Fréttablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 35
Neyðarlögin og framkvæmd þeirra UMRÆÐAN Jónas Fr. Jónsson skrif- ar um neyðarlögin Í byrjun október tókst að koma í veg fyrir að bankastarfsemi stöðvað- ist, þrátt fyrir fall við- skiptabankanna þriggja sem náðu yfir um 85% af bankakerfi landsins. Öll hefðbundin innlend bankaþjón- usta gekk áfallalaust, bankaúti- bú voru opin og greiðslukort virk- uðu. Stofnaðir voru nýir bankar til að sinna innlendri bankaþjón- ustu og ráðstafanir gerðar til að vernda og vinna úr eignum gömlu bankanna. Þessar aðgerðir voru framkvæmdar á grundvelli svo- kallaðra neyðarlaga sem Alþingi samþykkti 6. október sl. Neyðarlögin ekki séríslensk Alþjóðlega lausafjárkreppan sem ríkti á árinu 2008, dýpkaði veru- lega um miðjan september við fall Lehman Brothers. Í lok septemb- er og byrjun október komu stjórn- völd og seðlabankar í mörgum ríkjum einstökum fjármálafyr- irtækjum til aðstoðar eða kynntu kostnaðarsamar aðgerðir til björgunar fjármálakerfum landa sinna. Hvorki íslensk stjórnvöld né Seðlabankinn, sem lánveitandi til þrautavara, höfðu fjárhagsleg- an styrk til þess að grípa til sam- bærilegra björgunaraðgerða. Neyðarlögin voru viðbrögð til þess að draga úr samfélags- legu tjóni af völdum fjármála- kreppunnar og endurreisa starf- hæft bankakerfi. Með þeim fól Alþingi Fjármálaeftirlitinu það umfangsmikla verkefni að tak- marka tjón á fjármálamarkaði, m.a. vegna fjárhags- eða rekstr- arerfiðleika fjármálafyrirtækja og veitti því víðtækar heimildir til ráðstafana. Lögin veittu einnig fjármálaráðherra, fyrir hönd rík- issjóðs, heimild til að reiða fram fjármagn til þess að stofna ný fjármálafyrirtæki eða yfirtaka fjármálafyrirtæki í vanda. Einn- ig má nefna að kröfur vegna inn- stæðna voru gerðar að forgangs- kröfu í þrotabú. Neyðarlögin eiga efnislegar rætur í greinargerð um viðbún- að stjórnvalda vegna hugsan- legra erfiðleika á fjármálamark- aði sem kynnt var í febrúar 2006 af vinnuhópi stjórnvalda. Ekkert varð af lagasetningu á þeim tíma, en stjórnvöld gátu unnið á grunni þessara hugmynda með hliðsjón af fyrirmyndum í öðrum lönd- um. Heimildir eins og þær sem finna má í neyðarlögunum eru ekki séríslenskar. Ýmis lönd hafa farið þá leið að hafa sérákvæði sem heimila víðtæk inngrip í starfsemi fjármálafyrirtækja í vanda og sérmeðferð í greiðslu- erfiðleikum eða við gjaldþrot þeirra. Í Bandaríkjunum hafa stjórnvöld t.d. víðtækar heim- ildir til að taka yfir stjórn fjár- málafyrirtækja, ráðstafa eign- um þeirra og annast slit, auk þess sem innlán hafa forgangsstöðu við slit banka. Í Kanada, Sviss og Noregi hafa stjórnvöld einnig víð- tækar heimildir vegna erfiðleika fjármálafyrirtækja og fleiri lönd íhuga slíkar lagabreytingar. Beiting laganna Neyðarlögunum var beitt, með það að markmiði að tryggja áframhaldandi innlenda banka- starfsemi fyrir almenning og atvinnulíf á Íslandi, þegar banka- ráð þriggja stærstu bankanna komust að þeirri niðurstöðu að þeim væri ókleift að halda áfram rekstri og óskuðu eftir því að Fjármálaeftirlitið tæki yfir stjórn þeirra. Stjórnum bankanna var vikið frá og skilanefndir skipað- ar í þeirra stað. Hlutverk skila- nefnda er að koma í stað stjórna og sérstaklega að hafa umsjón með allri meðferð eigna gömlu bankanna og varðveita verðgildi þeirra sem best. Bönkunum var skipt upp og nýir bankar stofnaðir. Skipting- in á eignum bankanna var í meg- inatriðum þannig að nýi bankinn tók yfir innlenda bankastarfsemi en erlend starfsemi var í gömlu bönkunum. Nýju bankarnir eru í eigu rík- isins sem skipaði þeim bankastjórnir og skuld- batt sig til að leggja fram eigið fé þannig að eigin- fjárhlutfall (CAD) hvers banka verði a.m.k. 10%. Með skiptingunni minnk- aði umfang bankakerfsins úr því að vera um ellefu- föld þjóðarframleiðsla í tæplega þrefalda. Við stofnun nýju bankanna var settur upp stofnefnahagsreikn- ingur til bráðabirgða, en unnið er að endanlegu verðmati á eign- um og skuldum nýju bankanna. Þegar því verðmati er lokið munu nýju bankarnir greiða mismuninn á verðmæti eigna og skulda sem til þeirra voru færðar úr gömlu bönkunum. Greiðslan mun verða í formi fjármálagerninga, sem nánar verða útfærðir í samvinnu við kröfuhafa, en í því efni þarf að hyggja að t.d. tegund, mynt og tímalengd þessara fjárskuldbind- inga. Verkefnin fram undan Fram undan eru mörg erfið en brýn verkefni. Þannig á eftir að ljúka við verðmat á nýju bönkun- um, vinna úr eignum gömlu bank- anna og vonandi ná sem bestri sátt við kröfuhafa þeirra um úrlausn mála. Meta þarf rekstraráætlan- ir nýju bankanna og framkvæma hæfismat á nýjum bankastjórum. Nýju bankarnir þurfa jafnframt að búa sig undir efnahagslega erfið- leika í íslensku atvinnulífi. Minni fjármálafyrirtækin þurfa að tak- ast á við áhrif bankahrunsins og versnandi rekstrarumhverfi, til dæmis með minnkun efnahags, samruna og öðrum hagræðingar- aðgerðum. Þessu til viðbótar þarf að vinna af krafti að framtíðaruppbygg- ingu fjármálakerfisins og meta þá möguleika sem eru til staðar. Þannig þarf að taka afstöðu til þess hvort þörf sé á þremur við- skiptabönkum í ríkiseigu, hvern- ig stefna ríkisins sem eiganda að fjármálafyrirtækjum eigi að vera, hvort leita eigi eftir erlendri eign- araðild í bönkunum og hvernig best sé að dreifa eignarhaldi, auka markaðsaðhald og efla hlutabréfa- markað með því að gefa almenn- ingi kost á að eignast hlut í ríkis- bönkunum. Samhliða þessu þarf að endurskoða löggjöf um fjár- málafyrirtæki og herða á reglum þar sem nauðsynlegt er. Viðskipta- ráðherra hefur þegar skipað nefnd til að sinna þessu verki. Fjármálakreppa gekk yfir Norð- urlönd í upphafi tíunda áratugar- ins. Í Finnlandi náði kreppan til banka með yfir 90% af eignum bankakerfisins og verulegur sam- dráttur varð í þjóðarframleiðslu til skamms tíma. Finnar sýndu að með skýrri stefnu og einbeittri og markvissri vinnu er hægt að vinna sig út úr vandanum. Íslendingar hafa allar forsendur til að gera slíkt hið sama, en róðurinn verð- ur þungur því allur heimsbúskap- urinn er nú í fjármálakreppu. Höfundur er forstjóri Fjármála- eftirlitsins. JÓNAS FR. JÓNSSON FIMMTUDAGUR 15. janúar 2009 27 Þykkni í nýjum handhægum umbúðum Nú er gamla góða Egils Þykknið komið í nýjar, glæsilegar og handhægar umbúðir. Bjóddu þér og þínum upp á bragðgóðan djús. Úr 1 lítra fást 8 lítrar af blönduðum drykk. P L Á N E T A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.