sem hann kvæntist
Soffíu Amalíu Erlendsdóttur.
Hann varð sýslumaður í Suður-
Múlasýslu 1778,settist þá að á
Drykkfelldir Hafnarstúdentar
falsa íslendingasögur
kappanum Þjóstólfi hinum svarf-
dælska og afreksverkum hans. í
sögunni er hann talinn dóttur-
sonur Karls ómálga, Karlssonar
hins rauða.
Sagan var prentuð í fyrsta sinn
í íslendingasagnaútgáfu Guðna
Jónssonar (VIII bindi, bls. 361-
397 í útgáfunni 1953), og getur
hann sér þess til í formálsorðum
að skrifari sé Guðmundur Helga-
son Isfold, og handritið sé frá
árunum 1770-1790.
Peter A. Jorgensen við
Georgíuháskóla í Bandaríkj-
unum hefur hins vegar leitt að
því rök að þetta fái ekki staðist
(Gripla III, 1979). Hann sýnir
fram á að rithönd elsta handrits-
ins, sem er pappírshandrit, sé
Þorleifs Arasonar, og ber fram
ástæður fyrir því að telja söguna
falsaða.
í fyrsta Iagi er ekki vitað um
nein eldri handrit sögunnar, og
hún er hvergi nefnd á nafn í
öðrum handritum. Hún kemur
skyndilega fram á sjónarsviðið á
árunum 1772-1778, og hefur
líkast til verið sett saman 1777.
í öðru lagi er orðaforði
sögunnar nútímalegur, þar eru
mörg orð sem ekki voru til í
forníslensku, sum hver meira að
segja ættuð úr dönsku. Nafn
sögunnar gefur einnig vísbend-
ingu. í forn íslensku merkti
hamrammur maður sem skiptir
um ham eða gengur berserks-
gang. í nútímalegri merkingu er
átt við ótrúlega eða yfirnáttúr-
lega krafta, og það er sá
skilningur sem Þjóstólfs saga
leggur í orðið.
Þorleifur og fórnarlamb
hans
Um Þorleif Arason er fátt
vitað. Hann er fæddur um 1749
og voru foreldrar hans Ari
Þorleifsson, síðast prestur að
Tjörn í Svarfaðardal og fyrri
kona hans, Helga Þórðardóttir,
bónda að Felli í Kinn, Magnús-
sonar. Hann lauk fyrrihlutaprófi
við Hafnarháskóla 1774, en að
öðru leyti fór nám hans út um
þúfur vegna drykkjuskapar.
Hann gerðist undirforingi í
lífverði Danakoriungs, en féll
brátt úr þeirri tign og varð þá
óbreyttur liðsmaður í hernum.
Sagt er að hann hafi dáið í
vesaldómi í Höfn, en óvíst hvaða
ár.
Samtíðarmenn töldu Þorleif
fluggáfaðan. Þjóstólfs saga er
líka vel skrifuð pg enda þótt
hún tilheyri ekki Islendingasögum
miðalda er hún athyglisvert
ritverk, eitt fyrsta íslenska skáld-
verkið á nýöld. Hún gefur okkur
líka upplýsingar um hugmynda-
heim fræðimanna í Danmörku á
átjándu öld.
Sá maður er sennilega hefur
greitt Þorleifi fyrir handritið var
Bernard Möllmann prófessor og
sagnfræðingur, aðalbókavörður
við Konunglega háskólabóka-
safnið í Kaupmannahöfn frá
1748 og þar til hann lést 1778. Á
Eskifirði og lést þar 1781. „Var
skarpur maður, kvikur mjög og
fjörugur“ segir í samtímalýsingu.
Þess má að lokum geta að
Helgar-Tímanum er ekki kunn-
ugt um að þessi athyglisverða
fölsunarsaga hafi áður verið
rakin á íslensku. Greinar Peter
A. Jorgensen um þetta efni hafa
aðeins verið birtar á ensku.
GM
■ Jón Sigurðsson forseti. Hann lét blekkjast af hrekk
Þorleifs Arasonar.
1* Þiðrandi vó húskari Yngvildar.
ONA er nefnd Yngvildr. Hún bjó at Yn-
vildarstöðum i Svarfaðardal. Þat er”i
m'iðjum dalnum.H ún var dóttir Karls ins
omálga, er bjó at Karlsa, sonar Karls rns
rauða, sonar Þorsteins svörfs. Maðr hennar hét Þor-
kell, ok var hann antlaðr, þá þetta var. Son átti hún,
er Þjóstólfr hét. Hann ólst upp nreð móður sinni.
Hann vareigi mjök bráðgerr í uppvexti ok heklr ein-
rænn. Hann hafðist eigi at ok !á i eldaskála. Var hann
því af sumum fífl kallaðr.
Maðrsá bjóat Holti, er BjÖrn hét. Hann var Hreið-
arsson. Kona hans hct Geirríðr. Þau höfðu margt
gangandi fé. Björn var maðr fáskiptinn ok var eigi
kallaðr einhami. Hann var mikill vinr Yngvildar. Þá
bjó Ljótr, sonr Ljótólfs goða, á Völlurn.
Þá bjó sá maðr at Tjörn, er Þiðrandi hét. Hann var
háleygskr at ætt, ok er eigi getit um faðerni hans.
Hann var kappi inn mesti ogójafnaðarmaðr mikill ok
harla rangsleitínn. F.ngjar þeirra Yngvildar ok Þiðr-
anda lágu saman þav á hökkunnm. ok bagaði hann
3 ngvildi mjök ok hafði gjarna it bezta af engjunum.
) ngvildr talaði um þetta nokkurum sinnum, ok gevð-
ist eigi at.
Fat var cinn tíma um haustit, at menn vóru á engj-
Upphaf Þjóstólfs sögu.