Fréttablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 10
 15. janúar 2009 FIMMTUDAGUR Umsjónarkennarar námskeiðsins er Andrea Brabin framkvæmdarstjóri Eskimo, auk fjölmargra gestakennara. Kennt verður einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn. Allir þátttakendur fá Eskimo bol, Maybelline mascara, viðurkenningarskjal og 10 sv/ hv myndir. Námskeiðinu lýkur með stórri tískusýningu. Stúlkurnar eru farðaðar fyrir myndatöku og tískusýningu. EMM School of Make-Up sér um förðun. SJÖ VIKNA NÁMSKEIÐ HEFJAST 20. JANÚAR OG 22. JANÚAR. Sjálfstyrking . Framkoma . Líkamsburður . Innsýn í fyrirsætustörf . Förðun . Umhirða húðar og hárs . Myndataka (10 s/h myndir) . Tískusýningarganga . Fíkniefnafræðsla . Myndbandsupptökur . Leikræn tjáning Skráning er hafin í síma 533 4646 og eskimo@eskimo.is Verð 17.900 kr. K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I - S Í M I : 5 7 8 4 0 0 0 - W W W . K E I L I R . N E T ORKU- OG TÆKNISKÓLI Vélarnar stjórna heiminum Keilir og Háskóli Íslands bjóða nú nám í tæknifræði við framúrskarandi aðstæður á Keilissvæðinu undir leiðsögn sérfræðinga í fremstu röð. Nemendur útskrifast með B.S. gráðu frá Háskóla Íslands. Orkutæknifræði veitir sterkan grunn í beislun og nýtingu jarðvarmaorku og virkjun á öðrum grænum, endurnýjanlegum orkugjöfum. Í mekatróník (e. mechatronics) fá nemendur þverfaglega menntun í hönnun og smíði rafeinda- og tölvustýrðs vélbúnaðar. Lögð er áhersla á verklegar æfingar í rannsóknarstofu og samstarf við fyrirtæki sem undirbýr nemendur fyrir atvinnulífið, þar sem vaxandi þörf er fyrir sérfræðinga á þessu sviði. Umsóknarfrestur er til 20. janúar. Nú vantar fólk til að stjórna vélunum Keilir og Háskóli Íslands kynna B.S. nám í tæknifræði HEILBRIGÐISMÁL Konur í fátækustu ríkjum heims eru 300 sinnum lík- legri til að deyja við barnsburð eða af orsökum sem rekja má til þung- unar en konur í iðnríkjunum, sam- kvæmt árlegri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um stöðu barna í heiminum. Þá er barn, sem fæðist í þróunar- landi, 14 sinnum líklegra til að lát- ast á fyrstu mánuðum ævi sinnar en barn sem fæðist í iðnvæddu ríki. Skýrslan er kynnt í Jóhannesar- borg í Suður-Afríku í dag. Í skýrsl- unni, State of the World´s Children, er að finna lista yfir fjölda atriða sem varða velferð barna í heimin- um. Á listanum má finna atriði eins og menntun, bólusetningu, heilsu- gæslu, aðhlynningu þungaðra kvenna, næringargjöf, barnaþræl- kun, giftingar barna, útbreiðslu HIV og alnæmis og aðgang að hreinu vatni. Í tilkynningu frá UNICEF segir að á síðustu árum hafi lífslíkur barna aukist í mörgum þróunar- löndum en ekki hafi tekist að draga eins úr dauðsföllum kvenna við barnsburð. Barnadauði hafi minnk- að um helming í Níger og Malaví á árunum 1990 til 2007 og þá sé tíðni barnadauða í Indónesíu aðeins einn þriðji af því sem hún mældist árið 1990. Í Bangladess hafi tíðni barna- dauða fallið um meira en helming. Sömu þróun er ekki að finna þegar kemur að heilsu og lífslík- um mæðra, segir í tilkynningunni. Í þróunarlöndunum eru líkur á því að kona deyi við barnsburð sagðar vera 1 á móti 76. Til samanburðar eru líkurnar 1 á móti 8.000 meðal kvenna í iðnvæddum ríkjum. Meirihluti dauðsfalla er sagður eiga sér stað í Afríku og Asíu þar sem frjósemi er mikil, vöntun er á þjálfuðu fólki til aðstoðar við barns- burð og heilsugæsla er veikburða. Til að draga úr dauðsföllum kvenna við barnsburð og ungbarnadauða mælir skýrslan með því að grund- vallarþjónusta verði veitt á öllum stigum heilbrigðiskerfisins, heima fyrir, í samfélaginu og á heilsu- gæslustöðvum. Slík nálgun gangi lengra en hefðbundin áhersla á að bregðast við einstaka sjúkdóms- tilfellum því hún kalli frekar á að mæðra- og ungbarnavernd verði tekin inn á öllum stigum heilsu- gæslunnar. olav@frettabladid.is Staða barna enn afar slæm Hætta steðjar að þunguðum konum og ungbörnum í þróunarlöndunum samkvæmt skýrslu UNICEF sem kynnt er í dag. Lífslíkur barns í iðnvæddu ríki eru fjórtán sinnum meiri en barns í þróunarlandi. BÖRN Í MALAVÍ Barnadauði í Malaví minnkaði um helming á árunum 1990 til 2007 samkvæmt skýrslu UNICEF. MYND/ERNA HREINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.