Fréttablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 25
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
Gunnhildur Jónsdóttir starfar sem
stuðningsfulltrúi í Öskjuhlíðar-
skóla og hefur vakið athygli fyrir
fallegan klæðaburð. „Sumir nem-
endurnir spá töluvert í klæðaburð-
inn og hafa til dæmis orð á því ef
ég mæti í buxum eða nýjum skóm,“
segir Gunnhildur brosandi en að
eigin sögn er hún mikil kjólakona.
„Ég er til dæmis mjög hrifin af
blómakjólum og nota oft leggings.
Hins vegar er ég líka mikill lopap-
eysuaðdáandi og skófíkill.“
Gunnhildur á um hundrað skó-
pör, bæði hælaskó og flatbotna.
Skórnir sem hún er í á myndinni
fengust á skómarkaði. „Hann var í
einhverri skemmu og kostuðu þeir
einungis um fjögur þúsund krón-
ur,“ segir hún. Kápuna fékk hún
einnig á kostakjörum. „Hana fékk
ég í þeirri mætu búð Whistles sem
var eitt sinn í Kringlunni. Ég átti
leið framhjá og rak þá augun í káp-
una á janúarútsölu og keypti hana
og einn kjól,“ segir Gunnhildur og
bætir við að hún hreinlega elski
kápuna sína. „Hún er svo glæsileg
og hlý, en þetta er sparikápa.“
Misjafnt er hvar Gunnhildur
kaupir fötin og segir hún að í raun
skipti það ekki máli. „Ég kaupi
bara það sem mér finnst flott,
bæði nýtt og notað. Stundum fer
ég í Kolaportið og kaupi fullt af
kjólum,“ segir Gunnhildur einlæg
og viðurkennir að hún hafi smekk
fyrir gamaldags fötum.
„Mér þykir alltaf gaman að vera
fín en hversdags er ég nú í þægi-
legri fötum, enda þýðir ekki annað
í vinnunni. Siffonkjólar og hæla-
skór henta kannski ekki,“ segir
hún kímin.
hrefna@frettabladid.is
Elskar hvítu kápuna sína
Fatastíll Gunnhildar Jónsdóttur er kvenlegur en rósóttir kjólar, vel sniðnar yfirhafnir og smekklegt skó-
tau er í uppáhaldi. Hún klæðir sig þó eftir tilefni og segist líka halda upp á íslensku lopapeysuna.
TÍSKUVIKAN í Hong Kong stendur nú yfir. Í vikunni mátti
meðal annars sjá prjónafatnað kínverska fatahönnuðarins
Coney Ko sem valdi saman svarta, hvíta, skærgræna og gráa
liti og er útkoman smart og stílhrein.
Gunnhildur tekur sig glæsi-
lega út í fallegri kápu sem
keypt var í Whistles, sem var
eitt sinn í Kringlunni. Skóna
fékk hún á útsölumarkaði.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
NJÓGA
Ásta Arnardóttir • 862 6098
www.this.is/asta • astaarn@mi.is
www.lotusjogasetur.is • Borgartúni 20
MORGUN / HÁDEGI / SÍÐDEGI
BYRJENDANÁMSKEIÐ HEFST 22. OKT.
KUNDALINI HEFST 22. OKT.