Fréttablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 2
2 15. janúar 2009 FIMMTUDAGUR Hrafnhildur, er þetta ekki ávísun á grátkór? „Nei, nei. Ég geri fastlega ráð fyrir því að þeir sem taka ákvarðanir um þessi mál viti hvað þeir syngja.“ Kórar Flensborgar- og Öldutúnsskóla fá ekki styrk úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar á þessu ári. Hrafnhildur Blomsterberg stjórnar kór Flensborgarskóla. flugfelag.is Burt úr bænum Hópaferðir fyrir öll tilefni Upplýsingar: Sími 570 3075 hopadeild@flugfelag.is REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK ATVINNUMÁL Tæplega átján pró- sent fyrirtækja á Reykjanesi verða gjaldþrota áður en árið er á enda. Samkvæmt spá Creditinfo Ísland fara 248 af 1.403 fyrirtækj- um á Reykjanesi í þrot á næstu tólf mánuðum. Hlutfallið er hærra en í nokkrum öðrum landshluta. „Atvinnuleysi á Suðurnesjum er það hæsta á landinu, um tíu pró- sent, og þetta er dálítið endurvarp frá fyrirtækjum sem standa illa en á það þarf að líta að hér er hátt hlut- fall einyrkjafyrirtækja,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanes- bæ. Árni segir Suðurnesjamenn enn eygja von í því að framkvæmdir við álver í Helguvík hefjist um mitt árið. „Það þýðir auðvitað á fjórða þúsund störf sem er langt umfram það sem Suðurnesjamenn þurfa,“ segir bæjarstjórinn sem kveður ýmis önnur jákvæð teikn á lofti í atvinnulífinu og nefnir sérstak- lega skólastarfsemi á gamla varn- arsvæðinu. „Þannig að það er ýmislegt sem bendir til að við getum farið að rísa upp á miðju ári. Ég kalla það raun- sæja bjartsýni að það sé hægt að sjá tækifærin fram undan en menn þurfa að búa sig undir það að næstu fjórir til fimm mánuðir verði erf- iðir,“ segir bæjarstjórinn í Reykja- nesbæ þar sem einmitt í dag verður opnuð ný miðstöð fyrir fólk í leit að nýjum tækifærum. Kristján G. Gunnarsson, for- maður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur og nágrennis, segir spána um gjaldþrotin ekki koma á óvart. Hún rími við atvinnuleysis- tölur svæðisins. Hlutfall atvinnu- lausra sé hátt á Suðurnesjum vegna fjölda lítilla fyrirtækja, sérstaklega í byggingariðnaði og mannvirkja- gerð, sem hafi farið í þrot. Eins og Árni bendir Kristján á væntanlegt álver sem öflugan vinnuveitanda. „Og það er ýmislegt fleira að gerast í svartnættinu sem betur fer og ég held við munum rísa hraðar úr þessari rúst en önnur landsvæði,“ segir hann. Creditinfo spáir því að á landinu öllu fari rúmlega 3.500 fyrirtæki, eða 13 prósent allra fyrirtækja, á höfuðið. Á eftir Reykjanesi er hlut- fallið hæst á Suðurlandi þar sem spáð er að tæplega 15 prósent fyr- irtækja leggi upp laupana. Lægst er hlutfallið á Norðurlandi vestra. Þar verða tæp 10 prósent fyrirtækja gjaldþrota samkvæmt spánni sem er lítið eitt skárra en á Norðurlandi eystra þar sem hlutfallið er rúm- lega 10 prósent. Hlutfallið í öðrum landshlutum er á bilinu 11 til 13 prósent. gar@frettabladid.is Sjötta hvert fyrirtæki á Suðurnesjum í þrot Ofan í mesta atvinnuleysi á landinu er því spáð að meira en sjötta hvert fyrir- tæki á Reykjanesi verði gjaldþrota í ár. Bæjarstjóri og verkalýðsforingi vona að álver í Helguvík snúi stöðunni við. Reykjanes rísi hraðar úr rústunum en aðrir. SKÓFLUSTUNGA Í HELGU- VÍK Suðurnesjamenn glíma við atvinnuleysi og slæmar spár en vonast eftir því að framkvæmdir við álver í Helguvík hefjist aftur af krafti um mitt árið. MYND/VÍKURFRÉTTIR ÁRNI SIGFÚSSON KRISTJÁN GUNNARSSON RÚSSLAND, AP Leiðtogar þeirra Evrópuríkja, sem ekki hafa fengið gas frá Rússlandi svo dögum skiptir, hóta nú bæði Rússum og Úkraínumönn- um málsókn ef gasdreifing- in kemst ekki í lag á ný. Vladimír Pútín, forsæt- isráðherra Rússlands, segir að Úkra- ínumenn haldi Evrópuríkjum í gíslingu, en Úkraínustjórn segir aftur á móti að Rússar torveldi vísvitandi flutning á gasi í gegnum Úkra- ínu til Evrópuríkja. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, segir ástandið óþolandi. - gb Gaslausu Evrópuríkin: Hóta málsókn út af gasdeilu EFNAHAGSMÁL Efnahags- og fram- farastofnunin (OECD) leggur til stofnun yfirfjármálaeftirlits í Evrópu sem leggja myndi þjóðum lið í að viðhalda fjármálastöðug- leika og í eftirliti með fjámálafyr- irtækjum. Stofnunin leggur þetta til í úttekt um efnahagshorfur á evrusvæðinu sem birt var í gær, miðvikudag. Angel Gurria, fram- kvæmdastjóri OECD, sagði í gær málið brýnt, það sýndi sú staða sem uppi væri í fjármálakerfi heimsins. Í skýrslunni eru efnahagshorfur evrulanda sagðar óvenju óljósar, en líkur á að dragi úr verðbólgu- þrýstingi. - óká Ný skýrsla OECD um Evrópu: Vilja aukið fjármálaeftirlit VIÐSKIPTI Rétt fyrir fall bankanna í haust höfðu skuldir fyrirtækja landsins aukist um 44 prósent frá ársbyrjun, en heimilanna um 22 prósent. Greining Glitnis vitnar í gær til talna Seðlabankans um útlán lánakerfisins til atvinnuveg- anna, en í septemberlok stóðu þau í 5.518 milljörðum króna. „Í upphafi síðasta árs höfðu skuld- ir þeirra þrefaldast á fjórum árum,“ segir í umfjöllun Glitn- is. Þar kemur jafnframt fram að meirihluti skulda fyrirtækja fyrir hrunið hafi verið gengis- bundnar, eða 68 prósent, miðað við 59 prósent í ársbyrjun. Þarna spilar inn í erlend fjárfesting og fall krónunnar. - óká Útlán til atvinnuveganna: Erlend lán vega þungt í tölunum VLADIMÍR PÚTÍN STJÓRNMÁL Nefnd um Evrópumál innan Framsóknarflokksins vill að flokksþing samþykki álykt- un um að Alþingi ákveði að hefja aðildarviðræður við Evrópusam- bandið. Samkvæmt drögum að ályktun, sem lögð verður fyrir flokksþing- ið sem hefst á morgun, er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvall- arkrafa í aðildarviðræðum við ESB. Þjóðin taki afstöðu til samn- ingsins í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evr- ópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru,“ segir í drögunum. Meðal skilyrða framsóknar- manna er að Íslendingar hafi einir veiðirétt í íslenskri lögsögu og stýri veiðunum. Einnig að fram- leiðsla og úrvinnsla íslenskra landbúnaðarafurða verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra landbúnaðarstofna. Þá fái Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteign- um og atvinnufyrirtækjum eins og nú gildi víða innan ESB. Ein 68 ályktana sem lagð- ar verða fyrir flokksþingið er um endurskoðun stjórnskipun- ar Íslands á sérstöku stjórn- lagaþingi. Stjórnarskrá og lög „verði endurskoðuð til samræm- is við framsæknar hugmyndir um stjórnskipun landsins um gagn- sæi, lýðræðislega þátttöku og jafnvægi milli valdþátta“. Meðal annars þurfi að taka afstöðu til þess hvort afnema eigi þingræði og taka upp beina kosningu æðsta handhafa framkvæmdavalds og meta hvort þörf sé á sérstökum þjóðhöfðingja. - gar Framsóknarmenn vilja viðræður við Evrópusambandið og breytta stjórnskipan: Alþingi hefji aðildarviðræður VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Yfir hundrað manns hafa gengið í Fram- sóknarflokkinn í aðdraganda flokksþings um helgina. Þar munu um 960 fulltrúar kjósa nýjan formann í stað Valgerðar Sverrisdóttur sem ekki gefur kost á sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIÐSKIPTI „Það eru engar fréttir í dag að minnsta kosti. Ég get ekki nefnt nákvæma dagsetningu á því hvenær lín- urnar fara að skýrast, en þær verða að skýr- ast ekki síðar en í næstu viku,“ segir Einar Sig- urðsson, fram- kvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðs- ins. Félagið hefur átt í vand- ræðum og er talið að það skuldi í kringum 4,5 milljarða króna. Langstærstur hluti þeirrar tölu eru skuldir félagsins við Glitni. Spurður hvort bankinn hyggist taka yfir rekstur Árvakurs seg- ist Einar ekki hafa fengið neinar vísbendingar um það og ekki hafa heyrt af neinu slíku. - kg Framkvæmdastjóri Árvakurs: Línur verða að fara að skýrast VIÐSKIPTI Eigið fé Eimskips verð- ur neikvætt um 150 milljónir evra, eða sem nemur 25 millj- örðum króna, í ársuppgjöri 2008. Þetta kemur fram í afkomuvið- vörun sem félagið sendi frá sér í gærkvöldi. Eimskip lét vita af því í desem- ber að veruleg óvissa væri um afkomu ársins. Virðisrýrnunar- próf á viðskiptavild og aðstæð- ur á mörkuðum leiða, að sögn félagsins, til ofangreindrar nið- urstöðu. „Gert er ráð fyrir að sölu eigna í Norður-Ameríku ljúki í febrúar 2009 og mun salan létta verulega á skuldsetningu félagsins,“ segir í tilkynningunni, en ekki sé ljóst hver áhrifin verði endanlega. - óká Afkomuviðvörun Eimskips: Neikvætt eigið fé um áramót PALESTÍNA Eini sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Palestínu, Pálína Ásgeirsdóttir, stefnir á að fara í eftirlitsferð inn á Gaza-svæðið í vikulokin. Pálína hefur aðsetur í Jerúsal- em, þaðan sem hún stjórnar heil- brigðisverkefni Rauða krossins í Palestínu. Hún heldur utan um átján spítala, átta á Gaza-svæðinu og tíu á Vesturbakkanum. Hlut- verk hennar er að sjá til þess að þeir starfi sem skyldi og hafi nóg af starfsfólki, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Fréttablaðið hefur ekki náð tali af Pálínu sjálfri. Sólveig Ólafs- dóttir, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, segir að Pálína hafi meðal annars tekið þátt í að koma teymi skurðlækna inn á Gaza-svæðið. Unnið sé að því að fleiri sérfræðingar Rauða kross- ins komist til starfa á sjúkrahús- um á svæðinu. Rauði krossinn berjist fyrir því að sjúkraflutningamenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans fái að fara um svæðið óhindraðir. Sólveig segir að umsamið þriggja klukkustunda vopnahlé á dag hafi margsinnis verið brotið. Sjö teymi sjúkraflutningamanna frá Rauða hálfmánanum hafi lent í miðjum skotárásum. Pálína er hjúkrunarfræðingur að mennt og einn reyndasti sendi- fulltrúi Rauða kross Íslands á átakasvæðum. - hhs Pálína Ásgeirsdóttir stjórnar heilbrigðismálum Alþjóða Rauða krossins í Palestínu: Fer í eftirlitsferð inn á Gaza PÁLÍNA ÁSGEIRSDÓTTIR Stjórnar heil- brigðisverkefni Alþjóða Rauða krossins í Palestínu. Hún stefnir inn á Gaza-svæðið í vikulokin til að kanna aðstæður. FRÉTTABLAÐIÐ/EINAR ÓL. EINAR SIGURÐSSON SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.