Fréttablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 18
18 15. janúar 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 79 Velta: 107 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 331 -1,39% 903 -1,10% MESTA HÆKKUN XX x,xx% XX x,xx% XX x,xx% MESTA LÆKKUN FØROYA BANKI -5,13% BAKKAVÖR -2,83% MAREL -2,09% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,15 +0,00% ... Atlantic Airways 168,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 620,00 +0,00% ... Bakkavör 1,72 -2,83% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,55 -0,64% ... Føroya Banki 111,00 -5,13% ... Icelandair Group 13,25 +0,00% ... Marel Food Systems 74,90 -2,09% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,23 -0,81% ... Össur 97,10 -0,31% Bjarni Ármannsson óskaði eftir því að selja hluti sína í Glitni á genginu 29 og ræddi það við Jón Ásgeir Jóhannesson eftir að FL Group varð hluthafi í bank- anum. Þetta kom fram við aðalmeðferð í máli Vil- hjálms Bjarnasonar gegn stjórn Glitnis. Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, bar fyrir dómi í gær að hann hefði rætt fyrirhug- uð starfslok sín og kaup á hlutum sínum í bankanum við Jón Ásgeir Jóhannesson. Við aðalmeðferð í máli Vil- hjálms Bjarnasonar hluthafa, gegn þáverandi stjórn Glitnis, var spurt hvernig það hefði komið til að bankinn keypti hlutabréf Bjarna í bankanum og greiddi fyrir 29 krónur á hlut, sama dag og markaðsgengi hluta í bankan- um var 26,6. Bjarni átti á bilinu 1,5 til tvö prósent í bankanum og skilaði munur á markaðsvirði og yfirverði honum hátt í 550 millj- ónum króna. Þetta samþykkti stjórn Glitnis 30. apríl 2007. FL Group, þar sem Jón Ásgeir hafði mikil áhrif, varð stór hlut- hafi í Glitni fyrr um árið. Bjarni sagði við aðalmeðferðina að hann hefði sjálfur óskað þess að hætta í bankanum og hefði vilj- að rjúfa við hann öll tengsl. Hann hefði sjálfur viljað selja bréfin á genginu 29. Hann játti því að hafa rætt þetta gengi við Jón Ásgeir. Hann hefði þó ekki gert við sig samning heldur stjórn Glitnis. Bjarni nefndi til stuðnings geng- inu að skömmu fyrr hefðu Glitn- isbréf farið upp undir 29. Gengið hækkað upp í 31 um mitt sumarið, en lækkaði eftir það. Stjórnarmenn sögðust ekki hafa rætt um forsendur yfirverðsins á stjórnarfundinumn. Einnig kom fram hjá þeim að hefði Bjarni sett bréf sín á markað þá kynni það að hafa valdið offramboði á bréfum í Glitni og þar með verðlækkun. Lögmaður Vilhjálms sagði að jafn reyndur fjárfestir og Bjarni hefði tæplega sett öll sín bréf á markað í einu og þar með hugsan- lega valdið verðfalli. Hann hlyti að hafa getað fundið sér kaupanda og samið um verð. Ekki hefði verið nauðsynlegt að bankinn keypti bréfin á yfirverði. Fram kom að yfirlögfræðingur Glitnis hefði talið að samningur- inn við Bjarna stæðist lög og að stjórnarmenn hefðu farið að hans ráði. Í málinu var einnig rætt um hvort samningurinn um kaup bankans á bréfum í Glitni hefði verið hluti af starfslokakjörum hans. Lögmaður Vilhjálms sagði að ekki væri hægt að líta öðruvísi á málin, lögmaður stjórnarmanna hélt því fram að slíkt væri fjar- stæða. ingimar@markadurinn.is Bjarni samdi um yfir- verðið við Jón Ásgeir „Það er langt síðan við seldum eignir okkar í skráðum félögum og bættum skuldastöð- una verulega,“ segir Jón Helgi Guðmunds- son, stjórnarformaður Straumborgar. Hann á tæpan helming hluta- fjár í Straumborg á móti fjölskyldu sinni. Jón Helgi segir einu skráðu eignina í dag um fjögurra prósenta hlut í Kaupþingi. Verð- mæti hans nam um 17,2 milljörðum króna þegar ríkið tók hann yfir í byrjun október í fyrra, en er verðlaus í dag. Jón segir uppstokkun á eigna- safninu hafa byrjað fyrir einu og hálfu ári og sé staðan allt önnur en megi telja af síðustu ársreikning- um. Samkvæmt síðasta uppgjöri Straum borgar átti félagið hluti í félögum tengdum Kaupþingi, svo sem Bakkavör, Existu og Spron. Þá stóð til að kaupa 9,8 prósenta hlut í Sparisjóði Mýra- sýslu í félagi í lok september. Þær áætlanir fóru út af borðinu í banka- hruninu. Jón segir stöðuna þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður mjög góða og eigið fé jákvætt. „Við höfum minnkað efnahags- reikninginn veru- lega og erum nú með ágætis eigna- safn,“ segir hann og að að öll félög honum tengd standi í skilum. Á meðal stærstu eigna Straum- borgar eru hlutir í fjármála- og fasteignatengdum geira í Lettlandi og Rússlandi auk ellefu prósenta hlutar í Eyri Invest, kjölfestufjár- festi Marel Food Systems og Össur- ar. - jab JÓN HELGI GUÐMUNDSSON Seldi nær öll skráð félög BEÐIÐ UTAN VIÐ DÓMSAL Bjarni Ármannsson bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli vegna hlutabréfa sem hann seldi Glitni þegar hann hætti þar sem banka- stjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.