Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 5 ræða og yfirvöld í Japan hafa talið ástæðu til að lýsa yfir að þau kannist ekkert við þetta. í öðru lagi eru rannsóknir þar sem Ijóst er hverjir rannsakendur eru, en fullyrðingar þeirra og gögn svo ónákvæm og hroðvirknisleg að engar ályktanir er hægt af þeim að draga. Til dæmis má nefna athugun R. Andersons sem kveðst hafa rannsakað eitt þúsund slys á tveggja ára tímabili og yfir 90% þeirra hafi reynst vera á varúðardögum hinna slösuðu. Hvernig þessi niðurstaða fékkst er ekki útskýrt. Við vitum ekki hvar athugunin fór fram, hvaða slys voru valin og hvernig, og engar tölfræðilegar upplýsingar eru lagðar fram. Við hljótum að telja að um uppspuna sé að ræða. í þriðja lagi eru rannsóknir þar sem öll tölfræðileg gögn eru lögð fram og jafnframt er vitað hverjir stóðu að rannsóknunum. En þær rannsóknir einkennast af margs konar aðferðafræði- legum og tölfræðilegum villum sem gera ályktanir og heildarniðurstöður mark- lausar. í flestum tilvikum læðist raunar sú hugsun að, að menn séu vísvitandi að blekkja samborgara sína með vinnubrögðum sem eru aðeins vönduð á yfirborðinu - almenningur fer jú ekki í saumana á þessum gögnum og lætur auðveldlega blekkjast af tölum. Frekari prófanir Eins og áður var getið er okkur kunnugt um einar 30 athuganir hlut- lausra aðila á kenningunni um lífs- ferlana. Flestar hafa þær verið gerðar á árunum upp úr 1970 þegar verulega fór að kveða að fylgismönnum kcnningar- innar. Þaö er ástæðulaust að fara mörgum orðum um þessar athuganir, ■ Dæmigert lífsferlakort. allar bera þær að sama brunni: þær hrekja þá kenningu að líf manna stjórnist af óbreytilcgum hringrásum eða lífsferlum í líkömum þeirra. Dæmi má nefna í skýringarskyni: Tekið var tölfræðilegt úrtak helstu íþróttamanna í Bandaríkjunum á sviði hornabolta eftir viðurkenndri uppslátt- arbók, reiknað línurit eða lífsferlakort fyrir hvern og einn í úrtakinu og kannað hvort þeir hefðu fremur unnið afrek sín á virkum dögum eða óvirkum dögum líkamsferils. Svo reyndist ekki vera. Milli lífsferlanna og afreka þeirra reyndist ekkert samband. Á sama hátt hafa rannsóknir á tíðni slysa og tengsl þeirra við varúðardaga hrakið kenning- una um samband þessara þátta. Lífsferlarnir þrír eru með öðrum orðum hugsmíð talnadulspeki, ekki partur af líkamsstarfsemi manna. Hvers vegna lætur fólk blekkjast? Ef þetta reynist allt vera rétt vaknar sú spurning hvers vegna fólk tekur mark á lífsferlakenningunni. Ein skýringin gæti auðvitað verið sú að fólk viti ekkert um þau andmæli sern hér eru rakin og þótt lífsferlakortið fari yfirleitt í bága við daglega reynslu þá þarf ekki nema eitt atvik, þar sem rétt fylgni reynist á milli, og slík atvik hljóta að verða öðru hvoru, til þess að sannfæra fólk um að eitthvað sé nú til í kenningunni. Á sama hátt taka menn trú á stjörnuspár dagblaðanna ef einn spádómur gengur eftir og á að draumar séu fyrir daglátum ef eitthvað það gerist sem menn telja að áður hafi borið fyrir í draumum þeirra. Meiri er nú rökvísi okkar ekki á stundum. Dæmisaga James Randi Til marks um hve órökvísir menn geta stundum verið er saga sú sem hinn kunni bandaríski sjónhverfingarmaður James Randi hefur rakið. Randi sá eitt sinn um útvarpsþátt þar sem George Thomm- en, sem fyrr var nefndur, kom fram og kenning hans um lífsferlana var til umræðu. Eftir þáttinn sendi kona ein Randi bréf og óskaði eftir að fá lífsferlakort fyrir sjálfa sig. Randi sendi hanni slíkt kort, en útreikningar voru ekki í samræmi við kenninguna, því rangur fæðingardagur var vísvitandi valinn. Nokkru seinna fékk Randi bréf frá konunni sem kvaðst halda dagbók og vera stórhrifin: kortið félli nákvæmlega að reynslu hennar. Randi skýrði henni þá frá „mistökunum “ og bað hana að afsaka. Hann sendi henni síðan nýtt lífsferlakort, enn einu sinni rangt. Aftur hafði konan samband við Randi og kvað þetta kort falla enn betur að reynslu sinni! „Populus vult deccipi" (Fólk vill láta blekkjast) segir latneskur málsháttur. Fleiri athuganir hníga í sömu átt og saga Randis er til dæmis um. Nýleg könnun W. Bainbridges leiddi í Ijós að bandarískir stúdentar sem fengu röng lífsferlakort töldu sig geta komið þeim heim og saman við reynslu sína, einkum ef þeir höfðu trú á kenningunni. Mikill er máttur sjálfsblekkingarinnar! -GM. Heimildir: The Zetetic, vol I, no. 1 (1976). The Skeptical Inquirer, vol, II, no.2 (1978) ogvol. III. no. 4 (1979) Martin Gardner: „The Numerology of Dr. Fliess" í Mathematical Carnival (1975). Helgarferðir-vikuferðir AMSTERDAM - eina sanna „Evrópuhiartad Amsterdam er óumdeilanlega í sviðsljósinu um þessar mundir - jafnt hér- lendis sem erlendis. Pessi fallega stórborg hefur í æ ríkara mæli tekið við hlutverki hins eina sanna „hjarta Evrópu" og í borginni finnur þú tækifæri til nær allra þeirra hluta sem hugurinn girnist. Hópferðir aðildarfélaga 5 daga ferðir (hægt að framlengja) Október: 1, 22, 29 Nóvember: 12, 26. Desember: 10. Einstaklingsferðir Brottför alla föstudaga í 5 daga ferðir. Brottför alla þriðjudaga eða föstu- daga ( vikuferðir. Innifaliö f verði: Flug, gisting með morgunverði. Gisting á lúxushótelunum Marriott og Hilton eða á hinu stórskemmtilega og vingjarnlega Parkhotel. Allt einstaklega vel staðsett hótel. Verö er sama og í einstaklings- ferðunum en auk flugs og gistingar með morgunverði er eftirfarandi innifalið: Ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og skemmtisigling um síki Amsterdam. Næturlífið er fjölskrúðugt og eldfjörugt, verslanirnar í sérflokki, veitingastað- irnir hver öðrum skemmtilegri og listheimurinn óviðjafnanlegur. Síðast en ekki síst mætir þér hvarvetna glaðvært og hlýlegt viðmót sem Hollendingar hafa löngum verið annálaðir fyrir. Hvað er gert í Amsterdam? Verslun Glæsilegar verslanir af öllum tegundum. Verðlagið er engu líkt. Veitingahús Veitingahúsin eru frá öllum heims- hornum enda gjarnan sagt að ( Amsterdam sé hægt að „borða á öllum tungumálum". Líflegir barir og notaleg kaffihús að auki. Næturlífid Diskótek, næturklúbbar og skemmtistaðir skipta hundruðum. Myndlistin 50 listasöfn, t.d. Rembrandt- og Van Gogh söfnin, Rijksmuseum, Stede- lijks Museum, vaxmyndasafnið Madame Tussaud's, hús önnu Frank o.fl. Tónlistin Klassík, popp, jazz, kirkjuorgel og margt fleira. Snjöllustu listamenn heims troða upp í hverri viku. Gleymum heldur ekki ballettinum og 50 kvikmyndahúsum með allar I nýjustu myndirnar með ensku tali. iti Knattspyrnan Deildarkeppnin, Evrópuleikir, lands- leikir. Verð frá kr. 4.950 Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Verð miðast við flug og gengi 1.9.1982

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.