Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 26

Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 26
SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 Adolf er ekki hér ■ - Hvurnig er þetta eiginlega með hann Adólf? Er hann ekki dauður fyrir löngu?, spurði ég sjálfan mig. - Jú mikil ósköp, svaraði ég. - Hann á að hafa verið dauður í bráðum fjörtíu ár, a.m.k. fundu ein- hverjir kallar fyllingarnar úr tönnunum á honum þarna í Berlín eða á næsta bæ, sagði ég og vissi ekki betur. - Hvað er hann þá að gera hér? - Hver? - Nú hann Adólf? Er hann kannski gcnginn aftur? - Hver veit? Wagner lifir ennþá og hann hafði a.m.k. svipaðar skoðanir á heimsmálunum og tónlist og Adólf, sagði ég og þóttist nú heldur betur góður með mig.... Laugardalshöll eða Sterneckerbrau- kjallarinn Ofangreindar hugsanir, eða eintal sálarinnar eins og ef til vill má kalla þetta, brutust um í kollinum á mér á Risarokks - hljómleikunum í Laugar- dalshöll á dögunum. Sviðið var örugg- lega Laugardalshöllin, eða var þetta Sterneckerbrau - kjallarinn í Munchen? Og Adólf var ekki hér. Á sviðinu stóðu samt sem áður menn í skrítnum múnderingum eins og menn klæðast í sumum bíómyndum og klæddust í Þýskalandi á árunum 1934-1945. Mennirnir stóðu þarna reigðir eins og hanar, alveg eins og mennirnir í bíómyndunum og hægri hendurnar voru stífar upp í loftið. Líkast því að manntötrin væru að koma af dálciðslusýningu hjá Frisenette í Háskólábíói. Allt var fullt af reyk eins og inni í byrginu hjá Adólf forðum og einn pótentáti var örugglega með Sjaplín-skegg að hætti foringjans. Eina sem stakk í stúf við þetta var hve tónlistin var góð. Enginn Wagner, bara Adólf. Ósmekklegur brandari Vafalaust hefur flesta nú rennt grun í hvað ég er að fara mcð ofangreindum línum, en þær eiga við „rokksýningu" Þeys á Risarokkinu góða. „Prófessjón- al" sýning fram í fingurgóma, en yrkisefnið því miður fremur ósmekklcgt. Nú þykist ég vita að ætlun Þeysara með „Sieg heil-sýningunni“ í höllinni hafi verið sú að hneyksla liðið og hafi sú verið ætlunin þá tókst það - að vissu marki. Eldra og ráðsettara liðið hefur væntanlega hugsað sinn gang, en yngri kynslóðin sem þarna var í miklum meirihluta tók þetta bara eins og hver annan brandara. Ósmekklegan brand- ara að mínu viti. Fæstir yngstu hljómleikagcstanna vita nefnilega ekki meira um Adólf og kompaní, en þeir hafa rekið augun í á tilviljunakenndum kvikmyndasýningum. Þetta á vissulega samt ekki við alla. Áhuginn á lífínu Nú cru ekki Þeysarar nasistar, hvað svo sem það orð þýðir nú til dags, a.m.k. hafðieinn liðsmanna hljómsveitarinnar það á orði í útvarpsþætti nýlega. í sama þælti var hann spurður um yrkisefni hljómsveitarinnar og þá svaraði hann því til að þeir hefðu áhuga á lífinu. Og væntanlega felur það einnig í sér að þeir hafi áhuga á dauðanum. Það eitt réttlætir þó ekki þær hálfkveðnu vísur sem kastað var fram á Risarokkinu blessaða. Ef Þeyr hefðu leikið sitt hlutverk eins og þeir gerðu og slegið svo öllu upp í grín, þá hefðu málin horft öðru vísi tií. Nú má vera að ég sé óþarflega viðkvæmur út af engu, eins og það er kallað, en ég held samt sem áður hafi nokkuð til míns máls. Fyrir nokkrum árum hefði ég vafalaust gleymt sýningunni um leið, en eftir að hafa kynnst því að nasisminn blómstrar víða erlendis, m.a. í Skandinavíu, að eigin raun og eftir að hafa farið í labbitúr í gegnum Dachau-fangabúðirnar heitnu í Þýskalandi, þá get ég ekki hlegið að þessu. Nasistar hér og nasistar þar í Noregi þar sem ég þekki sæmilega vel til hefur nasisminn verið á töluverðri uppleið undanfarin ár. Þar er til nasistafélag sem kemur saman við og við og hellir úr skálum „réttlátrar reiði'* sinnar yfir Pakistana þá sem í Noregi búa. Ýmis óþokkaverk hafa einnig verið rakin til félagsins. Frægt er einnig dæmið um hægri öfgahópinn Vigilante, sem samanstóð af nokkrum unglinum um tvítugt, en markmið hópsins voru að koma á einhvem konar nasístísku þjóðskipulagi í Noregi og helst víðar. Hafi hópurinn stolið gífurlegu magni af vopnum og nýlokið við að drepa tvo félaga sína, sem þeir voru hræddir um að myndu kjafta í lögguna, er allt komast upp. Er enn sagt að þræðir frá þessum hópi hafi náð lengra í norsku þjóðlífi, m.a. langt upp metorðastigann innan norska hersins. Nú þá er Natiional Front í Bretlandi þekkt dæmi og undanfarin ár hefur víst oft legið við að flokkurinn kæmi að manni í borgarstjórnarskosningunum í Lundúnum. Aðgát skal höfð... Ofangreind dæmi komu upp í huga minn er ég frétti að Þeyr ætluðu í hljómleikaferð til Norðurlandanna og Englands. Vafalaust verða Adólf og rokksýningin með í förum og þó að húllumhæið falli vafalaust vel í kramið hjá einhvcrjum þeirra sem á vegi Þeys verða, þá er ég viss um að þeir verða þúsund sinnum fleiri sem bregðast ókvæða við. Það sem er brandari uppi á íslandi, þarf nefnilega ekki að vera hætishót fyndið í útlöndum. A.m.k. ekki þar sem menn muna ennþá eftir Adólf og có. Nú veit ég ekki hvort Adólf verður hafður með í förum á hljómleika- ferðinni, en þó læðist sá grunur að mér. Þeir sem hneyksla eru oft þeir sem munað er eftir og vel má vera að Þeyr verði þar á meðal, þó að fyrrnefndur meðlimur hljómsveitarinnar hafi sagt í útvarpinu að Þeyr sæktust ekkert frekar eftir heimsfrægðinni. Það er rétt að Ijúka þessum pistli með þökkum til Þeys fyrir frábæra tónlist og vel flutta og óska þeim alls góðs á „túrnum“, en það er jafnframt vonandi að þeir gangi hægt um gleðinnar dyr og hafi aðgát í nærveru sálar. - ESE P.s. Fyrir þá sem misstu af því þá hét Adólf, Hitler að eftirnafni og var lítið inni í poppinu. Hélt helst upp á Wagner og þess háttar kalla eins og áður greinir. Gillian til íslands ■ Bárujárnsrokkarinn lan Gillian er væntanlegur til landsins um miðjan næsta mánuð og er það í annað sinn sem kappinn kemur hingað þar sem hann lék með Deep Purple er sú hljómsveit heimsótti kalkann fyrir um 12 árum siðan. Gillian mun að öllu óbreyttu ekki leika hérlendis heldur stendur koma hans hingað í sambandi við nýja plötu hljómsveitarinnar Gillian og mun kappinn kynna þessa plötu hérlendis á svipaðan hátt og kunn- ingi okkar B.A. Robertsson gerði hér urn árið. Fyrr í ár var Gillian á heljarmiklu hljómleikaferðalagi um Evrópu og virtist flest ganga á afturfótunum ef marka má Radio Luxembourg. 1 Júgóslavíu lést einn aðdáandi sveit- arinnar á einum tónleikunum og ætluðu Júgóslavar þá að henda sveitinni í Miðjarðarhafið, í Austur- ríki var öllum hljóðfærum hljóm- sveitarinnar stolið og í Þýskalandi var rútunni þeirra stolið. Mitt í öllu þessu húllumhæi handleggsbrotnaði svo einn af meðlimum sveitarinnar og gott er Gillian sjálfur lagðist ekki í rúmið með flcnsuna. Nú er allt í sómanum aftur hjá kappanum og nýja platan, sem kemur út hér á næstu dögum, ber heitið Magic. -FRI eðahvað? Þrumugóður Þursaflokkur ■ Þursaflokkurinn hefur verið um langt skeið, er og mun væntanlega vera áfram um sinn okkar besta rokkhljóm- sveit og sannaðist það svo ekki verður um villst í RISAROKKINU í Laugar- dalshöll um síðustu helgi. Gífurleg stemmning skapaðist undir lok leiks þeirra og voru þeir klappaðir upp þrisvar sinnum en í aukalögunum brá Valgeir Guðjónsson sér inn á sviðið með þeim breyttust Þursarnir þá næstum því í Stuðmenn eins og það var orðað. Tónlist Þursaflokksins í geysilega fjölbreytt og varla hægt að hnýta sveitina að neinni ákveðinni tónlist öðru framar. Þeir sækja hugmyndir í sýrurokk, blúes, nýbylgju o.fl. en vinna úr þeim á þann hátt að tónlistin verður þeirra eigin á ótvíræðan hátt. Um miðbik tónleika þeirra fannst undirrituðum kominn á þá ansi mikill Doors svipur, ræddi það mál raunar við Danny Pollock baksviðs en hann sagðist ekki pæla í þessu á þennan hátt af eða á. Hvað um það Þursaflokkurinn var þrumugóður. Aðrar hljómsveitir sem komu fara á RISAROKKINU voru Egó, Baraflokk- ur, Grýlur og ÞEYR þannig að þrjú af stærstu nöfnunum í íslenska rokklífinu, Egó, Þursar og Þeyr komu fram saman á einum tónleikum og ekki er víst að slíkt gerist aftur. - FRI ® Egill „yfirþurs,, á fullu á Ijölum Laugardalshallarinnar. Nýr maður á Nútímann ■ Bárujárnsrokkarinn Eiríkur S. Eiríksson, „góðkunningi Gillian“ er mættur til leiks á síðum Nútímans á ný en hann hafði umsjón með þessum skrifum hér á blaðinu á árunum 1978-80. Nútíminn býður kappann velkom- inn en hann sagði í „starfsviðtalinu" að tónlistarsmekkur sinn hefði tekið gjörbreytingum frá því hann pældi í þessum málum hér fyrir á árum og uppáhöld voru á sviði millirokksins. Nú aftur á móti eru það sveitir á borð við AC/DC, Motorhead og Iron Maiden...Ssv éttu úr þér hjartaö" Eiríkur hefur dvalið löngum í Noregi undanfarið og kannski eru þetta áhrif frá „hálflítrunum" sem hann hefur innbyrt. P.S. Norsku sveitarokki verður samt ekki hellt yfir síðurnar hér lofar ESE okkur. , - FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.