Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 27

Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 ^^HUmsjón: Friðrik Indriðason og Eiríkur S. Eiríksson ■ Hljómsveitin Jonee Jonee með Bjöm Borg höfuðbönd og „stjörnu" sólgleraugu, þeir Heimir Barðason, Bergsveinn Björgúlfsson og Þorvar Hafsteinsson. Svonatorrek, fyrsta plata Jonee Jonee komin út: „Einhversstaðar á nýbylgjusviðinu” ■ Um þessa helgi kemur út á vegum Grammsins fyrsta plata hljómsveitar- innar Jonee Jonee, breið- skífa með 16 lögum sem hlotið hefur nafnið Svona- torrek. Öll lögin eru eftir þá félaga í Jonee Jonee en platan var tekin upp í Grettisgati undir stjórn Tómasar Tómassonar. „Tónlist okkar er einhversstaðar á nýbylgjusviðinu en textar laganna fara eftir áhugamálum okkar og fjalla um ýmislegt, sumir eru orðaleikir, aðrir ádeilur á skólann og kerfið og sumir eru um ekki neitt en engin sérstök pólitík eða hugmyndafræði liggur að baki þeirra" sagði Þorvar Hafsteinsson söngvari Jonee Jonee í samtali við Nútímann er við ræddum við hann í tilefni- afi'útkomu nýju plötunnar. Með Þorvari í Jonee Jonee eru þeir Heimir Barðason og Bergsveinn Björg- úlfsson en hljóðfæraskipun er þannig á plötunni að Þorvar sér um söng og saxófónleik, Heimir á bassa og saxófón og Bergsveinn lemur húðirnar. Jonee Jonee kom fyrst fram fyrir um ári síðan og þá í Þjóðleikhúskjallaranum með hljómsveitinni ÞEY en hefur síðan leikið víða á höfuðborgarsvæðinu en aðallega þó á Hótel Borg eins og margar af ungu rokksveitunum hér- lendis. En í hverju eru þeir að pæla nú? „Það sem fyrst og fremst liggur fyrir er að kynna nýju plötuna og í því sambandi stefnum við að því að leika útr á landi í einhverjum mæli. Þetta er erfitt og fjárfrekt fyrirtæki en við munum byrja á því að leika á ísafirði þann 1. okt. n.k. og bíðum eftir svari frá Akureyri og Egilsstöðum" sagði Þorvar og lét þess jafnframt getið að Húsavík og Sauðárkrókur væru í sigtinu. Einföld hljóðfæraskipun Jonee Jonee hefur vakið athygli og þeir verið nokkuð gagnrýndir fyrir hana. Við forvitnuð- umst um sjónarmið Þorvars í þessu sambandi. „Við fáum það sem við viljum með þessari hljóðfæraskipun, við höfum reynt að hafa gítar með, á fyrstu tónleikum okkar en kannski var ég svo lélegur gítarleikari... allavega sættum við okkur ekki við það og komum sennilega ekki til með að bæta fjórða manninum við. Hvað gagnrýnina varðar þá þykir sumum að það sé of einstrengingslegt og mikil endurtekning að nota bara bassa og trommur en mér finnst það svolítið snúið að gagnrýna okkur á þeim forsendum því það er svona svipað og að gagnrýna Van Gogh út frá þeim litum sem hann notar en ekki hvernig hann notar þá sem er aðalmálið. Það er okkar stefna að nota fá hljóðfæri og gagnrýnin ætti að beinast að því hvernig við notum þau en ekki afhverju við notum ekki fleiri" Nafnið Jonee Jonee...? „Áður en hljómsveitin varð til var maður mikið að pæia í að koma saman bandi og þetta var ein af mörgum hugmyndum sem maður hafði um nafn á það. Þegar við fórum svo að æfa varð þetta nafn ofan á en það er tekið úr Devo laginu „Come back Jonce". - FRI „EITTHVAÐ ER ROTIÐ...” ■ „Eitthvað er rotið í ríki Dana“...þetta er að vísu ekki gullaldar- málsþýðingu hinum fleygu orðum Shakespeare í Hamlet en tilvitnunin kom mér í hug er ég rak glyrnurnar í forsíðu á nýjasta tölublaði Stuðblaðsins. Tilvitnunin á alls ekki við Stuðblaðið sjálft sem er fróðlegt og hefur að geyma nokkuð af athyglisverðu efni, heldur á tilvitnunin við Topp 10 brjóstnælulista Stuðblaðsins. Eins og sést af meðfylgjandi mynd trónar Egó á toppi brjóstnælulistans sem telja verður eðlilegt þar sem Egó er óumdeilanlega ein allra vinsælasta rokk- sveit landsins. í öðru sæti er hinsvegar nælan „Screw Me“ sem á kjarnyrtu máli þýðir „ríddu mér“ og á ekkert skylt við hesta. Hvað vinsældir þessaiar nælu varðar má eflaust rita um langa og lærða grein en nærtækasta skýringin er sennilega sú að unglingar vilja hræra aðeins upp í „gamla settinu" nema þá að þeir séu bara svona graðir. Ljóst er af listanum að „úlpuliðið" er iðið við brjóstnælukaup, Chenæla er í fyrsta sæti og ísland úr Nato í áttunda sæti. Hvað Che varðar má segja að þar fari klassísk næla þótt það sem hún standi fyrir sé löngu gleymt og grafið undir fargi hrárrar nýbylgju og pönks. Bob Marley er enn ofarlega á listanum þótt hann sé iátinn og reaggíið löngu horfið aftur inn í frumskóginn og hljómsveitin Kizz hefur löngum átt einhver undarlcg tök í unglingum hér. í neðstu sætunum tróna svo íslenska útgáfan af Screw Me og þungarokkarar. - FRI 27 ★ ★★★★★★★★★★★ ★★ ★! ALLRA ALLRA Sunnudag kl. 20.00 í Háskólabíói Dávaldurinn sýndi og sannaði hæfni sína í gær við mikinn fögnuð áhorfenda. Skemmtun fyrir unglinga og fólk á öllum aldri. Miðasala í Háskólabíói frá kl. 16.00. !★★★★★★★★★★★★ ★ ★ ★ ★!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.