Fréttablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 44
36 15. janúar 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Kvikmyndin Slumdog Millionaire, sem er byggð á metsölubók Vikas Swarup Viltu vinna milljarð?, verður frumsýnd á morgun. Hún var valin besta myndin á nýafstað- inni Golden Globe-hátíð og vann í þremur flokkum til viðbótar, þ.e. fyrir bestu leikstjórn, handrit og tónlist. Myndin segir frá hinum átján ára Jamal Malik sem er á sigur- braut í indversku útgáfunni af Viltu vinna milljón? Hann þarf bara að svara einni spurningu í við- bót til að vinna 20 milljónir þegar gert er hlé á upptökum þáttarins yfir nótt. Þá er lögreglan kölluð til því mörgum þykir ótrúlegt að munaðarleysinginn Jamal, sem ólst upp í fátækrahverfum Mumb- ai, skuli komast lengra í þættinum en betur menntaðir, greindari og ríkari þátttakendur en hann. Leikstjóri Slumdog Millionaire er Bretinn Danny Boyle sem vakti fyrst athygli með Shallow Grave árið 1995. Ári síðar sendi hann frá sér Trainspotting sem kom honum endanlega á kortið sem einum færasta kvikmyndagerðarmanni Breta. Síðan þá hefur hann leik- stýrt nokkrum fínum myndum, þar á meðal spennumyndinni 28 Days Later þar sem uppvakningar leika stórt hlutverk. Handritshöfund- ur Slumdog Millionaire er Simon Beaufoy sem er þekktastur fyrir handrit sitt að The Full Monty. Myndin fær 8,7 á síðunni Imdb. com og 94% á Rottentomatoes.com. Henni hefur verið spáð góðu gengi á næstu Óskarsverðlaunahátíð, enda gefa Golden Globe-verðlaun- in jafnan sterkar vísbendingar um það sem koma skal á þessari virt- ustu hátíð kvikmyndabransans. Munaðarlaus í milljónakeppni SLUMDOG MILLIONAIRE Myndin er byggð á metsölubókinni Viltu vinna milljarð? eftir Vikas Swarup. Frönsk kvikmyndahátíð hefst á morgun og stendur til 29. janúar. Sýndar verða tíu myndir, þar á meðal opn- unarmyndin Entre les murs sem hlaut Gullpálmann í Cannes síðasta vor. Franska kvikmyndahátíðin, sem er sú níunda í röðinni, fer fram í Háskólabíói og að henni standa Græna ljósið og Alliance français í samstarfi við sendiráð Frakk- lands, Belgíu og Kanada. Sýndar verða tíu gæðamyndir, þar af sín myndin hvor frá Belgíu og Kan- ada. Þetta er í fyrsta skipti sem sýndar eru myndir frá öðrum löndum en Frakklandi á hátíðinni en allar myndirnar eru engu að síður á frönsku. Þrjár myndanna eru með íslenskum texta: Skóla- bekkurinn (Entre les Murs), Fran- çoise Sagan og Refurinn og barn- ið. Aðrar myndir eru textaðar á ensku. Entre les murs segir frá Fran- çois sem er ungur frönskukennari í gagnfræðaskóla fyrir vandræð- aunglinga. Hann hikar ekki við að svara nemendum sínum fullum hálsi eins og tungumálið sjálft sé í húfi og slík vinnubrögð geta haft sínar afleiðingar. Entre les murs er í hópi níu mynda sem eiga möguleika á að hreppa Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu myndina. Fækkað verður í hópnum niður í fimm 22. janúar þegar tilkynnt verður um tilnefningarnar. Myndin hefur hlotið sérlega góða dóma, þar á meðal 7,9 af 10 mögulegum á kvik- myndasíðunni Imdb.com og hvorki meira né minna en 97% á síðunni Rottentomatoes.com. Heiðursgestur frönsku kvik- myndahátíðarinnar er franski leikstjórinn Luc Jacquet sem gerði hina geysivinsælu mynd Ferðalag keisaramörgæsanna. Hann verður viðstaddur frumsýningu nýjustu myndar sinnar, barnamyndarinn- ar Refurinn og barnið, laugardag- inn 17. janúar kl. 20. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á síðunni Graenaljosid.is. freyr@frettabladid.is Tíu myndir á franskri hátíð ENTRE LES MURS Opnunarmynd frönsku kvikmyndahátíðarinnar, Entre les murs, eða Skólabekkurinn, hlaut Gullpálmann á Cann- es-hátíðinni síðasta vor. Leikstjórinn Roman Polanski hefur ekki í hyggju að snúa aftur til Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann vilji fella niður ákæru sem hann fékk þar í landi 1977 fyrir kynlíf með stúlku undir lögaldri. Að sögn lögfræðings hans vill leikstjórinn einfaldlega sanna að dómstólar hafi gert mistök á sínum tíma og um leið hreinsa mannorð sitt. Polanski, sem er 75 ára, flúði frá Bandaríkjunum til Frakklands árið 1978 til að komast hjá fangelsisdómi eftir að hafa játað að hafa sofið hjá þrettán ára stúlku. Síðan þá hefur hann ekki stigið niður fæti í Banda- ríkjunum af ótta við handtöku. Á meðal þekktustu mynda Polan- skis eru Rosemary´s Baby, China- town og The Pianist. Polanski vill ekki fara til Ameríku Jackie Chan er í viðræðum um að leika í endurgerð The Karate Kid sem kom út árið 1984 við miklar vinsældir. Chan myndi leika læri- föðurinn Mr Miyagi sem kennir aðalpersónunni iðkun karate. Pat Morita lék Miyagi í upphaflegu myndinni og var hann tilnefndur til Óskarsins fyrir frammistöð- una. Þegar hefur verið tilkynnt að Jaden Smith, sonur Will Smith, leiki aðalhlutverkið í myndinni. Tekur hann við hlutverkinu af Ralph Macchio sem lék í fyrstu þremur Karate Kid-myndunum. Hilary Swank lék í fjórðu mynd- inni, The Next Karate Kid, fyrir fimm árum. Tökur á nýju mynd- inni hefjast í Peking á næsta ári. Jackie Chan orðað- ur við Karate Kid JACKIE CHAN Hasarmyndahetjan Jackie Chan leikur hugsanlega í endurgerð The Karate Kid. ROMAN POLANSKI Polanski, til hægri, ætlar ekki að snúa aftur til Bandaríkj- anna. > EAST OF EDEN Í BÍÓ Til stendur að gera nýja mynd byggða á bók Johns Steinbeck, East of Eaden. Leikstjóri verð- ur Tom Hooper sem hefur leik- stýrt þáttunum John Adams. Árið 1955 kom út myndin East of Eaden með James Dean í aðalhlutverki en nýju myndinni mun víst lítið svipa til hennar. Nýjasta mynd Adams Sandler er hin gamansama fjölskyldumynd Bedtime Stories. Í myndinni leikur Sandler hótelstarfsmann- inn Skeeter Bronson sem finnst ekkert skemmti- legra en að segja ungum frændsystkin- um sínum ævintýra- sögur til að svæfa þau á kvöldin. Hann verður fyrir óvæntri lífsreynslu þegar sögurnar verða að veruleika á undra- verðan hátt. Sögurn- ar verða fáránlegri með hverju kvöld- inu þegar Skeeter ákveður að nýta sér þær til að bæta líf fjölskyldu sinn- ar. Þegar frændsystkinin hafa óvænt áhrif á ástand- ið fer af stað atburðarás sem á eftir að umturna lífi þeirra. Sandler er ekki þekktur fyrir að leika í fjölskyldu- myndum en kannski á það eftir að breytast í framtíð- inni, enda á hann nú tvö börn með eiginkonu sinni Jackie. Mótleikkona Sand- lers í myndinni er Keri Rusell sem sló í gegn í sjón- varpsþáttunum Felicity. Bedtime Stories fær 6,2 í einkunn á Imdb.com og 23% á Rottentomatoes.com. Sandler segir sögur ADAM SANDLER Nýjasta mynd Sandlers er hin gamansama fjöl- skyldumynd Bedtime Stories. Teiknimyndin Wall-E og heim- ildarmyndin Man on Wire fengu besta dómana árið 2008 sam- kvæmt kvikmyndasíðunni Rotten Tomatoes. Versta mynd ársins var One Missed Call með Shann- yn Sossamon og Edward Burns í aðalhlutverkum, sem fékk enga jákvæða dóma. Myndum á list- anum var skipt niður í sæti eftir skoðunum rúmlega tvö hundruð virtra kvikmyndagagnrýnenda. Wall-E fékk 96% góða dóma, en Man on Wire fékk 100% og var hæst yfir þær myndir sem fengu takmarkaða dreifingu. One Miss- ed Call fékk aftur á móti O% í einkunn. Wall-E var mynd ársins föstudagur fylgir Fréttablaðinu á morgun föstudagur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.