Fréttablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 50
42 15. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
HANDBOLTI Samþykkt var í fjár-
aukalögum 2008 að veita HSÍ 50
milljón króna styrk vegna árang-
urs landsliðsins á Ólympíuleik-
unum. HSÍ hefur nú fengið pen-
ingana og Einar Þorvarðarson,
framkvæmdastjóri HSÍ, segir þá
kærkomna í núverandi árferði.
„Það á eftir að borga mikið af
skuldum síðasta árs enda var síð-
asta ár mjög dýrt. Kostnaðurinn í
kringum bara Ólympíuleikana var
um 25-30 milljónir króna,“ sagði
Einar Þorvarðarson aðspurður um
hvað ætti að gera við peningana.
„Það skiptir gríðarlega miklu
máli fyrir okkar rekstur að fá
þennan pening inn og ekki síst
í þessu árferði. Við þurfum að
nota mikið af þessum peningum
til að rétta skútuna við. Það verð-
ur vissulega hagnaður eftir árið
í kjölfar þessarar styrkveitingar
en það verður enginn stór afgangs-
sjóður enda búið að eyða miklu af
þessum peningum. Peningarnir
sem eftir verða munu samt hjálpa
til við að styrkja reksturinn í fram-
tíðinni,“ sagði Einar.
HSÍ fékk einnig um 15 milljónir
króna í styrk frá þjóðinni meðan
á Ólympíuleikunum stóð. Á móti
kemur að aðalstyrktaraðili sam-
bandsins, Kaupþing, fór á hausinn
í október og HSÍ hefur ekki fengið
neinn pening þaðan eftir hrunið.
„Við fáum enga erlenda inn-
komu frá EHF eða IHF þannig
að fall krónunnar hjálpar okkur
ekkert þar. Við vitum svo ekkert
hvað verður um Kaupþingssamn-
inginn en þar hefur ekkert gerst
síðan gamli bankinn fór í greiðslu-
stöðvun. Ég vil ekki segja hvað við
höfum orðið af miklum pening-
um vegna þessa en þeir peningar
skipta okkur máli. Rekstur HSÍ er
nefnilega mjög háður atvinnulífinu
og samstarfsaðilum,“ sagði Einar.
HSÍ horfir, eins og allir aðrir,
fram á erfitt rekstrarár. Samband-
ið íhugaði meðal annars að hætta
við að senda 2012-liðið sitt til
Frakklands en gat það ekki sökum
samninga sem það hafði gert.
„Allur kostnaður hefur hækkað
mikið og allar rekstraráætlanir
sprungu vegna efnahagsástands-
ins. Til að mynda er 30-40 prósent
hækkun á flugfargjöldum. Allt
umhverfið er gjörbreytt. Rekstrar-
árið 2008 var síðan þannig að við
vorum ekki vissir um að fara á ÓL
og þegar það gerist kemur auka-
kostnaður upp á 25-30 milljónir.“
Þó svo Einar segi enga stóra
sjóði verða afgangs þegar búið sé
að gera upp skuldir sambandsins
er samt ljóst að afgangurinn mun
hjálpa mikið til við að halda öflugu
starfi gangandi.
„Reksturinn undanfarin ár hefur
verið keyrður á grensunni. Við
höfum keyrt eins langt og hægt
er með starfið og stundað grimmt
afreksstarf. Landslið HSÍ eru að
spila 80-100 landsleiki á ári og
það er mjög umfangsmikill rekst-
ur og dýr. Miðað við ástandið sem
er í dag sjáum við ekki fram á að
blása frekar í herlúðra. Þetta snýst
meira um að halda sjó sem ég er
ekkert viss um að við getum gert.
Við þurfum að skera niður og finna
leiðir til að lifa ástandið af og um
leið fara sem best með þessa pen-
inga. Það er varnarbarátta fram
undan þrátt fyrir þennan góða
styrk,“ sagði Einar og bætti við
að stjórn HSÍ ætti eftir að funda
betur um hvað ætti að gera við
afgangspeningana frá ríkinu.
henry@frettabladid.is
Verður enginn stór afgangssjóður
HSÍ hefur fengið 50 milljóna króna styrk frá ríkinu líkt og menntamálaráðherra hafði lofað eftir silfrið á
ÓL. Framkvæmdastjóri HSÍ segir styrkinn skipta miklu máli fyrir rekstur sambandsins en býst ekki við
stórum afgangi eftir uppgjör. Engir peningar hafa komið frá aðalstyrktaraðila, Kaupþingi, eftir hrunið.
BÚIÐ AÐ EYÐA MIKLU Einar Þorvarð-
arson segir kostnaðinn vegna ÓL vera
25-30 milljónir. Enn eigi eftir að borga
skuldir vegna leikanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
DÝRMÆTT SILFUR Árangur landsliðsins á ÓL skilaði ekki bara silfurverðlaunum held-
ur einnig 65 milljónum króna í styrki til HSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Iceland Express-deild kvk
KR-Valur 77-53 (33-34)
Stig KR: Sigrún Ámundadóttir 18 (9 fráköst),
Hildur Sigurðardóttir 10 (11 fráköst), Margrét Kara
Sturludóttir 10, Guðrún Ámundadóttir 9, Heiðrún
Kristmundsdóttir 8, Helga Einarsdóttir 7, Guðrún
Þorsteinsdóttir 7, Gréta Guðbrandsdóttir 2, Dóra
Þrándardóttir 2, Rakel Viggósdóttir 2, Guðrún
Sigurðardóttir 2.
Stig Vals: Signý Hermannsdóttir 19 (14 fráköst),
Þórunn Bjarnadóttir 15 (10 fráköst), Lovísa
Guðmundsdóttir 10 (6 fráköst), Tinna Sigmunds-
dóttir 5, Kristjana Magnúsdóttir 4.
Keflavík-Hamar 95-79 (45-45)
Stig Keflavík: Birna Valgarðsdóttir 31 (10 fráköst,
6 stoðsendingar), Pálína Gunnlaugsdóttir 27 (9
fráköst, 6 stoðsendingar), Bryndís Guðmunds-
dóttir 15, Ingibjörg Vilbergsdóttir 10 (13 fráköst),
Rannveig Randversdóttir 4 (7 fráköst), Hrönn
Þorgrímsdóttir 3 (8 fráköst), Halldóra Andrés-
dóttir 3, Marín Karlsdóttir 2.
Stig Hamars: Julia Demirer 25 (12 fráköst),
LaKiste Barkus 22 (8 fráköst), Jóhanna Sveins-
dóttir 10 (6 fráköst), Íris Ásgeirsdóttir 8, Fanney
Guðmundsdóttir 7, Dúfa Ásbjörnsdóttir 5, Hafrún
Hálfdánardóttir 2.
Haukar-Grindavík 83-68 (46-34)
Stig Hauka: Guðbjörg Sverrisdóttir 21, Slavica
Dimovska 20, Ragna Brynjarsdóttir 17 (10
fráköst), Kristrún Sigurjónsdóttir 16 (11 fráköst),
Sara Pálmadóttir 5, Helena Hólm 4.
Stig Grindavíkur: Petrúnella Skúladóttir 16 (11
fráköst), Helga Hallgrímsdóttir 12 (11 fráköst),
Ingibjörg Jakobsdóttir 11, Berglind Magnúsdóttir
10, Jovana Lilja Stefánsdóttir 9, Íris Sverrisdóttir
6, Lilja Sigmarsdóttir 2, Theódóra Káradóttir 2.
Snæfell-Fjölnir 80-43 (32-14)
Enska úrvalsdeildin
Man. Utd-Wigan 1-0
1-0 Wayne Rooney (1.).
FA bikarinn
Newcastle-Hull 0-1
0-1 Daniel Cousin (81.).
*Hull mætir Millwall í 4. umferð á heimavelli.
Crystal Palace-Leicester 2-1
1-0 Paul Ifill (37.), 2-0 Shaun Scannell (55.), 2-1
Max-Alain Gradel (90.).
*C. Palace mætir Watford í 4. umferð á útivelli.
Southend-Chelsea 1-4
1-0 Barrett (16.), 1-1 Ballack (45.),1-2 Kalou(60.),
1-3 Anelka(78.), 1-4 Lampard (90.+2.)
*Chelsea mætir Ipswich í 4. umferð á heimavelli.
Ítalska úrvalsdeildin
Roma-Sampdoria 2-0
1-0 Julio Baptista (21.), 2-0 Julio Baptista (53.).
ÚRSLIT
Fimmtán ára íslensk skíðakona, María Guðmundsdóttir, hefur
vakið athygli upp á síðkastið í Noregi fyrir góða frammistöðu
í skíðabrekkunum enda er stelpan talin vera sú fjórða besta
í svigi í sínum aldursflokki. Norðmennirnir gera mikið úr því
að hún hafi unnið alla strákana í keppnunum um helgina og
vildu örugglega helst að hún væri Norðmaður.
„Ég vann strákana á þessum mótum. Það er svolítið
skemmtilegt,“ viðurkennir María en hún hefur búið í Noregi
í vetur. „Það er mjög hvetjandi að fá þessa athygli en ég
er samt ekki að hugsa um það að ég sé fjórða besta í
heimi. Ég geri bara það sama og ég gerði áður en ég
komst þangað. Það er samt alltaf gaman að vita að
maður er að standa sig vel,“ segir María en var þó
ekki alltof sátt með sig um helgina. „Það gekk
ekki mjög vel en úrslitin voru góð. Ég gerði
smá mistök og þá sérstaklega í fyrri ferðinni í
sviginu en sem betur fer tók það ekki mikinn
tíma frá mér,“ segir María sem er greinilega
með báða fætur á jörðinni og ætlar sér
að bæta sig. „Það er frábært að æfa hérna og miklu betri
aðstæður,“ segir María en allt kvennalandsliðið er nú búsett
í Noregi.
„Hérna er aldrei lokað og ég kemst alltaf á skíði. Ef mig
langar að fara þá fer ég bara á skíði. Það var svo mikið
vesen að þurfa alltaf að vera að pæla í því hvort það væri
opið eða lokað. Núna fer ég bara á æfingu og þarf ekkert
að hafa áhyggjur hvort ég kemst upp á fjall eða ekki,”
segir María sem býr aðeins í fimm mínútna fjarlægð frá
skíðabrekkunni.
María er sterkari í svigi en vann einnig sigur í stór-
svigi um helgina. „Mér hefur alltaf fundist skemmti-
legra í svigi en svo er ég búin að vera dugleg að
æfa við góðar aðstæður og með góða þjálfara.
Þá kemur þetta smám saman,“ segir María.
Næst á dagskrá hjá henni eru Ólympíuleikar
æskunnar í Póllandi um miðjan febrúar og
um mánaðamótin febrúar/mars keppir hún
síðan á HM unglinga.
MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, 15 ÁRA SKÍÐAKONA: FJÓRÐA BESTA Í HEIMI Í SÍNUM ALDURSFLOKKI Í SVIGI
Hérna er aldrei lokað og ég kemst alltaf á skíði
> Tvö efstu liðin drógust saman
Það verður sannkallaður risaslagur í bikarn-
um. KR og Grindavík drógust saman í und-
anúrslitum Subway-bikars karla en dregið
var um í gær. Leikurinn fer fram í
DHL-Höll þeirra KR-inga 24. eða 25.
janúar. Liðin hafa mæst tvisvar í
vetur og KR hefur unnið leikina
með 3 og 2 stigum. Í hinum
leiknum taka lærisveinar Teits
Örlygssonar á móti hans gamla
liði Njarðvík. Í undanúrslitum
kvenna mætast Keflavík-Valur og
Skallagrímur-KR.
Kynningá svæðisáætlun ásamt umhverfisskýrslu
Til kynningar er tillaga að endurskoðaðri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs hjá 34
sveitarfélögum á Suðvesturlandi fyrir tímabilið 2009 2020 ásamt umhverfismati áætlunar
Fyrir liggur samþykkt svæðisáætlun fyrir sama svæði frá desember 2005 og byggir endursko
henni.
Í samræmi við 7. gr. laga nr. 105/2006 er tillagan nú auglýst ásamt umhverfisskýrslu og er
6 vikna frestur til að koma á framfæri athugasemdum varðandi umhverfisáhrif áætlunarin
Tillögu að endurskoðaðri áætlun ásamt umhverfismatsskýrslu er að finna á heimasíðunni
www.samlausn.is og á heimasíðum sorpsamlaganna.
Athugasemdir skal senda með tölvupósti á netfangið samlausn@mannvit.is eða bréflega á
skrifstofu Mannvits hf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík fyrir 1.mars 2009, merkt; Gunnar
Herbertsson/Teitur Gunnarsson
KÖRFUBOLTI Frábær þriðji leikhluti
lagði grunninn að öruggum 77-53
sigri KR á Val í Iceland Express
deild kvenna í gær en undir var
fjórða og síðasta sætið inn í efri
hlutann þegar deildin skipt-
ist í tvennt eftir næstu umferð.
KR þarf nú sigur á móti Fjölni í
lokaleiknum til þess að tryggja
sér endanlega fjórða sætið.
Valsstúlkur byrjuðu mun
betur, voru með frumkvæðið
í fyrri hálfleik og voru einu
stigi yfir í hálfleik, 34-33.
KR-liðið kom hins vegar
grimmt til leiks í seinni
hálfleik, skoraði 23 af 25
fyrstu stigum hálfleiksins
og skildi Valskonur hreinlega
eftir á þessum kafla. Síðasti
leikhlutinn var í kjölfarið
aðeins formsatriði.
Sigrún Ámundadóttir átti
mjög góðan leik hjá KR og
systir hennar Guðrún kom
með mikinn kraft inn af
bekknum sem átti stóran þátt í
að kveikja neistann í KR-liðinu.
Helga Einarsdóttir og Hildur
Sigurðardóttir skiluðu sínu og
þótt Margrét Kara Sturludóttir
hafi oft spilað betur þá átti hún
ágætan seinni hálfleik. Þá er vert
að minnast innkomu Heiðrúnar
Kristmundsdóttur og frábærs
varnarleiks Guðrúnar Gróu
Þorsteinsdóttur allan leikinn.
Signý Hermannsdóttir
var sem fyrr í farar-
broddi hjá Val, Þór-
unn Bjarnadóttir átti
mjög góðan fyrri hálf-
leik og Lovísa Guðmunds-
dóttir byrjaði vel en allir
leikmenn Valsliðsins vilja
örugglega gleyma þriðja
leikhlutanum þar sem liðið
klikkaði á 14 af 16 boltum og
tapaði 9 boltum að auki. - óój
KR komst í 4. sæti með 24 stiga sigri gegn Val:
Fóru í gang eftir hlé
MIKILVÆGT KR skaust upp í 4. sætið
með sigrinum á Val. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM