Fréttablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.01.2009, Blaðsíða 8
8 15. janúar 2009 FIMMTUDAGUR 1 Hverjum vildi Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir ráða heilt fyrir fund í Háskólabíói? 2 Hvað eru margir dagar liðnir frá því Alþingi setti neyðarlög- in? 3 Evrópusambandslönd fá ekki gas frá Rússlandi til upphitunar húsa. Um hvaða land liggja gasleiðslurnar? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46                                    ! " # ""$%$&   !"#$ %$ &!!'$ ( )*+&$  #(,+--&( *  .*(#/0 #120##3 4445!(*5#5 '()!* 65 7#*&$5 85 +$  919*#&$#&*9 %$ .$(+7( #&12 ( )*+&$5 :5 !!'$ ( )*+&$  #(,+--&(5 ;5 < (!5               4445!(*5# PALESTÍNA, AP Viðræður Egypta við Hamas um hugsanlegt tíu daga vopnahlé milli Hamas og Ísraels eru sagðar langt komnar. Þetta staðfestu fulltrúar bæði Egypta og Hamas-samtakanna í gær. Drögin verði fljótlega kynnt Ísraelum, en mikil óvissa ríkir engu síður um langtímahorfur á Gazasvæðinu, þar sem stanslausar árásir Ísraela í nærri þrjár vikur hafa kostað hátt í þúsund manns lífið. Um helmingur þeirra er sagð- ur vera almennir borgarar, þar af hundruð á barnsaldri. Loftárásum á þéttbýlt Gazasvæð- ið var haldið áfram af fullum krafti í gær. Meðal annars var sprengjum varpað á grafreit í Gazaborg, þar sem fjöldi manns var saman kom- inn og dreifðust líkamshlutar út um stórt svæði. Ísraelsher segir þessari árás hafa verið beint að vopnageymslu skammt frá graf- reitnum. Skæruliðar Hezbollah-hreyfing- arinnar í Líbanon skutu sprengju- flaugum suður yfir landamærin til Ísraels í gær, en þær ollu engu manntjóni. Sprengjuflaugaárás- um frá Gazasvæðinu hefur fækk- að töluvert frá því árásirnar hóf- ust. Í byrjun skutu Palestínumenn allt að 80 flaugum yfir landamærin til Ísraels á dag, en í gær var skotið 16 flaugum. Frá því Ísraelar hófu árásir sínar, hinn 27. desember síðast- liðinn, hafa þrettán Ísraelsmenn látist, þar af fjórir af völdum sprengjuflauga frá Gazasvæðinu. Ísraelar hafa aðeins gert þriggja klukkustunda hlé á árásum sínum daglega, svo hægt verði að koma brýnustu hjálpargögnum yfir á Gazasvæðið. Ísraelar hafa ítrekað fullyrt að þeir muni ekki hætta árásum fyrr en tryggt sé, að íbúar á Gaza skjóti ekki fleiri sprengjuflaugum yfir til Ísraels. Leiðtogar Hamas hafa sömuleiðis hafnað vopnahléi, nema því aðeins að landamæri Gaza verði opnuð. Vopnahléshugmyndir, sem nú eru ræddar í Egyptalandi, felast líklega í því, að því er AP frétta- stofan hefur eftir samningamönn- um, að Ísraelar hætti árásum án þess þó að draga herlið sitt til baka, en á móti hætti Hamas-liðar að skjóta sprengjuflaugum. Slíkt bráðabirgðavopnahlé myndi standa í tíu daga, sem þyrfti að nota til að semja um vopnahlé til lengri tíma. Takist það ekki, má búast við að blóðbaðið hæfist að nýju. gudsteinn@frettabladid.is Vopnahlésviðræður Hamas og Ísraels mjakast áfram Nærri þrjár vikur eru síðan Ísraelar hófu miskunnarlausar árásir sínar á íbúa Gazasvæðisins. Tugir manna enn drepnir á hverjum degi. Egyptar og Hamasliðar eru með drög að bráðabirgðavopnahléi í smíðum. FYLGST MEÐ BLÓÐBAÐINU Þrír réttrúaðir gyðingar fylgdust með átökunum á götum Gazaborgar frá samyrkjubúinu Nir Am, sem er skammt frá bænum Sderot rétt hand- an landamæra Gaza. NORDICPHOTOS/AFP JARÐSKJÁLFTI Ríkissjóður greiðir 733 milljónir króna í styrki vegna Suð- urlandsskjálftans 29. maí í fyrra. Stærstur hluti upphæðarinnar, 402 milljónir króna, eru styrkir til ein- staklinga sem urðu fyrir tjóni sem tryggingar ná ekki til. Alls fara 200 milljónir í styrki vegna fyrstu viðbragða við skjálft- anum og aukinn kostnað sveitarfé- laga. Þá fara 50 milljónir í styrki vegna tjóns opinberra stofnana á jarðskjálftasvæðinu og 81 milljón í önnur tjón og ófyrirséð. Í tilkynningu frá forsætisráðu- neytinu segir að forsætis- og fjár- málaráðuneytin muni nú hefjast handa við að greiða út styrki. Þeir styrkir sem greiddir verði á næst- unni séu vegna niðurrifs, endur- mats á brunabótamati, tjóns á innbúum og fleiru. Samkvæmt við- gerðarreikningum sé um að ræða stéttar, palla, veggi, hleðslur, frá- rennsli, vatnsveitur, borholur og fleira. Í tilkynningu ráðuneytisins segir enn fremur að tjón af skjálft- anum sé metið á milljarða króna, enda hafi þetta verið mestu ham- farir sem gengið hafa yfir jafn fjölmenna og þéttbýla byggð hér á landi. Jarðskjálftinn hafi þess vegna reynt mikið á alla þætti samfélagsins og er öllum þeim, sem komu að aðgerðum, á einn eða annan hátt þakkað í yfirlýsingu ráðuneytisins. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni forsaetisraduneyti.is - ovd Stuðningur ríkisins vegna Suðurlandsskjálftans nemur 733 milljónum: Ríkið greiðir skjálftabætur ALLT Í RÚST Tjón af völdum skjálftans sem skók Suðurland 29. maí í fyrra er metið á milljarða króna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STOKKHÓLMUR, AP Níu hundr- uð starfsmönnum Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi í Sví- þjóð verður sagt upp störfum. Uppsagnirnar eru sagðar spara spítalanum um 450 milljónir sænskra króna á ári sem sam- svarar tæplega 6,9 milljörðum íslenskra króna. Nokkur halli hefur verið á rekstri sjúkrahúss- ins undanfarin ár. Hátt í 16 þús- und manns starfa á sjúkrahúsinu sem er annað stærsta sjúkrahús Svíþjóðar. Um tveir þriðju þeirra sem sagt verður upp eru fast- ráðnir starfsmenn en aðrir eru lausráðnir starfsmenn eða verk- takar. - ovd Fjöldauppsagnir í Svíþjóð: Spara hátt í sjö milljarða á ári EFNAHAGSMÁL „Hann spurði um það sem hefur verið gert í kjölfar bankahrunsins,“ segir Sigmundur Sigurgeirsson hjá fjármálaráðu- neytinu, en hann var einn þriggja embættismanna sem fundaði í gær með Robert Wade, prófessor í stjórnmálahagfræði hjá LSE. Wade var einn frummælenda á borgarafundi í Háskólabíói þar sem hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins. Sigmundur segir að Wade hafi ekki haft vitneskju um ýmislegt. Þar á meðal hafi hann ekki vitað af því eignamati sem er í gangi í gömlu bönkunum, né af þeim neyðarnefndum sem hafi verið að störfum. Þá hafi Wade verið upp- lýstur um samskipti við erlenda kröfuhafa. Robert Wade vildi ekki tjá sig um fundinn þegar eftir því var leitað. - ss Wade á fundi ráðuneyta: Fræddur um neyðarnefndir JÓN ÞÓR STURLUSON OG ROBERT WADE Wade gagnrýndi meðal annars skort á upplýsingum frá stjórnvöldum vegna efnahagskreppunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.