Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 22 mmm. á bókamarkaði iiR.s r níunsí i k liucAriuN JANET malcolm PSYCHOANALYSIS: THE IMPOSSIBLE PROFESSION ‘Journalism becomc* ari’ N£WVU«KHMIiS Psychoanalysis: The Impossible Profession. Höfundur: Janet Malcolm. Útgefandi: Picador. ■ Sálkönnun er ein af þeim starfs - og fræðigreinum sem Þorsteinn Gylfason heimspekingur kýs að kalla hjáfræði eða gervivísindi ef okkur misminnir ekki hrapalega Bókin serr hér er kynnt (og birtist upphaflega í nokkrum heftum tímaritsins The New Yorker) styrkir þetta sjónar- mið, svo sem nafn hennar gefur raunar til kynna. Niðurstaða hennar er að sálkönnun geri meiri skaða en gagn; „lækningar" sálkönnuða séu meira kukl en vísindi, og oft hindri hleypidómar og vanþekking þessara sálfræðinga að sjúkt fólk leiti til lækna og fái bót á veikindum sínum. Það er hörmulegt en satt að fólk haldið vefrænum sjúkdómum, sem hægt er að lækna með einfaldri ikurðaðgerð, hefur verið lokað inn i á geðveikrahælum eftir tilvísun sál- könnuða, meðan þeir hafa verið að leita að upphafi meinsins í kynferðis- lcgum bælingum æskuára! Bull lærisveina Freuds er mcð öðrum orðum ekki tómt grín. Bók Janet Malcolm er einkar vel skrifuð, stutt og hnitmiðuð. Að vísu er hún stundum ónákvæm, en ritdómarar telja að henni hafi tekist að lýsa á meistaralegan hátt því andrúmslofti sem ríkir milli sálkönn- uða og sjúklinga þeirra, og greina skarplega þann sérkennilega hug- myndaheim sem sálkönnun heitir. THK FUTURK BEGAN 80,000 YFARS ACO. ilUESI roR eire r THK NOVF.L THAT I.NSPIREOTHE MOST ASTONLSHINC HLM OI OtlRTlMF.t Quest for Fire. Höfundur: J.H. Rosny. Útgefandi: Ballantine. ■ Sáuð þið leitina að eldinum í Háskólabíói? Hér er komin bókin sem kveikti hugmyndina að mynd- inni. Það þarf víst ekki að fara mörgum orðum um efni hennar, svo mjög sem kvikmyndin hefur verið kynnt í fjölmiðlum. Söguþráðurinn: barátta tveggja frumstæðra ættbálka í árdaga mannkyns um yfirráð yfir eldinum. Bókin er stutt, læsilega skrifuð og auðmelt. Það er álitamál hvort sanngjarnt sé að bera bókina saman við myndina; sumt sem hér er að finna komst ckki til skila í myndinni og á sama hátt heyrum við ekki í bókinni makalaus málhljóð þessara frummanna. Crime and Personality. Höfundur: Hans J. Eysenck. Útgefandi: Paladin. ■ Hans J. Eysenck er kunnasti sálfræðingur Breta, og jafnframt sá umdeildasti. Hann er skemmtilegur og greindur náungi, oft ritfær og hugvitsamur, en oftar ósvífinn og hleypidómafullur. Líklega hefur hann rangt fyrir sér um flest mikilvæg efni í sálarfræði. Kenningar hans um áhrif erfða á svokallaðan „persónu- leika“ manna eru vægast sagt umdeildar. Eysenck telur að af- brotahneigð sé frekar ásköpuð en áunnin, þ.e. menn fæðist með sálræn einkenni sem geri þá að afbrota- mönnum eða heiðvirðum borgurum. Umhverfisáhrif telur hann ekki skipta verulegu máli. Svipaðar hugmyndir um áskapaða eiginleika aðhyllist Eysenck um mannlega greind. Hann hefur á bókum sínum reynt að styðja það viðhorf rökum að svertingar séu sem hópur heimskari en hvítir menn. Sú kenning er auðvitað bull og vitleysa. II IC?I I IUJI Circus Mathematical Circus. Höfundur: Martin Gardner. Útgefandi: Penguin Books. ■ Martin Gardner er einn skemmtilegasti rithöfundur um stærð- fræði sem nú er á dögum. í aldarfjórðung sá hann um reikni- leikjaþátt (Mathematical Games) fyrir tímaritið Scientific American, en lét af þeim starfa í fyrra. Hann er menntaöur í heimspeki og stærð- fræði, og hefur skrifað aragúa bóka á mörkum þessara fræðigreina og um vísindalcg etm almennt. Auk þess cr hann snjall sjónhverfingarmaður, og ötull baráttumaður gegn hindurvitn- um og gervivísindum; raunar gcgn augalausri hugsun og ályktunarvill- um af öllu tagi, (sjá t.d. nýjustu bók hans Science: Good, Bad and Bogus, 1981). Hér er safnað saman 20 reiknis- leikjagreinum sem áður hafa birst í Scientific American, en eru nú auknar viðbótarfróðleik og athuga- semdum. Hér er að finna ótrúlega fjölbreytt efni: um spilagaldra og eldspýtnaþrautir, um sjónvillur, hug- leiðingar um það hvort vélar geti hugsað o.s.frv. Þetta er bók sem lærðir og leiknir geta haft gaman af. ■ Þorsteinn Guðmundsson á Skálpa- stöðum segir m.a. frá snörpum viðskipt- um við laxinn í Grímsá. ■ Bragi Þórðarson hefur nú ritað 6. bindið af Borgfirskri blöndu vegna fjölda áskorana. ■ Jón Kr. ísfeld segir frá ýmsum óvenjulegum atburðum í síðara bindinu af „Leiftur frá liðnum árum.“ 99 Hver einn bær sma sogu 99 Sagt frá bókum ■ Hörpuútgáfan á Akranesi sendir frá sér níu bækur á bókamarkað haustsins og sem oft áður gætir ýmiss efnis hjá útgáfunni sem ávinningur er að þegar kemur að þjóðlegum fróðleik og efni sem varðar sögu lands og lýðs, eins og ljóst verður af eftirfarandi frásögn af Hörpubókum ársins: Hver einn bær á sína sögu Saga Ljárskóga í Dölum. Höfundur- inn, Hallgrímur Jónsson frá Ljárskóg- um, lciðir okkur frá fyrstu sögnum til okkar daga með hrynjandi frásagnar- snilld. Lesandinn hlýtur að hrífast af frásögn hans, hvort sem hún er af órofafegurð náttúrunnar umhverfis lítinn smaladreng, þættir úr fornum sögnum, sem snerta forfeður hans og formæður, hof eða hörga, greni lágfótu eða heimilið í Ljárskógum. Gamansemi gætir hressilega í sumum frásögnum hans, en hann lætur heldur ekki ósagðar harmsögur, þar sem djúp og innileg samúð birtist frá hendi hans. { bókinni er fjöldi Ijósmynda. Glampar í fjarska á gullin þil - Frásöguþættir Höfundurinn, Þorsteinn Guðmunds- son á Skálpastöðum í Lundarreykjadal, hefur verið virkur í forystusveit borg- firskra bænda um flest sem til heilla horfir. Hann hefur fengist nokkuð við ritstörf. Kvæði og greinar eftir hann hafa birst í blöðum og tímaritum. Þættirnir í þessari bók eru af sönnum atburðum sem höfundur hefur upplifað á langri ævi. M.a. af snörpum viðskiptum hans við laxinn í Grímsá, þar sem snilli og þolinmæði ráða úrslitum leiksins. Bókin lýsir vel næmri tilfinningu höfundar fyrir náttúrunni og lífinu í kringum hann. Leiftur frá liönum árum 2 Safnað hefur séra Jón Kr. Isfeld. Nú kemur út 2. bindið í þessum bókaflokki. Fyrsta bókin kom út á s.l. ári og hlaut mjög góðar viðtökur. í bókinni eru fjölbreyttar frásagnir. Sagt er frá margháttuðum þjóðlegum fróðleik, reimleikum, dulrænum atburðum, skyggnu fólki, skipsströndum, skaða- veðrum, sérstæðum hjúskaparmálum o.fl. Borgfirsk blanda 6 Safnað hefur Bragi Þórðarson. Væntan- legt er í haust sjötta bindið af þessu safnriti. Upphaflega var ætlunin að bækurnar yrðu fimm. En vegna fjölda áskorana er útgáfunni haldið áfram. Efnið er með sama sniði og áður blanda af þjóðlífsþáttum, persónuþáttum og gamanmálum. Fööurlandsvinir á flótta Eftir norska rithöfundinn Ásbjörn Öksendal. Hörpuútgáfan hefur áður gefið út eftir Öksendal bækurnar „Þegar neyðin er stærst" og „Gestapo í Þrándheimi". Bækur þessar hafa notið mikilla vinsælda hérlendis. M.a. þess vegna kom Öksendal ásamt eiginkonu sinni til íslands nú í sumar. Hann heimsótti Akranes og ferðaðist á vegum útgáfunnar um sögusóðir Borgarfjarðar. Hættuför á norðurslóð Er ný spennusaga eftir bandaríska rithöfundinn DUNCAN KYLE. Eftir * ^ i ar hann er áður út komin á íslensku bókin ísbúrið. Þessi nýja bók segir frá Hættulegri flugferð á norðurslóð, þe. flugleiðinni frá Bandaríkjunum um Grænland og {sland til Englands. Harðsvíraðir glæpamenn og eiturlyfja- salar halda um taumana. Þrjár nýjar ástarsögur „Þú ert ástin mín“. Fjórtánda bókin eftir höfundinn vinsæla Bodil Forsberg. „Elskaðu mig“. Sjöunda bókin í flokkn- um „Rauðu ástarsögurnar" eftir Erling Poulsen. Þriðja ástarsagan er eftir ensku skáldkonuna Nettu Muskett, en eftir hana hafa áður komið út nokkrar bækur á íslensku. Nýja bókin hennar heitir „Njóttu mín“. Leikir og létt gaman - séra Sveinn Víkingur tók saman f þessa bók er safnað leikjum og léttu gamni fyrir fólk á öllum aldri. Ertu í skemmtinefnd? Áttu von á gestum? Hvað viltu gera til þess að skemmta þér? Leikir og létt gaman leysir þann vanda. Þessi vinsæla bók, sem hefur verið ófáanleg um árabil, er væntanleg nú í haust. Draumaráðningar og spila- spá Bók þessi kemur út í 2. prentun nú í haust. Þar er að finna svör við áleitnun spumingum. Boðar draumur þinn ást, hamingju, gleði, sorg, ágóða, nýja vini? Vilt þú læra spilaspá? Bók sem ungir og gamlir spá í. Stephen Jay Gould: Fremsti vísindarit- höfundur samtímans ■ Ofannefndar bækur fást í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Tekið skal fram að hér er aðeins um kynningu að ræða, en enga ritdóma. ■ Nýlega er komin á erlendan bóka- markað The Mismeasure of Man eftir bandaríska líffræðinginn Stephcn Jay Gould, prófessor við Harvardháskóla. Bók þessi gefur okkur tilefni til að fara nokkrum orðum um höfundinn og verk hans. Gould er tvímælalaust einhver fremsti höfundur um vísindalcg cfni fyrir almenning scm nú er á dögum, auk þcss að vcra hugvitsamur kenningasmiður í Ifffræði. Hann hefur í félagi við annan bandarískan líffræðing, Niles Elde- ridge, sett fram nýja og mjög umtalaða túlkun á þróunarkenningunni og víkur þar frá Darwin að því leyti að hann telur að tegundir hafi tekið fáum en örum stökkbreytingum í tímans rás. Hug- myndin er einkum reist á steingervinga- rannsóknum, en Gould er sérhæfður á því sviði innan líffræði. Gould er fastur dálkahöfundur við tímaritið Natural History Magazine í Bandaríkjunum, og riterðum hans þar hefur verið safnað saman til útgáfu á tvcimur bókum Ever Since Darwin (1977) og The Panda’s Thumb (1980), scm báðar hafa orðið metsölurit. í rit- gerðum sínum kemur Gould víða við; ræðir hugmyndir Darwins jafnt sem einkahagi hans; leitina að „týnda hlekknum" og tilraunir til fölsunar í líffræði; kynþáttahyggju; greindarkenn- ingar; kenningar félagslíffræði um árás- arhvöt manna og dýra og þannig mætti lengi telja. Hið víðlesna tímarit um vísindi, Discover, kaus Gouid í fyrra vísinda- mann ársins, og hann hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir störf sín og skrif. Framganga hans í réttarhöldunum í Arkansas í fyrra, þar sem þróunar- kenningin og sköpunarsaga Biblíunnar tókust á, vakti mikla athygli; málsvörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.