Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 19.09.1982, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 skák (skák TAP KORTSNOJ FYRIR FIMMTÁN ÁRA PILTI ■ Hið árlega Lloyds Bank Masters skákmót í Englandi hefur verið fastur liður síðustu 6 árin, og þangað komið margt öflugra skákmanna. í ár voru Hort, Kortsnoj og Miles helstu skraut- fjaðrirnar, og Kortsnoj tefldi nú í fyrsta skipti opinberlega eftir að hafa fengið fjölskylduna vestur yfir járntjald. Það var einmitt Kortsnoj sem vakti hvað mesta athygli á mótinu, eða öllu heldur slæleg frammistaða hans. Allt gekk þó vel í byrjun, 3 vinningar í 3 fyrstu umferðunum, en síðan fór allt í baklás. Úr síðustu 6 skákunum halaði meistar- inn aðeins eina vinningsskák á land, og tapaði fyrir tveim nær óþekktum táningum, Hawkswarth, Englandi og 15 ára gömlum Indverja, D. Barua að nafni. Uppskera Kortsnojs var því heldur rýr. 5 vinningar í 9 umferða Monradmóti er magurt þegar kandidat i heims- meistarakeppninni á í hlut. Reyndar slapp Kortsnoj fyrir horn í loka- umferðinni, þegar hann náöi jöfnu á „tapað tafl“ gegn sænsku stúlkunni Piu Cramling. Miles og Hort tefldu í samræmi við sinn stórmeistarastyrk, fengu 7 vinninga ásamt Gutman ísrael, Hebden Englandi og Johansen Ástralíu. 1. sætið reiknaðist þó til Miles, þar eð stigatala hans var hagstæðust. D. Barua náði 2 áfanga að alþjóðleg- um meistaratitli, 1. áfangi skilaði sér einmitt á Lloyds-mótinu 1981, og þá gerði sveinninn ungi m.a. jafntefli við V. Smyslov, fyrrverandi heimsmeistara. Hér bætir hann um betur og lcggur Kortsnoj. Hvítur: D.Barua Svartur: V. Kortsnoj ítalski leikurinn. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4! (Gegn Kortsnoj, sérfræðingi í spönsku tafli er sniðugt að venda sér yfir í ítalska lcikinn) 3. ... Bc5 4.o-o Rf6 5. d3 d6 6. c3 Bb6 7. Bg5? 3(Nokkuð tvíeggjað framhald, því svartur gæti náð hættulegri kóngssókn með h6 og g5 síðar meir, þar eð hann hefur ekki hrókað sjálfur.) 7. .. h6 8. Bh4 De7 9. Rbád2 g5 10. Bg3 Bg4 11. h3 Bd7 12. Bb3 Rh5 13. Rc4 Rf4 (Hvítum í hag er 13. .. Rxg3 14. Rxbó Rxfl 15. Rxa8.) 14. d4 o-o-o 15. a4 a6 16. d5 RbS 17. Rxb6+ cxb6 18. Rd2 Hd-g8 19. Rc4 Kc7 20.13 h5 21. Dd2 b5 22. Re3 g4 23. h4 gxf3 24. hxf3 Hxg3 (Þessi skiptamunsfórn lítur vel út, en hvítur teflir vörnina vel og lætur ekki sinn hlut.) 25. Hxg3 Dxh4 26. Rfl bxa4 27. Bxa4 Bg4 28. Hel Dg5 29. c4 h4 30. c5! (Einmitt þegar sókn svarts virðist vera að slá í gegn, kemur hvítur með óvænta gagnsókn. Ef nú 30... hxg3 31. Da5+ Kc8 32. exd6 með mátsókn.) 30. .. dxc5 31. d6+ Kb6 32. Hb3+ Ka7 33. Da5 Bc8 34. Re3 c4 35. d7! (Enn kemur mjög sterkur leikur frá hvítum.) 35. .. cxb3 36. Dc5+ Ka8 37. dxc8D Hxc8 38. Dxc8 Dg3 39. Kfl h3 40. gxh3 Rd3? (Svartur teflir til vinnings þó staðan gefi ekki tilefni til þess. Betra var40. ..Df3+ og taka þráskák.) 41. Ke2! (Þennan leik tók Kortsnoj alls ekki með í reikninginn.) 41. .. Rxel 42. Dg4! Dxg4 43. Rxg4 Rc2? (Nauðsynlcgt var 43. .. Rg2. Leikur Kortsnojs er byggður á óskhyggju, 44. Bxb3?? Rd4+ og vinnur.) 44. Kd3 Ral (Hótunin er 45... b5, en þetta er jafnframt síðustu fjörbrot svarts.) 45. Be8 Rc6 46. Bxc6 bxc6 47. h4 Rc2 48. h5 Rd4 49. h6 Re6 50. h7 Rf4+ 51. Kc3 Rg6 52. Rxe5! Rh8 (Riddarinn er kominn úr heldur óvenju- legu ferðalagi, frá al til h8.) 53. Rxf7! Rxl7 54. e5 Gefiö. Jóhann Örn Sigurjónsson D skrifar um skák SOGULEG KEPPNI Hverju leikur hvítur? ■ Austurlönd nær hafa verið vettvangur slíkra stríðsviðburða, að sérhver friðarfrétt frá þessum heimshluta á skilið að birtast. Jafnvel þó hún sé ekki alveg ný. Lesendur hafa vonandi ekkert á móti því, að í maí fór fram landskeppni Egypta- land : ísrael! Allir vita að ísraelsmenn eru ofjarlar Egypta í skák, en menn voru sammála um að ísrael - með einni undantekningu - léti ekki stigahærri skákmenn en 2400 stiga tefla með. Átta borð, fjórföld umferð. Og Egyptar unnu, 17:15. En úrslitin skiptu minnstu máli í slíkri keppni. Egypsk skák fer batnandi. E.t.v. er ástæða til að minna á, að Nasser var ákafur skákmaður. Sadat iðkaði ekki okkar tafl, heldur hinar gömlu arabísku leikreglur. Synir Nílar unnu sem sagt, en eina skákin frá keppninni sem ég hef séð, var ísraelskur sigur. Hvítur: Birnboim Svartur: Afifi Benkö-gambitur. 1. dr Rf6 2. c4c5 3. d5 b5 4. cxbS a6 5. bxa6 Bxa6 6. Rc3 g6 7. g3 Bg7 8. Bg2 d6 9. Rf3 0 0 10. 0-0 Rb-d7 11. Dc2 Dc7 12. Hdl Hf-b8 13. Hbl Ha714. h3 Ha-b715. b3 c4? (Svartur hefur góða stöðu en hvernig skal nýta sér það? Meðaumkvun sumra lesenda mun vera með hvítum í baráttunni gegn þessum þreytandi gambit.) 16. Rd4 (Eftir þetta stendur hvítur betur.) 16. ... cxb3 17. axb3 Hc8 18. Rc6 Rb8 19. b4 Re8 20. Bg5 Bxc3 (Liður í áætlun sem vinnur peðið aftur. En kóngsstaðan verður of veik.) 21. Dxc3 Rxc6 22. dxc6 Hb-b8 23. Bf3 Bb5 24. Hd-cl Ha8 25. h4! (Svartur gæti varið sig betur en hann gerir, en staðan er slöpp.) 25. ... Ha6 26. Kg2 e6 27. h5 d5 28. hxg6 hxg6 29. Hhl e5 30. Dc5! Gefið. Ástæðan er Hh8+ ásamt Df8+ og Hhl mát. í¥iiT| Aiál 111 1 1 ■<0. &> % * ti\ P: ■í: A l MMM... - ■ SKA- LÍNU- BRÖGÐ Bent Larsen, stórmeistari, skrífar um skák. Hvítur leikur og vinnur ■ í stöðunni leynist tilfærsla sem ég hef séð áður. Því finnst mér auðvelt að finna lausnina. Hvort sama gildir um þá lesendur sem aldrei hafa séð þetta fyrrerég í vafa um. En reyndu. Tveir óvaldaðir biskupar á langri skálínu, hlýtur að leiða til margra glúrinna vendinga. Ég vil minna á þessa: 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Bb7 5. Bg2 Bb4+ 6. Bd2 Bxd2+ 7. Dxd2 0-0 8. Rc3 Re4 9. Dc2 Rxc3 10. Rg5! Dxg5 11. Bxb7 með betri stöðu fyrir hvítan, þó cnn sé barátta eftir 11. ... Rxe2 Þetta hefur verið þekkt síðan laust eftir 1920. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Bb7 5. Bg2 Be7 6. 0-0 0-0 7. Rc3 Re4 8. Dc2 Rxc3 9. Rg5?? Rxe2+! Eftir Dxe2 er máthótunin fyrir bí, og eftir Khl getur svartur skipt upp biskupum með skák. Hér gengur því leikflétta hvíts ekki upp. Stöðumynd- in kom upp í opna meistaramótinu í Biel, milli tveggja júgóslava. Svartur hélt sig vera að leika á hvítan, en það var nú öðru nær. Nemet: Dzdar, Drottningarindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 2. c4 b6 4. g3 Ba6 5. Rb-d2 Bb7 (Þetta hefur verið teflt mikið í seinni tíð. Svartur tapar leik, en hefur lokkað riddarann frá c3-reitnum.) 6. Bg2 Be7 7. e4!? (Áhrifarík en ekki alveg örugg peðsfórn.) 7.... Rxe4 8. Re5 Rc3?? (Mjög slæmt. Það er ljóst að 8. ... Rd6 strandar á 9. Bxb7 Rxb7 10. Df3. 8. ... f5 strandar á 9. Dh5+ 8. ... d6 gefur kost á skálínubragðinu 9. Rxe4dxe5 10. Rf6+ Við8.... Bb4 er Dg4 sterkt. Því var 8. ... d5 eini leikurinn. Hvítur hlýtur auðvitað að hafa séð Rc3 þegar hann lék 7. e4.) 9. Dh5 g610. Dh3! Svartur gafst upp. Drottningin valdar biskupinn og svartur tapar manni. Þetta var nokkuð auðvelt. Dh5 hlýtur maður að sjá, og þá finnur maður einnig Dh3.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.